Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 39 MINNINGAR Alltaf tókst þér að töfra fram kræsingar þegar pabbi sendi alla sem hann þekkti heim að Ásum í kaffi - mikið þekkti pabbi marga. Eg man eftir: Allri sorginni, aðskilnaðinum og hai-minum í veikindum pabba, síð- asta sauðburðinum, flutningunum, breytingunum og missinum við dauða hans. í framhaldi af því dugn- aði þínum og reisn er þú stóðst ein eftir 38 ára með okkur systkinin átta, þrettán og fimmtán ára. Nú í seinni tíð man ég svo vel eftir: Gleðistundunum sem við og barnabörnin áttum með ykkur, gjöfunum ykkar Sigga til okkar allra, samverustundunum í veikind- um þínum þar sem þín óbilandi þrautseigja kom svo vel í ljós. Þú hélst reisn þinni fram á síðustu stundu og gafst þér góðan tíma til að kveðja okkur öll með styrkjandi orð- um. Asgeir Sölvi minnist þess að þú hafir alltaf verið að gleðja barna- börnin þín og ég veit að ánægja þín var mest þegar þú sást gleðiblikið í augum þeirra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Áslaug. Til elsku ömmu Möggu. Lítill drengur lófa strýkur léttumvotamóðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á koilinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Kveðja frá barnabörnum. Sérfræðingar í blómaslíreytinguni við öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA» Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, síini 551 9090. sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAI.STR/K I I 4B • 101 REYKJAVÍK D/ii’ið /nger Olaj'ur i hfararstj. UtJ'ararstj. Utfararstj. LÍKKIST l AINNUSTO FA EYMNDAR ARNASONAR 1899 Elsku amma mín. Þú leyfðir okkur alltaf að gista. Þú kenndir okkur að föndra. Þið Siggi fóruð oft með okkur í bíltúr upp í Eyðimörk (Heiðmörk) með nesti. Alltaf gafst þú okkur góðan mat. Nú líður þér vel uppi hjá Guði. Kær kveðja, Erla og Margrét. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum heiðurskonunnar Mar- grétar Rögnvaldsdóttur. Leiðir okkar Margi-étar lágu fyrst saman fyrir 23 árum þegar börnin okkar felldu hugi saman. Eg bar strax virðingu fyrir Margréti og fylltist aðdáun á henni þegar mér var ljóst hversu vel hún tókst á við hlut- verk sitt þegar hún, aðeins 38 ára gömul, missti mann sinn og stóð ein uppi með börnin þijú. Þá brá hún búi fyrir vestan og fluttist til Reykjavík- ur þar sem auðveldara var að koma börnunum til mennta. Um árabil unnum við Margrét á sama vinnustað, Hrafnistu í Hafnar- firði. Hún sem leiðbeinandi í íondri, en ég á símanum. Þá kynntist ég því hversu frábær handavinnukona Margrét var, samviskusöm og dug- leg enda dáð og elskuð af heimilis- fólki og starfsfólki. Margrét og hennar yndislegi sam- býlismaður, Sigurður, höfðu yndi af að ferðast jafntinnanlands sem utan. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera tvívegis samtímis þeim erlendis og þar kynntumst við þeim nánar og fór vel á með okkur. Margrét var ætíð tilbúin að hlúa að fólki sínu og var yndislegt að sjá hvað bamabörnin sóttu til hennar. Barnabömin fimm sem við áttum sameiginlega vom okkur ótæmandi auðlind skemmtilegra samveru- stunda og samskipta. Margrét reyndist okkur gleðigjafi og barna- börnunum okkar og dóttur um- hyggjusöm amma og tengdamóðir. Fyrir þetta viljum við hjónin þakka. Frá fjarlægu landi sendum við Stef- án öllum ástvinum Margrétar inni- legar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning Margrétar. Erla. Maður er manns gaman er mál- tæki sem lýsir vel heimilinu á Asum við Salthólmavík eins og við systkinin munum það. I barnsminni var alltaf jafn spennandi að koma þangað í heimsókn, kíkja á kollurnar í varpinu á meðan krían hamaðist fyrir ofan eða vaða spölkorn út í Breiðafjörðinn og svo auðvitað setjast í eldhúsið hjá heimilisfólkinu. Sumum er það gefið að návist þeirra er alltaf jafn þægileg og samskiptin óþvinguð og eðlileg. Þannig manneskja var Margrét föð- ursystir okkar. Það var aldrei djúpt á kímninni eða hlátrinum sem smitaði óhjákvæmilega viðstadda. Og á góð- um stundum þegar stríðnispúkinn náði yfirhöndinni var samt alltaf ver- ið að hlæja með fólki, aldrei að því. Eftir að fjölskyldurnar voru flutt- ar suður yfir heiðar og samveru- stundirnar því miður á stundum allt- of strjálar varð