Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 17 LANDIÐ í i Morgunblaðið/Jónas Fólk kemur til hátíðarguðþjónustunnar vegna 100 afmælis Skeiðflatarkirkju. Skeiðflatarkirkja 100 ára Mýrdal - Skeiðflatarkirkju í Mýr- dal á 100 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Af því tilefni var haldin hátíðarguðþjónusta í Skeið- flatarkirkju. Séra Oskar H. Ósk- arsson sóknarprestur í Ólafsvík predikaði, en hann á ættir sínar að rekja í Mýrdalinn, og séra Har- aldur M. Kristjánsson sóknarprest- ur í Skeiðflatarkirkju þjónuðu fyr- ir altari. Kór Skeiðflatarkirkju söng undir stjórn Kristínar Björns- dóttur organista, þá söng kór eldri nemanda Grunnskóla Mýrdals- hrepps og nemendur tónskólans spiluðu. Af þessu tilefni gáfu Sigþór Sig- urðsson og kona hans Sólveig Guð- mundsdóttir og börn frá Litla- Hvammi hökul sem Sólveig saum- aði. Einnig voru afhentar fleiri góðar gjafir við þetta tilefni. Að guðsþjónustu lokiuni bauð kirkjan öllum kirkjugestum til kaffísam- sætis í Ketilsstaðaskóla þar sem Morgunblaðið/J ónas Sérsveit lúðrasveitar Tónskóla Mýrdælinga lék undir stjórn Soltáns Szklénár í upphafl hátíðarmessunnar. Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi flutti ágrip af sögu Skeiðflatar- kirkju og eldri nemendur kórs grunnskólans sungu undir stjórn Önnu Björnsdóttur við undirleik Krisztinu Szklénár. Morgunblaðiði/Líney Stefán Þorgeir Halldórsson með golþorsk sem hann veiddi í sumar. Yngsti sjómaður- inn ánæg’ður með sumarvertíðina Þórshöfn - Stefán Þorgeir Hall- dórsson er tólf ára sjómaður á Þórshöfn og sjómennskan er hon- um í blóð borin, enda ólst hann upp í Grímsey fyrstu árin. Hann hefur stundað trillusjómennsku með föður sínum í sumar og er ánægður með hlutinn sinn: „Ég hafði um 100 þúsund fyrir sumarið og það er fínt,“ sagði Stefán, en viðurkenndi þó að það hefði oft verið erfitt að vakna eldsnemma á morgnana til að fara á sjóinn. „Það var best hvað veðrið var alltaf gott í sumar, næstum alltaf logn og sól þegar við fórum út, það var ótrú- lega magnað," sagði þessi ungi sjó- maður, sem nú er aftur sestur á skólabekk eftir gott sumar í sjó- mennskunni. Góðar heimtur af fjalli Fé kemur heim af íjalli. Emih'a Ýr Dagsdóttir, 2ja ára dama, bíður eftir að sjá kindina sína í fjárhópnum við Gunnarsstaði. Morgunblaðið/Linéy Þórshöfn - Það telst til tíðinda ef bændur fá gott veður í göngunum því ótrúlega oft hafa þeir hitt á leiðindatíð. í síðustu viku voru smalaðar Hvamms-, Dals- og Tunguselsheiði og vora bændur heppnir með veð- ur í þetta sinn, sem þótti vel við hæfi eftir einstak- lega gott sumar. Vel gekk í göngunum og virðast ágætar heimtur á fénu að sögn bænda en um níu þúsund fjár koma úr þéssum heiðalöndum. Flutningur á sláturfé er hafínn en öllu fé héðan er slátrað á Kópaskeri. Þar verður mikil vinna fram eftir hausti og að sögn Garð- ars Eggertssonar, framkvæmda- stjóra Fjallalambs, hefur gengið vel að fá starfsfólk og er því sem næst fullmannað í sláturhúsinu, aðeins fá störf laus. í fyrra var þar gerður nýr kjarasamningur við starfsfólk - betri en gengur og gerist víðast hvar í þessari atvinnugrein. Það hefur skilað góðu starfsfólki og meiri afköstum, sagði framkvæmda- stjórinn. Stórgóð hugmynd fyrir stórbrotið land ? Til hvers, hvar og hvernig ? Ráðstefna að Kirkjubæjarklaustri 29. september 2000 LANDVERND Dagskrá, frekari upplýsingar og skráning: Landvernd, Ránargata 18, 101 Rvk, s. 552 52 42, landvernd@landvernd.is eða www.hmdv*md45 Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um: Vatnajökulsþjóðgarð, æskileg mörk hans og skipulag. Hvernig mun Vatnajökulsþjóðgarður líta út í augum útlendinga? Fara saman virkjanir og þjóðgarðar? Eru þjóðgarðar fyrir ferðamenn? Þjóðgarðar í spegli siðfræði og menningar. Ráðstefnan er sklpulögð af Landvernd I samstarfi við Ferðamálaráð, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Islands, amtök ferðaþjónustunnar og Samtök sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Framtíðarsýn fyrir þjóðgarða á islandi. Ljósmynd: Vatnajökull, Páll Stefánuon Landsvirkjun nUCFÍLAG ÍSLASDS Alr Iriíani |Hx.röu«l»Iaí)iþ Umhverfisráðuneytið REYKJAVÍK-ÍSAFJÖRÐUR-REYKIAVÍK ...fljúgðu frekar Þnsvar siimum Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000 V6fð ffð 9.930 kr.melftujvalknkittuni FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airíceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.