Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 17
LANDIÐ
í
i
Morgunblaðið/Jónas
Fólk kemur til hátíðarguðþjónustunnar vegna 100 afmælis Skeiðflatarkirkju.
Skeiðflatarkirkja 100 ára
Mýrdal - Skeiðflatarkirkju í Mýr-
dal á 100 ára vígsluafmæli um
þessar mundir. Af því tilefni var
haldin hátíðarguðþjónusta í Skeið-
flatarkirkju. Séra Oskar H. Ósk-
arsson sóknarprestur í Ólafsvík
predikaði, en hann á ættir sínar að
rekja í Mýrdalinn, og séra Har-
aldur M. Kristjánsson sóknarprest-
ur í Skeiðflatarkirkju þjónuðu fyr-
ir altari. Kór Skeiðflatarkirkju
söng undir stjórn Kristínar Björns-
dóttur organista, þá söng kór eldri
nemanda Grunnskóla Mýrdals-
hrepps og nemendur tónskólans
spiluðu.
Af þessu tilefni gáfu Sigþór Sig-
urðsson og kona hans Sólveig Guð-
mundsdóttir og börn frá Litla-
Hvammi hökul sem Sólveig saum-
aði. Einnig voru afhentar fleiri
góðar gjafir við þetta tilefni. Að
guðsþjónustu lokiuni bauð kirkjan
öllum kirkjugestum til kaffísam-
sætis í Ketilsstaðaskóla þar sem
Morgunblaðið/J ónas
Sérsveit lúðrasveitar Tónskóla Mýrdælinga lék undir stjórn Soltáns
Szklénár í upphafl hátíðarmessunnar.
Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi
flutti ágrip af sögu Skeiðflatar-
kirkju og eldri nemendur kórs
grunnskólans sungu undir stjórn
Önnu Björnsdóttur við undirleik
Krisztinu Szklénár.
Morgunblaðiði/Líney
Stefán Þorgeir Halldórsson með golþorsk sem hann veiddi í sumar.
Yngsti sjómaður-
inn ánæg’ður með
sumarvertíðina
Þórshöfn - Stefán Þorgeir Hall-
dórsson er tólf ára sjómaður á
Þórshöfn og sjómennskan er hon-
um í blóð borin, enda ólst hann
upp í Grímsey fyrstu árin. Hann
hefur stundað trillusjómennsku
með föður sínum í sumar og er
ánægður með hlutinn sinn: „Ég
hafði um 100 þúsund fyrir sumarið
og það er fínt,“ sagði Stefán, en
viðurkenndi þó að það hefði oft
verið erfitt að vakna eldsnemma á
morgnana til að fara á sjóinn. „Það
var best hvað veðrið var alltaf gott
í sumar, næstum alltaf logn og sól
þegar við fórum út, það var ótrú-
lega magnað," sagði þessi ungi sjó-
maður, sem nú er aftur sestur á
skólabekk eftir gott sumar í sjó-
mennskunni.
Góðar heimtur af fjalli
Fé kemur heim af íjalli. Emih'a Ýr Dagsdóttir,
2ja ára dama, bíður eftir að sjá kindina sína í
fjárhópnum við Gunnarsstaði.
Morgunblaðið/Linéy
Þórshöfn - Það telst til
tíðinda ef bændur fá gott
veður í göngunum því
ótrúlega oft hafa þeir hitt
á leiðindatíð. í síðustu
viku voru smalaðar
Hvamms-, Dals- og
Tunguselsheiði og vora
bændur heppnir með veð-
ur í þetta sinn, sem þótti
vel við hæfi eftir einstak-
lega gott sumar.
Vel gekk í göngunum
og virðast ágætar heimtur
á fénu að sögn bænda en
um níu þúsund fjár koma
úr þéssum heiðalöndum.
Flutningur á sláturfé er
hafínn en öllu fé héðan er slátrað á
Kópaskeri. Þar verður mikil vinna
fram eftir hausti og að sögn Garð-
ars Eggertssonar, framkvæmda-
stjóra Fjallalambs, hefur gengið vel
að fá starfsfólk og er því sem næst
fullmannað í sláturhúsinu, aðeins fá
störf laus. í fyrra var þar gerður
nýr kjarasamningur við starfsfólk -
betri en gengur og gerist víðast
hvar í þessari atvinnugrein. Það
hefur skilað góðu starfsfólki og
meiri afköstum, sagði framkvæmda-
stjórinn.
Stórgóð hugmynd fyrir stórbrotið land ?
Til hvers, hvar og hvernig ?
Ráðstefna að Kirkjubæjarklaustri 29. september 2000
LANDVERND
Dagskrá, frekari
upplýsingar og skráning:
Landvernd, Ránargata 18,
101 Rvk, s. 552 52 42,
landvernd@landvernd.is
eða www.hmdv*md45
Á ráðstefnunni
verður m.a. fjallað um:
Vatnajökulsþjóðgarð, æskileg
mörk hans og skipulag.
Hvernig mun
Vatnajökulsþjóðgarður
líta út í augum útlendinga?
Fara saman virkjanir
og þjóðgarðar?
Eru þjóðgarðar fyrir ferðamenn?
Þjóðgarðar í spegli siðfræði
og menningar.
Ráðstefnan er sklpulögð af Landvernd I samstarfi við
Ferðamálaráð, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Islands,
amtök ferðaþjónustunnar og Samtök sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi.
Framtíðarsýn fyrir
þjóðgarða á islandi.
Ljósmynd: Vatnajökull, Páll Stefánuon
Landsvirkjun
nUCFÍLAG ÍSLASDS
Alr Iriíani
|Hx.röu«l»Iaí)iþ
Umhverfisráðuneytið
REYKJAVÍK-ÍSAFJÖRÐUR-REYKIAVÍK
...fljúgðu frekar
Þnsvar siimum
Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000
V6fð ffð 9.930 kr.melftujvalknkittuni
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@airíceland.is •www.flugfelag.is