samt engin fjarlægð milli fólks. I návist Möggu voru öll samskiptin eins og við hefðum síðast kvaðst fyrr sama daginn. Félagslyndið og glaðværðin ber ef til vill hæst af mörgum mannkostum Möggu. Hún var alla tíð umvafin vin- um og stækkandi fjölskyldu og í margra ára starfi sínu sem verslun- armaður í Reykjavík var hún lengst af valin til trúnaðarstarfa fyrir vinnufélaga sína. I baráttu Möggu við erfiðan sjúkdóm kom líka í ljós hve margir af ástvinum hennar vildu leggja henni lið eftir fremsta megni. Meira að segja yngstu ömmubörnin létu ekki sitt eftir liggja. Sumt fólk er einfaldlega svo gott að þekkja og eiga að vinum sínum. Þegar við kveðjum Möggu föður- systur okkar er þakklætið fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman okkur efst í huga. Við vottum fjölskyldu og ástvinum samúð okkar. Helga, Rögnvaldur, Ai-nar og Brynjar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, SIGURJÓN GUÐFINNSSON, Reykási 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtu- daginn 21. september kl. 14.00. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir, Jóhann Finnur Sigurjónsson, Hafdís Jóna Sigurjónsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Jón Hafliðason, Þórólfur Guðfinnsson, Sveindís Guðfinnsdóttir, Jóhanna Guðfinnsdóttir, Margrét Guðfinnsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, María Jóhannsdóttir, Eyja Sigríður Viggósdóttir, Hávarður Benediktsson, Stefán Sigurðsson, Jóhann Á. Gunnarsson, Arngrímur Angantýsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs unnusta míns, föður, sonar, bróður og tengdasonar, JÓNS ANDRÉSSONAR, Gyðufelli 16. Elísabet Lára Tryggvadóttir, Aron Franklín, Aþena Marey, Brynja Sól, Andrés Jón Bergmann Ásgeirsson, Valdís G. Jónsdóttir, Ásgeir Ingi Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Þorgeir Jónsson, Svandís Jónsdóttir, Andrés Jónsson, Logi Jónsson, Lísa Jónsdóttir, Olga Jónsdóttir, Fanný Brynjarsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson, Fjóla Björgvinsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson, Harpa Jóhannsdóttir, Jón Ellert Lárusson, Maree Harris, Kristín Skúladóttir, Ólafur H. Knútsson, John Jimma Dabaly, Birgir R. Davíðsson, Erla Sólrún Vaitýsdóttir. + Eiginmaður minn, HALLGRÍMUR VIGFÚSSON, Borgarfirði eystra, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 22. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Styrktarfélg lamaðra og fatlaðra. *í Emilía L'orange. + Móðir okkar, ELÍN ÓLAFSDÓTTIR frá Burstafelli í Vopnafirði, Naustahlein 5, Garðabæ, sem lést þriðjudaginn 12. september, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 22. september kl. 15.00 Ásrún Tryggvadóttir, Hallfríður Tryggvadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þóra Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. + Maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, JÓN ÞÓR JÓNSSON, sem lést á heimili sínu í Svíþjóð 7. september síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 21. september kl. 10.30. Maria Hedin Jonsson, David Alexander Jonsson, Jakob Ámi Jonsson, Borghildur Guðmundsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Árni Stefán Jónsson, Helga Ingibergsdóttir, Jakobína Jónsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför okkar elsku- lega JÓHANNESAR PÉTURSSONAR kennara frá Reykjarfirði, Hraunbæ 77, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fljúkrunarheimilinu Eir. Guð blessi störf ykkar. Kristín Björnsdóttir. Haukur Jóhannesson, Sif Jónasdóttir, Björn Hákon Jóhannesson, Helga Þ. Þorgeirsdóttir, Pétur Jóhannesson, Gróa Gunnarsdóttir, Hrönn Jóhannesdóttir, Gunnar L. Benediktsson, Guðmundur Bjarki Jóhannesson, Hilmir Bjarki Jóhannesson, fris Rögnvaldsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug, er systir okkar, SJÖFN SIGURJÓNSDÓTTIR, áður Austurgötu 40, Hafnarfirði, lést á Kumbaravogi laugardaginn 9. september. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild 14, Klepþsspítala, sem hlúð hafa að henni af kærleika og umhyggju til fjölda ára. Einnig þakkirtil starfsfólks á Kumbaravogi fyrir þeirra umhyggju síðustu mánuði. Guð blessi ykkur. Hulda Sigurjónsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.