Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 59

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hestarnir nutu þess að geta svalað þorstanum í ám og lækjum. Jackie og Þóra í stórkostlegu landslagi við Toblach-vatn í 36 stiga hita í lok ferðarinnar. svo betra var að vera sem fyrst á ferðinni. Síðar kom í ljós að þetta var einn heitasti dagur sumarsins. En ferðinni var heitið innarlega inn í Pustertal að Toblach-vatni og samnefndu þorpi. Allt gekk mjög vel en þegar við vorum komin að vatninu var kominn 36 stiga hiti. Þá var gott að stoppa og leyfa hrossunum að drekka vel og bíta. Þarna enduðum við hestaferðina og hestarnir voru fluttir til baka á bíl, en um klukku- tíma akstur var að Widenhofer." „Þetta var góður endir á góðri ferð og óhætt er að segja að við vorum mjög ánægð með þessa ferð í alla staði. Það sem kom okkur skemmti- legast á óvart var hversu hestarnir voru góðir. Við áttum alveg eins von á að þeir væru það ekki, en í ljós kom að þetta voru vel tamdir og góðir töltarar sem allir höfðu ánægju af að ríða. Þetta skiptir auðvitað töluverðu máli fyrir vant hestafólk. í raun og veru þótti okkur hestarnir hafa að- lagast umhverfinu þarna furðuvel. Ég held að þessir hestar séu allir fæddir á íslandi. Þrátt fyrir hitann gat maður ekki séð að þeir blésu mikið. Þeir svitnuðu töluvert, en varla mikið meira en gengur og ger- ist með hesta á ferðalögum hér á landi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði með fínum stígum, sem reynd- ar eru einnig ætlaðir göngu- og hjól- reiðafólki. Og ekki var fólk að amast við því þótt það mætti hestum, held- ur virtist bara hafa gaman af því. Víða voru áningarstaðir með borðum og bekkjum og rennandi vatni og fjallaskálar þar sem boðið var upp á veitingar. Þessi aðstaða nýtist svo skíðafólki á veturna. Meðan við áðum gátu hestarnir gripið niður og fengið sér að bíta. Alltaf var nóg fyrir þá að drekka sem hlýtur að hafa svalað þeim vel í hit- unum, bæði úr rennum sem komið var fyrir á áningarstöðunum og einnig í tænim fjallalækjum og vötn- um. Ekki var annað að sjá en hestun- um liði mjög vel, enda skilst mér að ekki sé um neitt sumarexem að ræða á þessu svæði. í lok hvers reiðtúrs voru þeir svo skolaðir úr köldu vatni og burstaðir vel.“ Jóhannes segir það hafi reynst mjög vel að blanda saman hestaJferð og skemmtiferð. Þessh’ daglegu reiðtúrar hefðu verið mjög mátulega langir og alltaf tími til að gera eitt- hvað annað á daginn. Hópurinn hafi verið mátulega stór miðað við hestafjöldann og tiltækt gistirými á hótelinu, en samtals voru þau 12 og 10 sem fóru yfirleitt á hestbak. )fAllt skipulag, gisting, matur, reiðtúrar og ferðir var samkvæmt óskum okkar. Umhverfið var alveg sérstaklega fallegt og maturinn var mjög góður. Mikið var um grænmet- isrétti og boðið var upp á kjöt af villt- um dýrum svæðisins. Það er gaman að njóta samverunnar yfir góðri mál- tíð á kvöldin eftir skemmtilegan dag og í lok ferðar voru allir ánægðir, ekki síður en eftir góða hestaferð á íslandi," sagði Jóhannes að lokum. Kvennaveldi á sameinaðri skrifstofu hestamanna ALLT stefnir í að konur ráði ríkjum á sameinaðri skrifstofu hestamanna sem til stendur að setja á laggirnar í tilraunaskyni. Eins og fram hefur komið eru í gangi þreifingar um sameiningu Landsambands hesta- mannafélaga, Félags hrossabænda og Félags tamningmanna. Fyrsta skrefið í þessa átt er sam- eiginlegt skrifstofuhald þessara þriggja aðila í tilraunaskyni fram að áramótum. Sagði Sigrún Ogmunds- dóttir, sem unnið hefur á þriðja ár á skrifstofu LH, að ætlunin væri að prófa þetta til skamms tíma og sjá hvernig þetta kæmi út. Sigrún verð- ur titluð skrifstofustjóri en hennþtil halds og traust verður Sólveig As- geirsdóttir sem hefur unnið á skrif- stofu LH um nokkurra mánaða skeið. Þriðja konan bætist fljótlega í hópinn sem er Hulda Gústafsdóttir en hún var, eins og fram kom í hestaþætti á föstudag, ráðin til að leiða átaksverkefni hrossaræktar. Verður átaksverkefnið með aðstöðu á hinni sameiginlegu skrifstofu og því með réttu hægt að segja að þar muni ríkja kvennaveldi næstu mán- uði. Að vísu verður formaður LH, Jón Albert Sigurbjörnsson, áfram starfandi á skrifstofunni en ráðning framkvæmdastjóra LH hefur verið sett á hilluna að sinni þar til niður- staða fæst í það sameiningarferli sem nú er komið í gang. Skrifstofan verður í Iþróttamiðstöðinni í Laug- ardal í húsnæði því sem skrifstofa LH hefur verið til húsa. Sigrún upplýsti að LH sé um þessar mundir þriðja stærsta sérsamband innan ÍSÍ, skráðir fé- lagar eru 8.355 en voru fyrir ári 7.261. Hefur því fjölgað um ríflega þúsund manns í samtökunum og þykir sumum það ekki mikil tíðindi því fjöldi innan samtakanna tekur alltaf kipp ugp á við þegar landsmót eru haldin. Astæðan er sú að fjöldi hrossa, sem félög mega senda til keppni á landsmótum, ræðst af fé- lagafjölda hvers félags og virðist því sem fram fari hraustleg smölun í fé- lögin þau ár sem landsmót eru hald- in. Aðalverkefni skrifstofunnar um þessar mundir er undirbúningur fyrir ársþing LH sem haldið verður í Mosfellsbæ. Sagði Sigrún að þing- fulltrúar yrðu 134 og verður þingið hið fjölmennasta sem haldið hefur verið af samtökunum. Engar tillög- ur hafa enn borist skrifstofunni en skilafrestur tillagna er til 1. október en kjörbréf frá félögunum þarf að skila í síðasta lagi 25. september nk. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 59 Hönnuðurinn Petep Dpsvik Sérstakur sess Hönnuðurinn Peter i Opsvik ; ■ skipar sérstakan sess í húsgagnahönnun. Hugkvæmni > í þágu / þæginda \ % og heilbrigðis einkennir hönnun hans. ¥ Skeifunni 6 Sími: 568 7733 i'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.