Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tekinn með 1,1 kg af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli handtók síðastliðinn sunnudag 26 ára gamlan íslending sem var að koma frá Frankfurt með 1,1 kg af hassi. Maðurinn var í yfirheyrsl- um í fyrrinótt og langt fram á dag og hefur viðui'kennt að vera eig- andi að hassinu. Fíkniefnadeild lögreglunnar tók við rannsókn málsins sem nú telst upplýst og hefur maðurinn verið leystur úr haldi. Ekki þótti þjóna rannsókn málsins að fara fram á gæsluvarð- hald yfir honum. Gera má ráð fyrir að söluverð hassins, hefði það kom- ist á markað, væri á fjórðu milljón króna. A þessari stundu er enginn annar talinn tengjast málinu en maðurinn kom frá Amsterdam með millilendingu í Frankfurt. A þessu ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gert upptæk 10 kg af hassi, 1,5 kg af amfetamíni, um 6.000 e-töflur og 400 g af kóka- íni. AIls eru fíkniefnamálin sem Tollgæslan hefur fengist við orðin 26 á þessu ári. ---------------- Meint fíkniefnamisferli í varðskipum Ekki rann- sakað frekar LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar nafn- lausra heimildarmanna í fjölmiðl- um um neyslu fíkniefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar eigi ekki við rök að styðjast. Við rannsókn lögreglunnar kom ekkert fram sem studdi þessar fullyrðing- ar, né heldur þær að áform hefðu verið uppi um smygl á fíkniefnum með varðskipunum. Því séu engin tilefni til frekari rannsóknar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar og Tollstjórinn í Reykjavík óskuðu eftir lögreglurannsókninni 24. ágúst sl. Að sögn Harðar Jóhann- essonar yfirlögregluþjóns er óstað- fest að svo stöddu með hvaða hætti framangreindar upplýsingar kom- ust til vitundar fjölmiðla. Morgunblaðið/Jón Svavarason Stundvísi Flugleiða f júlímánuði A réttum tíma í 80% tilvika SAMKVÆMT niðurstöðum rannsókna Evrópusambands flugfélaga, AEA, á stundvísi í millilandaflugi voru Flugleiðir þriðja stundvísasta flugfélagið í Evrópu í júlí síðastliðnum. Vélar Flugleiða fóru í loftið á réttum tíma í 80,7% tilvika en meðaltalið hjá evrópskum flugfélögum var 67,5%, að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugleiðum. Þegar fyrstu sjö mánuðir ársins eru skoð- aðir verma Flugleiðir fjórða sætið af 24 helstu flugfélögum Evrópu, með 80,4% stundvísi. Samkvæmt sömu rannsókn voru Flugleiðir stundvísastar af þeim 18 félögum sem flugu yfir Norður-Atlantshafið í júlí. Forsvarsmenn félagsins segja að þessi árangur í mánuðinum sé mikilvægur í ljósi þess að þá hafi í tvígang orðið umtals- verðar seinkanir sem töluverð umræða hafi spunnist um hér- lendis. Sú umræða hafi ef til vill gefið villandi mynd af heildarframmistöðu félagsins. Öfaglært starfsfólk felldi kjarasamning Einn og yfir- gefinn ÞETTA trippi stóð dálítið eitt og yf- irgefið í Skaftafelli þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins var þar á ferð. Þótt veður liafi verið ágætt á landinu í gær er nú að nálgast sá tími ársins þegar allra veðra er von. Samkvæmt nýlegum reglum um meðferð dýra ber eigendum úti- gangshrossa skylda til að sjá um að þau eigi kost á skjóli sem ver þau í verstu veðrum. Þetta trippi verður hins vegar án efa í húsaskjóli í vet- ur og losnar þvi við kaldan gustinn sem berst frá jöklinum á köldum vetrardögum. ÓFAGLÆRT starfsfólk sjúkra- hússins á Selfossi hefur fellt ný- gerðan kjarasamning við ríkið með miklum meirihluta. Allt stefnir því í verkfall 29. þessa mánaðar. Alls tóku 39 þátt í atkvæða- greiðslu um samninginn og sögðu 10 já, 28 nei og einn skilaði auðu. Rúm- lega 50 ófaglærðir vinna við sjúkra- húsið og tilheyra þeir Verkalýðsfé- laginu Bárunni/Þór á Selfossi. