Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 31 LISTIR nw f\ nurssdn Thor Vilhjálmsson á dagskrá með Lars Lönnroth t.v. og Inge Knutsson. Á upplestrardagskrá: Martin Enckell t. v. og Jóhann Hjálmarsson. Einar Már Guðmundsson og Hall- grímur Helgason kynntu hvert annað og lásu úr bókum sínum. Það er svo mikið af íslendingum að ég missi af öllum alþjóðlegu höf- undunum, íslenskir höfundar óslitið á dagskrám í allan dag, veina ég þegar „mássgeneralen" Bertil Falck spyr hvernig gangi. Islenskir höfundar eru alþjóðleg- ir! svarar Bertil án umhugsunar. Snjallt, hugsa ég. Góður vinkill. Hvort Islendingar eru meira al- þjóðlegir en aðrir norrænir höfund- ar eða ekki, skal látið ósagt, þótt ég sé alveg til í að ímynda mér það. Víst er að íslensku höfundarnir sem komu fram á stefnunni eru lesnir á fleiri tungumálum en íslensku og sænsku. Það á líka við um Andra Snæ Magnason sem hér var kynntur sem ný- liði á sviði barna- bóka. Bók hans hefur raunar ekki komið út á sænsku enn, en þegar verið þýdd á dönsku og er væntanleg á norsku næsta ár. Á dagskránni sem Andri Snær tók þátt í ásamt Christina Brönnestam, Elsie Petrén og Maria Kuchen, kom fram að leikrit eftir hann yrði á fjölum Þjóðleikhússins innan skamms. Og að dagskránni lokinni mátti sjá sænska útgefendur taka til fótanna til að ná tali af hinni nýju íslensku stjörnu sem kvaðst fyrir löngu hafa guggnað á þeirri hugmynd að vinna fyrir sér sem umferðarstjóri á flugvelli tvo daga vikunnar til að geta skrifað hina dagana. Bæði út af því að reynslan hafði þegar sýnt að hann gæti vel unnið fyrir sér með ritstörfum og svo færði hann söguleg rök fyrir hve „hættulegur" hann hefði getað reynst sem umferðarstjóri, hafði þegar valdið stórslysum í umferð leikfangafarartækja. Einar Kárason millilenti í Gauta- borg á leið sinni frá Islensku bók- menntahátíðinni til baka til Berlín- ar. En hlutverk hans í Gautaborg var að kynna norska meistarann Roy Jacobsen sem á nýútkomna bók á sænsku, Gránser, þar sem hann þykir spenna bogann jafnvel enn meira en í Segerherren. Nei nei, af sjálfum mér er ekkert að frétta, fullyrðir Einar á hlaup- um milli hæða og hlutverka: Jú, það er fínt að búa í Berlín og mikið líf í bókmenntaheiminum þar, við- urkennir hann, daglegar umræður og upplestrar, heill dálkur, svona langur (mátar 20-30 cm með hönd- unum) með bókmenntadagskrám á hverjum degi. Einar Már er nær- staddur á sínu sérstaka flugi, nýbúinn að koma því á dagskrá tríóins að Einar Kárason tilheyrði þeim „Vogaskáldum", og byrjar á ferðasögu og ég skil við þá Einara með trega einhvers staðar í Þýska- landi, til að leita uppi dyr að allt öðrum fyrirlestri. Afmælisskáld ársins, Thor Vil- hjálmsson, var mættur síðdegis á föstudag og lét það verða sitt fyrsta verk að fara og hlýða á sagnaritstjórann og miðaldafræð- inginn Örnólf son sinn sem ásamt Gísla Sigurðssyni íslenskufræðingi kynnti sögulegt efni. Þeirra dag- skrá var á vegum Stofnunar Sig- urðar Nordals og einnig styrkt af landafundanefnd. Sjálf missti ég af nýjustu víkingasögunum, sem flutt- ar voru á ensku, en frétti síðar að þær hefðu verið vel heppnaðar. Á meðan fékk ég eitt og annað að heyra um það hvernig kvenþjóðin hefur „svikið“ hinn ameríska karl- mann, á mögnuðum fyrirlestri hjá Susan Faludi. Þegar Steinunn Sig- urðardóttir kynnti hina írsku Nu- ala O’Faolain, höfund bókarinnar Are You Somebody (1996) samtím- is og Edward W. Said sagði frá sínu lífi, þá var það ærið tilefni til stundargeðklofa sem aðeins var hægt að sigrast á með hlaupum milli dagskrársala. Og ekki sveik Thor sína við- stöddu hlustendur á dagskrá laug- ardagsins sem hófst á því að Lars Lönnroth fór yfir feril hans, allt frá því að Andlit í spegli dropans