Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ L — mmmBL 1 Morgunblaðið/Ásdís Midbær Dansað hja tollstjóranum msbeitingu og líkamsholn- að það sé í kyrrsetuvinnu. ingu ásamt þáttum eins og Það er mörgum sinnum andlegu og líkamlegu álagi meira álag á hryggsúluna að og hvernig það getur haft sitja en standa og það eina áhrif á bakið. Svo var þetta sem getur varið bakið þegar tengt hreyfingu og við fólk er í kyrrsetuvinnu er brýndum mikilvægi þess að hreyfing," segir Lovísa. fólk hreyfi sig í vinnunni þó Hún segir mikilvægt að skoða hreyfingu sem slíka í víðu samhengi og að hreyf- ing þurfi einnig að vera skemmtileg og veita ákveðna útrás og streitulosun. „Dæmi um hreyfingu með mjúku álagi er til dæmis dansinn og því var ákveðið að kenna starfsfólkinu nokkur grunnspor í dansi sem hafa einnig styrkjandi áhrif á mið- bakið sem er gott fyrir fólk sem stundar kyrrsetustörf," segir Lovísa. í TILEFNI átaksins Bak- verkurinn burt var starfs- fólki tollstjórans í Reykjavík boðið upp á fræðslu og danskennslu í gærmorgun. Lovísa Ólafsdóttir iðju- þjálfi fræddi starfsfólkið um þá þætti sem geta haft áhrif á bakið og valdið vöðvabólgu og bakverkjum og Jón Pétur Ulfljótsson kenndi þeim dans. „Komið var inn á líka- Átaksverkefnið „Bakverkurinn burt“ í Álftamýrarskóla Nemendur vigtuðu skóla- töskurnar Háaleiti NEMENDUR Álftamýrar- skóla munu alla þessa viku fá fræðslu um hvemig koma megi í veg fyrir bakverki og bakveiki með góðum venjum og réttri líkamsbeitingu. Fræðsla þessi er í tengslum við átakið „Bakverkinn burt“ og fer fram í öllum bekkjar- deildum skólans, 1. til 10. bekk, þar sem henni er fléttað inn í fjölmargar námsgreinar. Ágústa Guðmarsdóttir sjúkraþjálfari, sem starfar við skólann, segir að átak þetta mælist bæði vel fyrir hjá kennurum og nemendum. >vAJlir kennarar taka þátt í átakinu alla vikuna og fer það eftir námsgreinum hvað gert er,“ segir Ágústa. í íþrótta- kennslunni eru til dæmis gerðar bakæfingar og einnig eru gerðar æfingar í hléum milli annarra kennslustunda. Nemendur og kennarar fá fræðslu um hvemig best sé að bera sig að við tölvuvinnu og einnig fá þeir fræðslu um set- stöður almennt. Við lestrar- kennslu er lesið um hrygginn og við skriftarkennslu tengist forskriftin einnig hryggnum. í dönskukennslu í 8. til 10. bekk er notað danskt efni á CD rom tölvudiski um set- stöður og auk þess verður gerð könnun meðal nemenda um hversu mikið þeir hreyfi sig, hvemig þeir sitji, hversu miklum tíma þeir verji fyrir framan tölvu eða sjónvarps- skjá sem og um líðan þeirra almennt. Rétt þyngd á skóla- töskum mikilvæg I stærðfræðitímum era nemendur fræddir um mikil- vægi þess að skólataskan sé ekki of þung og þegar blaða- maður og ljósmyndari litu inn til nemenda í níunda bekk vora þeir önnum kafnir við að vigta töskur sínar og reikna út hversu stórt hlutfall þyngd taskanna væri af líkams- þyngd þeirra. Æskilegt er talið að taskan sé innan við 10% af þyngd þeirra og er tal- ið að hún megi alls ekki vera yfir 20% af þyngd þeirra. Eft- ir vigtun og útreikninga kom- ust nemendurnir að því að skólatöskur fimm þeirra vora innan við 10% af líkamsþyngd þeirra, níu þeirra vora með skólatöskur sem vora á bilinu 10 til 15% af þyngd þeirra, tveir vora með skólastöskur sem voru á bilinu 15 til 20% af þyngd þeirra og auk þess vora tvær stúlkur með töskur sem vora meira en 20% af þyngd þeirra, en bekkjarfé- lagar þeirra kölluðu fram til kennarans að það væri ekki