Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarforraaður Byggðastofnunar útvegar heimabanka sfnum verkefni:
Ætli þér þætti nú ekki þessi banki stór ef þú værir að skríða út úr moldarkofanum,
eins og við framsóknarmenn, Pétur minn.
Borgarfulltrúar heimsækja
Santiago de Compostela
SANTIAGO de Compostela, ein af
menningarborgunum níu í Evrópu,
helgaði Reykjavík sunnudaginn 10.
september sl. með eftirminnilegum
hætti. Af því tilefni þáðu borgar-
stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
og borgarfulítrúarnir Sigrún Magn-
úsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son heimboð borgarstjóra Santiago
de Compostela, Xosé A. Sánchez
Bugallo. Kórinn Raddir Evrópu
stendur hér fyrir aftan borgarstjór-
ana tvo og fleira fólk en hann hélt
tónleika fyiár fullu húsi í tónlistar-
og ráðstefnuhöll Santiago de
Compostela þennan dag. Á einu af
torgum borgarinnar skemmtu Egill
Ólafsson og Tríó Bjöms Thorodd-
sen gestum og gangandi með flutn-
Borgarfulltrúar ásamt Röddum Evrópu í Santiago de Compostela.
ingi á verkinu „Ferðir Höllu“ við um 1.000 manns. íbúar Santiago eru
góðar undirtektir. Viðstaddir voru álíka margir og íbúar Reykjavíkur.
Mikið ber á milli um verð fyrir krossbandaaðgerðir
Læknafélagið o g TR
sammála um verðlagningu
SAMKVÆMT útreikningum sem
unnir voru fyrir samninganefnd
Tryggingastofnunar ríkisins og
Læknafélags Reykjavíkur á kostn-
aði við krossbandaaðgerðir kostar
hver aðgerð á bilinu 157-182 þúsund
krónur. Karl Steinar Guðnason, for-
stjóri Tryggingastofnunar, segir að
bæklungarlæknarnir þrír sem gert
hafa þessar aðgerðir telji hins vegar
að eðlilegt verð fyrir hverja aðgerð
eigi að vera um 300 þúsund. Það sé
útilokað að Tryggingastofnun geti
fallist á slíkar kröfur enda gangi þær
þvert á alla samninga sem stofnunin
hafígertvið lækna.
Eftir að bæklunarlæknarnir
Ágúst Karlsson, Brynjólfur Jónsson
og Stefán Carlsson sögðu upp störf-
um á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fól
heilbrigðisráðuneytið samninga-
nefnd Tryggingastofnunar ríkisins
og Læknafélags Reykjavíkur að
verðleggja krossbandaaðgerðir á
hnjám. Utreikningamir vom lagðir
fram og staðfestir bæði af fulltrúum
Tryggingastofnunar og Læknafé-
lagsins 19. júní í sumar.
Niðurstaða nefndarinnar var að
heildargjald miðað við að læknir
starfi annað milli aðgerða sé 156.187
krónur. Inn i þessari tölu er kostnað-
ur við einnota efni og tæki og laun
tveggja skurðlækna og svæfinga-
læknis. Liðurinn einnota efni og tæki
er metinn á 73.923 kr. Samkvæmt út-
reikningunum tekur hver aðgerð
eina klukkustund og fimmtán mínút-
ur en með undirbúningi og frágangi
á skurðstofu tekur aðgerð samtals
þrjá og hálfan klukkutíma.
Einnig var reiknað meðaltalsgjald
miðað við tvær aðgerðir á dag og að
allir læknar séu á fullri greiðslu fyrir
og á milli aðgerða. Niðurstaðan er að
meðalkostnaður sé 181.902 krónur.
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri
hjá Tryggingastofnun, sagði mikil-
vægt að hafa í huga að samkomulag
væri milli Tryggingastofnunar og
Læknafélagsins um að þetta væri
eðlileg verðlagning fyrir kross-
bandaaðgerðir. Hann sagði að sjúkl-
ingar sem bíða eftir krossbandaað-
gerð hefu fengið þau svör hjá
læknunum að aðgerðin kostaði 300
þúsund krónur. I viðræðum Trygg-
ingastofnunar og bæklunarlækn-
anna hefðu tölur í þessa veru verið
settar fram af læknunum.
