Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FÖSTUDAGUR 22, SEPTEMBER 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM André Bachman í góðra vina hópi. Morgunblaðið/Þorkeli Þorkelsson Konungur kokkteiltónanna Það er ekki öll plötusala skráð á Tónlistann. Platan Maður lifandi hefur nú selst í um 10 þúsund eintökum án þess að hafa nokkru sinni svo mikið sem náð inn á topp 10. _ •• Birgir Orn Steinarsson hitti André Bachmann, einn margra flytjenda á plötunni og umsjónarmann, og óskaði honum til haming;iu með árangurinn. FYRIR skömmu bárust André Bachmann tónlistarmanni þau gleði- tíðindi að öll tíu þúsund eintökin sem framleidd voru af plötunni Maður lif- andi væru nú seld. A þeirri plötu leiddu margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins saman hesta sína til styrktar vangefnum og þroskaheft- utn. Styrktarfélagið Ás sá um útgáfu plötunnar á síðasta ári vegna fjörutíu ára afmælis félagsins. Síðan þá hafa meðlimir þess lagt allan metnað sinn í að selja plötuna í símasölu með íyrr- nefndum árangri. Þar sem móttök- umar hafa verið framar öllum vonum sá styrktarfélagið ástæðu til þess að panta annað upplag af gripnum sem nú er á leiðinni til landsins. André var einn af umsjónarmönn- um útgáfunnar á sínum tíma en áplöt- unni syngur hann einnig lagið „Eg er kominn heim“ sem Óðinn Valdimars- son gerði landsfrægt á sjöunda ára- tugnum. Vinamargur í tónlistarbransanum „Mér hefur alltaf fundist vangefnir og þroskaheftir hafa verið utangáttar í þessu þjóðfélagi og þeir eru það enn,“ segir hinn landsþekkti skemmtikraftur André Bachmann þegar blaðamaður leit inn tU hans í heimsókn á dögunum. „Þetta fólk fær hvorki vinnu né skólavist og það þykir mér skelfilegt. Mér þykir svo vænt um þetta fólk.“ Þegar blaðamaður bað svo Andi-é um að nefna nokkra þá flytjendur sem gáfu vinnu sína við gerð plötunn- ar er ekki laust við að þar hafl hann komið André í vandræði. Þakklætið í þeirra garð er slíkt að það reynist honum þraut að nefna „nokki-a“ þeg- ar hann vUl nefna alla. „Ég á svo marga vini í tónlistarbransanum," segir hann og byrjar að þylja upp nöfnin. Þau nöfn sem blaðamaður náði að punkta hjá sér voru: Raggi Bjama, KK, Rúnar Júh'usson, Diddú, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar og Móa. „Svo þótti mér vænt um að fá þennan mann héma, Maestro eins og við strákamir köllum hann stundum," segir André og bendh’ á mynd á plötu- umslaginu af Björgvini Halldórssyni. André tekur upp hanskann fyrir þroskahefta og vangefna við hvert tækifæri og framlag hans tU útgáfu geisladisksins því ekkert einsdæmi. Auk þess sem hann hefur aðstoðað styrktarfélagið Ás hefur hann lagt hönd á plóg fyrir Kópavogshæli og Kiwanis-klúbbinn. „Ég er ekki fæddur eins og allir aðrir. Ég var holgóma með skarð í vör og fór í fleirl, fleiri aðgerðir sem bam og unglingur. Þegar ég var um 10 ára gamall vai’ mótlætið oft svo mikið að ég þurfti að leita skjóls heima hjá vin- um mínum Ingimari og Eiríki Einars- sonum. Eiríkur var þroskaheftur og spastískur. Það var gaman að leika við hann. Hann hló aUtaf svo mikið.“ Baráttan við brjósklosið Fyrir fjóram áram lenti André í bflslysi. „Ég beið á rauðu ljósi við FH-húsið. Þá kom jeppi á fleygiferð og gleymdi að beygja og lenti því beint á mér,“ segir André og skellir upp úr. Það er þó einhver sárabót að hann getur hlegið að óláni sínu í dag því höggið orsakaði brjósklos í baki hans sem hrjáir hann enn. „Þetta hefur kostað bæði tár og svita. Ég er búinn að fara í sjö aðgerð- ir og þar af hafa sex þeirra verið út af læknamistökum. Þetta tekur allt sinn toll.