vegna þess að þær væra með þyngri töskur en aðrir, heldur væra stúlkurnar sjálfar svo léttar. Þura Sigríður Garðarsdótt- ir og Hanna María Karlsdótt- ir segja að þeim finnist þetta Morgunblaðið/Ásdís Þura Sigríður Garöarsdóttir og Hanna María Karlsdóttir, nemendur í níunda bekk, vigta skólatöskurnar sínar. átak mjög skemmtilegt og að þær hafi þegar lært ýmislegt nýtt um bakið og líkams- beitingu. Að verða ekki slappur og veikur í framtíðinni „I líffræðitíma gerðum við bakæfingar og teygjuæfingar til að auka blóðstreymið," segir Þura Sigríður, „til að fá ekki verki í axirnar," segir Hanna María, „eða hausverk, það er vont að vera með haus- verk í skólanum,“ segir Þura Sigríður. Stelpurnar segja að stærðfræðikennarinn hafi sagt þeim að skólatöskurnar geti reynt mikið á bakið ef þær era of þungar „og þá get- ur maður fengið króníska vöðvabólgu, eins og hann sagði,“ segir Hanna María og þær hlæja báðar og segjast ekki alveg vissar um hvað það þýði, en að það geti varla ver- ið gott. Stelpurnar spila báðar á hljóðfæri, Þura Sigríður spil- ar á fiðlu og Hanna María á þverflautu og segjast þær þurfa að huga að því að vera í réttum stellingum þegar þær era að spila, annars geti þær fengið vöðvabólgu eða bak- verk. Þær segjast ánægðar með alla fræðslu af þessu tagi því þær viti að þó að þær séu ungar og hraustar í dag þá skipti miklu máli hvemig þær fari með sig. „Annars getur maður orðið slappur og veik- ur í framtíðinni," segir Þura Sigríður. Rýmkað um farþega Hlemmtorg BAKARÍIÐ, sem lengi var rekið á skiptistöð strætis- vagna á Illemmtorgi, er hætt starfsemi og um þessar mundir er verið að fjarlægja þá umgjörð sem starfsemi þess hafði verið búin. Að sögn Lilju Ólafsdóttur, for- stjóra Strætisvagna Reykja- víkur, verður plássið sem þannig skapast nýtt fyrir far- þega sem bíða strætisvagn- anna innandyra. „Fólkið sem bíður þarna mun hafa meiri yfirsýn og meira rými. Það Morgunblaðið/Þorkell opnast betra útsýni til vagn- anna og umhverfið verður huggulegra," sagði Lilja. Opið hús fyrir feður í Gufunesbæ Grafarvogur STEFNT er að því að haldið verði opið hús fyrir feður í Gufunesbæ í Graf- arvogi, á laugardögum frá áramótum. Hugmynd þessi er kom- in frá hverfisnefnd Graf- arvogs, en opna húsið verður ekki bundið við feður í Grafarvogi, heldur verða allir feður í Reykja- vík velkomnir ásamt börnum sínum. Guðrún Erla Geirsdótt- ir, formaður hverfisnefnd- ar Grafarvogs, segir að ætlunin sé að feðurnir sjálfir byggi upp og móti starfsemina, en að ÍTR hafi lagt til húsnæðið í Gufunesbæ. Guðrún Erla segir að í ljósi þess hve opið hús fyrir mæður, bæði á veg- um borgarinnar og kirkjunnar, eru vel sótt, hafi þótt ástæða til að gera tilraun með sam- bærilegt starf fyrir feður. Helgarpabbar ræddu sín mál „Mömmumorgnar eru eitthvað sem við þekkjum í borginni og er slíkt starf búið að vera í gangi víða í að minnsta kosti tíu ár, til dæmis í Gerðubergi. Mömmumorgnar eru mjög vel sóttir og ég ímynda mér að feður vildu gjarnan hittast á þennan hátt alveg eins og mæður. Þetta yrði opið öllum feðrum og gengur tillagan út á það þetta sé alfarið skipulagt af karl- mönnum, þannig að það verði þeirra að búa þetta til og skipuleggja þarna mikið og fjölbreytt félags- starf.