„Þessar kröfur ganga þvert á alla
aðra samninga og allar aðrar gjald-
skrár Tryggingastofnunar við
lækna,“ sagði Kiistján.
Á fundi samninganefndar TR og
Læknafélagsins lét fulltrúi Lækna-
félagsins bóka að óeðlilegt væri að
heilbrigðisstofnun haldi fjárveiting-
um fyrir verk sem ekki séu þar leng-
ur unnin. Eðlilegt sé að nýta fram-
farir í læknisfræði sjúklingum og
tryggingakerfi til góða. Verðlagning
samkvæmt gildandi samningum LR
og TR þurfi ekki alltaf að eiga við.
Þau verkfæri sem samráðsnefndin
hafi yfir að ráða nái þannig ekki að
leysa mál þegar um flóknar og sér-
hæfðar aðgerðir sé að ræða.
Ráðstefna um umhverfisfræðslu
Að nema af
náttúrunni
Tryggvi Jakobsson
ELDBORG, Svarts-
engi, hefst í dag
klukkan níu ráðstefna
um umhverfisfræðslu und-
ir yfirskriftinni: Að nema
af náttúrunni. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráð-
herra flytur upphafsávarp.
Flutt verða fimm meginer-
indi og nokkur styttri inn-
skot. Ráðstefnunni lýkur
klukkan 16.30. Það er um-
hverfisfræðsluráð sem
stendur fyrir ráðstefnunni.
Tryggvi Jakobsson á sæti í
ráðinu fyrir hönd Náms-
gagnastofnunar. Hann var
spurður um markmið þess-
arar ráðstefnu?
„Þessi ráðstefna er
framhald af ráðstefnu sem
við héldum í fyrra og
markmiðið er fyrst og
fremst að fjalla um umhverfis-
fræðslu og hver staða þeirra mála
er almennt hér. Það er einmitt eitt
af meginverkefnum umhverfis-
fræðsluráðs að stuðla að umhverf-
isfræðslu. Ráðstefnan í fyrra var
haldin á Hótel Örk og þar var
fjallað um fræðsluna út frá sjónar-
hóli sjálfbærrar þróunar. Hún
þótti takast vel og við ætlum að
halda áfram og taka nú fyrir hina
lifandi fræðslu. Undirskrift ráð-
stefnunnar er: Vettvangsfræðsla,
náttúrusöfn og náttúruskólar.“
- Hvaða efni verða tekin fyrir'!
„Sigrún Ingimarsdóttir kennari
ætlar að kynna skrá sem hún hef-
ur tekið saman yfir náttúrusöfn á
landinu öllu og velta fyrir sér
hvort þar sé um vannýtta auðlind
að ræða. Sigrún Helgadóttir,
kennari og líffræðingur, ætlar að
fjalla um útinám og væntanlega
að greina frá reynslu þeirra í Sel-
ásskóla, þar sem hún starfar.
Ruth Grant frá Scttish Natural
Heritage mun segja frá annars
vegar skipulagi umhverfisfræðslu
og hins vegar náttúruskólum í
Skotlandi. Sigurður Ólafsson,
lektor frá kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri, mun segja frá
námi við háskólann sem þeir kalla
grenndarnám, undir yfirskrift-
inni: Líf í Eyjafirði. Ari Trausti
Guðmundsson ætlar að ljúka ráð-
stefnunni með hugleiðingum um
nauðsyn þess að þekkja umhverf-
ið.“
- Hvað er umhverfisfræðslu-
ráð?
