Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Koma verður í veg fyrir að slæmt fólk styrki stöðu sína Adnan Sahiti barðist með KLA í stríðinu en styður þó ekki leiðtoga frelsishersins. Urður Gunnarsdóttir hitti hann þar sem hann var að endurbyggja hús fjölskyldunn- ar skammt frá Mitrovica. FJÖLSKYLDA Adnans Sahiti hefst við í tjaldi en sjálfur býr hann á Man- hattan í New York. Hann er í heim- sókn hjá móður sinni og systrum, sem búa við bág kjör í norðurhluta Mitrovica og ástæðan er tvíþætt, hann vill hafa auga með því hvemig iðnaðarmönnum sem hann réð til að koma þaki yfír höfuð móður hans gengur, og til að kjósa. Adnan ætlar að kjósa Ibrahim Rugova, af því hann er eini maðurinn sem hann segist treysta. Honum kemur ekki til hugar að greiða leiðtoga fyrrum KLA, Has- him Thaci, atkvæði sitt, þótt hann hafi barist í rúma tvo mánuði undir merkjum Frelsishers Kosovo. Kosovo skiptist í raun í tvennt því Serbar eru í miklum meirihluta í norðurhlutanum, sem nær allt til Ib- ar-árinnar en hún skiptir borginni Mitrovica í tvennt. Pessi skipting borgarinnar og jafnframt svæðisins er Kosovobúum þymir í augum og fá- ir finna hana betur en þeir sem em búsettir röngum megin, eins og Sa- hiti-fjölskyldan en þorpið Gushavc er á norðurbakkanum, um fimm mín- útna akstur frá borginni. KFOR hef- ur eftirlitsstöðvar í kringjum þorpið, því það skiptist í raun í tvennt, aðeins eitt brannið hús og gaddavírsrúlla skilja Serba og Albani að. Adnan er heitt í hamsi þegar hann bendir á serbneska nágranna sína, um 200 metra í burtu. Peir hafi allt til alls á meðan fjölskylda hans og reyndar allir Albanir í þorpinu hafi misst allt sitt. Endurbygginging sé á kostnað Albana sem séu svo heppnir að búa eriendis og hafa vinnu, því allt og sumt sem fólki hafi verið boðið sé efni til að gera við eitt herbergi í eyði- lögðu húsi. Fjölskylda Adnans er dæmigerð um það ástand sem margir búa við. Móðirin neitar að búa annars staðar en í þorpinu sínu og dætumar 15 og 18 ára búa hjá henni í tjaldi á lóðinni. Fjórir synir á aldrinum 21 til 35 ára era allir búsettir í Bandaríkjunum, þar sem þeir vinna við annað en það sem þeir menntuðu sig til. En þeir hafa vinnu og senda allt sem þeir geta til að endurbyggja hús fjölskyldunn- ar. Faðirinn, sem var trúarleiðtogi múslima í Mitrovica, imam, er í Bandaríkjunum til að leita sér lækn- isaðstoðar. Húsið sem bræðumir fjórir láta endurreisa, allir fyrram liðsmenn KLA, rís hratt, á þremur mánuðum hefur það risið frá grunni. Tvö her- bergi era því sem næst tilbúin til að flytja inn, svo mæðgumar þurfa ekki að horfa fram á að skjálfa úr kulda í næturfrostinu. Adnan segir þá bræður hafa lagt 50.000 dali, um 4 milljónir ísl. í húsið og býst við að kostnaðurinn fari upp í um 70.000 áður en yfir lýkur, um 5,6 milljónir ísl. kr. Það hefur reynst hægara sagt en gert að fá iðnaðar- menn til verka, eftirspurnin er gríð- arleg í landi þar sem eyðileggingin var upp í 70% í sumum héruðum. í Gushavc var ekkert hús uppistand- andi eftir stríðið. Hann vonast til þess að geta flutt heim aftur til Kosovo með fjölskyldu sína, eiginkonu og þrjú böm því hann eigi hvergi annars staðar heima. En fyrst verði eitt að breytast, Serbarnir verði að hverfa á braut, allir sem einn, og landið