Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 27
UMRÆÐAN
Börn á barna-
deildum
HUGMYNDIN að
baki því að byggja
sérstakan bamaspit-
ala er flestum ljós.
Það er mikið álag fyrir
barn að leggjast inn á
sjúkrahús, fjarri
heimili sínu og því ör-
yggi sem því fylgir
auk þess að þurfa að
kljást við veikindi sín,
slys eða annað sem
leitt hefur til innlagn-
ar. Fjölmargar rann-
sóknir hafa leitt í ljós
að hægt er að minnka
þetta álag með ýmsum
hætti. Eitt er að hafa
sína nánustu sem
næst sér, enda er viðvera foreldra
hjá börnum sínum á barnadeild
frekar regla en undantekning í dag.
Annað er að gera umhverfí sjúkra-
deildarinnar (hússins) eins barn-
vinalegt og unnt er, samhliða því að
sérhanna barnadeildir að þörfum
barna og fjölskyldna þeirra. Með
þessum hætti er hlúð eins og hægt
er að barni og fjölskyldu þess með-
an á erfiðri dvöl stendur.
Þegar stóð til að flytja bama-
deildina sem var á Landakoti fyrir
nokkram árum urðu nokkrar deilur
um hvert skyldi flytja hana. Niður-
staðan af því var að hún var flutt á
Borgarspítalann sem nú heitir
Landspítali - háskólasjúkrahús í
Fossvogi. Lá þar margt til grund-
vallar. Nærtækast er efalítið að
nefna að innan þess spítala er
starfsemi sem óhjákvæmilega leiðir
til þess að börn leggjast þar inn.
Þar er starfandi háls-, nef- og
eyrnadeild, heila- og taugaskurð-
deild að ógleymdri slysadeild. Allar
þessar deildir sinna mikið börnum
sem eðlilegt er. Fram að flutningi
barnadeildarinnar þurfti að leggja
þau börn sem það þurftu inn á ful-
lorðinsdeildir. Auðvitað var reynt
af fremsta megni að hlú að sér-
stöðu barnanna, en ég þori að full-
yrða, m.a. út frá eigin reynslu, að
slíkt er aðeins svipur hjá sjón mið-
að við tilkomu sérstakrar bama-
deildar. Með því að hafa sérstaka
deild sem hægt er að vísa börnum á
og sinna þeim þannig á breiðari
fjölskyldugrunni en hægt er annars
staðar er reynt að mæta þeirri sér-
stöðu sem börnum
fylgir.
Stundum opið -
stundum ekki
Nú er svo komið að
barnadeildin í Foss-
vogi var lokuð í fimm
vikur í sumar og eftir
þessa lokun var rætt
um þann möguleika að
leggja deildina niður.
Síðar var ákveðið að
hún yrði aðeins starf-
rækt fimm daga vik-
unnar (þ.e. ekki um
helgar utan þeirra
helga sem spítalinn
sér um bráðavakt).
Auðvelt er að sjá hvað þetta þýðir.
Þetta leiðir til þess að veik og slös-
Barnadeildir
✓
Eg skora því á yfír-
stjórn sjúkrahúsanna og
yfírmann þeirra - heil-
brigðisráðherra, segír
Andrés Ragnarsson,
að hlutast til um að
halda óskertri starf-
semi barnadeildar-
innar í Fossvogi.
uð börn sem tengjast barnadeild-
inni verða að vanda val vikudaga til
að veikjast eða slasast. En börn
gera ekki nokkurn greinarmun á
vikudögum þegar kemur að slíku.
