Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þjónustumiðstöð kvenna á Netinu Morgunblaöið/Þorkell ÍSLENSK útgáfa af þjónustumið- stöð kvenna í atvinnurekstri á Netinu, www.onelinewbc.org, var opnuð í gær af Barböru J. Griff- iths, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Á síðunni kemur fram að henni er ætlað að hjálpa konum til þess að láta drauma sína um þroska og velferð í einka- og við- skiptalífi rætast. Markmiðið er að veita þeim þá þekkingu og færni sem þær þurfa til þess að geta skipulagt fjárhagslegt sjáifstæði sitt með því að eiga og reka sitt eigið fyrirtæki. Vefsíðan „Online Women’s Bus- iness Center" er til komin vegna hugsjónar bandarisku rikisstofn- unarinnar SBA’s Office of Wom- en’s Business Ownership sem og „North Texas Women’s Business Development Center" og þjónustu- miðstöðva SBA fyrir konur sem staðsettar eru víðsvegar um Bandaríkin. Síðan er íslenskuð að frum- kvæði Impru - þjónustumiðstöðv- ar frumkvöðla og fyrirtækja og með stuðningi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Samstarfsaðilar í þýðingarstarfinu hafa verið Há- skólinn í Reykjavík undir merkj- um verkefnisins Auður í krafti kvenna og samstarfsfyrirtæki þess verkefnis, Deloitte og Touche. Að sögn sendiherra Banda- ríkjanna, Barböru J. Griffíths, þá Útboð á GSM-leyfum í Danmörku Lítill áhugi erlendra fyrirtækja SEX tilboð bárust í samtals fjögur ný leyfi til rekstrar á neti fyrir GSM-farsíma í Danmörku að því er kemur fram í Politiken. Tilboðin eru öll frá fyrirtækjum sem eru starfandi á farsímamarkaðinum í Danmörku. Búist er við að fyrstu leyfin verði gefin út 31. janúar 2001. Tvö leyfi voru gefin út fyrir 900 MHz net og tvö fyrir 1800 MHz net. Fyrrverandi ríkissíma- fyrirtækið Tele Danmark og elsti og stærsti keppinautur þess Sono- fon buðu í leyfi fyrir bæði netin og fá þau úthlutað leyfi 1800 MHz net. Alls buðu fjögur fyrirtæki í 900 MHz leyfin, þar á meðal Tele Danmark og Sonofon, en þar sem hvert fyrirtæki getur aðeins fengið eitt leyfi koma þau ekki til greina. Því eru allar líkur á að Mobilix og Telia fá úthlutað þessum leyfum. Dönsk yfirvöld höfðu vonast eft- ir því að stór erlend. símafyrirtæki, til dæmis Deutsche Telekom, myndu einnig reyna að komast inn á markaðinn og auka þannig sam- keppnina en þau reyndust engan áhuga hafa á danska markaðinum. var oneIinewbc.org opnuð í janúar 1998 og var hún fyrsta vefsíðan sem stendur konum til boða án gjalds til þess að þeim megi auð- nast að ná góðum árangri í við- skiptalífinu. Vakti vefsíðan strax mikla athygli og eru heimsóknir inn á vefsvæðið yfir eitt hundrað þúsund í hverjum mánuði. Auk þess að vera á ensku og íslensku þá hefur hún verið þýdd á kín- VERÐBRÉFAÞING íslands tekur í notkun nýtt viðskiptakerfi mánu- daginn 30. október næstkomandi og í tengslum við það mun við- skiptayfirlitum þingsins verða breytt til samræmis við það sem margar erlendar kauphallir gera. Stærsta breytingin felst í því að greint verður á milli veltumestu hlutabréfanna og annarra hluta- bréfa. Nú hafa 11 félög verið valin í flokk veltumestu bréfanna, að því er fram kemur í tilkynningu Verð- bréfaþings. Þau eru, raðað eftir veltu: Íslandsbanki-FBA hf., Landsbanki íslands hf., Samherji hf., Hf. Eimskipafélag íslands, Öss- ur hf., Baugur hf., Olíufélagið hf., Marel hf., Búnaðarbanki Islands hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Opin kerfi hf. Öll þessi félög voru með samanlagða veltu á þingi og utan þings yfir 5 milljörðum króna síð- ustu 12 mánuði og markaðsverð þeirra er yfir 10 milljörðum króna. Valið verður endurskoðað tvisvar á ári þannig að nýr listi taki gildi 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Litið verður til veltu síðustu 12 mánaða og markaðsvirðis á ákvörðunar- degi, en skilyrðin eru eðli máls versku, japönsku, spænsku og rússnesku. Innan tíðar verður opnuð frönsk og arabísk útgáfa vefjarins. I ávarpi Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kom fram að til þess að ná forskoti í samkeppni þá þurfi fyrirtæki að vera virk í þekkingarsköpun og miðlun ásamt þvf að nýta sér þá þekkingu sem er til staðar. samkvæmt breytileg og taka mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að veltumestu félögin verði ávallt u.