Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra segir borgarstjóra sneiða hjá aðal- atriðum í bréfí sínu um fjarskiptamál Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug GEIR H. Haarde fjármálaráðherra vísar gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á svarbréf hans við fyrirspum hennar um fjarskiptamál á bug. Hann segir að borgarstjóri hafi í fjölmiðlum í gær aðeins getið um niðurlag bréfsins, en látið hjá líða að geta um þá almennu reglu sem svarið byggist á. Borgarstjóri óskaði eftir upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu um viðskipti og samninga ríkisins við fjarskiptafyrirtæki um gagnaflutn- inga. I svarbréfi fjármálaráðherra er því hafnað að borgarstjóri eigi rétt á um- beðnum upplýsingum. í bréfi ráðherra segir: „A-f niður- lagi bréfsins sem og skýiingum borg- arstjóra við það í fjölmiðlum (sbr. um- mæli í fréttum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 7. sept. sl.) má ráða, að borgarstjóri hafi gmn um að ríkisað- ilar hafi ekki fylgt reglum um útboð á fjarskiptasviðinu. Almenna reglan í viðskiptum ríkisaðila á sviði fjar- skiptaþjónustu er að þau séu á gmnd- velli útboðs. Hins vegar er vert að taka fram að þjónusta á sviði fjar- skipta er ekki öll útboðsskyld eins og fram kemur í 1. gr. tilskipunar nr. 92/ 50/EBE um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra samninga um kaup á þjónustu. Má þar sérstak- lega nefna undanþágur er varða kaup á talsíma- og fjarritaþjónustu, þráð- lausa talsíma og boðkerfis- og gervi- hnattaþjónustu. í þessu sambandi vill ráðuneytið vekja athygli yðar á 13. gr. laga nr. 52/1987 um opinber innkaup, er kveður á um réttarúrræði til handa bjóðendum eða samkeppnisaðflum telji þeir á sér brotið í tengslum við framkvæmd útboðs eða gerð samn- ings um innkaup hins opinbera. Ekki verður séð að Reykjavíkurborg hafi hagsmuna að gæta varðandi einstök slík mál eða þær tilteknu upplýsingar sem um er beðið í bréfi yðar.“ Svarað fyrir viku Geir sagði að þetta erindi borgar- stjórans í Reykjavík hefði verið með- höndlað með sama hætti og önnur sem berast ráðuneytinu. „Því var svarað fyrir viku, án þess að það væri tflkynnt eitthvað sérstaklega um það opinberilega. Borgarstjóri ákveður í gær [í fyrradag] að birta hluta af svarinu, en sleppir þeim hluta svars- ins sem skiptir ekki síður máfi, sem er um hver almenna reglan sé í þessu máli. Þar kemur fram að ef menn telja á sér brotið hafi þeir ákveðin réttarúrræði og að menn hafi þau án atbeina Reykjavíkurborgar. Þetta er kjami málsins en af ein- hverjum ástæðum sér borgarstjóri ekki ástæðu til að segja frá þessu þeg- ar hún birtir hluta bréfsins." Geir sagði að aðild fjármálaráðu- neytisins að máli LínuNets væri til komin vegna þess að málið hefði verið kært. „Samsæriskenningar borgar- stjóra falla gjörsalega um sjálfar sig og benda til þess að hún hafi ekki skil- ið hvemig aðild ráðuneytisins að þessu máli er. Við höfðum ekkert frumkvæði í því að blanda okkur inn í þetta mál, heldur er málið kært og við verðum að taka afstöðu til þess. Það er settur til þess sérstakur fjármála- ráðherra, sem kemst að niðurstöðu sem borgin sættir sig ekki við og hef- ur gagnsókn, eins og það var orðað í blaði um daginn, til þess að drepa þessu máli á dreif. Þetta er algjörlega fráleitur málatilbúnaður," sagði Geir. Ingibjörg Sólrún sagði í Morgun- blaðinu í gær að nauðsynlegt væri fyrir Samkeppnisstofnun að hafa þær upplýsingar í höndunum sem hún bað um. Geir sagði að ef Samkeppnis- stofnun sendi fjármálaráðuneytinu bréf yrði tekin afstaða til þess þegar það bærist. Sama ætti við ef einhverj- ir þingmenn legðu fram fyrirspum á Alþingi. Þeim yrði að sjálfsögðu svar- að. AP Víkingaskipið Islendingur þegar það kom til Boston