Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 25
kjósenda en Lazio
HILLARY Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna og frambjóð-
andi demókrata til embættis öld-
ungadeildarþingmanns New York-
ríkis, nýtur nú mun meira fylgis en
Rick A. Lazio, frambjóðandi
repúblikana, skv. nýlegri skoðana-
könnun dagblaðsins New York Tim-
es og CBS sjónvarpsstöðvarinnar.
Stuðningur kvenna og sjón-
varpskappræður þeirra Clinton og
Lazio í síðustu viku virðast eiga
mikinn þátt í vinsældum forseta-
frúarinnar.
Lazio, sem áður naut meira fylgis
en Clinton meðal þeirra kvenna sem
búa í úthverfum borgarinnar, virðist
hafa tapað nokkru af þeim stuðningi
en 54% þeirra kveðast nú frekar
munu kjósa Clinton. Fylgi Clintons
meðal kjósenda er þá 48% á móti
39% fylgi Lazios og skilja því níu
prósentustig frambjóðendurna að í
stað fímm prósentustiga í júní sl.
Að mati margra New York-búa
kom Lazio illa fyrir í kappræðum
frambjóðendanna í Buffalo í síðustu
viku og sögðu þeir hann hafa virst
harkalegur og óreyndur. Lýsti tæp-
ur helmingur þeirra sem séð höfðu
kappræðurnar Clinton sigurvegara
þeirra og tilgreindu margar þeirra
kvenna sem þátt tóku í skoðana-
könnuninni árásargirni Lazios í
garð Clintons meðal ástæðna fyrir
vali sínu.
Kappræðurnar, sem voru fyrsta
tækifæri margra kjósenda til að
virða Lazio fyrir sér, móta viss
þáttaskil í kosningabaráttu Lazios
en hann var tiltölulega óþekktur
Iran
fyrir framboð sitt. Frambjóðend-
anna bíða tvennar sjónvarpskapp-
ræður til viðbótar og viðurkenna
ráðgjafar Clintons að frekari fylgis-
breytingar kunni að eiga eftir að
verða.
Aðrir þeir sem þátt tóku í könn-
uninni voru ýmist fylgjandi fram-
bjóðendum smærri flokka eða höfðu
ekki gert upp hug sinn. Þegar þrýst
var á óákveðna jókst fylgi Clintons
hins vegar enn frekar og naut hún
stuðnings 51% kjósenda á móti 41%
fylgi Lazios.
Reuters
Hillary Rodham Clinton og Rick Lazio sjást hér taka þátt í sjénvarps-
kappræðum í síðustu viku.
á Silverstone?
LZJ
Baráttan um öldungadeildarþingsæti New York-ríkis
Clinton vinsælli meðal
Dómar
styttir yfir
gyðingum
Teheran, Shiraz. AP, AFP.
ÍRANSKUR áfrýjunardómstóll
stytti í gær dóma yfir 10 írönskum
gyðingum sem dæmdir höfðu verið
fyrir njósnir fyrir ísraelsk stjórn-
völd. Urskurðaði dómstóllinn gyð-
ingana saklausa af tveimur þeirra
þriggja ákæruatriða sem þeir höfðu
áður verið fundnir sekir um og voru
fangelsisdómar þeirra styttir úr 4-
13 árum í 2-9 ár, að því er Hossein
Ali Amiri, yfirmaður dómsvaldsins í
Fars-héraðinu í suðurhluta Iran,
greindi frá.
„Þessir dómar eru eins vægir og
hægt er og við höfum notfært okkur
góðvild og örlæti Islams til hins ýtr-
asta,“ sagði Amiri í viðtali við AP-
fréttastofuna. En dómstóllinn felldi
niður ákærur um að mennirnir hefðu
tilheyrt ólöglegum njósnahring og
að þeir hefðu unnið að því að fá nýja
meðlimi í sínar raðir. „Samkvæmt
lögum hefði mátt kveða upp dauða-
dóm við þessum ákæruatriðum." Að
sögn Amiri er úrskurður áfrýjunar-
dómstólsins endanlegur og ekki
unnt að áfrýja honum, en sá tími
sem fangarnir hafa þegar dvalið bak
við lás og slá dregst frá dómnum.
„Dómstóllinn viðurkenndi þau rök
okkar að allar kærurnar gegn gyð-
ingunum tíu væru eitt ákæruatriði,
en við teljum samt ennþá að þeir séu
saklausir," sagði Esmail Naseri,
einn verjenda sakborninganna. „Við
erum samt ekki sáttir við að ákæran
um samstarf við ísraelsstjórn standi
þar sem íransstjórn viðurkennir
ekki ísrael sem ríki og 508. grein
refsilaganna, sem dómararnir
dæmdu eftir, er því ekki viðeigandi,"
sagði Naseri.
Þótt úrskurðurinn teljist endan-
legur hafa verjendur engu að síður
mánuð til að mótmæla dómnum hjá
embætti ríkissaksóknara.
COMPAa
Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöðvum
meöan á keppninni stendur.
Kynniseintak meö Grand Prix 3
tölvuleiknum fylgir meö
í hvert skipti sem þú kaupir
Shell Formula eldsneyti.
Þú keppir á tölvunni þinni
og skráir árangurinn á
www.shell.is
Verálaun
1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1
í Silverstone á Englandi í maí 2001.
2. Compaq Presario ferðatölva frá BT tölvum.
3.-7. Tölvustýri frá BT tölvum.
8.-48. Ferraribolir