þ.b. 8-12 tals- ins. Mögulegt er að nýskráð félag bætist í þennan flokk strax við skráningu ef líkur eru taldar á mik- illi veltu með félagið. Einnig er hugsanlegt að félag skráð á Vaxt- arlista komist á listann. Ef hlutabréf félags teljast til veltumestu hlutabréfanna er svo- „Heimasiða sem þessi er virkt tæki fyrir konur í atvinnurekstri. Til þess að öðlast meiri þekkingu á atvinnurekstri óháð búsetu. Slík upplýsingamiðlun er ómetanleg." Sagðist ráðherra vera þess fullviss að þýðing síðunnar muni leiða til fjölgunar fyrirtækja kvenna en aukin þátttaka þeirra í atvinnurekstri treystir stöðu ís- lcnsks atvinnu- og efnahagslífs. kölluð viðskiptalota bréfanna í við- skiptakefí Verðbréfaþings um tvö- falt stærri en hjá öðrum félögum. Viðskipti verða þó möguleg með smæstu fjárhæðir, en þau hafa ekki áhrif á verðmyndun. Einnig má geta þess að veltumestu félögin verða hvött til að birta fréttir sínar á ensku samtímis því að þau birta þær á íslensku, til þess að auðvelda erlendum fjárfestum að fylgjast með þeim. Norskur sparisjóður ákjósanleg- ur kostur Óslri. Morgunblaðið. FJÁRFESTINGARBANKINN Merrill Lynch mælir nú sérstaklega með kaupum á hlutabréfum í norska sparisjóðnum Sparebanken Nor og spáir því að sparisjóðnum verði breytt í hlutafélag á seinnihluta næsta árs, að því er fram kemur í Finansavisen. Sparebanken Nor hefur sótt um leyfi til að breyta fé- laginu í hlutafélag. Breyting sparisjóðsins í hlutafé- lag er forsenda fyrir góðri afkomu hans og að mati Merrill Lynch getur gengi hlutabréfanna hækkað um 30- 40% í kjölfarið. Hlutabréf í Spare- banken Nor eru þau lægst verðlögðu af bönkum í Evrópu, að sögn Denise Holle, sérfræðings hjá Merrill Lynch, og á bankinn það ekki skilið. ------*-*-*---- Tilboð MeritaNord- banken í Kreditkassen 77% hafa samþykkt tilboðið Ósló. Morgunblaðið. MERITANORDBANKEN hefúr fengið tilboð sitt í norska Kredit- kassen samþykkt af handhöfum 67% hlutafjár og ræður nú yfir 77% hlutafjár í bankanum þar sem Mer- itaNordbanken átti áður 10%. Til- boðið er bundið af því að samþykki fáist frá handhöfum a.m.k. 90% hlutafjár. Dagens Næringsliv greinir frá því að afkoma MeritaNordbanken hafi verið í samræmi við væntingar markaðssérfræðinga. Rekstarhagn- aður eftir þriðja ársfjórðung nemur 1.962 milljónum evra eða tæpum 140 milljörðum króna. ------^-------- Boxman leggur upp laupana Óslð. Morgunblaðið. NETVERSLUNIN Boxman sem hefur aðsetur í Svíþjóð hefur nú end- anlega hætt starfsemi og í vikunni var 120 starfsmönnum sagt upp. Þar með er enn eitt gjaldþrot net- fyrirtækis orðið að veruleika, eins og segir í Dagens Næringsliv. Fyrir nokkrum vikum varð ljóst að Boxman ætti við verulega erfið- leika að etja en stjórn fyrirtækisins var ávallt bjartsýn á að einhver myndi vilja kaupa reksturinn. Ur því varð ekki. Boxman seldi geisladiska á Netinu og óx hratt eftir stofnun fyrirtækis- ins árið 1997. Rekstrarkostnaður var alltaf mikill en tekjur ekki að sama skapi. Nýtt viðskiptakerfí tekið í notkun hjá Verðbréfaþingi íslands Veltumestu hlutabréfin greind frá öðrum bréfum Félög á verðbréfaþingi með mestu veltuna Velta í milljörðum kr. Markaðsvirði í milljörðum kr. íslandsbanki - FBÁhf. 27,5 r 50,9 Landsbanki (slands hf. 12,7 30,7 Samherji hf., Hf. 12,6 12,4 Eimskipafélag íslands 12,6 27,0 Össur hf. 12,1 18,9 Baugur hf. 9,9 14,0 Olíufélagið hf. 7,1 11,8 Marel hf. 6,3 11,1 Búnaðarbanki íslands hf. 6,2 21,7 Tryggingamiðstöðin hf. 5,9 11,0 Opin kerfi hf. 5,8 10,5 *sameiginlegveltameðbréfíslandsbankahf., Fjárfestingarbankaatvinnulífsinshf. og Islandsbanka - FBA hf. Tðlur miðast við 29. september 2000. Heimild Verðbréfaþing íslands. Stein-, flísa-, stál- og álklæðningar með eða án upphengikerfa. Upphengikerfi fyrir ál- og stálklæðningar, ásamt múrboltum og öðrum festingum. Tp§:£ L t tí—Lj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.