Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 23

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 23 Kínversk stjórnvöld skera upp herör gegn spillingu Réttað í stóru smyglmáli Xiamen. AFP. RÉTTARHÖLD í einu umfangs- mesta spillingarmáli sem upp hefur komið í Kína í rúmlega 50 ára stjóm- artíð Kommúnistaflokksins standa yfir þessa dagana. Hundruð kín- verskra embættismanna eru talin koma við sögu í stóra smyglmálinu, eins og það hefur verið nefnt, og verðmæti smyglvarningsins sögð nema um 800 milljörðum króna. Stóra smyglmálið snýst um um- fangsmikla smyglstarfsemi Yan- Hua-fyrirtækisins, sem haft hefur höfuðstöðvar sínar í Hong Kong. Smyglstarfsemi YanHua hefur hins vegar farið um höfn borgarinnar Xiamen, í Fujian-héraðinu í suður- hluta Kína sl. áratug. Verðmæti vamingsins sem um ræðir er talið nema miHjörðum dollara. Meðal annars var um að ræða smygl á þúsundum tonna af olíu, vinnuvélum, sígarettum og gúmmíi og eru hundruð kínverskra embættis- manna talin hafa þegið mútur sem í heild eru metnar á milljónir dollara. Að sögn fjölmiðla í Hong Kong tengjast á milli 200 og 600 ríkis- starfsmenn málinu, m.a. fjölskyldur nokkurra æðstu ráðamanna Kína, en mikil leynd hefur hvílt yfir málatil- búnaðinum sem þykir gefa til kynna hve viðkvæmt málið sé íyrir stjórn- ina. Öllum erlendum og flestum inn- lendum fjöhniðlum er til að mynda bannaður aðgangur að dómshúsum í borgunum fimm þar sem réttað er í málinu. „Ég hef heyrt að ef réttað væri yfir einum sakbomingi á dag þá myndu þeir samt ekki ná að ljúka réttarhöldunum á einu ári,“ sagði Chen Changjian, einn íbúa Xiamen. Réttarhöldin í stóra smyglmálinu eru talin munu reynast kínversku ríkisstjóminni prófsteinn í herör þeirri sem stjórnin, ásamt Jiang Zemin, forseta landsins, hefur skor- ið upp gegn spillingu. En um 23.000 ákærur um spillingu verið rannsak- aðar frá því í janúar og nýlega var Cheng Kejie, einn af varaforsetum þingsins, tekinn af lífi, eftir að hafa verið fundinn sekur um spillingu á stjórnartíð sinni sem héraðsstjóri í Guangxi. Cheng er hæst setti em- bættismaður sem tekinn hefur verið af lífi fyrir spillingu og hrósaði eitt dagblaða Kína stjóminni í gær í leið- ara sínum fyrir hörð viðbrögð. Rannsóknin nái ekki í efstu lög „Búist er við að fleiri falli í stóra smyglmálinu,“ sagði í leiðara blaðs- ins sem kvað líklegt að margir yrðu teknir af lífi vegna málsins. Enn hef- ur hins vegar hvorki verið greint frá ákæruatriðum né fjölda sakborninga og hefur það vakið vissar efasemdir um að rannsóknin nái upp í efstu lög stjórnarinnar. Segja gagnrýnendur kínverskra stjómvalda Jiang hafa þegar komið í veg fyrir slíkt, en sög- ur era á kreiki um að fyrrum yfir- maður kínversku ríkislögreglunnar og yfirmaður útlendingaeftirlitsins séu meðal sakbominga. Rannsókn stóra smyglmálsins var umfangsmikil og stóð yfir í rúmt ár, en athygli manna beinist nú, að sögn fréttastofu BBC, að því hversu langt ríkisstjórn Kína sé tilbúin að ganga í herferð sinni gegn spillingu. „Þetta var slæmt fyrir þjóðina en mjög gott fyrir efnahag Xiamen,“ sagði framkvæmdastjóri skipafyrir- tækis nokkurs í Xiamen sem neitaði að láta nafns síns getið. Bretland Ihalds- menn ná forskoti London. The Daily Telegraph. BRESKI íhaldsflokkurinn hefur náð fimm prósentustiga forskoti á Verkamannaflokkinn, ef marka má Gallup-könnun sem The Daily Tele- graph birti í gær. Samkvæmt könnuninni er Ihalds- flokkurinn með 40% fylgi, Verka- mannaflokkurinn 35% og Frjáls- lyndir demókratar 16%. íhaldsflokkurinn var með fjóram prósentustigum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn í tveimur öðram könnunum sem birtar vora um helgina eftir vikulangar mót- mælaaðgerðir gegn háu eldsneytis- verði. Þegar Gallup-könnunin var gerð áttu Tony Blair forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra einnig undir högg að sækja vegna ásakana um að þeir hefðu sagt fjöl- miðlum ósatt um milljón punda framlag Bernie Ecclestone, sem stjórnar Formúlu 1-kappakstrinum, til Verkamannaflokksins fyrir þrem- ur árum. I Gallup-könnun, sem gerð var í vikunni sem leið, fyrir mótmælin, var fylgi Verkamannaflokksins 45%, Ihaldsflokksins 32% og Frjálslyndra demókrata 16%. ---------------- Gíslataka í S-Rússlandi Moskvu. AP, AFP. FJÓRIR grímuklæddir menn héldu í gær sex gíslum í rússneska sumar- leyfisbænum Sochi við Svartahaf. Kröfðust þeir rúmlega 2,5 milljarða ísl. kr. í lausnargjald og einnig, að öllum Tsjetsjenum í rússneskum fangelsum yrði sleppt. Yfirmaður lögreglunnar í Sochi átti í gær í viðræðum við mannræn- ingjana en þeir höfðu komið sér fyrir á efri hæð í hóteli eða húsi, sem enn er í byggingu. Ekki var ljóst hvort mannræningjamir era Tsjetsjenar og raunar var haft eftir aðstoðar- manni fulltrúa forsetaembættisins í Suður-Rússlandi, að þeir væra í eng- um tengslum við Tsjetsjníu. Fullyrti hann einnig, að vitað væri hverjir mannræningjarnir era. Hefði einum þeirra verið sleppt af geðveikrahæli nýlega og annar til væri eiturlyfja- neytandi. Tala gíslanna er nokkuð á reiki og vora nefndar tölur allt frá fimm og upp í 30. Sagði Inter/ax-fréttastofan, að tveimur gíslum hefði tekist að sleppa, karli og konu, og hefði konan verið særð skotsári er hún flýði. Hafa sérsveitarmenn lögreglunnar neðri hæð hússins á sínu valdi en ákveðið var að bíða með aðgerðir þar til ljóst yrði hvort viðræður við mannræningjana bæra einhvern ár- angur. ■»s; -v; - HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.