“ André segist þó eiga góða að og eft- ir langa og erfiða þrautagöngu sjái hann loksins fram á betri tíma. „Ég er virkilega glaður að finna það að ég geti labbað meira en 100 metra núna án þess að fá sting í bakið. Ég er bara að styrkja mig núna tíl þess að vera klár í slaginn fyrir jólin.“ André er þegar byrjaður að leggja drög að verkefnum vetrarms og á dagskránni er meðal annars undir- búningsvinna fyrir geisladiskaútgáfu tU styrktar bamaspítala Hringsins. Hann er líka langt kominn með það að undirbúa jólaspilamennskuna en hann ætlar ásamt Huldu Gestsdóttur, Birgi J. Birgissyni, Jóhannesi Bach- mann bróður sínum og Sigurrósu Jónsdóttur mágkonu sinni að koma gestum Stapans í jólaskapið. Að sjálf- sögðu gleymir hann ekki vinum sínum í Styrktarfélaginu Ási og hefur þegar bókað sig á jólaskemmtun þeirra. „Ég fæ bros frá vinum mínum að launum. Ég tala þeirra máli, þetta er gott fólk. Það metur allt svo mikið sem þú gerir.“ André hefur verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en af þeim sem blaðamaður hefur heyrt er hann hi-ifnastur af: „Konungur kokkteil- tónanna". „Það var Jakob Frímann Magnús- son sem kom þessu nafni á mig. Svo hef ég líka fengið annað nafn á mig; „Gleðigjafinn". Mér þykir mjög nota- legt að geta fengið svona nöín á mig í stað þess að vera kallaður Nonni glæpon eða Pétur haúslausi," segir André og ætlar greinilega að halda sig áfram í góða liðinu. MYNDBOND Sálarflækjurs Kana Mumford læknir (Mumford)________ Gamanmynd ★★ Leikstjórn og handrit: Lawrence Kasdan. Aðalhlutverk: Loren Dean, Hope Davis, Jason Lee og Mary McDonnell. (111 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. BANDARÍSKI leikstjórinn Lawrence Kasdan er þekktur fyrir myndir á borð við The Big Chill og The Accidentai Tourist, sem fjalla á grátbroslegan hátt um mannleg sam- skipti og hversdag- 1 inn. Nýjasta mynd Kasdans, Mum- ford, er mjög í 1 þessum anda en lít- ið hefur farið fyrir henni bæði hér f heima og í Banda- .. ríkjunum. Þótt Mumford sé ekki á r við hans bestu myndir á hún samt athygli skilið, þar sem henni má skipa skör hærra en r. hinni almennu afþreyingargaman-<’t mynd markaðarins. Þar segir frá ungum sálfræðingi sem heitir sama nafni og bærinn sem hann starfar í, þ.e. Mumford. Mumford (Loren Dean) virðist hafa einstaka hæfileika til þess að greiða úr sálarflækjum sjúklinga sinna og brátt verður hann ' umtalaður í bænum. Þannig koma < ýmsar kostulegar persónur við sögu en eftirminnilegust þeirra er líkleg- ast tölvuséníið og biÚjónamæringur- inn Skip Skipperton (Jason Lee) sem j. á hálfan bæinn en enga vini. Það eru*j , einna helst persónusköpun og samtöl sem era áhugaverð, því þegar kemur að úrlausn flækjanna verður myndin dálítið fyrirsjáanleg. Söguefnið er heldur engin nýlunda, en það gefur myndinni þó gildi að Kaszdan tekur þar á samtímamálefnum, t.d. varð- andi sálfræðikúltúrinn í Bandaríkj- unum og hina nýju kynslóð milljóna- mæringa úr tölvubransanum. Þegar öllu er á botninn er hvolft er Mum- [ ford þó fyrst og fremst skemmtileg < afþreying. Heiða Jóhannsdóttir Nœturqadnn simi 587 6080 I kvöld leika fyrir dansi Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms C Frítt inn til 23.30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.