Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 34

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ESB bætir ekki við meðlimum næstu 10 árin ÞEGAR þýsku ríkin sameinuðust var Aust- ur-Þýskaland fyrsta kommúnistaríkið til að verða meðlimur Evrópusambandinu. Hagfræðingar alls staðar úr heiminum hafa fylgst vel með þróuninni þar sem lit- ið er á Austur-Þýska- land sem prufukeyrslu fyrir ný austantjalds- ríki inn í sambandið. Við skoðun á nokkrum atriðum bendir flest til þess að dæmið hafi mistekist. í fyrsta lagi hefur endurskipulagningin tekið mun lengri ýíma en nokkurn hafði órað fyrir. I öðru lagi er kostnað- urinn svo miklu meiri heldur en gert var ráð fyrir. I þriðja lagi hafa tækifærin látið á sér standa og í fjórða lagi hafa fjöldamörg óvænt vandamál komið upp. Kostnaður- inn var svo mikill að 8% skattur (5,5% í dag) var lagður ofan á tekjuskatt þýskra einstaklinga og fyrirtækja til að borga fyrir endur- uppbygginguna. Þar að auki var aukning útgáfu opinberra skulda- bréfa svo mikil að vextir hækkuðu almennt í Evrópu og orsökuðu þriggja ára niðursveiflu' upp úr níunda áratugnum í flestum lönd- um Evrópu. Samkeppnisstaða at- vinnulífsins þoldi ekki slíka vaxtahækkun og gengi gjaldmiðlanna hækkaði sömuleiðis og gerði stöðu útflutn- ingsins verri. Þróunin olli nokkrum urg á þeim tíma í samskipt- um ESB-landa þar sem ásakanir gengu á víxl, þ.e.a.s. Frakk- land kenndi Þýska- landi um niðursveifl- una og Þýskaland var sömuleiðis ekki ánægt með að bera eitt og sér allan kostnaðinn. Þar sem iðnaður í Austur-Þýskalandi var ekki sam- keppnisfær var hann einfaldlega lagður niður og enn í dag bólar varla á iðnaði í Austur-Þýskalandi. Sama og engin iðnaðarfjárfesting hefur orðið þar eftir fall múrsins. Ástæðan er aðallega að framleiðni austurþýsks vinnuafls er aðeins 60 prósent af því vesturþýska, en sá hængur er á að í gegnum verka- lýðssamninga er ekki hægt að borga minna en 75 prósent í laun. Aðeins landbúnaður gæti náð nokkurri sérstöðu ef ekki væri fyr- ir hve landið er skemmt vegna ára- tuga af súru regni vegna notkunar sérstaklega slæmrar tegundar kola sem orkugjafa. Þetta skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi sem nú ríkir í Austur- Þýskalandi, sem er þrefalt meira en í Vestur-Þýskalandi eða 30%, ef atvinnubótavinna ríkistjórnarinnar er tekin með, sem er nú um 10%. Hins vegar er líka um að ræða kerfislegt atvinnuleysi, þ.e.a.s. þó að atvinnutækifæri séu til staðar er ekki til nóg af hæfu starfsfólki til að nýta tækifærin. Eftir að múrinn féll hefur ein og hálf milljón manna ESB-aðild Að betur skoðuðu máli er líklegra, segir Andri Ottesen, að inntakan verði ekki fyrr en eftir 2010 eða seinna. farið yfir til Vestur-Þýskalands eða annarra Vesturlanda eða um 9% af öllum íbúum gamla landsins. I flestum tilfellum er það best menntaða, yngsta og hæfasta starfsfólkið sem fer fyrst. Ekki er nóg með að hæft vinnuafl sé af skornum skammti heldur eru kyn- slóðareikningarnir tifandi tíma- sprengja. Tveir þriðju hlutar at- vinnulausra eru konur sem fæstar hafa mikið milli handanna og oft ekki mikla trú á betri framtíð. Andri Ottesen Þetta eru ekki aðstæður sem hvetja til barneigna enda hefur fæðingartala í Austur-Þýskalandi farið niður um 50% síðan múrinn féll. í dag þurfa barneignir að auk- ast um 150% til þess að vinnuaflið haldist í jafnvægi, eða með öðrum orðum, næsta kynslóð verður að borga