Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 28

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 28
28 FÖSTUDAGUK 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hönnun og list MYIVDLIST Epa 1, H ver íi sgö lu 2 0 BLÖNDUÐ TÆKNI Daníel Mag'nússon, Gabríela Frið- riksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon og Húbert Nói. Til 24. september. Opið á verslunartíma. TUTTUGU og fimm ár eru liðin frá því Eyjólfur Pálsson stofnaði fyr- irtækið Epal í höfuðið á sjálfum sér og hratt af stað baráttu fyrir því að íslendingar tækju til í eigin ranni og færu að hugleiða hönnun í alvöru. Þótt ef til vill sé þessi barátta rétt að hefjast og enn eigi eftir að vinna marga sigra á vígvelli smekkvísi og fegrunar tókst Eyjólfi að sanna fyrir íslendingum gildi góðrar og frum- legrar hönnunar. Hann fékk þá meir að segja til að kaupa vandaða hönn- un, húsgögn jafnt sem húsbúnað. Vissulega má segja að það sem hafi orðið frumlegri hönnun að fóta- kefli á fyrstu tugum aldarinnar hafi verið hve framleiðslan vai- langt frá því að vera samkeppnishæf. Það sem hönnuðir Bauhaus-skólans höfðu hugsað sér sem mögulega almenn- ingseign varð alltof dýrt í fram- leiðslu. Á liðnum áratugum hefur tekist að ryðja burt þessum tálma, eða lækka að minnsta kosti framleiðsluverð listrænnar hönnunar svo að nú er hún á færi miklu stærri hóps manna en á fyrri hluta aldarinnar. Þá er hönnun sú tegund listar sem hlýtur að hitta flesta Islendinga í hjarta- stað. Þjóð sem er í jafnalvarlegri leit Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hjónarúm Haralds Jónssonar með teiknuðum líkamsstelling- um og ljósaröð umhverfis. að eigin ímynd og við íslendingar hlýtur að falla auðveldlega fyrir list sem er jafnlýsandi fyrir eigandann. Hönnun skilja nefnilega allir sem á annað borð leyfa sér að horfa í kring- um sig. Þá eru í hönnun ávallt fólgnar ákveðnar væntingar um fjöldafram- leiðslu ef frumgerðin hittir í mark. Þannig er um miklu meiri fjármuni að ræða í hvers konar hönnun en í svokallaðri frjálsri - réttara væri að segja óhagnýtri - list. Þannig má ætla að velgengni Eyjólfs megi auk áræðis hans og dugnaðar rekja til uppgangs alls kyns hönnunar á Vest- urlöndum undanfama tvo til þrjá áratugi. Til að halda upp á afmælið efndi Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Mynd Hallgríms Helgasonar af myndasöguhetjunni Grim við borðstofu- borðið framan við myndina. I baksýn sést í málverk Gabrfelu Frið- riksdóttur af svörtum fuglsunga. Eyjólfur til samstarfs milli Epal og nokkurra listamanna í því augnamiði að bregða ljósi á tengsl hönnunar og myndlistar. Þetta er auðvitað ekki beinlínis nein nýjung í sjálfu sér því lengi hafa listamenn stundað mark- vissa smitun milli myndlistar og hönnunar. Má nefna að meðal þekkt- ustu myndlistarmanna Evrópu er að finna ágæt efni í húsgagnahönnuði. Má þar nefna Austurríkismanninn Franz West, Svisslendinginn John Armleder og Þjóðverjann Tobias Rehberger, en sá síðastnefndi tjáir sig nánast sem hönnuður. Það verður ekki sagt um íslensku listamennina á afmælissýningu Epal að þeir vinni eins og hönnuðir, heldur taka þeh' mið af hönnun. Þótt einn þeirra, Daníel Magnússon, vinni sem húsgagnasmiður gerir hann skýran greinarmun á þeim hluta starfa síns og listinni. Reyndar nýtti hann sér smíðagáfu sína í fyrri verkum en síð- an hann tók ljósmyndina í þjónustu sína hefur hann skilið rækilega milli hönnunar sinnar og myndlistar. Ljósmyndir hans af hefðbundnum húsgögnum eru engu að síður slá- andi fagrar og til þess fallnar að skerpa undir umræðunni um hús- gagnagerð, fyrr og