Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Je minn eini, ertu búinn að safna fyrir enn einni stækkuninni pjakkurinn þinn,
og ég ekki búin að koma álveri í kjördæmi formannsins?
Aðföng grípa til aðgerða
vegna merkingaskyldrar vöru
AÐFÖNG hf. hafa gripið til ráðstaf-
ana til þess að reyna að tryggja að
ekki verði brotið gegn sölubanni á
vanmerktum úðabrúsum frá fyrir-
tækinu. Umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt
tillögu Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur að kæra Aðföng, innflutnings-
fyrirtæki Baugs, fyrir ítrekuð brot
gegn sölubanni Heilbrigðiseftirlits-
ins á vanmerktum úðabrúsum.
Hinn 3. maí 1999 var Aðföngum
veittur frestur til 3. nóvember 1999
til að merkja á viðeigandi hátt van-
merkta úðabrúsa, hárlakk og hár-
froðu af gerðinni Exclusive og hár-
lakk af gerðinni Vital Care.
Sara Lind Þorsteinsdóttir, mark-
aðsstjóri Aðfanga, segir að fyrirtæk-
ið hafi sent Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur bréf í lok síðasta sum-
ars þar sem tilgreint var til hvaða
ráðstafana yrði gripið til að koma í
veg fyrir að þetta gerðist. Sara Lind
segir að búið sé að loka af sérlager í
húsnæði Aðfanga þar sem geymdar
eru merkingaskyldar vörur til að
tryggja aðskilnað frá annarri vöru.
Einnig er verið að þróa forrit sem
tryggir að við móttöku verði öll vara,
jafnt frá innlendum eða erlendum
birgjum, skoðuð með tilliti til merk-
inga. „Við erum að reyna að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
tryggja að þetta verði óaðfinnan-
legt,“ segir Sara Lind.
Islendingur í stjórn IBBY
Alþjóðlegt
barnabókastarf
Guðlaug Richter
Kolumbíu á heimsþingi
IBBY (alþjóðlegu
barnabókasamtak-
anna) var Guðlaug Richter
þýðandi kosin í stjóm sam-
takanna til næstu tveggja
ára. Hún var spurð hvers
konar starf væri unnið á
vegum IBBY?
„IBBY var stofnað í Bas-
il í Sviss 1953 og hefur það
að markmiði að gefa böm-
um, hvar sem er í heimin-
um, tækifæri til þess að
njóta góðra bóka og hvetja
til útgáfu á framúrskarandi
skáldverkum fyrir böm og
unglinga og sameina aðila
um allan heim sem vinna að
framgangi góðra bóka fyrir
böm.“
- Teygir starf IBBY
anga sína til margra landa?
„Það era starfandi IBBY-deildir
í 63 löndum víðs vegar um heiminn,
m.a. á íslandi þar sem félagið heitir
Börn og bækur. Starfsemi samtak-
anna felst í því að halda heimsþing
annað hvert ár og það er mismun-
andi þema á hveiju þingi sem fjall-
að er um í fonni fyrirlestra og
vinnuhópa. Það hefur verið lögð
áhersla á að halda þingin ekki bara
í Evrópu og Ameríku heldur víðar.
Nú var þingið sem sagt í Kolumbíu
og eftir fjögur ár verður það haldið
í Suður-Afríku. Þetta er gert til
þess að fá sem flest lönd til þess að
starfa í samtökunum. Þá má geta
þess að IBBY veitir H.C. Ander-
sen-verðlaunin sem þykja æðstu
verðlaun sem barnabókahöfundum
era veitt í heiminum. IBBY-sam-
tökin veita líka verðlaun fyrir lestr-
arhvetjandi verkefni sem unnin
eru í hinum ýmsu löndum, ekki síst
falla verðlaunin til aðila í þróunar-
löndunum."
-Hvert verður þitt starf fyrir
samtökin?
„Fyrir utan almenn stjómar-
störf sit ég í þeirri nefnd sem
ákveður hvaða lestrarhvetjandi
verkefni fær verðlaun á hverju
ári.“
- Hefur þú oft farið á heimsþing
IBBY?
