Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fundur um upplýsingatækni í Menntaskólanum á Akureyri Ljósmynd/Sverrir Páll Skólafundur um upplýsingatækni í Menntaskólanum á Akureyri var vel sóttur en þar var gerð grein fyrir notkun upplýsingatækni í kennslu og nem- endur fjölluðu um sína reynslu af upplýsingatækni í námi i skólanum. Skólinn verði betri námsstofn- un og námið innihaldsríkara Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, og Tryggvi Gíslason skólameistari skrifuðu undir samstarfssamning um tækni nýrra tíma. STAÐA upplýsingatækni í Mennta- skólanum á Akureyri var til um- fjöllunar á fundi sem haldinn var á sal skólans í vikunni. Tryggvi Gíslason skólameistari lýsti á fundinum hvílík breyting væri orðin á skólastarfí á stuttum tíma, en það hefði breyst meira á síðustu fímm árum en fímmtíu ár- um þar á undan. Stefnu Mennta- skólans á Akureyri sagði hann vera þá að drukkna ekki né drekkja neinum í tækni- og tækjaflóði, með þróunarstarfi skólans væri verið að kanna hvort og þá hvernig unnt væri að nota nýja tækni til að gera skólann að betri námsstofnun og nám nemenda innihaldsríkara. Sverrir Páll Erlendsson, ritstjóri vefs MA, gerði grein fyrir vefnum og benti m.a. hversu nauðsynlegt væri að endurnýja hann reglulega. Vefurinn gegnir veigamiklu hlut- verki í daglegu starfí skólans. Níels Karlsson, deildarstjóri í stærðfræði, fjallaði um upplýsinga- tækni í stærðfræðinámi, en gerði m.a. grein fyrir nýjum stærðfræði- vef sem hann hefur hannað til hlið- ar við kennslubók í stærðfræði 103. Sigrún Aðalgeirsdóttir, deildar- stjóri í þýsku, gerði grein fyrir fyrir verkefnum sem unnin hafa verið í þýsku, m.a. um borgir og staði í þýskumælandi löndum og tónlist af sömu slóðum. Selma Hauksdóttir, deildarstjóri í dönsku, sagði frá upplýsingatækni í dönsku, m.a. vef- leiðangri um H.C.Andersen og verk hans og ævintýrinu um Pippa sem fæddist sem myndasaga í dönsku- tíma, en varð að vef sem endaði sem kennsluefni í bandarískum barna- skólum. Loks sagði Gígja Gunnars- dóttir, deildarstjóri í íþróttum, frá því hvernig upplýsingatækni er beitt í íþróttanámi, bóklegum hluta námsins, um heilsu og heilbrigði auk þess sem nemendur glímdu við að finna og kynna öðrum ólíkleg- ustu íþróttir framandi landa. Fartölvur hafa reynst nemendum vel Ásrún Ösp Jónsdóttir í 4. bekk og Lára Sóley Jóhannsdóttir nemandi í 3. bekk gerðu grein fyrir reynslu sinni af námi þar sem tölvur eru mikið notaðar og Hannes Árdal í 4. bekk sagði einnig frá sinni reynslu en hann hefur notað fartölvu í námi sínu í eitt ár. Eftir að hann náði tök- um á þeirri tækni sem vélin hefur að bjóða, sagði hann að hún hefði stórlega auðveldað sér námið í skól- anum. Stúlkurnar studdu þá stefnu skólans að fara hægt í fartölvumál- um og leggja ekki á nemendur kvaðir á borð við kaupleigusamn- inga sem kæmu í bakið á fólki síðar meir. Örlygur Hnefill Örlygsson í 1. bekk og vefstjóri vefs Hugins, skólafélags MA, fjallaði um þær vonir sem nemendur hefðu bundið við bjartsýnislegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um að öllum nemendum yrði gert kleift að eign- ast fartölvur, en reyndin orðið önn- ur og við núverandi aðstæður væri sú hætta fyrir hendi að fartölvueign og upplýsingatækninám færi eftir ríkidæmi foreldra nemendanna og slíkt misrétti væri hættulegt. Tækni nýrra tíma Á fundinum skrifuðu þeir Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, og Tryggvi Gíslason skólameistari undir samstarfs- samning um tækni nýrra tíma, en í honum er m.a. fólgið að kanna hvernig samskiptum menntastofn- unar og tölvufyrirtækis verður best fyrir komið. Rómaði Árni samstarf- ið við MA og gat þess að skólinn væri óefað í fremstu röð þróunar- skólanna í upplýsingatækni. Drullupollur á ldð Landsbankans Bærinn að eignast lóðina VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli Landsbanka Islands og Akureyr- arbæjar um að bærinn kaupi hluta af lóðinni austan við útibú bankans í miðbænum og sjái jafnframt um frágang og skipulag svæðisins, að sögn Sigurðar Sigurgeirssonar úti- bússtjóra Landsbankans á Akur- eyri. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. laugardag hafa vegfarendur sem leið eiga um lóð bankans átt erfitt um vik, þar sem þar hefur myndast stór og mikill drullupoll- ur. Hákon Stefánsson bæjarlög- maður sagðist reikna með að bær- inn eignaðist umrædda lóð. Hins vegar hafi ekki verið gengið form- lega frá samningi við bankann og því hvíldi engin skylda enn á bæn- um að ganga frá svæðinu. Sigurður sagði að þarna væri m.a. gert ráð fyrir bílastæðum en Landsbankinn heldur eftir þeim hluta lóðarinnar sem ætlaður var fyrir viðbyggingu bankans. Hins vegar hafa byggingaráform bank- ans verið lögð til hliðar, í bili að minnsta kosti. Sigurður sagði þetta ástand á svæðinu óviðunandi, en ekki hafi tekist að ganga frá málum við bæinn áður en ráðist var í frágang utan við nýbygginguna að Strand- götu 3. Sigurður sagðist jafnframt vonast til að gerðar yrðu lagfær- ingar á lóðinni sem allra fyrst og undir það tók bæjarlögmaður. -------------------- Akurey rarkirkj a Opið hús fyrir eldri borgara OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur verður í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Þessar samverustundir hafa verið vel sóttar undanfarin ár. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og veiting- ar. Akstur tH kirkjunnar er einnig í boði og fer bíll frá Sérleyfisbílum Akureyrar frá Kjarnalundi, Víði- lundi og Hh'ð. Fyrsta samverustund vetrarins verður nú á fimmtudag, 26. október kl. 15. Ræðumaður verður Þráinn Karlsson, leikari, blokk- flautusveit frá Tónlistarskólanum kemur í heimsókn og séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir flytur bænarorð, þá verður almennur söngur og veiting- ar. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundir, 14.30 og Hlíð 14.45. Formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar segir að bæjarbúum muni fjölga Sóknarfæri skapast í verslun o g þjónustu VALUR Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar Akureyrarbæj- ar, sagði að hlutfall þjónustustarfa á Akureyri hefði verið lágt miðað við Reykjavík og því alls ekki frá- leitt að ætla að það væru sóknar- færi í þjónustugeiranum á Akur- eyri og þá í verslun eins og öðru. „Við sjáum það líka í tölvufyrir- tækjunum, sem hafa verið að spretta upp í bænum, að við erum að auka hlut okkar í þjónustu og það er vel.“ Valur sagði að í þeirri umræðu sem átti sér stað fyrir fáum árum um lágt hlutfall þjónustustarfa á Akureyri miðað við höfuðborgar- svæðið, hefðu menn viljað gera því skóna að á Akureyri væri verið að kaupa svo mikið af þjónustunni að. „Því það er alls ekki þannig að við hér fyrir norðan þurfum ekki á þjónustunni að halda.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu telur Ragnar Sverrisson, for- maður Kaupmannafélags Akureyr- ar, að störfum í verslun á Akureyri muni fjölga um allt að 100 hundrað á næstunni, m.a. með tilkomu verslunarmiðstöðvarinnar Glerár- torgs, nýrrar verslunar Bónuss og lengds afgreiðslutíma. Valur sagði að Ragnar hefði að sínu mati alveg rétt fyrir sér, það væru sóknarfæri í verslun í bænum sem verið væri að nýta núna. Verslunareigendur horfa til þess að íbúum bæjarins hefur verið að fjölga á árinu og eigi eftir að fjölga enn frekar og með því að lengja af- greiðslutíma vonast þeir eftir því að fá fleiri viðskiptavini frá ná- grannasveitarfélögunum og nálæg- um landshlutum. Engin stóriðjutækifæri í hendi Spurður um sóknarfæri á fleiri sviðum sagði Valur að í þjónustu- geiranum hefði tækni- og hugbún- aðargeirinn verið að vaxa. „Við hjá atvinnumálanefnd ætlum að kanna starfsemi þessara fyrirtækja sem hafa verið að koma hingað. Ég vil meina að þau séu töluvert í við- skiptahugbúnaðarlausnum en að við getum vaxið í annars konar ráð- gjöf, t.d. í rekstrar- og tækni- ráðgjöf.“ Varðandi orkufrekan iðnað og stóriðju sagði Valur að unnið væri að því að ljúka ákveðinni undirbún- ingsvinnu varðandi lóðina á Dys- nesi. Með því standi menn betur að vígi, þótt ekki séu nein stóriðju- tækifæri í hendi. Kynningar- og markaðsátak Akureyrarbæjar, sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Valur, formaður atvinnumála- nefndar, kynntu í sumar hefur far- ið rólega af stað. Átaksverkefni að fara af stað Markmiðið með átakinu er að auka atvinnuframboð og fjölga eft- irsóknarverðum störfum í bænum og þar með íbúum. Stefna bæjaryf- irvalda er að fjölga störfum um 2% árlega, sem jafngildir um 150 störf- um og að árleg fjölgun íbúa bæjar- ins verði 150-300. „Það hefur dregist að koma þessu átaki af stað en við reiknum með að geta farið að koma því í fullan gang,“ sagði Valur. Bæjaryf- irvöld samþykktu að veita 13 millj- ónir króna til verkefnisins á næstu tólf mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.