nú, í tengslum við markmið og leiðir. Gabríela Friðriksdóttir sýnir mál- verk af svörtum fuglsunga sem virð- ist vera að tæta sundur ánamaðk. Tengsl málverksins við hægindastól- inn fyrir framan eru auðsæ þótt hvort stykkið fyrir sig gæti hæglega staðið með einhverju öðru. Á næstu grösum er hjónarúm Haralds Jóns- sonar með lampaskógi umhverfis. Ofan á ábreiðumar hefur hann markað fyrir líkömum hjónanna með sama hætti og lögreglan markar fyr- ir líkama látinna eftir slys eða morð. Þannig kemur Haraldur þessari auðu hjónasæng til skila sem vett- vangi þar sem finna má upphaf lífs og endalok. Við hornið er teiknimyndaleg mynd Hallgríms Helgasonar af borð- stofuborði með fjölfölduðum Grim, sjálfsmyndarfigúru hans sem flestir þekkja nú orðið á rostungstönnunum og spýtugosanefinu. Framan við verkið er svö auðvitað matarborðið góða, að vísu autt, en óneitanlega hlaðið andanum úr verki Hallgríms. Skáhallt á móti er málverk Húberts Nóa, ofurraunsæ mynd af Viper-skil- rúmi Fritz Hansen, en vegna þess að mótífið er reglulegt verður raunsætt málverk af því abstrakt. Skáhallt þaðan hefur Gjörninga- klúbburinn komið fyrir fallega hönn- uðum bangsa líkum einföldu logo uppi í lofti salarins. Umhverfis eru Ijósapokar verslunarinnar og mynda um tuskudýrið verndandi umgjörð. Þar hjá hefur Hulda Hákon valið þá leið að stilla saman sófa í þrem ein- ingum og þrískiptri lágmynd af eld- tungum og texta. Samræmið er full- komið enda ríma litirnir vel saman. Verk Huldu verður fyrir vikið sann- kölluð stofulist, myndlist í flútt við húsgögnin. Við hlið hennar er ljós- mynd Hrafnkels Sigurðssonar af tveim samsettum skemlum með raunverulegan skemil fyrir framan. Hluturinn og mynd hans takast á um athyglina. Á ská gegnt Hrafnkatli er egglaga stóll hangandi við hlið stórrar ljós- myndar af þeim félögum Einari Erni Benediktssjmi og Stephan Stephen- sen - Steph - þar sem þeir brosa alls- naktir eins og ofvaxnir putti úr ít- ölsku endurreisnarmálverki. Það lítur út fyrir að nektin eigi að vísa til mýktar eggstólsins hangandi, og þeirrar staðreyndar að mannsungar fæðast naktir. Þótt sýningin sé ef til vill í stysta lagi er hún athyglisverð tilraun til að sætta þá hunda og ketti sem hönnuð- ir og óhagnýtir listamenn hafa verið hér á landi. Rýmið er frábært líkt og list sýnendanna og húsgögn afmælis- barnsins hálfþrítuga. Halldór Björn Runólfsson Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverki sínu. Stjörnurnar aftur í Iðnó LEIKFELAG Islands sýndi leik- ritið Stjörnur á morgunhimni í Samkomuhúsinu á Akureyri á dög- unum en sýningin var samstarfs- verkefni þessara tveggja leikhúsa. Nokkrar sýningar hafa verið ákveðnar í Iðnó í kjölfar leikferð- arinnar og verða þær fyrstu föstu- daginn 22. sep. kl 20:00 og föstu- daginn 29. sep. kl 20:00. Sögusvið verksins er Ólympíu- leikarnir í Moskvu árið 1980. Vændiskonur og annar lýður Moskvuborgar hefur lent í hreins- un borgarinnar í tilefni af leikun- um til þess að þau skemmi ekki þá ímynd lands og þjóðar sem gest- irnir taka með sér heim. A einm nóttu kynnumst við vonum, ástum og þrám sjö sjálfstæðra einstakl- inga sem standa andspænis sam- eiginlegum örlögum en bregðast við á ólíkan hátt. Höfundur: Al- exander Galin. íslensk þýðing: Árni Bergmann. Leikstjórn: Magn- ús .Geir Þórðarson. