Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 24

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flugskeyti skotið á höfuðstöðvar MI6 Reuters Sérfræðingar bresku lögreglunnar rannsaka garð nálægt byggingu MI6 í von um að finna vxsbendingar um hvaðan flugskeytinu var skotið og hvers konar vopn var notað. London. Reuters, AP, AFP. LITLU flugskeyti var skotið á höf- uðstöðvar bresku leyniþjónustunnar MI6 í fyrrakvöld en litlar skemmdir urðu á byggingunni. Viðamikil rann- sókn var hafin á árásinni en lögreglu- yfirvöld sögðu að ekki væri vitað hverjir hefðu verið að verki. Lög- reglan lokaði götum, brúm og lestar- stöðvum í grennd við bygginguna vegna rannsóknarinnar og olli það miklum umferðartruflunum í mið- borginni á mesta annatíma í gær- morgun og þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar þar sem aflýsa þurfti mörgum lestarferðum. Alan Fry, sem stjórnar rannsókn- um bresku lögreglunnar á hermdar- verkum, sagði að litlu flugskeyti hefði verið skotið á áttundu hæð höf- uðstöðva MI6 en lítið tjón hefði orðið á byggingunni. Enginn mun hafa særst í árásinni en Fry lýsti henni sem „ófyrirleitinni árás sem hefði auðveldlega getað valdið manntjóni“. Fry sagði að ekki væri vitað hverj- ir hefðu skotið flugskeytinu en úti- lokaði ekki að skæruliðar úr röðum lýðveldissinna á Norður-írlandi hefðu verið að verki. „Ég verð aug- ljóslega að hafa í huga getu írskra andófshópa en á þessu stigi get ég ekki útilokað aðra hópa sem kunna að vilja gera árásir á leyniþjónust- una.“ Ekki var varað við árásinni og eng- in hreyfing hefur lýst henni á hendur sér. Lögregluyfirvöld í London vör- uðu borgarbúa við hættu á hermdar- verkum fyrr á árinu vegna andófs klofningshópa úr írska lýðveldis- hernum (IRA) sem leggjast gegn friðarsamningnum á Norður-írlandi. Fry kvaðst ekki telja að sprengju- vörpu hefði verið beitt í árásinni og sagði að slíkt vopn hefði valdið meira tjóni. Hann kvaðst ekki geta staðfest að tvær sprengingar hefðu orðið eins og nokkur vitni höfðu sagt. Ein af rammgerustu byggingum Bretlands Höfuðstöðvar MI6 eru á meðal rammgerustu bygginga Bretlands og hannaðar sérstaklega til að þola sprengingar. Stór hluti byggingar- innar er undir götuhæð til að tryggja að mikilvægasta starfsemi leyniþjón- ustunnar raskist ekki vegna árása. Fjölmargar eftirlitsmyndavélar eru í kringum bygginguna til að fylgjast með mannaferðum. Rúður byggingarinnar eiga að vera sprengju- og skotheldar en brotnuðu þó í að minnsta kosti einum glugga í sprengingunni sem var mjög öflug að sögn vitna. Málmgrind bognaði og tvær veggplötur skemmdust en engar skemmdir urðu innan veggja. Lögreglan lokaði götum í grennd við bygginguna, milli Vauxhall-brúar og Lambeth-brúar yfir Thames, meðan leitað var að vísbendingum um hvaðan flugskeytinu var skotið og hveijir hefðu verið að verki. Lest- arferðum frá Waterloo-stöðinni, m.a. Eurostar-ferðum til Parísar og Brussel, var einnig aflýst. Böndin berast að írskum skæruliðum Breskir öryggismálasérfræðingar töldu líklegt að skæruliðar, sem beij- ast^gegn friðarsamningnum á Norð- ur-Irlandi, hefðu skotið flugskeytinu. írski lýðveldisherinn (IRA) gerði margar árásir í London áður en hann lýsti yfir vopnahléi í baráttunni gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi árið 1997. Liðsmenn IRA gerðu t.a.m. sprengjuvörpuárás á bústað breska forsætisráðherrans á Down- ing-stræti þegar John Major, þáver- andi forsætisráðherra, var þar á fundi með æðstu ráðherrum sínum. Sprengjunni var þá skotið úr sendibíl og hún lenti nálægt bústaðnum en enginn særðist. Talið er að skæruliðahreyfingin Hinn sanni írski lýðveldisher, sem klauf sig út úr IRA árið 1997, hafi komið fyrir nokkrum sprengjum í London á árinu. Lögreglan sprengdi eina þeirra sem fannst við lestarteina