að öðlast sjálfstæði. „Hér er ekki raunveralegt öryggi, Serbamir geta enn snúið aftur og við eram ekki frjáls í eigin landi. NATO tekur albanska fánann af hverjum þeim sem veifar honum. Adnan vísar hér til deilu KFOR og Kosovo-Alb- ana um fánann en KFOR hefur m.a. komið í veg fyrir að þeir síðamefndu aki með fánann á leið til brúðkaups, eins og venja er, ef leiðin liggur í gegnum serbnesk þorp. Það er hrollkaldur morgunn í Gushevc en iðnaðarmennimir vinna af kappi og stöðugur straumur frænda og nágranna stingur inn koll- inum. Þeir eru í svipaðri stöðu og Sa- hiti fjölskyldan, fá pening til fram- færslu frá ættingjum erlendis, enga vinnu er að hafa, það er ekixrt við að vera. Allt þetta fólk hraktist á brott frá heimilum sínum í apríl 1999 er serb- neskir herir hófu árásir á þorp í norð- urhlutanum. Þeir jöfnuðu Gushevc nánast við jörðu og íbúamir flýðu fótgangandi um miðhluta Kosovo, þar sem KLA réð hluta svæðisins. Sögu þeirra svipar til svo ótalmargra annarra sem heimurinn varð vitni að á síðasta ári. Fjölskylda Adnans var heppin, flestir héldu lífi en amma hans lést er Serbar bára eld að húsi hennar en hún var rúmföst. Um leið MorgunblaðiðAJrður Gunnarsdóttir „Við búum nú eins og við gerðum fyrir hundrað árum, segir Adnan Sahiti um aðstæður fjölskyldunnar. Móðir hans, Zada, 51 árs, undirbýr hádegismatinn sem er eldaður á gasi og fimmtán ára systir hans, Sult- ania, vaskar upp við bmnninn. Það glittir í tjalddúkinn þar sem fjöl- skyldan hefur búið í hálft annað ár. Adnan í anddyri hússins sem hann og bræður hans eru að byggja fyrir fjölskylduna. „Hvað finnst þér, er þetta ekki glæsilegt? “ spyr hann brosandi út að eyrum. og herir Serba hörfuðu sneri fjöl- skyldan aftur og hefur hafst við í og við húsarústimar. Adnan starfaði hins vegar sem húsvörður í New York er stríðið braust út. Hann hefur verið búsettur þar í tvö ár, þar áður bjó hann í Aust- urríki í átta ár. Hann er hagfræðing- ur að mennt en hefur aldrei starfað sem slíkur, vann lengst af sem vöra- bílstjóri. „Eg var virkur í baráttunni gegn serbneskum stjómvöldum og ég taldi líf mitt í hættu,“ segir Adnan um ástæðu þess að hann flýði land. Hann var löglega skráður flóttamað- ur, nokkuð sem skipti sköpum fyrir hann því hann hefur vegabréf útgefið af Sameinuðu þjóðunum og vinnu- leyfi í Bandaríkjunum. Hann segist hins vegar hafa beðið þess dags er hann gæti barist fyrir þjóð sína og hann hafi runnið upp í mars á síðasta ári. Tæplega 100 Alb- anir í Bandaríkjunum keyptu sér herbúning og flugu til Tirana, þar sem þeir hlutu þjálfun í tæpan mán- uð. Adnan segist aðallega hafa þurft að komast í gott form, hann hafi kunnað að fara með vopn, þar sem hann var í júgóslavneska hernum. „Við urðum að fara þegar Serbar fóra að myrða fólkið okkar og nauðga systram og mæðram okkar. Það er það versta af öllu, verra er dauðinn.