kom út á sænsku árið 1961. Síðan var hin sögulega skáldsaga Morgun- þula í stráum gerð að umræðuefni. Og Thor för á kostum að vanda þegar hann veiddi svör úr eigin sögu, og talaði af auðmýkt hins reynda og vitra. Og ljóðin byggðu brýr Eg er nú ekki rétti maðurinn að spyrja álits um stefnuna, segir Ulf Órnklo þegar ég hitti hann á ís- lenska sýningarsvæðinu undir lok stefnunnar. Þetta er 16. stefnan mín, trúirðu því, sú sextánda og mér finnst allaf jafn gaman, er eins og barn sem gleðst yfir jólatrénu hvert einasta ár. Þetta að vera inn- anum bækur og fólk sem fer um bækur af ástúð og áhuga, og hittist bókanna vegna, það er er svo ótrú- legt og alltaf jafn einstakt að skynja það. Ulf Örnklo stjórnaði dagskrá á vegum Hörpuútgáfunnar þar sem finnska skáldið Martin Enckell hitti íslenska skáldið sitt sem hann hefur verið að þýða, Jóhann Hjálmarsson. Þar tók Martin fram að Lárus Már Björnsson hefði líka mátt vera með, því án samvinnunn- ar við hann væru eigin túlkanir úr íslensku óhugsandi. Martin og Lár- us Már hófu samvinnu sina með því sem varð safnrit með túlkunum á fleiri íslenskum skáldum undir titl- inum: Ett folk som bor i eld, sem kom út 1994. Og ljóðin byggðu brýr í hljóð- látu samtali, bæði persónulegu og bókmenntalegu, um heima myrk- urs, goðsagna og eigin lífsreynslu. Þegar talið snerist að dauðanum sem yrkisefni, greindi Jóhann frá þeirri bernskureynslu að missa systur „ástvinur var horfinn, gleð- in var horfin“ nokkuð sem hann kvað snemma hafa mótað sína ljóðheima. Og hann gaf innsýn í pólitískan og trúarlegan ágreining milli sín og föður síns, sem einnig á sinn sess í skáldskap hans. Jó- hann flutti sýnishorn úr ljóðum sínum á íslensku og Martin flutti túlkanir sínar á sænsku, meðal annars fengu hlustendur að heyra ljóðið Hljóðleikar, titillljóð ljóða- bókar, sem kemur út nú í haust og mun vera 16. ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar. Þeir Jóhann og Martin lásu síðar upp á sviði rit- höfundasambandsins sænska, og þar komu fleiri íslenskir höfundar fram, en sambandið (Sveriges Författarförbund) stóð fyrir nán- ast stanslausri upplestrardagskrá alla daga stefnunnar. Martin Enckell heyrði ég hins vegar fyrst flytja eigin ljóð á „Dag för poesi“, á vegum Ellerströms, síðasta dag stefnunnar. Ég hlustaði á Martin flytja ljóð úr bókinni dár kárleken ár en dunkel och förödande företeelse, sem hljómuðu undar- lega kunnulega. Eg hafði aldrei heyrt þau fyrr. En ég vissi að hann tilheyrir þeim sem trúa að það sem maður skrifar hafi áhrif á hvað muni gerast í eigin lífi. Og ég límdist við þennan sal, ekki bara vegna þess að þar var mér falið að flytja eigin ljóð í boði Ellerströms, heldur líka útaf hve mörg og ólík og skrýtin skáld voru að byggja sínar brýr. Og ég hlustaði á Norðmanninn Erling Kittelsen flytja Ijóð úr bókinni Hun, sem er hans eigið samtal við Völuspá. Sænski þýðandinn Jan Karlsson sem las með honum spurði í miðjum klíðum: Er ann- ars ekki alveg óþarfi að lesa þýð- ingu? Og því var samsinnt, skyndilega virtust allir skilja norskuna, og þýðandinn Iauk máli sínu á forníslensku! Félagsfundir Matvæla- og veitingasamband íslands Félagsfundur fyrir Matvísfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 15.00 á Stórhöfða 31., 1. hæð, gengið inn að norðanverðu. Fundarefiii: Kjaramál. Trúnaðarmenn. Félagsfundur fyrir Matvísféiaga á Norðurlandi verður haldinn fimmtudaginn 28. september kl. 15.00 í sal Fiðlarans á Akureyri. Fundarefiii: Kjaramál. Trúnaðarmenn. n v v ft r s I u n n v r ný verslun í Faxafeni 9 fi t a h u r n v i a r v n r ii r n v r s t í 1 1 i o p i F a x inrii ið laugardag 10 - 16 afeni 9 • s í m i 551 1080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.