„Nei, þetta var fyrsta þingið sem
ég hef sótt og það kom mér
skemmtilega á óvart hve þátttak-
endur vora margir, talsvert á
sjötta hundrað manns. Þarna var
saman komið fólk úr hinum ýmsu
greinum sem tengjast starfi með
bamabókmenntir. Þingið stóð í
fjóra daga og margt forvitnilegt
var á dagskrá. Mér fannst einna
merkilegast að fylgjast með af-
hendingu H.C. Andersen-verð-
launanna. Það fá tveir
verðlaunin hverju sinni,
að þessu sinni fékk rit-
höfundur frá Brasilíu,
Ana Maria Machado,
verðlaun, svo og bresk-
ur myndskreytir, An-
toni Browne. Þau héldu
bæði ógleymanleg erindi. Síðan er
mér minnisstæður fyrsti stjómar-
fundurinn sem ég tók þátt í síðasta
daginn. Það kom mér skemmtilega
á óvart hve heitar umræðui- vora
þar og málefnalegar.“
- Er mikil starfsemi hjá IBBY-
deildinni hér, Börn ogbækur?
„Ég get hiklaust sagt að hún fari
sívaxandi. Við veitum árlega viður-
kenningar á sumardaginn fyrsta
fyiTr framlag í þágu menningar-
starfs fyrir börn. Við gefum út tím-
aritið Börn og menning tvisvar á
ári. Það er eina tímaritið á íslandi
sem fjallai- eingöngu um menning-
arstarfsemi fyrir og með börnum.
Böm og bækur hafa þrjú sl. ár
staðið ásamt fleiri aðilum fyrir ráð-
stefnum sem fjalla um barna- og
unglingabókmenntir. Auk þess
► Guðlaug Richter fæddist í
Reykjavík 1953. Hún lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólanum
við Tjörnina 1973 og stundaði
nám eftir það við Kennara-
háskóla íslands. Hún tók B.A.-
próf í íslensku 1986 frá H.Í.,
einnig hefur hún numið mark-
aðsfræði hjá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands 1998 til
1999. Hún starfaði hjá þýðinga-
deild Orðabókar háskólans í tvö
ár, var útgáfu- og kynningar-
stjóri hjá Staðlaráði íslands í
fímm ár og er nú markaðs- og
þjónustustjóri hjá auglýsinga-
stofunni Yddu. Hún hefur skrifað
þrjár barna- og unglingabækur
og þýtt fjölmargar bækur. Hún
fékk þýðingarverðlaun skóla-
málaráðs 1994. Guðlaug átvö
börn.
höfum við í þessu félagi haldið
bókakaffi á Súfistanum og fleiri
kaffihúsum þar sem almennir fé-
lagar geta fengið tækifæri til að
taka þátt í spjalli og tjáð sig um
sínar skoðanir á málefnum tengd-
um bama- og unglingabókmenn-
tum.“
-Hvernig er staða bama- og
unglingabókmennta í í bókmenn-
tumsamtímans?
„Ég held að staða barna- og
unglingabókmennta sé svipuð í
löndum hins vestræna heims, þ.e.
nokkuð góð, en þátttakan í alþjóð-
legum samtökum sýnir mér að bai'-
áttan fyrir bamabókinni er miklu
skemmra á veg komin í mörgum
þróunarlöndum. Lestrarkunnátta
er þar ekki eins almenn og bókaút-
gáfan, mildu framstæðari. Erfið-
ai-a er líka að koma bókunum til
lesenda. Ástandið hér á
landi er fremur gott,
það era nokkuð margir
höfundar sem skrifa hér
reglulega fyrir böm og.
unglinga þrátt fyrir að
þeir fái varla nægilega
mikla hvatningu og
stuðning í samanburði við höfunda
sem skrifa fyrir fullorðið fólk. En
ég held að barnabókin sé ekki að
víkja fyrir öðram miðlum, staða
hennar er nokkuð sterk.“
- Þýðum við á íslandi nægilega
mikið af góðum barna- og ungl-
ingabókum?
„Nei, það tel ég ekki vera. Ég
held að við gætum tekið okkur á
þar og valið markvissar þær bæk-
ur sem við þýðum. Þar gæti sam-
starfið við IBBY-samtökin hjálpað
okkur því þau gefa út lista yfir
bækur sem taldar era merkastar í
útgáfu aðildarlandanna hverju
sinni. Við hjá Börnum og bókum
höfum tilnefnt bækur á listann og
þannig aðstoðað íslenska höfunda
við að koma verkum sínum á fram-
færi erlendis.
Staða barna-
bóka gagn-
vart öðrum
miðlum er
nokkuð sterk