“ Svo var haldið til landamæranna við Albaníu en KLA hélt stóram hluta þeirra allt stríðið. Adnan segir bardagana hafa verið harða en talar af fyrirlitningu um júgóslavneska herinn, sem hann segir hafa barist af kveifarskap, hermennirnir hafi ekki hætt sér nærri KLA heldur skotið á þá úr fjarska. „Þetta var annars bara stríð þar sem maður verður alveg dofinn fyrir hryllingnum. Við börð- umst allir fjórir bræðumir í stríðinu, hver á sínum stað Þegar stríðinu lauk fórum við allir hingað til að athuga hvort allir væra á lífi. Fjölskyldan var þá þegar hér svo ég fór beina leið til NewYork. Það er enginn sáttahugur í Adnan þegar talið berst að Serbunum. „Þeir töpuðu ekki stríðinu, þeir fóra bara aftur til síns heima, þar sem allt stóð uppi, skildu aðeins eftir sig eyðilegg- | ingu. Við höfum ekkert, við lifum eins og fólk gerði fyrir 100 árum. Ég hef ekki komist í bað frá þvi að ég kom hingað, ég skammast mín of mikið til að spyrja móður mína hvernig hún fer að. Það vann enginn þetta stríð, ekki við, ekki NATO. Það er ekki unnið fyrr en Kosovo verður sjálf- stætt. Við töpuðum svo miklu og hvað fengum við í staðinn? Ekkert, við ráð- um engu um okkar mál. KFOR fer ! með okkur eins og við séum glæpa- i menn og vemda þess í stað hina raunveralegu glæpamenn, Serba. Ef NATO vann stríðið, hvers vegna leyfðu þeir skiptingu Mitrovica. Það er sár sem grær ekki. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum og ég veit ekki hversu lengi þolinmæðin varir. Kosningamar era til marks um hvemig alþjóðasamfélagið heldur Al- bönum frá því að ráða nokkra um sín mál, að mati Adnan, sem segir Kos- ovo-búa bamalega að halda að þær j breyti einhverju. Það breytir því þó I ekki að hann ætlar að kjósa, kom hingað sérstaklega til þess. ,Auðvit- að. Það verður að koma í veg fyrir að slæmt fólk styrki stöðu sína og kom- ist í þá stöðu að geta einhverju ráðið í framtíðinni. Ég ætla að kjósa Rugova eins og allir hér í þorpinu. Hann er betri en hinir, það er ekki létt að finna góða stjórnmálamenn. Það er hættu- legt að vera í pólitík hér, margir þeirra sem vilja komast til valda era til alls líklegir. Ég treysti ekki mönn- um á borð við Hashim Thaci, hann er einskis nýtur. Er hann glæpamaður? Kannski," segir Adnan. Málarinn sem er að bera á veggina hristir höf- uðið í skelfingu þegar hann heyrir þetta, nei, Thaci er ekki glæpamaður segir hann. „Ég veit að þeir vilja ekki að ég tali svona um Thaci en ég geri það samt,“ svarar Adnan. „Mér er al- veg sama, ég er ekki hræddur við neinn. Það er hræðilegt að maður eins og Thaci hræði sitt eigið fólk og beiti það jafnvel ofbeldi. Eins og Serbamir hafi ekki gert nóg?“ Adnan er maður stórra orða. Hann segist reiðubúinn að berjast að nýju fyrir Kosovo ef þurfa þyki, styður af öllu hjarta vopnaða baráttu fyrram KLA-manna í suðurhluta Serbíu, þar sem þeir hafa staðið fyrir stöðugum skæruliðaárásum á serbneska lög- reglu, og segist mest af öllu langa til þess að gera serbneskum nágrönnum sínum það sem þeir gerðu Albönum. En hann hefur ekki látið af því verða. Ekki enn. Hvers vegna? Hann ypptir öxlum. Ætli svarið sé ekki það að þrátt fyrir allt vilji menn frið. Og að þjóðemishjartað slái örar fjarri heimabyggð? Vojislav Kostunica viðurkennir að Serbar hafí framið stríðsglæpi í Kosovo-héraði Telur að Milosevic verði saksóttur Belgrad. AP, Reuters, AFP. VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslaviu, við- urkenndi í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í gær að her- og lögreglusveitir sam- bandsríkisins hefðu framið fjöldamorð í Kos- ovo á si'ðasta ári. Aðspurður kvaðst hann telja að Siobodan Milosevic yrði „einhvers