Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS BÖÐVARS JÓNSSONAR
tónmenntakennara,
Hátúni 4,
áður til heimilis í Safamýri 35.
Þór Guðjónsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir,
Börkur Guðjónsson, Ólöf Árnadóttir,
Gná Guðjónsdóttir, Eiður Páll Sveinn Kristmannsson,
Brjánn Guðjónsson, Sigurlaug Hreinsdóttir,
Herdís Brynjarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir
og bróðir,
SVEINN KRISTDÓRSSON
bakarameistari,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 26. október kl. 10.30.
Kristín Stefánsdóttir,
Arnar Þór Sveinsson, Hulda S. Kristjánsdóttir,
Svava Anne Pálsdóttir,
Sveinn Ævar Sveinsson,
Kristín Sunna Sveinsdóttir,
Gerður, Stefán, Óli Berg, Gunnar og Rúnar Kristdórsbörn
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum af alhug samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar ástkærs unnusta míns,
sonar okkar og tengdasonar,
ÁGÚSTAR ÞÓRS ÞÓRSSONAR,
Sogavegi 109,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Erla Rut Kristínardóttir,
Helga Hallbjörnsdóttir,
Þór Ottesen,
Kristín Viðarsdóttir,
Jónas Rútsson.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
VALGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Hafnarnesi
við Fáskrúðsfjörð,
síðast ti heimilis
í Suðurgötu 15-17,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfóiks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Guð blessi ykkur öll.
Már Hallgrímsson,
Jóhanna Hallgrímsdóttir,
Jóna Hallgrímsdóttir, Kjartan Guðjónsson,
Guðmundur Hallgrímsson, Dóra Gunnarsdóttir,
Svava Hallgrímsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
Helga Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
%
t
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð við andlát og útför
JÓNS ÍVARS HALLDÓRSSONAR
skipstjóra.
Sérstakar þakkir til Gríms Eiríkssonar,
útgerðarstjóra Friosur, í Chile.
Sólveig Hjaltadóttir,
Heiðar Jónsson, Lovísa Sveinsdóttir,
Guðmundur Heimir Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
Helga Berglind Jónsdóttir,
Hjörtur Jónsson
og barnabörn,
Hjördís Jónsdóttir, Halldór Kristjánsson
og systkini.
SIGURSTEINN
JÓHANNSSON
+ Sigursteinn Jó-
hannsson fæddist
í Kjólsvík við Borg-
arfjörð eystri 3. sept-
ember 1924. Hann
lóst á heimili sínu 11.
október síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Egils-
staðakirkju 21. októ-
ber. Jarðsett var í
Bakkagerðiskirkju
sama dag.
Látinn er móður-
bróðir minn og vinur,
Sigursteinn Jóhanns-
son, eða Diddi eins og hann var alltaf
kallaður. Ég fylltist sárum söknuði
og sorg þegar ég frétti að Diddi
frændi væri dáinn enda var hann
einn af þessum mönnum sem manni
finnst að eigi alltaf að vera til. En
minningarnar lifa og undanfarna
daga hafa runnið í gegnum hugann
minningar um skemmtilegan frænda
og fjölskylduvin.
Diddi var mikill heimilisvinur
heima í Gamla-Jörfa á Borgarfirði
og alltaf var jafngaman þegar hann
kom í heimsókn og sat í eldhúsinu og
spjallaði um lífið og til-
veruna. En samskipti
okkar Didda voru meiri
en það því ég dvaldi oft
hjá honum og Dísu í
Merki þar sem ég lék
mér við þá frændur
mína Jón Þór og Sigga.
Þar var oft mikið brall-
að og alltaf var stutt í
stríðnina og glettnina
hjá Didda þegar hann
var að siða okkur
frændurna sem sjálf-
sagt var oft þörf á.
Diddi eyddi miklum
hluta af sinni starfsævi
sem verkstjóri í fiskvinnslu heima á
Borgarfirði. Ég gleymi því aldrei
hve stoltur ég var þegar hann kom
heim til mín og spurði hvort mig
langaði til að koma og vinna í fiski.
Ég var 12 ára gamall og sennilega
ekki til mikils gagns enda keyrði
Diddi mig heim áður en þessi fyrsti
vinnudagur minn var á enda og
gerði mikið grín að því hversu mér
hafði tekist að sóða mig út á svo
stuttum tíma. En vinnudagarnir
undir stjóm Didda áttu eftir að
verða mun fleiri og margt af því sem
ég lærði undir hans verkstjórn á
þessum áram hefur reynst mér gott
veganesti.
