Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 28
28 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
írska hljómsveitin U2 hefur notið fádæma vinsælda
þá tvo áratugi sem hún hefur verið starfandi. Arnar
Eggert Thoroddsen rekur sögu sveitarinnar í tilefni
af útgáfu tíundu breiðskífunnar, All That You Can’t
Leave Behind, sem út kemur 30. október.
Kevin Westenberg
U2 í dag: Adam Clayton, Bono, Larry Mullen jnr. og The Edge.
F ÞAÐ hefði ekki verið fyrir
myndbandið við lagið „Where the
Streets Have No Name“, hvar
Bono, söngvari U2, hleypur æstur
um uppi á hótelþaki í Los Angel-
es, sæti ég líklega ekki seint á síðkvöldi, bogr-
andi yfir sögu sveitarinnar. Ég trúi stað-
fastlega að ég hafi orðið fyrir vitrun er ég sá
-'rnyndbandið, eins kjánalega og það kann að
hljóma. Ailtént hef ég aldrei litið til baka eftir
það, féll sæll og glaður í faðm tónlistargyðjunn-
ar og hef verið þar síðan.
Þetta var árið 1987, U2 nýbúnir að gefa út
plötuna The Joshua Tree, og voni þeir um
þetta leyti helsta rokksveit heims. Ólíkt mörg-
um fyrirrennurum sínum voru U2 á þessum
tímapunkti enn ólgandi hugsjónamenn, sem
sást hvað skýrast í augum hins sjarmerandi
söngvara Bono, sem virtist búa yfir óslökkv-
andi orku og ástríðu. Ég og þúsundir annarra
ungmenna vorum sem töfrum slegin. Þessi
hljómsveit hafði eitthvað við sig sem allar aðrar
virtist skorta.
Dyflinni, 1976
Rætur U2 liggja í korktöflu sem hangir uppi
á vegg í Mount Temple-skólanum í Dyflinni.
Þar hengdi ungur og áhugasamur trommuleik-
ari, Larry Mullen að nafni, upp snepil sem lýsti
eftir fólki sem vildi stofna með honum rokk-
hljómsveit. Nokkrum dögum síðar stóð hljóm-
sveitin Feedback inni í eldhúsi hjá Larry, til-
búinn í gírinn. Ásamt Larry voru samankomnir
þeir Paul Hewson (síðar Bono Vox, enn síðar
Bono) söngvari, Adam Clayton bassaleikari,
Dave Evans (síðar The Edge) gítarleikari og
Dick Evans, bróðir Dave, einnig gítarleikari.
Larry minnist þess í dag að Bono
hugðist ekki verða söngvari þarha í
blábyrjun. „Bono ætlaði að vera gítar-
leikari en það var ekki hægt þar sem
-*"hann var alvég glataður á gítarinn.
Þannig að við buðum honum að
syngja í staðinn. En hann gat það
náttúrulega ekki heldur.“
Ári síðar breyttu þeir nafni sveitar-
innar í The Hype en stuttu eftir það
hætti Dick í hljómsveitinni. Við
brotthvarf hans fékk hljómsveitin
loks sitt endanlega nafn, U2.
Síðasta gítarhetjan
Það fór ekki á milli mála, fyrstu ár-
in sem U2 starfaði, að fyrir þeim var
þetta spuming um heimsyfirráð eða
'clauða. Þeir ætluðu að slá í gegn hvað
sem það kostaði og voru reiðubúnir að
leggja á sig miklar fórnir og vinnu til
að ná þessu markmiði sínu. Þeir sem
sóttu tónleikastaði Dyflinnarborgar
reglubundið undir lok áttunda ára-
tugarins urðu vitni að orkupökkuðum
keyrsluhljómleikum þar sem Bono,
forvígismaður af guðs náð, gaf sig all-
an hvert kvöldið á fætur öðru. Þessi
einurð skilaði þeim að lokum samn-
ingi við „litla“ útgáfurisann Island, en
áður höfðu þeir gefið út tvær smáskíf-
ur á vegum CBS-útgáfunnar.
