Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Geysir líflegur og skvettir úr sér á hverjum degi Forðuðu sér undan GEYSIR hefur verið mjög lfflegur í haust eða allt frá því að stóru jarð- skjálftamir riðu yfir í júní. Þórir Sigurðsson í Haukadal segir að ekki sé um stórgos að ræða heldur skvettur. Hann segir að Geysir skvetti úr sér daglega. Oft Ííði ekki nema innan við klukkutími á milli skvetta. Hverinn sé injög lfflegur. Ferðamenn hafa sýnt Geysi mik- inn áhuga frá því hann vaknaði aft- ur til lífsins eftir áratuga hvíld. Al- exander Ochsner, jarðfræðingur frá Sviss, varð vitni að gosi í Geysi í fyrradag. Hann var staddur við hverinn við þriðja mann í fyrradag. Hann segir að þeir hafi orðið að hlaupa sem snarast undan heitu vatninu. Geysir skvetti úr sér tveim- ur gusum sem stóðu fáeinar sekúnd- ur hvor. „Mér þótti Ijóst hvað var að gerast þegar ég sá vatnsborðið lækka um 30 til 40 cm,“ sagði Alexander Oschner í samtali við Morgunblaðið og kvaðst þá hafa hlaupið frá. Ótrúlega snöggt „Fyrst kom gos f kannski tvær eða þijár sekúndur sem náði í 15 til 20 metra hæð en svo annað öflugra, í 3 til 4 sekúndur sem náði áreiðanlegra 30 metra hæð. Það var ótrúlegt að sjá hversu snöggt þetta gerðist." Þórir Sigurðsson sagði að frá því að jarðskjálftamir riðu yfir í sumar hefðu Blesi og Konungshver einnig færst í aukana. Enginn breyting hefði hins vegar orðið á Strokk. Það væri hins vegar Geysir sem vekti mesta forvitni ferðamanna. Morgunblaðið/KZ Geysir gaus tveimur gosum síðdegis á mánudag og hér eru Alexander Ochsner og Per-Ame Hillström við gosið. Akærður fyrir morð, nauðgun og líkamsárás RÍKISSAKSOKNARI hefur gefið út ákærur á hendur Rúnari Bjarka Ríkharðssyni fyrir manndráp, nauðgun og líkamsárás. Auk refs- ingar fyrir þessi brot er krafist um 15 milljón króna bóta. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Rúnar Bjarki, sem er 22 ára, er ákærður fyrir að hafa banað As- laugu Óladóttur á heimili hennar í Keflavík 15. apríl sl. með fjölmörg- um hnífsstungum í síðu, brjósthol, höfuð og víðar á líkama hennar. Áslaug var þá 19 ára gömul. Hann er og ákærður fyrir líkamsárás á sama stað með því að hafa í átök- um við sambýlismann Áslaugar veist að honum með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra grunna skurði og rispur á bringu, báða framhandleggi og vinstri kinn. Rúnar Bjarki braut sér leið inn á heimili Áslaugar og sambýlis- manns hennar í gegnum útihurðina aðfaranótt laugardagsins 15. apríl. Lögreglan handtók hann skömmu eftir morðið en hann hafði þá leitað til Sjúkrahússins í Keflavík vegna áverka sem hann hafði hlotið. Rúnar Bjarki játaði á sig morðið á Áslaugu Óladóttur skömmu eftir verknaðinn. Sambýlismaður Áslaugar fer fram á tæplega 11 milljónir í bæt- ur auk kostnaðar við gagnaöflun og lögmannskostnaðar. Foreldrar Áslaugar fara samtals fram á um 2,2 milljónir í miska- bætur auk greiðslu á öðrum kostn- Nokkrir athafnamenn vilja byggja samfélag fyrirtækja í hátækniiðnaði Hafa átt í viðræðum um leigu á landi í Garðabæ HUGMYNDIR eru uppi um að byggja á höfuðborgarsvæðinu sér- stakt samfélag fyrirtækja er tengj- ast hátækniiðnaðinum, eða eins konar Sílíkon-dal svo vísað sé til miðstöðvar hátækniiðnaðarins í Bandaríkjunum. Hafa könnunar- viðræður staðið yfir um leigu á landi í Garðabæ sem er í eigu Odd- fellow-reglunnar og þykir líklegt að á allra næstu vikum skýrist hvort viðsemjendur nái saman. Aðstandendur verkefnisins eru þeir Ólafur Daðason og Ingvar Kristinsson hjá Hugviti hf. og Ós- land ehf., fjárfestingarfélag í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Var ákveðið að koma á fót sérstöku fyrirtæki, Þekkingar- húsi ehf., til að vinna að hugmynd- unum. Tryggvi Jónsson, stjórnarfor- (Sj Landslagsráðgjöf BMVAUÁ Söludeild í Fornalundi Brciðhöfða 3 • Sími 585 5050 Landslagsarkitekt hjálpar þér að útfæra hugmyndirnar. Kynntu þér ókeypis landslagsráðgjöf á www.bmvalla.is www.bmvalla.is maður Þekkingarhúss ehf., sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði sýnt sig að mikil þörf væri á aðstöðu eins og þeirri sem hér um ræðir. Fjölmörg hugbúnaðarfyrir- tæki séu dreifð hér og þar um