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni komi sér mjög á óvart. Deilan hafi verið í hnút þar til ríkissáttasemjari hafi lagt fram tillögu sem síðan var samið eftir. Hann telur ríkisvaldið ekkert svigrúm hafa til frekari launahækkana umfram það sem samið hafi verið um við aðrar stéttir. Gunnar sagðist telja boðun verk- falls vera á mörkum þess að vera lögleg, enda væru í gildi lög frá ár- inu 1915 sem bönnuðu verkföll opin- berra starfsmanna, væru þau ekki í þágu almennings. Hann taldi hugs- anlegt að samninganefndin léti reyna á lögmæti verkfallsboðunar- innar fyrir félagsdómi. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, for- maður Bárunnar/Þórs, sagði hins vegar að lögfræðingur félagsins teldi ekkert athugavert við verk- fallsboðunina. Hún sagðist að óbreyttu ekki vera bjartsýn á lausn deilunnar og taldi að kæmi til verk- falls myndi það lama alla starfsemi sjúkrahússins. Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar í deilunni á mið- vikudag, eftir viku. 1,1% atvinnuleysi í ágúst ATVINNULEYSISDAGAR í ágúst sl. jafngilda því að 1.642 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, samkvæmt upp- lýsingum Vinnumálastofnunar. Þar af eru 537 karlar og 1.105 konur. Þessar tölur jafngilda 1,1% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Að meðaltali voru 18 fleiri atvinnu- lausir en í júlímánuði, en um 770 færri en í ágúst í fyrra. Síðasta virka dag ágústmánaðar voru 1.735 manns á atvinnuleysis- skrá á landinu öllu en það er um 232 færri en í lok júlímánaðar. Síðast- liðna 12 mánuði voru um 2.069 manns að meðaltali atvinnulausir eða um 1,5% en árið 1999 voru þeir um 2.602 , eða um 1,9%. Hlutfallslegt atvinnu- leysi er það sama og í júlí sl. en það var 1,7% í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi á landsbyggðinni eykst nú í heild um 5,5% milli mán- aða en er um 26,1% minna en í ágúst í fyrra. Atvinnuleysið nú nemur 0,8% af mannafla á landsbyggðinni eða sama hlutfalli og í júlí sl. Atvinnu- leysið á landsbyggðinni var um 1,1% í ágúst í iyrra. Atvinnuástandið batnar iðulega í september frá því í ágúst. Undanfar- in 10 ár hefur atvinnuleysið þannig minnkað um 10,6% að meðaltali frá ágúst til september. í fyrra minnkaði atvinnuleysið um 17,6% milli þessara mánaða og um 10% árið 1998. At- vinnuleysið var 1,4% í september í fyrra. Atvinnulausum í lok ágúst hef- ur fækkað um 232 frá því í lok júlí. Lausum störfum í lok mánaðar hefur fjölgað talsvert frá því í júlílok, eink- um á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því að verulega fækkai' á vinnumark- aði í september er mikil spurn eftir vinnuafli víða á vinnumarkaðinum. Líklegt er því að atvinnuleysið minnki í september. Búast má við að atvinnuleysið í september verði nokkuð minna en það var í ágúst og geti orðið á bilinu 0,7% til 1,0%. Atvinnuleysi frá júlí 1998 til ág. 200C ► í VERINU í dag er m.a. greint frá gloppóttri þorskveiði út af Vestfjörðum, sagt frá viðbrögðum sjávarútvegsráð- herra vegna aukins útflutnings á óunnum físki og farið yfír stöðuna á smábátaflotanum. Chelsea Clinton sá Jakob Jóhann setja Íslandsmet/B6 Vala og Þórey Edda þurfa að setja Íslandsmet/Bl Þ Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.