um tvöfalt meiri skatta ef núverandi ellilaunakerfi á að halda. Það er almenn vitneskja að þeir sem eru um þrítugt í dag um allt Þýskaland fá aðeins einn þriðja til helming af þeim eftirlaunum sem foreldrar þeirra fengu sem er ekki til að gera Austur-Þjóðverja vin- sælli vestan fyrir. Vissulega eru ekki öll fjárhagsvandræði þýsku þjóðarinnar upprunnin í austur- hlutanum, þó finnst oft mörgum Þjóðverjanum vesturfrá eins og svo sé. Hins vegar hefur risið í Austur-Þýskalandi upp nokkur þjóðernishyggja í anda Hitlers- Þýskalands sem sýnir sig aðallega í munnlegum og líkamlegum árásum á útlenda íbúa Þýskalands. Til að draga þróunina síðustu tíu árin saman er rétt að líta á fasteigna- verð í gamla Austur-Þýskalandi. Fyrstu árin fór það hækkandi þar sem nokkuð var um að Vestur- Þjóðverjar fjárfestu í húsum fyrir verslun, þjónustu og til íbúðar þar sem útlit var fyrir skyndigróða og skattalega hagræðingu. í dag, eftir fjöldann allan af gjaldþrotum, stendur stór hluti þessara bygg- inga auður sem minnisvarði um allt of miklar væntingar sem gerðar voru til Austur-Þýskalands. Nú kemur stóra spurningin: Hve gott dæmi er Austur-Þýskaland fyrir inngöngu fyrrverandi komm- únistaríkja í Evrópusambandið? Svarið við því er að það er of gott dæmi ef eitthvað er. Fyrir tíu árum voru þjóðartekjur á mann í Austur- Þýskalandi um það bil einum þriðja hluta hærri en í Póllandi, Tékk- landi og Ungverjalandi þótt hag- kerfið og félagskerfið hafi verið nánast það sama. Einnig er íbúa- tala í þessum löndum ekki langt frá því sem gerðist í Austur-Þýska- landi, sem gerir þróunina í Austur- Þýskalandi trúverðugan fyrirboða um hvernig hún muni verða með nýja meðlimi ESB úr austri. Þess má geta að það mun taka þau aust- antjaldslönd, sem skara mest fram úr, tuttugu til þrjátíu ár að ná með- altekjum á mann í ESB þó að hag- vöxtur verði tvöfaldur allan tímann miðað við ESB-lönd. Það sem mun væntanlega gerast bak við tjöldin þegar á að tala í alvöru um inntöku nýrra austantjaldsríkja er að ríkari löndin munu berjast gegn aðild þar sem fyrirséð verður að skattar munu hækka til að fjármagna end- uruppbygginguna þar. Sömuleiðis munu fátækari ríkin mæla á móti aðildinni þar sem þróunarstuðning- ur ESB mun færast frá þeim til nýju ríkjanna. Verkamenn og bændur hjá öllum þessum þjóðum munu sennilega vera á móti aðild þar sem litið verður svo á að staða þessara greina þoli hvorki sam- keppni utan frá né meira framboð af vinnuafli frá þessum löndum. í dag er búið að fresta inntöku Pól- lands, Ungverjalands og Tékk- lands til 2006. Að betur skoðuðu máli er líklegra að inntakan verði ekki fyrr en eftir 2010 eða seinna. Höfundur er doktorsnemi í við- skiptafræði við Hásköla íslands. Vistvernd í verki á íslensk- um heimilum Stefán Ragnheiður Gíslason Ólafsdóttir AUGU okkar hafa smám saman verið að opnast fyrir því að náttúran er auðlind sem við verðum að nýta af hófsemi og þekkingu. Á síðustu áratugum höfum við þurft að takast á við fjölmörg erfið við- fangsefni á sviði um- hverfismála og margt hefur áunnist. Enn bíða þó mörg vandamál úrlausnar. Nægir að nefna meðhöndlun úr- gangs, losun gróður- húsalofttegunda, loft og hávaðamengun vegna vax- andi bílaumferðar, land- og jarð- vegseyðingu og verndun sérstæðar náttúru. Ofangreind viðfangsefni og fjöl- mörg önnur eru og verða áfram á dagskrá stjórnvalda, þ.e.a.s. sveit- arstjórna, ríkisstjórna og á al- þjóðavettvangi. Við