„Það var stofnað árið 1998 af
umhverfisráðuneytinu og er skip-
að fulltrúum frá umhverfisráðu-
neyti og menntamálaráðuneyti,
Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Námsgagnastofnun, umhverfis-
verndarsamtökum, ASÍ, Samtök-
um atvinnulífsins og Neytenda-
samtökunum. Markmið þessa
ráðs er að vekja vitund almenn-
ings um umhverfi sitt og gildi
þess. Sem og nauðsyn þess að um-
gangast umhverfi sitt með virð-
ingu og með tilliti til sjálfbærrar
þróunar. Þessu viljum við ná með
auknu samstarfi um umhverfis-
fræðslu og samráði á
borð við þessa ráð-
stefnu og tilmælum
um úrbætur og ábend-
ingum um umhverfis-
fræðslu.“
-Hefur umhverfís-
fræðsluráð umfangs-
mikla starfsemi?
„Við opnuðum í fyrra umhverf-
isvefinn: umvefur.is, og þar er
búið að koma upp viðamiklu
tenglasafni á sviði umhverfismála,
sem er efnisflokkað og mjög að-
gengilegt. Ég hugsa að það séu
komnar yfir 200 tengingar á vef-
inn. Síðan erum við nýbúin að
setja þarna inn orðasafn sem unn-
► Tryggvi Jakobsson fæddist 19.
4.1950 á Akureyri. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1971 og prófi í
landafræði frá Háskóla Islands
1975. Hann stundaði kennslu í
mörg ár en hefur starfað hjá
Námsgagnastofnun siðan 1985.
Hann er kvæntur Svanhildi Jó-
hannesdóttur, framkvæmda-
stjóra Skýrslutæknifélags Is-
lands. Þau eiga tvo stráka.
ið var í samstarfi Námsgagna-
stofnunar, Náttúruverndar ríkis-
ins og Hollustuvemdar. Þetta er
orðasafn á sviði umhverfismála og
vonandi á það eftir að aukast og
eflast. Ymsar hugmyndir eru á
döfinni, svo sem t.d. upplýsingar
um náttúrusöfnin sem fyrr var
minnst á og svo era jafnvel hug-
myndir uppi um að gera sérstakan
barnavef, sem myndi vera við hæfí
barna og henta grunnskólakenn-
urum líka við kennslu. Allt er
þetta í þróun.“
- Þú nefndir styttri innskot á
ráðstefnunni, hvað er þar á ferð?
„Kynnt verður starfsemi nátt-
úruskóla og náttúrusafna, má þar
nefna Gróttusetur, sem er ný-
stofnað fræðslusetur í Gróttu,
Náttúrustofuna í Neskaupstað,
Alviðru, sem er umhverfis-
fræðslusetur Landverndar,
Hvalamiðstöðina á Húsavík og til
stendur að kynna skólabúðirnar á
Reykjum í Hrútafirði. Síðst en
ekki síst ber að nefna Gjána, sem
er sýning sem Hitaveita Suður-
nesja hefur komið fyrir i sprungu
eða gjá undir ráðstefnuhúsinu,
þar sem fjallað er um eldvirkni,
jarðhita og fleira því tengt á ís-
landi.“
- Hverjir sækja svona ráð-
stefnu?
„Það eru allir þeir sem láta sig
málefni umhverfisfræðslu ein-
hverju varða. Við getum nefnt
kennara, starfsmenn sveitarfé-
laga og fræðslumiðstöðva ýmis-
konar, svo og áhugafólk um um-
hverfismál."
- Er áhugi á umhverfísfræðslu
vaxandi?
„Já, það er óhætt að
svara því játandi, það
kom okkur óvart í
fyrra að það komu 110
manns á ráðstefnuna á
Hótel Örk, síðast þeg-
ar ég vissi voru yfir
hundrað manns búnir
að skrá sig á þessa ráðstefnu nú.
Við höfum líka fengið jákvæð við-
brögð við umhverfisvefnum og því
sem verið er að gera þar. Við er-
um afskaplega ánægð með hvað
hann virðist nýtast vel, ekki síst
fyrir skólafólk og þá sem eru á
höttunum eftir upplýsingum um
þessi mál.
Markmiðið að
vekja vitund
almennings um
umhverfi sitt
og gildi þess