“ Guðrún Erla segir að starf þetta sé ekki síður hugsað fyrir forræðis- lausa feður eða feður með skipt forræði, eða svokall- aða helgarpabba. Oðruvísi aðkoma en hjá mæðrunum „Þessir feður vildu ör- ugglega hittast og ræða saman um sín mál, eins og mæður gera þó að þeir séu væntanlega að ræða um allt önnur mál. Þegar þú sérð barnið þitt bara eina til tvær helgar í mán- uði ferðu í ákveðið skemmtikraftshlutverk og þarft að gefa svo mikið af þér á stuttum tíma. Að- koma þeirra að uppeldinu er því öðruvísi en mæðr- anna,“ segir Guðrún Erla. „En auðvitað er þetta ekki síður hugsað til þess að feður geti komið sam- an með börnin sín og leyft þeim að leika sér á meðan þeir ræða hverdagslegu hlutina. Eins gætu þeir skipulagt að gera eitthvað skemmtilegt með börnun- um, eins og að grilla, fara í gönguferðir eða eitthvað slíkt.“ Hún tekur fram að opna húsið sé opið öllum feðrum og segist vonast til þess að það takist að byggja upp fjölbreytt og blómlegt starf. „Þetta er tilraunaverk- efni og ef þetta tekst vel gefur það auga leið að haldið verður áfram með það og einnig væri hægt að hugsa sér að þetta yrði opnað á fleiri stöðum,“ segir Guðrún Erla. Mótmæla lokun á gæsluvelli Tekið verði tillit til óska foreldra og barna Hafnarfjörður BÆJARYFIRVOLDUM í Hafnarfirði hafa borist und- irskriftalistar með nöfnum um 60 íbúa bæjarins, þar sem fyrirhugaðri lokun gæsluvallarins við Arnar- hraun er mótmælt. Félagsmálaráð Hafnar- fjarðar lagði það til við bæj- aryfirvöld, síðasta vetur, að þremur af fimm gæsluvöll- um bæjarins yrði lokað í fjóra mánuði yfir veturinn vegna dræmrar aðsóknar. Ibúarnir, sem flestir era búsettir við Arnarhraun, eru ósáttir við þessa tilhögun, en þeir telja afar brýnt að hafa gæsluvöllinn opinn allt árið. „Við óskum eftir að tekið verði tillit til barna og for- eldra sem þurfa að nýta sér þennan gæslumáta af ýms- um ástæðum og völlurinn verði opinn eins og undan- farin ár,“ segir í bréfi sem fylgdi undirskriftalistunum. „Augljóst er að mikið rót kemur á börnin með því að flytja þau á aðra gæsluvelli í 4 mánuði, það er ekki hollt fyrir þau. Það eru líka foreldrar í hverfinu sem hafa ekki bif- reið og eiga því erfiðara með að koma börnunum á aðra gæsluvelli yfir há vetrartí- mann. Starfsfólkið á gæsluvellin- um Arnarhrauni er frábært og hugsar vel um börnin. Völlurinn er náttúrulegur, skjólgóður og stór og að- koma ágæt. Á gæsluvellinum Arnar- hrauni hafa öll börn verið velkomin hvernig sem þau eru úr garði gerð.“ Ðregur úr eftirspurn Undirskriftalistamir og bréfið vora lögð fyrir bæjar- ráð hinn 5. október ásamt minnisblaði Árna Þórs Hilm- arssonar, framkvæmda: stjóra fjölskyldusviðs. I minnisblaðinu segist Árni Þór ekki geta mælt með því að fyrri ákvörðun félags- málaráðs verði breytt. „Við athugun á aðsóknar- tölum kemur í ljós að stöð- ugt er að draga úr eftir- spurn eftir þessu þjón- ustuframboði og þá sér- staklega yfir köldu mán- uðina,“ segir í minnisblað- inu. „Þegar aðsókn að um- ræddum gæsluvelli er skoð- uð kemur í ljós að aðsókn var góð í júlí og ágúst þegar lokanir leikskólanna stóðu yfir en september sýnir að- eins helming þeirrar aðsókn- ar sem var sl. 2 ár. Þetta þýðir að komur á hvern starfsmann á dag era færri en 5. Reynslan sýnir að komur barna dragast svo enn meira saman í október. í fyrra fækkaði börnum uffl 80% milli mánaða septem- ber/október og í nóvember og desember var aðsókn að- eins 10% af því sem hún var í september það ár.“ Árni Þór telur því að for- sendur þeirrar ákvörðunar um að loka vellinum tíma- bundið hafi ekki breyst til batnaðar, því enn dragi úr aðsókn að vellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.