Fyrsta breiðskífan, Boy, kom svo
út fyrir réttum tuttugu árum.
A henni er að finna hrátt og pönk-
skotið rokk, skilgetið afkvæmi síð-
'%)önksbylgjunnar. U2 höfðu þó náð að
móta sinn eigin hljóm sem rann nokk-
uð auðveldlega úr greipum skilgrein-
ingarsinna. Munaði þar mestu um
skerandi og melódískan, næstum því
ójarðneskan, gítarhljóm The Edge
sem þykir einstakur innan rokkgítarfræða.
The Edge hefur vegna þessa oft verið nefndur
til sem síðasta gítarhetjan.
Rammpólitfskt
U2 voru byrjaðir að safna saman kjarna eiðs-
varinna aðdáenda. Hljómsveitin þótti hafa til
að bera sterkan og svipmikinn „persónuleika“,
það geislaði af henni mikil trúfesta og bræðra-
lagsandi, eiginleikar sem helst var hægt að
tengja við Bítlana forðum daga. Þessi staðfesta
meðlima beindist einnig að utanaðkomandi
íslutum, allir meðlimir, fyrir utan Adam, voru
miklir trúmenn og sveitin öll var rammpólitísk.
Bono átti harla erfitt með að halda munninum á
sér saman ef einhver aðkallandi hitamál voru á
döfinni.
Árið 1981, ári eftir frumburðinn, kom út plat-
an October, „hin erfiða önnur plata“ eins og
gjaman er haft á orði á fagfundum gagnrýn-
enda.
Platan var þeim líka vissulega erfið í vinnslu.
Hún var unnin á miklum hraða, undir mikilli
pressu og eitthvað var andinn þeim fjarri á
þessum tíma að sögn þeirra sjálfra. í ljósi þessa
er útkoman með ólíkindum. Hér var komin ein
. heiðarlegasta og lágstemmdasta plata U2, yl-
Viýr og angurvær dimma leikur um lögin og
hugleiðingar um trúna sitja sterkar í forgrunn-
inum. í kjölfarið fór sveitin í langa hljómleika-
ferð um Bandaríkin og heimsóttu þar hvem út-
nára sem krummaskuð. Að sögn Bono vom
þetta erfiðir tímar fyrir sveitina og þeir háðu
mikið efastríð um hvort þeir ættu að halda
þessu áiram eður ei. Sérhverjir tónleikar vora
spilaðir líkt og um kveðjutónleika væri að
ræða.
Fáninn hvíti
Vatnaskil urðu árið 1983 er þríðja platan,
War, kom út. Lagasmíðamar vora sterkar og
hvassar og textar Bono bæði áleitnir og beittir.
Það er ekki annað hægt en að hrífast af barns-
legri einlægninni og kraftinum sem drífur lög
eins og „Two Hearts Beat as One“ og „New
Year’s Day“ áfram og Bono gerði hinn hvim-
leiða vandræðagang í N-írlandi að umtalsefni í
laginu „Sunday Bloody Sunday“. U2 vora nú á
allra vöram og þóttu vera ferskasta rokkband
sem fram hafði komið í háa herrans tíð.
Ákveðið var að mynda og hljóðrita nokkra
tónleika sem haldnir vora í Bandaríkjunum í
kjölfarið á útkomu plötunnar. Þetta var gefið út
á stuttskífu (Mini-LP) og myndbandi undir
heitinu Under a Blood Red Sky. Platan er ein
þekktasta tónleikaskífa sögunnar, og það er
ógleymanlegt öllum þeim sem á hafa horft er
Bono lýsir því hátt og snjallt yfir að „Sunday
Bloody Sunday“ sé EKKI byltingarlag áður en
hann tekur að marsera fram og aftur um sviðið
veifandi hvítum fána, tákni friðarins. Sannleik-
urinn brann í augum þessa unga íra, sem stóð
stoltur eins og stytta við alla þá málstaði sem
hann gat hönd á fest.