í vesturhluta borgarinnar í júlí og lítil sprengja sprakk undir Hammer- smith-brúnni í júní. MI6 stundar njósnir erlendis og heyrir undir utanríkisráðuneytið. Talið er að stofnunin hafi íylgst með norðurírsku skæruliðahreyfingunum í nánu samstarfi við leyniþjónustuna MI5 sem starfar innanlands og heyr- ir undir innanríkisráðuneytið. Öryggismál leyniþjónust- unnar gagnrýnd Breska leyniþjónustan sætti gagn- rýni fyrr á árinu vegna mistaka starfsmanna hennar sem voru talin geta stefnt njósnurum hennar í hættu. Hermt var t.a.m. að einn af njósnurum MI6 hefði gleymt far- tölvu, sem geymdi upplýsingar um þjálfun erlendra njósnara, í leigubíl og lögreglan hafi fundið hana tveim- ur vikum síðar. Viku áður var far- tölvu stolið af starfsmanni MI5 í lest- arstöð í London. Sú staðreynd að hermdarverka- mönnum skyldi hafa tekist að skjóta flugskeyti í miðborg London og það á hjarta bresku leyniþjónustunnar hlýtur einnig að vekja spumingar um hvort öryggi hennar sé ábótavant. Höfuðstöðvar MI6 era við suður- bakka Thames, um það bil kflómetra frá þinghúsinu og Downing Street. Byggingin var notuð í nýjustu kvik- myndinni um James Bond, „The World is Not Enough", þar sem hluti hennar var sýndur springa í loft upp í sprengjuárás hermdarverkamanna. Byggingin er mjög þekkt og var tekin í notkun árið 1994 en áður var leyniþjónustan með bækistöðvar í nokkram byggingum. Sagnfræðing- urinn Donald Cameron Watt, fyrr- verandi njósnari, sagði að það hefðu verið mikil mistök að færa alla starf- semi stofnunarinnar í eina byggingu sem allir þekktu. „Margir, þeirra á meðal ég, töldu þetta heimskulegt. Ég hélt að leyniþjónusta ætti að vera leynileg." Sótt að uppreisnar- mönnum á Jolo-eyju Gísl biður herinn að hætta árásum Manila. Reuters, AFP. BANDARÍSKUR gísl, sem enn er í haldi múlimskra uppreisnar- manna og mannræningja á Jolo- eyju í Filippseyjum, bað í gær stjórnarherinn að láta af árásum. Tveimur frönskum sjónvarps- fréttamönnum tókst að sleppa úr haldi mannræningjanna aðfaranótt miðvikudagsins. Þóttu þau tíðindi mikill sigur fyrir Joseph Estrada, forseta Filippseyja, en hann skip- aði stjórnarhernum að leggja til atlögu við skæruliðana þótt þeir væru með um 19 gísla, erlenda og innlenda. Bandaríski gíslinn, Jeffrey Schilling að nafni, sagði á snældu, sem leikin var í útvarpi, að öryggis síns vegna ætti herinn að hætta árásum á skæruliðana en talsmað- ur Estrada forseta sagði, að her- inn vissi hvar Schilling væri niður- kominn og myndi bjarga honum. Frakkarnir tveir, sem sluppu úr haldi skæruliða, komu fram á fréttamannafundi í Manila, höfuð- borg Filippseyja, ásamt Estrada forseta í fyrradag. Sögðu þeir, að öngþveitið, sem varð meðal skæru- liða er stjórnarherinn hóf sóknina, hefði auðveldað þeim flóttann. Kvaðst Estrada viss um, að hinum gíslunum yrði brátt bjargað, þar á meðal Bandaríkjamanninum. Annar frönsku fréttamannanna sagði, að skæruliðarnir hefðu ætl- að að sleppa þeim næstkomandi laugardag. Þá sagði hann, að Abu Sayyaf-skæruliðarnir, sem segjast berjast fyrir sjálfstæði múslima í Filippseyjum, væru í raun bara eins og hver annar óaldarflokkur, sem hefði fjárvonina að leiðarljósi. Estrada sigrihrósandi Gíslamálið hefur staðið í nærri fimm mánuði og verið mjög niður- lægjandi fyrir Estrada forseta. Urðu ýmsir til að gagnrýna þá ákvörðun hans að láta til skarar skríða gegn skæruliðunum og þar á meðal Jacques Chirac, forseti Frakklands. Taldi hann, að lífi gíslanna yrði stefnt í hættu með því. Estrada hrósar nú sigri, a.m.k. í svipinn, en margir telja, að það geti breyst komi í ljós, að sókn hersins hafi mætt meira á óbreytt- um borgurum en skæraliðunum. Þing Bandaríkjanna samþykkir frumvarp um að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína Kínverjar fag*na ákvörð- un öldungadeildarinnar