staðar“ sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sem framdir voru í héraðinu. Kostunica sagði í viðtali sem bandaríska sjónvar{)stöðin CBS sýndi í fréttaþættinum „60 minútur 11“ að hann væri tilbúinn að axla ábyrgð á glæpum júgóslavnesku öryggis- sveitanna sem drápu þúsundir Kosovo-Albana og neyddu tugi þúsunda til að flýja heimili súi. „Eg er tilbúinn að viðurkenna sekt vegna allra þeirra manna sem voru drepnir, vegna þess sem Milosevic gerði og, sem Serbi, axla ábyrgð á mörgum þessara glæpa,“ sagði forsetinn. Kostunica viðurkenndi að öryggissveitimar hefðu gerst sekar um þjóðarmorð í Kosovo en bætti við Kosovo-AIbanar hefðu einnig drepið marga Serba. StríðsglæpadómstóII Sameinuðu þjóðanna í Haag ákærði Milosevic og fjóra embætt ismenn hans í fyrra fyrir stríðsglæpi í Kosovo en Kost- unica hefur ekki enn látið handtaka hann. For- setinn hefur sagt að Vesturlönd hafi stofnað dómstólinn í pólitískum tilgangi og Júgóslavfa viðurkenni hann ekki. Þegar Kostunica var spurður hvort hann teldi að Milosevic yrði saksóttur svaraði hann: „Já, einhvers staðar." Forsetinn bætti við að hann hefði ekki látið handtaka Milosevic vegnaþess „að for- gangsmálin eru of mörg“. „Við þurfum fyrst og fremst að styrkja lýðræðið í landi okkar. Með því að taka á máli dómstólsins kann að skapast óvissa um lýðræðið." Kostunica skýrði ennfremur frá því í viðtal- inu hjá CBS að hann hefði óttast að öryggis- sveitir myndu handtaka hann þegar stuðn- ingsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Belgrad í uppreisninni gegn Slobodan Milos- evic fyrr I þessum mánuði. Lagt til að Kosovo fái „skilyrt sjálfstæði“ Óháð nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að Kosovo fái sjálfstæði þegar fram líða stundir ef héraðið uppfylli nokkur skilyrði. Þetta kemur fram í 372 síðna skýrslu, sem afhent var Kofi Annan, framkvæmda- stjóra SÞ, á mánudag. Formaður nefndarinnar, suður-afríski dóm- arinn Richard Goldstone, sagði að óraunhæft væri að búast við því að albanski meirihlutinn í Kosovo gæti sætt sig við að héraðið yrði undir stjórn ráðamanna í Belgrad eftir grimmdar- verk Serba í héraðinu. „Niðurstaða okkar er það sem við köllum „skilyrt sjálfstæði", að Kosovo fái sjálfstæði að því tilskildu að hér- aðið uppfylli nokkur skilyrði sem gæti tekið mörg ár að fullnægja." Á meðal þeirra skilyrða sem nefnd eru í skýrslunni eru samningaviðræður við grann- ríkin um sjálfstæði, samþykkt verði lýðræðis- leg stjómarskrá, „nægar tryggingar fyrir því að Serbar, si'gaunar og aðrir minnihlutahópar geti lifað þar algjörlega óhultir“, og að Serbar sem flúðu héraðið fái að snúa þangað aftur. Kosovo hefur verið undir stjóm SÞ frá því að loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu Iauk í júní á síðasta ári. Albanski meirihlutinn vill að héraðið fái sjálf- stæði og lítur á sveitarstjómakosningamar þar á laugardaginn kemur sem fyrsta skrefið í þáátt. Nefhdin komst einnig að þeirri niðurstöðu að hemaðaríhlutun NATO í Kosovo hefði ver- ið „ólögleg" vegnaþess að öryggisráð SÞ hefði ekki samþykkt hana. „ Við töldum hins vegar að hemaðaríhlutun NATO hefði verið réttmæt bæði frá pólitískum og siðferðilegum sjónarhóli,“ bætti Goldstone við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.