Diddi var meðhjálpari í Bakka-
gerðiskirkju í mörg ár og söng í
kirkjukómum enda söngmaður góð-
ur með fagra og sterka tenórrödd og
hefði eflaust náð langt hefði hann
lært söng að einhverju marki. Hann
hafði mikla unun af söng og gaman
hefur verið að hlusta á þá Ósbræður,
eins og móðurbræður mínir era
gjarnan kallaðir, taka lagið saman.
Síðustu árin hitti ég Didda gjarn-
an á förnum vegi á Egilsstöðum en
þangað keyrði hann oft í viku hverri
frá Borgarfirði til að heimsækja
Dísu á sjúkrahúsið á Egilsstöðum.
Eftir að ég og fjölskylda mín fluttum
á Hornafjörð lágu leiðir okkar einnig
saman er hann dvaldi þar í heimsókn
hjá sonum sínum. Alltaf fékk ég
sömu hlýju móttökumar og stríðnis-
glósumar og glettnin var alltaf til
staðar. Síðast hittumst við Diddi fyr-
ir tæpum mánuði á Borgarfirði og þó
að hann hafi átt við heilsuleysi að
stríða síðustu mánuðina, hvarflaði
það ekki að mér að ég væri þar að
hitta frænda minn í síðasta sinn.
Dísa, Heimir, Jón Þór, Siggi,
Smári og fjölskyldur, ég og fjöl-
skylda mín sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur.
Far þú í friði frændi minn og
blessuð sé minning þín.
Agúst Ólafsson.
*
JOHANNES
MARKÚSSON
+ Jóhannes Mark-
ússon flugstjóri
fæddist í Reylgavík
9. september 1925.
Hann lóst á Land-
spítalanum við
Hringbraut 29. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 11. október, í
kyrrþey, að ósk hins
látna.
Elsku afi minn.
Nú ertu floginn frá
okkur. Þegar pabbi
hringdi og sagði að þú værir orðinn
mjög veikur var það svo óraunvera-
legt. Ég hugsaði með mér, afi minn
getur ekki verið mikið veikur af því
að þú varst alltaf svo hraustur og í
góðu formi. Ég hélt að þú værir
ódauðlegur. En að einu leyti ertu
ódauðlegur þó að þú sért farinn -
minning þín mun alltaf
lifa með okkur barna-
bömunum og börnun-
um þínum. Minning-
amar era óteljandi
margar og sterkar. Það
erfíðasta í þessu var að
sjá þig svona veikan, þú
sem varðst aldrei nokk-
urn tíma veikur. Þú
varst alveg einstakur
maður og naust virð-
ingar hjá öllum sem
þekktu þig. Sagt er að
ungt fólk beri ekki virð-
ingu fyrir eldra fólki,
það er ekki rétt í mínu
tilfelli því að þú naust allrar minnar
virðingar. Ég er alveg ólýsanlega
stolt af því að vera þitt fyrsta barna-
barn. Þú varst mikill og merkilegur
maður í lífi margra og í flugsögu Is-
lands. Þér fannst svo gaman að ferð-
ast en þú stoppaðir stutt á hverjum
stað. Einnig hafðir þú svo gaman af
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LOVÍSU JÓNSDÓTTUR
Dalbraut 35,
Bildudal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
og hjartadeildar B7 Landspítalans í Fossvogi.
Sigurður Gíslason, Sólbjört Egilsdóttir,
Jóna Runólfsdóttir,
Guðný Runólfsdóttir, Stefán Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls
ARAJÓNSSONAR
frá Fagurhólsmýri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala Landakoti og Land-
spítala við Hringbraut.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Jón Guðni Arason, Aðalheiður Sigfúsdóttir,
Guðmundur Jóhann Arason, Anna Yates,
Aðalgeir Arason, Margrét Þorsteinsdóttir,
Einar S. Arason
og barnabörn.
því að kenna bæði fullorðnum og
bömum rétta íslensku og það gerðir
þú mjög vel. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur, það á vel
við þegar ég er að kveðja þig. Jarð-
aförin þín var svo falleg - þú fékkst
fullkomið flugveður þann dag. Nú er
kominn tími til að kveðja þig afi
minn. Þín verður sárt saknað og
minning þín mun lifa að eilífu. Ég
elska þig og sakna þín.
Þín
Vilborg Hrund Kolbeinsdóttir.
Birting af-
mælis- og
minningar-
greina
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Greinunum er veitt viðtaka á
ritstjórn blaðsins í Kringlunni
1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í sím-
bréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfund-
ar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar era
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era
birtar greinar um fólk sem er
70 ára og eldra. Hins vegar era
birtar afmælisfréttir ásamt
mynd í Dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII-skráa sem í dag-
legu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá era ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.