Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýr og krassandi Kjallari SKEMMTISTAÐIR koma og fara, Skipta um eigendur og útlit. Einn þeirra lífseigustu er Kjallarinn, sem áður var Leikhúshúskjallarinn og þar áður Þjóðleikhúskjallarinn. Nú er sem sagt alveg búið að má burt leikhússtimpilinn af þessum gleðisamkomustað í kjallara Þjóð- leikhússins. Á laugardagskvöldið var Kjallar- inn, eins og staðurinn heitir nú formlega, opnaður eftir gagngerar breytingar á húsakynnum og með nýja skemmtanastjóra við stjórn- artaumana þá Ásgeir Kolbeinsson og Guðmundur Arnar Guðmunds- son. Að sögn Ásgeirs verða nokkuð breyttar áherslur, ald- urstakmarkið orðið 22 ár, en tónlistin verði áfram á svipuð- um nótum, þ.e. vinsælasta danstónlistin hverju sinni þar sem R’n’B er jafnan fyrirferð- armikið. Salsastemmningin verður síðan aldrei langt undan og til þess að ýta undir hana mun framvegis verða boðið upp á lifandi bóngóslátt. Ásgeir segir mikið fjör hafa verið í Kjallaranum á opnunarkvöldið og troðið út úr dyrum. Hann vildi síðan endilega koma því á framfæri að næsta ■=tass5Si laugardag verður sérstakt Shaft- kvöld til heiðurs endurgerðinni á glæpamyndinni svölu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þessar stúlkur eru saman í saumaklúbbnum „Rottumar" en þær tóku allar þátt í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur og Islands 1999: Katrín, Dagný, Angela, Bryndís Björg, Christina, Ásbjörg, Henný og Hlín. íkiafti mannúóaí irar Tðlf miUjónir barna í Afríku hafa misst foreldra sína í helgreipar alnæmis. Með tveggja tíma göngu á laugardaginn 28. október bjargar þú mannslifum! Landssöfnun. , . , . . Rauða kross Islands gegn alnæmi í Afríku 28. október 2000 Alnæmi er alvarlegasta heilbrígðisvandamál sem Afríkubúar standa frammi fyrír. Reynslan sýnir að með markvissrí fræðslu er hægt að draga verulega úr smiti og bjarga fðlki þannig frá bráðum dauða. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun 28. október til að beijast á móti þessum mikla vágesti. Þetta góða fólk ætlar að ganga í hús og safna framlögum meðal landsmanna. Okkur vantar fleiri sjálfboðaliða. Átt þú stund aflögu? Baröarstaðlr í Staöahverfi Starengf í Qrafarvogi Knarrarvogur Bæjarlind í Kópavogi -ma Arnarsmári ; ( Kópavogi Viö Fjaröarkaup í Hafnarfiröi Holtanesti f Hafnarflröi Ný Bítlasafnplata kemur út 13. nóvember Öll topplögin á einni plötu NÝJA safnplatan með Bítlunum hef- ur loksins fengið útgáfudag, 13. nóvember. Um er að ræða fyrstu „alvöru" safnplöt- una sem gefin er út með Liverpool- drengjunum síðan bláa og rauða platan kom út árið 1973. Platan mun heita 1 og dregur nafn sitt af því að hún inniheldur hvorki fleiri né færri en 27 lög sem náð hafa fyrsta sæti á breska og banda- riska vinsældalist- anum, og það á einni plötu. Þetta eru lögin: „Love Me Do“, „From MeToYou", „She Loves You“, „I Want To Hold Your Hand“, „Can’t Buy Me Love“, „A Hard Day’s Night“, „I Feel Fine“, „Eight Days A Week“, „Ticket To Ride“, „Help!“, „Yesterday", „Day Tripper", „We Can Work It Out“, „Paperback Writer“, „Yellow Submarine“, „El- eanor Rigby“, „Penny Lane“, „All You Need Is Love“, „Hello Good- bye“, „Lady Madonna", „Hey Jude“, „Get Back“, „The Ballad Of John And Yoko“, „Something", „Come Together", „Let It Be“ og „The Long and Winding Road“. Gripur- inn er yfir 79 mínútna langur og spá menn því að hann muni seljast í bíl- förmum líkt og annar Bítlavarn- ingur og jafnvel enda, þegar fram líða stundir, í flokki söluhæstu platna sögunnar. Það var ákveðnum vandkvæðum bundið að velja lögin á plötuna því að margir vinsælda- listar voru í gangi á sjöunda áratugnum lfkt og nú og álitamál hver þeirra er marktækastur. Nið- urstaðan var að styðjast annars veg- ar við vinsældalista breskra hljóm- plötusala (sem var eini hlutlausi vinsældalistinn á sjöunda ára- tugnum) og hinsvegar bandaríska Billboard-listann. Bítlamir áttu ein 17 topplög á breska listanum frá maí 1963 til júlí 1969 en vestanhafs voru topplögin 20 á Billboard-list- anum frá febrúar 1964 til júní 1970. Nokkuð hefur borið á gagnrýni- röddum í garð þessarar útgáfu. Annars vegar að yfir höfuð sé verið að gefa út nýtt safn í ljósi þess að bláa og rauða platan standi fullkom- lega fyrir sínu enn í dag og hins vegar hefur mönnum fundist það vafasöm ráðagerð að gripurinn skarti einungis topplögunum þvi það þurfi ekkert endilega að þýða að viðkomandi lög séu vinsælustu bítlalögin. í því sambandi benda menn á að ekkert lag sé af Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band vegna þess að engin smáskífa var gefin út af þeirri plötu og undarlegt sé að „Strawberry Fields Forever" sé ekki með vegnaþess að smáskíf- an (sem einnig innihélt „Penny Lane“) náði einhverra hluta vegna einungis öðru sætinu á breska list- anum. Hinsvegar hefur verið bent á það á móti að safnplatan 1 sé einkanlega góð heimild um afrek sveitarinnar og einstakt tækifæri fyrir unnendur hennar til þess að eignast loksins einfaldan disk, smekkfullan af ótví- ræðum bítlasmellum. Auðvelt! ■I o Hreinn sparnaður! Starfsmaður okkar verður við bensínsjálfsalann á ÓB stöðinni við Bæjarlind í Kópavogi og leiðbeinir þér frá kl. 10-20 alla daga. Lærðu að spara og þú færð ókeypis bílþvott í Glans bílaþvottastöðinni að launum. Þetta er því hreinn sparnaður fyrir þig! Ab 9 stöðvar - opnar allan sólarhringinn! ódýrtbensin V HREIN ORKA! Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara hægt út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs jöfnu og löngun í sykur minnkar. Líkaminn vinnur sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún raunverulegt og langvarandi úthald. Leppin hentar öllum Leppin er bragðgóður svaladrykkur sem hentar öllum aldurshópum. Allir geta neytt þessa svalandi drykkjar til að þæta athyglisgetuna og til að auka og viðhalda orku í lengri eða skemmri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.