Þetta reiknilíkan frægðarinnar var þó ekki
fýsilegt okkar mönnum til lengdar. Nýjar leið-
ir, nýir möguleikar voru rétt handan við homið.
Brian Eno
Brian Eno er talinn upphafsmaður sveim-
nálgunarinnar (e. ambient) við dægurtónlist.
U2 leituðu á náðir Eno og félaga hans, Daniel
Lanois, við gerð meistaraverksins The JJnfor-
gettable Fire þar sem var heldur betur skipt um
gír. I stað kröftugra og tilfinningahlaðinna bar-
áttusöngva um ást og önnur mikilvæg málefni
voru komin hæglát og dreymandi lög. Textamir
orðnir mun sértækari, eins og t.d. í lögunum
„Promenade" og „Elvis Presley and America11
og tihaunir með hljóma og lagasmíðar orðnar
mjög svo „djúpar“. Pólitískar pælingar vora þó
ennþá til staðar, í lögum eins og „Pride (in the
Name of Love)“ og „Bad“. Listrænasta plata
U2, og afar hetjulegt skref hjá sveitinni. I viss-
um skilningi þeirra besta verk fyrr og síðar.
Nú liðu heil þrjú ár að næstu plötu. U2-liðar
vora þó allt annað en aðgerðalaush og mikill
tími fór nú í góðgerða- og mannréttindastarf-
semi hvers konar. Þeh, eða öllu heldur Bono,
gerðust senuþjófar á Live Aid-tónleikunum ár-
ið 1985 og sveitin fór í hljómleikaferðalag á veg-
um Amnesty Intemational árið 1986.
Á endanum settust menn þó niður og tóku til
við að yrkja og semja. Sem fyrr voru það þeh
Brian Eno og Daniel Lanois sem aðstoðuðu þá
við gerð þeirrar plötu sem margh álíta vera rós
í hnappagati hljómsveitarinnar.
Sjálfsþæging og sanndreymi
The Joshua Tree kom út árið 1987 og var
hampað sem meistaraverki, jafnt á vígstöðvum
aðdáenda sem gagnrýnenda. Lög eins og „With
or Without You“, „Where the Streets Have no
Name“ og „I Still Haven’t Found What I’m
Looking for“ era sígild lög sem dynja í útvarp-
inu enn þann dag í dag og lög eins og „Bullet
the Blue Sky“, „Running to Stand Still“ og
„Mothers of the Disappeared" hafa í dag ekki
misst vott af því harmræna gildi sem umleikur
þau svo sterkt. Hreint gífurlega heilsteypt
verk og um þetta leyti voru U2 einfaldlega
stærsta rokkhljómsveit heims. Eins og lög
gera ráð fyrir var haldið í gríðarinnar ferðalag
heimshorna á milli og á því tímabili var ákveðið
að búa til kvikmynd um Ameríkuævintýri
sveitarinnar og gefa út tvöfalda plötu í því til-
efni. Á plötunni og í samnefndri mynd, Rattle
and Hum (1988), var óður sunginn til banda-
rískra dægurmenningarhetja eins og Elvis
Presley og Billie Holiday og meira að segja
kíkti gamla blúsbrýnið B.B. King á strákana.
Þetta verkefni er hugsanlega lægsti punktur-
inn í sögu U2, of mikil sjálfsþæging á ferðinni,
of lítið af tónlist. Á síðustu tónleikum þessa
langa ferðalags, árið 1989, sagði Bono, þreyttur
og ruglaður: „Við þurfum að fara koma okkur í
burtu . . . til að eiga þess kost að njóta sann-
dreymis á ný“.