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hans- son, Bryndís Petra Bragadóttir, Margrét Ákadóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Stefán Jónsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Skárren ekkert. Tónleikaröð kennara Tónlist- arskólans í Kópavogi í Salnum Margrét Stefánsdóttir og Dewitt Tipton. FYRSTU tónleikar í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópa- vogi verða haldnir í Salnum á laug- ardaginn, 23. september, kl. 17. Þar koma fram Margrét Stefánsdóttir flautuleikari og Dewitt Tipton pfanóleikari. „Efnisskráin er blönduð og spann- ar vítt tímabil í tónlistarsögunni," segir Margrét. „Elsta verkið er són- ata eftir Mozart en það yngsta nefn- ist Kokopeli Op.43 og er samið af bandaríska tónskáldinu Katherine Hoover. Kokopeli op. 43 er eina ein- leiksverkið á efnisskránni en það er skrifað fyrir flautu. Við munum flytja Sónötu Op. 23 eftir Lowell Liebermann og Duo eftir Aaron Copland sem var eitt áhrifamesta tónskáld Bandaríkjanna á 20. öid. Duo fyrir flautu og píanó var sam- ið árið 1970 í minningu prófessor William Kincaid sem var einn fremsti flautuleikari Bandan'kjanna á tuttugustu öld. Fyrsti kaflinn hefst á rólegu flautusólói en áður en langt um líður eykst hraðinn og tónlistin fer á meira flug. Annar kaflinn er einfald- ur í formi, dapur og angurvær. Hann er sterk andstæða við loka- kaflann sem er líflegur, bjartur og dálítið glefsinn. Á efnisskránni er einnig Sónata Op. 23 eftir Lowell Liebermann sem er tæplega fertugur en hefur náð glæsilegum árangri. Verk Copland og Liebermann eigaþað sameigin- legt, að vera mjög krefjandi fyrir bæði hljóðfærin og gætir þar jafn- ræðis. Þessu er öfugt farið við Suite de Trois Morceaux Op.116 eftir Benjamin Godard þar sem píanóið styður við flautuna. f sónötu Mozarts er hvorugt hljóðfærið yfirgnæfandi. Það er hægt að taka flautuna buitu og eftir stendur falleg píanósónata. Þegar mér bauðst að halda tón- leika í Salnum var ég staðráðin í að fá Dewitt með mér til samstarfs því við störfuðum saman um skeið í Bandaríkjunum er við vorum þar í doktorsnámi. Það er þýðingai-mikið að vinna með píanísta sem maður treystir og veit að þekkir verkin vel.“ „Við Margrét höfum átt gott sam- starf og það er ánægjulegt að hafa tækifæri til að koma hingað til lands og spila með henni," segir Dewitt Tipton. „Venjulega fæst ég við að spila undir fyrir söngvara en vegna starfs mfns sem undirleikari við há- skólann í IUinois þá kynntist ég vel heillandi tónbókmenntum flautunn- ar. Verk samin fyrir flautu og píanó eru oft mjög krefjandi fyrir píanist- ann. í þeim er oft að finna kafla sem eru jafti krefjandi og átakmiklir og í einleiksverkum sem samin eru fyrir píanó.“ „Þessi tónleikaröð er góð viðbót við starf skólans," segir Margrét. „Tónleikarnir era mikil hvatning fyrir okkur bæði sem kennara og tónlistarmenn. Nemendum gefst kostur á að hlýða á tónleika og það er nauðsynlegur hluti tónlistar- menntunar en jafnframt hafa þeir tækifæri til að hlusta á kennara sína í hlutverki tónlistarmannsins.“ Píanóveisla í íslensku óperunni ISLANDSDEILD Evrópusam- bands píanókennara, EPTA, stendur íýrir píanóveislu í Is- lensku óperunni annan laugar- dag, 30. september, kl. 16. Þar munu koma fram níu af okkar þekktustu píanóleikurum, þau Anna Guðný Guðmundsdótt- ir, Gísli Magnússon, Halldór Haraldsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Miklós Dalmay, Peter Máté, Richard Simm, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Jónas Ingimundarson, sem einn- ig er kynnir á tónleikunum. Efnisskráin verður ekki kynnt fyrirfram heldur verður kynning- in öll í höndum Jónasar. Tónleik- arnir eru liður í dagskrá Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Forsala aðgöngumiða er í Japis, Laugavegi 13 og versl- uninni 12 tónum, Grettisgötu 64. Miðaverð er 1.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.