sem borgarar og félagar í áhugamannasamtökum reynum með ýmsum hætti að stuðla að því að sveitarstjórnir, ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir sinni þessum verkefnum og grípi til viðeigandi aðgerða til að draga úr þeirri vá sem að steðjar. Ymis- legt hefur áunnist á undanförnum árum. Verkefnin framundan virð- ast þó engu að síður sífellt stærri og erfiðari viðfangs, svo betur má ef duga skal. Öll berum við okkar hluta af ábyrgðinni á því hvernig komið er. I þessu sambandi vill þó oft gleym- ast að heimilin, fjölskyldan og ein- staklingarnir hafa líka sitt að segja, þó að hver einstaklingur eða hver fjölskylda sé vissulega lítill hluti af þeim aragrúa fólks sem byggir jörðina. En rétt eins og haf- ið væri ekki til án einstakra dropa, væri fólksmergðin og þau vanda- mál sem henni fylgja ekki til án einstaklinga. Það er auðvelt að vísa stöðugt til stjórnvalda þegar vernda á náttúr- una eða draga úr mengun. En slíkt er ekki trúverðugt til lengdar ef Umhverfismál Þessa dagana er Land- vernd að ganga frá samningum við 5 sveit- arfélög sem hafa ákveð- ið, segja Ragnheiður Ólafsdóttir og Stefán Gíslason, að hafa for- göngu um að auðvelda fjölskyldum að ástunda Vistvernd í verki, hver og einn leggur sig ekki jafn- framt fram um að haga rekstri heimilisins þannig að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lág- marki. Hugsunarleysi og skortur á þekkingu og upplýsingum er helsta ástæðan fyrir aðgerðarleysi heimil- anna. Viljann vantar örugglega ekki. Það er á þessu sem Land- vernd í samvinnu við fjölmörg sam- tök og fyrirtæki vill taka með því að innleiða nýjar leiðir í umhverfis- vernd á Islandi. Þessar nýju leiðir eiga rætur í alþjóðlegu verkefni, sem nefnt hefur verið Global Action Plan (GAP) á ensku, en gengur hérlendis undir nafninu Vistvernd í verki. Verkefnið bygg- ist á fræðslu um það hvernig heim- ilin í landinu geta hagrætt rekstr- inum til hagsbóta fyrir umhverfið. Á fyrstu mánuðum þessa árs tóku 15 fjölskyldur á Islandi þátt í að aðlaga námsefni frá Global Action Plan íslenskum aðstæðum, en námsefnið og aðferðin sem það byggist á hefur verið reynt með góðum árangri í fjölmörgum lönd- um. Á degi umhverfisins 25. apríl sl. var afrakstur þessarar aðlögun- arvinnu gefinn út í formi leiðbein- ingahandbókar, þar sem bent er á leiðir fyrir íslensk heimili til að draga úr neikvæðum áhrifum sín- um á umhverfið með því að fara of- an í saumana á meðhöndlun úr- gangs, orkunýtingu, samgöngum og innkaupavenjum, svo nokkuð sé nefnt. Kjarninn í þessu öllu er að fara betur með öll gæði sem við notum í daglegu lífi, ekki aðeins umhverfinu til hagsbóta, heldur einnig eigin fjárhag og heilsu. Þessa dagana er Landvernd að ganga frá samningum við fimm sveitarfélög sem hafa ákveðið að hafa forgöngu um að auðvelda fjöl- skyldum, hvert á sínu svæði, að ástunda Vistvernd í verki, undir merkjum GAP-verkefnisins í tengslum við starf sveitarfélag- anna við gerð Staðardagskrár 21. Þessi sveitarfélög eru Reykjavík, Akureyri, Hafnarfjörður, Reykja- nesbær og Hveragerði. Fleiri sveitarfélög hafa málið einnig til athugunar. Landvernd og aðrir þeir aðilar sem sameinast hafa um verkefnið Vistvernd í verki vænta þess að á næstu árum muni þúsundir ís- lenskra heimila nýta sér þær leið- beiningar og fræðslu sem verkefn- ið hefur upp á að bjóða. Árangurinn mun skila sér í batn- andi kjörum þjóðarinnar á 