á dögunum. Víkingaskipið fslendingur Um 5.000 gestir komu í Providence VÍKINGASKIPIÐ íslendingur lagði úr höfn í Providence á Rhode Is- land í fyrradag eftir nokkurra daga dvöl í bænum. Skipið fékk fylgd sjö- ræningjaskipsins Sloop, sem skaut úr fallbyssum sínum í kveðjuskyni. Næsti viðkomustaður er Mystic Seaport í Connecticut, einn loka- áfanga áður en ferðinni er ætlað að taka endi í New York 5. október næstkomandi. I dagbók á vefsíðu leiðangursins í gær skrifar Ellen Ingvadóttir, einn áhafnarmeðlima, að dvölin í Prov- idence hafi verið sérlega ánægju- leg. Skipstjórinn hafi notið aðstoð- ar bæjarstjóra Providence að sigla Islendingi til hafnar og um borð hafi einnig verið Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Á hafnar- bakkanum slógu bæjaryfirvöld, í samstarfí við Flugleiðir, upp sýn- ingartjöldum. Þar segir EUen að ís- lensk matarhefð hafí verið kynnt, ferðamöguleikar til Islands og síð- ast en ekki síst íslenski hesturinn. Að sögn Ellenar var kynningin fjöl- sótt og einnig komu fjölmargir um borð í Islending. Telur hún að um 5 þúsund manns hafi skoðað skipið þá fjóra daga sem það lá við bryggju í Providence. Ákveðið að ganga til samninga við Sparisjðð Bolungarvíkur Stj ðrnarformaður segir ekki áhuga á að bjðða verkið út Heldrimannahúsið á Sólheimum verður formlega tekið í notkun í dag. Heldrimannahúsið Bláskógar tekið í notkun að Sólheimum KRISTINN H. Gunnarsson, alþingis- maður og formaður stjómar Byggða- stofnunar, segir að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Sparisjóð Bolungarvíkur um að hann taki yfir fjármálaumsýslu Byggðastofnunar og málið sé í þeim farvegi. Hann segir Byggðastofnun ekki hafa áhuga á að bjóða umsýsluna út. Fjármálaráðu- neytið hyggst kanna hvort slíkt stríðir gegn reglugerð um innkaup ríkisins. Aðspurður um hve miklar upphæð- ir sé hér að ræða, sagðist Kristinn ekki rílja upplýsa það á þessu stigi. „Það er ekki heppilegt vegna þeirra viðræðna sem eru í gangi, en þetta eru lágar fjárhæðir," sagði hann og bætti við að sér væri til efs að það borgaði sig að láta útbúa útboðsgögn vegna þessa. Kristinn, sem er þingmaður Vest- fjarða og Bolvíkingur, sagði að stjóm Byggðastofnunar þekkti lög og reglur sem giltu í þessu sambandi „Þau em auðvitað ekki einhlít. Það þarf að skoða hvað fellur undir þau og hvað ekki. Framkvæmdin á þessum lögum hefur verið með þeim hætti að mér sýnist ekki vera mikið farið eftir FYRSTI samningafundur við- ræðunefndar Blaðamannafélags íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna nýs aðalkjarasamnings verður haldinn í dag. Samkvæmt viðræðuáætlun eiga viðræður að hefjast um sérmál, en launaliður á að koma til umræðu eigi síðar en þeim.“ Kristinn benti á að fram- kvæmd laga hlyti að marka túlkun manna á þeim. Opinberar stofnanir og fyrirtæki standi almennt ekki mik- ið fyrir útboðum á kaupum vöru eða þjónustu og tók hann dæmi af Lána- sýslu rfldsins, sem hafi gert samning um auglýsingaþjónustu við aug- lýsingastofu upp á mjög háar fjár- hæðir, eftir því sem sér skfljist. Hon- um sé hins vegar ekki kunnugt um að í því tilvfld hafi verið farið út í útboð eða að fjármálaráðuneytið gert kröfu tfl þess. Stjómarformaður Byggðastofnun- ar segir að standist sú túlkun á lögun- um að umrædd fjármálaumsýsla sé útboðsskyld, hljóti það einnig að eiga við um fjölmargt annað í starfsemi stofnunarinnar. Sjálfur kveðst hann hins vegar ekki vera þeirrar skoðunar að svo sé. „Það mætti hins vegar spyija hvort búseta mín í Bolungarvík komi þessu máh nokkuð við. Gæti þá stjómandi í Reykjavík ekki samið við fyrirtæki í borginni, eða Akureyringur samið við aðila þar í bæ?“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. 