Ég hef átt því láni að fagna að hafa
óheftan aðgang að barnadeildinni
með langveikt og oft bráðaveikt
barn mitt og notið þar frábærrar
fagmennsku og nærvem sem er
vandfundin annars staðar. Sömu
sögu hafa aðrir foreldrar í viðlíka
stöðu einnig að segja. Ég fæ ekki
með orðum lýst hve mikilvæg slík
þjónusta er. Ef fram heldur sem
horfir mun þessi þjónusta skerðast
að miklum mun. Sömu sögu er að
segja fyrir þau börn sem þurfa af
einhverju orsökum að leggjast inn
Andrés
Ragnarsson
á LSH Fossvogi á „vitlausum dög-
um“. Þau þurfa ef til vill að fara í
aðgerðir á LSH Fossvogi, vera síð-
an flutt yfir á LSH Hringbraut,
liggja þar en þurfa eðlis síns vegna
að fá sérhæfða þjónustu á LSH
Fossvogi. Samhliða þessu ber að
hafa í huga að engar hugmyndir
eru uppi um að fjölga leguplássum
á LSH Hringbraut (barnadeildinni)
og er hér því um að ræða skerðingu
á leguplássum fyrir veik börn.
Afturhvarf til fortíðar
Við eigum því láni að fagna ís-
lendingar að eiga ótrúlega vel
menntað fagfólk sem hefur fengið
menntun sína við marga virtustu
skóla heimsins. Þetta á ekki síst við
um lækna og hjúkrunarfólk. Við er-
um einnig svo lánsöm að hafa virkt
almannatryggingakerfi sem styður
við bakið á okkur þegar á bjátar
hjá okkur.
Sjúkrahúskerfið er dýrt og
ásamt mennta- og félagskerfinu
tekur það drjúgan hluta þeirra
sameiginlegu sjóða sem landsmenn
hafa yfir að ráða. Þetta er eðlilegt í
nútíma velferðarkerfi. Um nokkurt
skeið hefur verið leitað margra
leiða til að sporna við auknum
kostnaði innan þessara kerfa og
ekki síst innan heilbrigðiskerfisins.
Sameining stóru spítalanna í
Reykjavík er ein tilraun til þess að
minnka kostnað og auka skilvirkni.
Efalítið leiðir þetta til þess að
stefnt verði að algerri sameiningu
þessara stofnana í eina starfræna
heild á einum stað. Ekki er nema
gott eitt um það að segja. Það hvílir
mikill vandi á þeim sem standa að
þessum breytingum og ekki síst að
ekki verði með neinum hætti slakað
á þeim kröfum sem við gemm til
núverandi starfsemi.
Það er ekki neinn vafi í mínum
huga að þegar barnadeildin var
flutt frá Landakoti til Borgarspít-
ala var stigið mikið framfaraspor
fyrir veik börn. Það er heldur eng-
inn vafi í mínu hjarta að lokun
þessarar sömu deildar þó ekki sé
nema að hluta til er mikið aftur-
hvarf til fortíðar og skertrar þjón-
ustu við veik börn. Ég skora því á
yfirstjórn sjúkrahúsanna og yfir-
mann þeirra - heilbrigðisráðherra
- að hlutast til um að halda óskertri
starfsemi barnadeildarinnar í
Fossvogi, að áfram verði opið allan
sólarhringinn, allan ársins hring á
sérhæfðri deild fyrir börn, með um-
hverfi fyrir börn og fjölskyldur
þeirra. Allt annað skapar óöryggi
og óþarfa álag þar sem síst skyldi.
Höfundur er sálfræðingur og
foreldri hmgveiks bams.
