Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 62

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Ljóska Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljósmynd/Hjörtur L. Jónsson Þátttakendur í enduro-keppninni við rásmarkið. Viggó Viggósson í loftköstum. Framúrskarandi árangur í mótor- hjólakeppni Ferdinand Skrítið, ha? Ruglað. Stór- furðulegt. Hvað eru þau að tala um, Magga? Þau hafa aldrei séð neinn taka með sér franskar í pennaveskinu áður. Frá Hirti L. Jónssyni: VIGGÓ Viggósson, nýkrýndur íslandsmeistari í mótorkrossi árið 2000, fór ásamt þeim Karli Gunn- laugssyni, Jóni Magnússyni og Skúla vélvirkja til Englands í lok ágúst, til að taka þátt í enduro-mótorhjóla- keppni sem nefnist Fast Eddy. Keppni þessi hefur verið haldin frá árinu 1986 og er fyrirmynd sams- konar keppna í Ameríku, auk þess sem íslandsmótið í enduro er með svipuðu sniði. Viggó hafði með sér keppnishjól sitt sem er KTM 300cc. Hjólið var flutt í kössum sem auðvelt var að meðhöndla og var svo sett saman á staðnum. Brautin er staðsett fyrir sunnan Stoke og er um sex kílómetra löng og að hluta í skógivaxinni hlíð. Viggó var í hópi 250 áhugamanna í flokki mótorhjóla með vél stærri en 175cc. Keppnin stóð í tvær klukku- stundir, og þegar hún var flögguð af var Viggó í 9. sæti í heildina og 5. í sínum flokki. Tók þátt í atvinnumannakeppni Viggó taldi sig geta enn betur og fékk leyfi til að taka þátt í atvinnu- mannakeppninni, sem var haldin skömmu á eftir áhugamannakeppn- inni. Þetta var þó talið nánast ómögulegt og sögðu keppnishaldar- ar það sambærilegt við að keppa í einu maraþonhlaupi fyrir hádegi og svo öðru eftir hádegi. Þetta gekk þó upp og Viggó fékk að taka þátt í keppni atvinnumanna. Sú keppni tók þrjá klukkutíma, með tveimur hléum fyrir bensínáfyllingu og viðgerðir. Viggó vann sig smátt og smátt upp í þessari keppni og kom það flestum á óvart að á endanum hafnaði hann í 24. sæti í atvinnumannaflokknum og 5. sæti í sínum flokki. Ein umferð er eftir í íslandsmeist- aramótinu og verður hún haldin á morgun, laugardaginn 23. septem- ber, við Litlu kaffistofuna. Fimm eiga möguleika á titlinum í ár og þeirra á meðal er Viggó Viggósson. HJÖRTUR L. JÓNSSON, Ásgarði 53, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.