10. október næstkomandi. Núgild- andi kjarasamningur milli Sam- taka atvinnulífsins og blaðamanna eru lausir í lok október. Hafi samningar ekki tekist fyrir 20. október er hvorum aðila um sig heimilt að vísa málinu til ríkis- sáttasemjara. í DAG, fóstudaginn 22. septem- ber, mun Páll Pétursson, félags- málaráðherra, taka formlega í notkun nýtt hcimili að Sólheim- um. Líkt og önnur íbúðarhús í byggðahverfinu hefur húsið feng- ið nafngift úr verkum nóbelsverð- launaskáldsins Halldórs Laxness og er nefnt Bláskógar. í Bláskógum búa 6 manns ■ fjórum cinstaklingsíbúðum og einni paríbúð. Þá er í húsinu starfsstöð og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Bláskógar er „heldrimannahús" og sérhannað fyrir þarfir ein- staklinga sem þurfa sértæka þjónustu vegna öldrunar og búa við skerta hreyfi- og starfsgetu af heilsufarsástæðum. í húsinu er aðstaða fyrir íbúa, sem ekki geta stundað fulla vinnu, til afþreying- ar og léttra sérverkefna. Húsið er búið fullkomnu sjúkrabaði, dag- stofu, arinstofu, borðstofu og eld- húsi, þvottaherbergi, línherbergi og búri. Með tiikomu þessa húss gefst íbúum tækifæri að búa leng- ur en ella í byggðahverfinu og markmiðið er að bjóða íbúunum ánægjulegt ævikvöld. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra tók fyrstu skóflustungu að Bláskógum þann 15. desember 1998. Páll Pétursson tekur húsið formlega í notkun í dag kl. 16 og sr. Ulfar Guðmundsson, prófastur Árnesinga, flytur húsblessun. Að lokinni athöfn er gestum boðið að kynna sér húsið og skoða sögu- sýningu Sólheima, „Frá barna- heimili til byggðahverfis“. Húsið er 334,8 m2 að flatar- máli og hannað af Árna Frið- rikssyni arkitekt hjá Arkitektum Skógarhlíð ehf, en Bláskógar er sautjánda húsið að Sólheimum sem Árni teiknar. Aðalverktaki er G-verk ehf á Selfossi. Verkfræði- stofa Suðurlands annaðist hönnun burðarþols og lagna og Almenna verkfræðistofan hannaði sökkla og gólfplötu, hönnun rafkerfis og Iýsingar annaðist Þór Stefánsson hjá Rafteikn ehf á Selfossi. Húsið er byggt af Styrktarsjóði Sólheima og fjármagnað með láni frá íbúðarlánasjóði og framlagi úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Byggingakostnaður er um 50 milljónir króna. Atburður þessi er lokaþáttur- inn í viðamikilli dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sólheima. Jafn- þrýstibún- aður ekki skilyrði EKKI er sett sem skilyrði í út- boðslýsingu vegna sjúkra- og áætl- anaflugs, sem Ríkiskaup býður út, að flugvélar skuli útbúnar með jafnþrýstibúnaði. Samkvæmt út- boðslýsingu verður við mat á til- boðum stuðst við fjóra þætti og þeim gefin einkunn á bilinu 0-5. Vægi hvers þáttar verður síðan margfaldað með einkunn viðkom- andi þáttar og út kemur heildar- einkunn. Þeir þættir sem stuðst verður við eru í fyrsta lagi upphæð bóta og gjalda sem krafist er og farmiðaverð og er vægi þessa þátt- ar 45%. Annar þátturinn er fólginn í gæðum þjónustunnar, þar með tal- ið skipulag, öryggisþættir, flugvél- ar, þar með talinn aðgangur að flugvél með jafnþrýstibúnaði og öðrum búnaði, ferðatíðni í áætlun- arflugi og svo framvegis, og er vægi þessa þáttar 30%. Þriðji þátt- urinn er fólginn í fjárhagslegri og tæknilegri getu bjóðanda og er vægi hans 15%. Fjórði þátturinn er síðan fólginn í reynslu bjóðanda af sambærilegum verkefnum og er vægi hans 10%. ------------ Jeppiog fólksbíll í árekstri HARÐUR árekstur varð milli jeppa og lítils fólksbíls á mótum Reykja- nesbrautar og Nýbýlavegar í gær- morgun. Einn var fluttur á slysa- deild með áverka á andliti og baki. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var þarna ólíku saman að jafna þar sem um var að ræða Toyota Landcruiser- jeppa og lítinn Subaru Justy-fólks- bfl. Samtök atvinnulífsins Fyrsti fundur með blaðamönnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.