KÍNVERSK stjórnvöld hafa fagn- að samþykkt öldungadeildar Bandaríkjaþings á frumvarpi um að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína. I yfirlýsingu kínverskra stjórnvalda segir að ákvörðun þingsins „þjóni hagsmunum bæði Kínverja og Bandaríkjamanna" og að hún auki möguleikana á auknu samstarfi ríkjanna í framtíðinni. Frumvarpið, sem samþykkt var á þriðjudagskvöld með 83 atkvæð- um gegn 15, kveður á um að inn- flutningsvörur frá Kína muni til frambúðar bera sömu tolla og vör- ur frá flestum öðrum löndum, en hingað til hefur Bandaríkjaþing greitt atkvæði árlega um hvort Kínverjar skuli njóta svokallaðra bestukjarasamninga. Frumvarpið var lagt fram í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína náðu samningum um við- skiptakjör síðastliðið haust. Samn- ingurinn varðar veginn fyrir inn- göngu Kínverja í Heimsviðskipta- stofnunina (WTO), en aðildarríki stofnunarinnar verða hvert fyrir sig að semja um viðskiptakjör við þau ríki sem æskja inngöngu, áður en aðild er veitt. Tollar á innflutn- ingsvörur eru nú tiltölulega háir í Kína, en með inngöngunni í WTO munu þeir lækka verulega og fyr- irtæki víðs vegar um heim fá mun víðtækari aðgang að hinum gríðar- stóra markaði í landinu. Nýtt tímabil bættra samskipta í uppsiglingu? Samskipti Kína og Bandaríkj- anna hafa verið stirð síðan flug- skeyti hæfði kínverska sendiráðið í Belgrad í loftárásum Atlantshafs- bandalagsins á Júgóslavíu í fyrra- vor, en talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins, Sun Yuxi, sagði að stjórnvöld í Kína teldu að sam- þykkt frumvarpsins gæti markað upphaf nýs tímabils í samskiptum ríkjanna. „Ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína skapar grundvöll fyrir stöðuga og lang- varandi samvinnu Bandaríkjanna og Kína á sviði efnahagsmála og viðskipta," sagði Sun. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir ánægju með samþykkt frumvarpsins og sagði það grund- völl að bættum samskiptum við Kína. „Ég tel að í ljós muni koma að Bandaríkin geti haft miklu meiri áhrif í Kína með því að rétta fram sáttahönd, en með krepptum hnefa,“ sagði forsetinn, en á þessu síðasta ári sínu í embætti hefur hann lagt mikla áherslu á að þing- ið samþykkti frumvarpið. Banda- rísk fyrirtæki, sem eiga viðskipti við Kína eða reka starfsemi í landinu, fögnuðu einnig samþykkt frumvarpsins. „Þetta er mikil- vægasti áfanginn í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna á síðustu tíu árum,“ sagði Christian Murck, bankastjóri útibús Chase Manhattan-bankans í Peking og formaður stefnumótunarnefndar bandaríska verslunarráðsins. Mannréttinda- samtök ósátt Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins og ýmis mannréttindasamtök eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa sam- þykkt þess. Við hina árlegu umræðu í þing- inu um viðskiptin við Kína hefur jafnan verið litið til ástands mann- réttindamála í landinu, en eftir samþykkt frumvarpsins á Banda- ríkjastjórn bágt með að beita við- skiptum sem vopni í baráttunni gegn mannréttindabrotum. I frumvarpinu er reyndar ákvæði um að sett verði á fót nefnd, sem skuli kanna ástand mannréttindamála í Kína og gefa þinginu skýrslu á ári hverju, en mannréttindasamtök telja ekki nóg að gert og fullyrða að nefndin muni hafa lítil áhrif. Þá hafa verkalýðsfélög og ein- angrunarsinnar barist gegn frum- varpinu, en þeir óttast að banda- rísk fyrirtæki muni nú í stórum stíl flytja starfsemi sína til Kína, þar sem vinnuafl er ódýrara, og hafa þannig atvinnuna af banda- rískum verkamönnum. Bandarísk stjórnvöld hafa vísað þessum full- yrðingum á bug, og segja að ávinningurinn af frjálsari viðskipt- um við Kína sé stórum meiri en sá hugsanlegi kostnaður, sem af þeim kunni að hljótast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.