10.000 flatbökur
Sanndreymi U2 kom fram tveimur áram síð-
ar í líki plötunnar Achtung Baby. U2 vissu
greinilega að ef þeh ættu að lifa af, bæði í sköp-
unarlegu og sölulegu tilliti, yrðu þeh að stokka
spilin upp á nýtt. Og höndin sem þeir fengu gat
vart verið betri. Á Achtung Baby ná þeh félag-
ar að blanda samtímastraumum úr tölvu- og
danstónlist saman við vöramerkishljóm U2 á
farsælan hátt. Andlitslyfting sem gaf
meðlimum nýjan neista fyrir nýjan
áratug. U2 era, eins og fram hefur
komið, nautsterkt tónleikaband og nú
var heldur en ekki slegið upp shkus-
tjöldum. Trabantar, tugur risaskjáa
og 10.000 flatbökur vora meðal
skemmtiatriðanna og Bono kastaði
sér í hlutverk einskonar hhðfífls sem
brá sér í margvíslega, merkingar-
hlaðna búninga. Hviti fáninn og sann-
leiksleitandi augnaráðið var horfið - í
stað þess var komið póstmódemískt
fjölleikahús, uppfullt af kaldhæðni,
þar sem Bono gerði óspart grín að
öfgunum sem fylgja því að vera rokk-
stjarna, sem hann hafði sannarlega
reynslu af frá fyrstu hendi.
Árið 1993 var plötunni Zooropa
hraðað á markaðinn og var það með
vilja gert. Þetta var safn laga sem
hafði verið að tínast til á yfirstandandi
hljómleikaferðalagi og vildu sveitar-
meðlimh koma þessu frá sér sem
fyrst án þess að vera með of mikil
læti. Platan er líklega best heppnaða
seinni tíma verk sveitarinnar, hægt að
spegla það svolítið í Unforgettable
Fire-plötunni. Farið var með pæling-
amar á Achtung Baby enn lengra, og
er platan bæði myrk og dulúðug og
eitt tihaunakenndasta verk U2 frá
upphafi.
Tónlistin hefur forgang
Árið 1995 þótti mörgum sem með-
limir U2 færa yfir strikið í þeirri við-
leitni sinni að sanna fyrir alheimi að
þeh væra alvöra „listamenn“. Á plöt-
unni Original Soundtracks 1 mátti
finna meðlimi sveitarinnar ásamt
mönnum eins og Howie B, Brian Eno og Luci-
ano Pavarotti, starfandi undir nafninu Pass-
engers. Platan inniheldur tónlist við ímyndaðar
kvikmyndh og hvorki féll hún í kramið hjá
gagnrýnendum né aðdáendum. „Það era
ákveðin mörk á milli listar og sjálfbhgingshátt-
ar. Við fóram yfir þau mörk á Original Sound-
tracks 1,“ á Larry Mullen að hafa sagt þurr-
lega.
Næsta „alvöra“plata kom svo út árið 1997 og
ber heitið Pop. Heyrst hafði að U2 hygðust
gera tæknórokksplötu í anda Prodigy og
Chemical Brothers en einhver málamiðlun
varð þó á því þar sem „hefðbundin“ U2-lög era
þar einnig á kreiki. Pop er uppfull af grípandi
melódíum og svölum lögum en engu að síður er
eitthvert undhliggjandi þunnildi í öllu saman.
Og þá er það tíunda platan, All That You
Can’t Leave Behind. Skyldi „aftur til rokkrót-
anna“-platan sem búið er að lofa í fjölda ára
loks vera komin? Yfirlýsingar að undanförnu
vhðast renna stoðum undir það. Brian Eno og
Daniel Lanois era mættir á nýjan leik á bak við
stjórnborðið, en þar voru þeh síðast er Acht-
ungBaby var tekin upp. Bono er heldur ekkert
að skafa utan af hlutunum frekar en hans er
von og vísa og segh ástand poppheimsins bág-
borið, U2 séu komnir til að sparka í rassa með
óþvegnu rokki og róli.
Ætlunin er svo að hefja tónleikaferðalag um
heiminn í mars næstkomandi. Ólíkt því sem á
undan hefur gengið verður fremur spilað á
minni stöðum í þetta skiptið. „Við eram farnh
að búa til tónlist á ný,“ segh Bono. „Það á að
hafa forgang.“