21. öld- inni, bæði í umhverfislegu sem efnahagslegu tilliti. Ragnheiður er umhverfisstjóri Landsvirkjunar. Stefán er verkefnis■ stjóri Staðardagskrár 21 á íslandi. Viltu vinna með öldruðum? MIKIL umræða hef- ur verið síðasta misser- ið um að fólk vanti til starfa víða í þjóðfélag- inu. Talað er um að vöntunin sé mest í svok- ölluðum láglauna- stéttum. Elli- og hjúkr- unarheimilin hafa ekki farið varhluta af þess- um vanda. Umræðan um mannekluna á heim- ilum aldraðra hefur komið mjög sterkt upp á yfirborðið síðustu vik- urnar og skýringin sem gefin hefui- verið hefur fyrst og fremst tengst laununum. Mér hefur fundist að um- ræðan hafi oft á tíðum verið of ein- hæf. Staðreyndin er sú að það vantar fólk til starfa alls staðar í þjóðfélag- inu. Hver hefur ekki heyrt af því sög- ur hve erfitt er að fá iðnaðaimenn til starfa? Ungt fólk með góða tölvukun- náttu er keypt frá skóla til að ná því til vinnu. Þetta ástand þekkjum við ís- lendingar. Þegar hagsveiflan er uppi vantar alls staðar fólk á vinnumar- kaðinum. Ekki bara á elli- og hjúki’- unarheimilin. Þegar ég tala um að umræðan sé einhæf á ég við að umræðan snúist einungis um launin. Vissulega eru launin afgerandi þáttur, á þeim bygg- ist lífsafkoman. Það kemur hins vegai’ lítið sem ekkert inn í umræðuna hvort þessi störf séu fjölbreytt eða gefandi. Hvort verið sé að vinna allan daginn við tölvur eða með fólki fyrir fólk. Oft heyrir maður því kastað fram hve það hafi verið öllum til góða hér áður fyrr þegar kynslóðirnar sameinuðust á sama heimilinu og hver studdi annan. Nú á tímum getur það jafnvel verið svo að unglingur um feimingu hefur aldrei umgengist aldraðan einstakl- ing. Afarnir og ömmumar eru um sextugt og á fullri ferð við að lifa lífinu lifandi. Amman í ruggustólnum með prjónana og sögumar á hraðbergi er að mestu liðin tíð. Ég veit að flestir þeir sem á annað borð byrja að vinna með öldruðum upplifa mikla endurgjöf, mikið þakk- læti og finna sig þroskast sem ein- staklinga í störfum sínum. Þetta em vissulega erfið störf, en þetta era gefandi störf. Ég hef oft dáðst að því nána sambandi sem myndast milli starfs- manna og heimilis- manna. Þar sannast hið fomkveðna, „maður er manns gaman“. Reglulega kemur upp mikil umræða um unglingana okkar. Allt- of oft er hún á neikvæð- um nótum. Talað er um áfengis- og eiturlyfjan- eyslu. Ef ætti að mynda sér skoðun á framtíð þessa fólks og framtíð íslands einungis eftir fjölmiðlaum- ræðunni myndum við fyllast miklu vonleysi. Við sem vinnum á heimilum aldraðra sjáum hvað í raun býr í æsku þessa lands. Það er einstakt að fylgj- ast með unglingunum sem koma til starfa á sumrin. Hvað þeir umgang- Þjónustustörf Það gæti orðið öllum til góðs, segir Sveinn H. Skúlason, ef vinna á heimilum aldraðra yrði hluti af skyldu tengdri framhaldsskólanámi. ast heimilisfólkið af mikilli hlýju og virðingu. Sýna mikla þolinmæði og skilning og mynda vináttutengsl. Þessi samskipti gefa heimilisfólkinu mikið, gefa okkur öðram starfsmönn- um trú á unga fólkið og framtíðina. Fyrst og fremst gefa þessi samskipti þessu unga fólki ómetanlegt innlegg í sjóð minninganna og stuðlar að já- kvæðum þroska þeirra. Það hefur oft komið í huga mér að það gæti orðið öllum tál góðs ef vinna á heimilum aldraðra yrði hluti af skyldu tengdri framhaldsskólanámi. Höfundur er forstjóri Hrafnistuheimilanna. Sveinn H. Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.