MÁLTÆKIÐ „af
því læra börnin málið
að það er fyrir þeim
haft“ er í fullu gildi. Á
fyrstu æviárum sínum
þurfa börn að læra
ótalmargt og þar á
meðal eitt það flókn-
asta sem til er - tungu-
málið. Þó að þau læri
málið án mikillar sýni-
legrar fyrirhafnar er
ekki þar með sagt að
hinir fullorðnu séu
„stikkfrí" í því að leiða
börn í gegnum máltök-
una. Enginn þarf að ef-
ast um að góð tök á
máli, lestri og tjáningu
em barninu traust veganesti út í líf-
ið. En hvernig er æskilegt að örva
málþroska ungra barna? Á fyrstu
mánuðunum gemm við margt ómeð-
vitað sem örvar samskiptahæfni
ungbarnsins. Við tölum með eilítið
bjartari og blæbrigðaríkari röddu
við barnið; veitum því ómælda at-
hygli og spörum ekki snertingu og
hlýju. Við túlkum öll hljóð barnsins
á merkingarbæran hátt og tölum
mikið við það. Á þessum fyrstu mán-
uðum er grunnurinn lagður enda
kann barnið heilmargt um samskipti
við eins árs aldur. Það veit að þau
snúast um athygli og tengsl (augn-
samband, snerting); að
samskipti em víxlverk-
andi (við skiptumst á
að tala og hlusta); að
tal hefur innihald og
reyndar svipbrigði og
hljómfall líka (reiðileg
eða glaðleg rödd) og
síðast en ekki síst að
hægt er að hafa býsna
mikil áhrif á umhverfið
með hljóðum og orð-
um. En „eftir því sem
vitið vex“ flækist málið
og barnið þarf áfram á
síst minni leiðsögn að
halda. Orðaforði
barnsins vex og það
fær tilfinningu fyrir
formi og hrynjandi málsins - sér-
staklega ef það er svo heppið að eiga
einhvern að sem les fyrir það og
kennir því vísur, söngva og þulur.
Barnið lærir að skilja og tala í sam-
ræmi við málfræðireglur og það
lærir einnig smám saman þá flóknu
kúnst að nota málið í samræmi við
stað og stund; eins og að taka tillit
til viðmælanda, heilsa og kveðja,
segja brandara, syngja eða tala
mátulega hátt - allt eftir aðstæðum.
Að tala við börn
Máltaka barnsins gengur best ef
það hrærist í umhverfi þar sem því
Mál
Rauði þráðurinn í
allri málörvun, segir
Elísabet Arnardóttir, er
virðing fyrir barninu.
er tekið sem eftirsóknarverðum fé-
laga. Rauði þráðurinn í allri málörv-
un er virðing fyrir barninu. Það á að
tala við börn en ekki til þeirra. Við
erum fyrirmyndir barnanna og í því
felst mesta ábyrgð okkar. Öll getum
við litið í eigin barm og hugleitt hvað
við höfum fyrir barninu. Grípum við
stöðugt fram í fyrir því? Hæðum við
stundum barnið og geram grín að
því? Hlustum við á hvað það hefur
til málanna að leggja? Ræðum við
áhugamál barnsins við það af al-
vöra? Reynum við að setja okkur í
spor þess þegar það hefur áhyggjur
af einhverju sem okkur þykir frá-
leitt? Megum við vera að því að
spjalla af einlægni við barnið, lesa
fyrir það og jafnvel spila við það
stundum? Hvernig væri nú að
plokka farsímann úr öðra eyranu,
útvarpið úr hinu; slíta annað augað
af sjónvarpinu og hitt af tölvunni og
rabba við þessa frábæra samræð-
usnillinga sem mörg okkar eru svo
heppin að hafa á heimilinu?
Höfundur er talmeinafræðingur
hj;t Talþjálfun Reykjavíkur.
Mal foreldra
Elísabet
Arnardóttir
Lœstir
stálskápar
fyrír
fatnaðog
persónulega
imunn
UMBOÐS- OG HEILDVEHSLUN
I
AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI
SÍMl: 544 5330 FAX: 544 5335
www.straumur.is I
í Portúgal
26. september - 31. október
58L500kr
á mann m.v. tvo í stúdíói í eina viku.
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, fararstjórn,
aksturtil og frá flugvelli erlendis og[
6 golfhringir
78.500 kr. á mann m.v. tvo í stúdíói í 2 vikur.
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, fararstjórn,
akstur til og frá flugvelli erlendis oolH'Hllllníffffl
Flugvallarskattar. 2.950 kr. á mann. ekki innifaldir.