bæinn og með þessu yrði þeim því skapað tækifæri til að safnast sam- an á einum stað. Af slíkri sambúð gæti hlotist margs konar hagræði. Viðræður hafa staðið yfir við forystumenn Oddfellow-reglunnar frá því í vor um leigu á hluta af landi reglunnar við Urriðavatn í Garðabæ en það þykir liggja vel við þjóðbraut. Aðrir kostir hafa hins vegar einnig verið skoðaðir, m.a. land við Keldnaholt í Reykja- vík og í Hafnarfirði. Fóru á sínum tíma fram könnun- arviðræður við bæði Reykjavíkur- borg og yfirvöld í Hafnarfirði og segir Tryggvi þessa kosti raunar enn í skoðun þó að viðræður vegna landsins í óarðabæ séu lengst komnar. Geir Zoéga hjá Oddfellow-reglu- nni gat sér þess til að ástæða þess að athafnamönnunum litist best á Garðabæ væri sú að þar þyrftu þeir aðeins að semja við einn land- eiganda á meðan um fleiri en einn eiganda væri að ræða á því landi sem til tals hefði komið í Reykja- vík og Hafnarfirði. Kemur ekki til greina af hálfu Oddfellow að selja landið Oddfellow-reglan á alls 420 fer- metra land í nágrenni Urriðavatns í Garðabæ og þó að ekki sé enn ljóst hversu stórt land Þekkingar- hús ehf. ásælist sagði Geir að fyrir lægi að athafnamennirnir hefðu áhuga á að byggja upp í kringum Urriðavatnsholt. Einungis yrði um leigu landsins að ræða og segir Geir að það hefði aldrei komið til greina af hálfu Oddfellow-manna að selja landið. Fundur er ráðgerður milli við- semjenda næstkomandi mánudag og mun það skýrast á næstu vikum hvort samningar takast eða ekki, að sögn Geirs. Skili viðræðurnar árangri má gera ráð fyrir að Þekk- ingarhús ehf. þurfi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld í Garðabæ því fara þyrfti út í heil- miklar framkvæmdir í tengslum við verkefnið, byggja gatnakerfi og fleira. aði s.s. vegna gagnaöflunar og lög- mannsaðstoðar. Hin ákæran sem ríkissaksóknari hefur gefið út á hendur Rúnari Bjarka er fyrir kynferðisafbrot gegn stúlku fæddri árið 1980. Hann er m.a. ákærður að hafa nauðgað stúlkunni á heimili hans í Keflavík í mars. Sú stúlka var vin- kona Áslaugar Óladóttur en hún kærði Rúnar Bjarka fyrir verknað- inn í mars. Nokkru áður en Áslaug Óladóttir var myrt hafði hún borið vitni í því máli. Þess er krafist að ákærði greiði stúlkunni miskabætur að fjárhæð einni milljón króna auk dráttar- vaxta og greiðslu á kostnaði vegna lögmannsaðstoðar. ------------------ Fjórir buðu í kerfiráð fyrir Lands- virkjun FJÖGUR tilboð bárust eftir forval í svonefndan kerfiráð fyrir stjórnstöð Landsvirkjunar, en hann tekur á móti upplýsingum um ástand raf- orkukerfisins um land allt og fjar- stýrir raforkukerfinu. Kostnaðaráætlún ráðunauta Landsvirkjunar var rúmar 286 millj- ónir króna og lægsta tilboðið var 167,3 milljónir frá Alstom, T&D í Frakklandi. Næst lægst bauð ABB Automation System í Svíþjóð, eða 264,2 milljónir, Siemens í Þýskalandi bauð 289,3 milljónir og GE Harris Energy Contron Systems í Banda- ríkjunum bauð 311,8 milljónir. Síð- astnefnda fyrii'tækið framleiddi kerfiráðinn sem nú er í notkun hjá Landsvirkjun, en hann er frá 1989. Forval fór fram á liðnu vori og í framhaldi af því var áðurnefndum fjói'um . aðilum gefinn kostur á að gera tilboð. Gert er ráð fyrir að nýr kerfiráður verði tekinn í notkun sumarið 2002. ------♦-♦-♦------- Flugslysanefnd Fjórir sækja um stöðu formanns FJÓRIR sóttu um stöðu formanns rannsóknarnefndar flugslysa en um- sóknarfrestur rann út 20. október. Stöðunni gegnh- nú Skúli Jón Sig- urðarson. Umsækjendur eru: Helga Hall- dóra Þórarinsdóttir flugsálfræðing- ur, Karl Alvarsson flugumferðar- stjóri, Þormóður Þormóðsson flugrekstrarstjóri og Þorsteinn Þor- steinsson verkfræðingur. ------^4-4------ Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan pilt í 15 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Piltur- inn var handtekinn í Breiðholti í apr- íl í fyrra með rúmlega 40 g af hassi og 4,46 g af amfetamíni. Með broti sínu rauf pilturinn skil- orðsbundna fangelsisdóma. Fram kom að pilturinn hefur verið til með- ferðar vegna áfengis- og fíkniefna- vandamála. Hann hefur nú verið án slíkra efna í 8 mánuði og stundar fasta vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.