Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 4

Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Geysir líflegur og skvettir úr sér á hverjum degi Forðuðu sér undan GEYSIR hefur verið mjög lfflegur í haust eða allt frá því að stóru jarð- skjálftamir riðu yfir í júní. Þórir Sigurðsson í Haukadal segir að ekki sé um stórgos að ræða heldur skvettur. Hann segir að Geysir skvetti úr sér daglega. Oft Ííði ekki nema innan við klukkutími á milli skvetta. Hverinn sé injög lfflegur. Ferðamenn hafa sýnt Geysi mik- inn áhuga frá því hann vaknaði aft- ur til lífsins eftir áratuga hvíld. Al- exander Ochsner, jarðfræðingur frá Sviss, varð vitni að gosi í Geysi í fyrradag. Hann var staddur við hverinn við þriðja mann í fyrradag. Hann segir að þeir hafi orðið að hlaupa sem snarast undan heitu vatninu. Geysir skvetti úr sér tveim- ur gusum sem stóðu fáeinar sekúnd- ur hvor. „Mér þótti Ijóst hvað var að gerast þegar ég sá vatnsborðið lækka um 30 til 40 cm,“ sagði Alexander Oschner í samtali við Morgunblaðið og kvaðst þá hafa hlaupið frá. Ótrúlega snöggt „Fyrst kom gos f kannski tvær eða þijár sekúndur sem náði í 15 til 20 metra hæð en svo annað öflugra, í 3 til 4 sekúndur sem náði áreiðanlegra 30 metra hæð. Það var ótrúlegt að sjá hversu snöggt þetta gerðist." Þórir Sigurðsson sagði að frá því að jarðskjálftamir riðu yfir í sumar hefðu Blesi og Konungshver einnig færst í aukana. Enginn breyting hefði hins vegar orðið á Strokk. Það væri hins vegar Geysir sem vekti mesta forvitni ferðamanna. Morgunblaðið/KZ Geysir gaus tveimur gosum síðdegis á mánudag og hér eru Alexander Ochsner og Per-Ame Hillström við gosið. Akærður fyrir morð, nauðgun og líkamsárás RÍKISSAKSOKNARI hefur gefið út ákærur á hendur Rúnari Bjarka Ríkharðssyni fyrir manndráp, nauðgun og líkamsárás. Auk refs- ingar fyrir þessi brot er krafist um 15 milljón króna bóta. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Rúnar Bjarki, sem er 22 ára, er ákærður fyrir að hafa banað As- laugu Óladóttur á heimili hennar í Keflavík 15. apríl sl. með fjölmörg- um hnífsstungum í síðu, brjósthol, höfuð og víðar á líkama hennar. Áslaug var þá 19 ára gömul. Hann er og ákærður fyrir líkamsárás á sama stað með því að hafa í átök- um við sambýlismann Áslaugar veist að honum með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra grunna skurði og rispur á bringu, báða framhandleggi og vinstri kinn. Rúnar Bjarki braut sér leið inn á heimili Áslaugar og sambýlis- manns hennar í gegnum útihurðina aðfaranótt laugardagsins 15. apríl. Lögreglan handtók hann skömmu eftir morðið en hann hafði þá leitað til Sjúkrahússins í Keflavík vegna áverka sem hann hafði hlotið. Rúnar Bjarki játaði á sig morðið á Áslaugu Óladóttur skömmu eftir verknaðinn. Sambýlismaður Áslaugar fer fram á tæplega 11 milljónir í bæt- ur auk kostnaðar við gagnaöflun og lögmannskostnaðar. Foreldrar Áslaugar fara samtals fram á um 2,2 milljónir í miska- bætur auk greiðslu á öðrum kostn- Nokkrir athafnamenn vilja byggja samfélag fyrirtækja í hátækniiðnaði Hafa átt í viðræðum um leigu á landi í Garðabæ HUGMYNDIR eru uppi um að byggja á höfuðborgarsvæðinu sér- stakt samfélag fyrirtækja er tengj- ast hátækniiðnaðinum, eða eins konar Sílíkon-dal svo vísað sé til miðstöðvar hátækniiðnaðarins í Bandaríkjunum. Hafa könnunar- viðræður staðið yfir um leigu á landi í Garðabæ sem er í eigu Odd- fellow-reglunnar og þykir líklegt að á allra næstu vikum skýrist hvort viðsemjendur nái saman. Aðstandendur verkefnisins eru þeir Ólafur Daðason og Ingvar Kristinsson hjá Hugviti hf. og Ós- land ehf., fjárfestingarfélag í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Var ákveðið að koma á fót sérstöku fyrirtæki, Þekkingar- húsi ehf., til að vinna að hugmynd- unum. Tryggvi Jónsson, stjórnarfor- (Sj Landslagsráðgjöf BMVAUÁ Söludeild í Fornalundi Brciðhöfða 3 • Sími 585 5050 Landslagsarkitekt hjálpar þér að útfæra hugmyndirnar. Kynntu þér ókeypis landslagsráðgjöf á www.bmvalla.is www.bmvalla.is maður Þekkingarhúss ehf., sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði sýnt sig að mikil þörf væri á aðstöðu eins og þeirri sem hér um ræðir. Fjölmörg hugbúnaðarfyrir- tæki séu dreifð hér og þar um bæinn og með þessu yrði þeim því skapað tækifæri til að safnast sam- an á einum stað. Af slíkri sambúð gæti hlotist margs konar hagræði. Viðræður hafa staðið yfir við forystumenn Oddfellow-reglunnar frá því í vor um leigu á hluta af landi reglunnar við Urriðavatn í Garðabæ en það þykir liggja vel við þjóðbraut. Aðrir kostir hafa hins vegar einnig verið skoðaðir, m.a. land við Keldnaholt í Reykja- vík og í Hafnarfirði. Fóru á sínum tíma fram könnun- arviðræður við bæði Reykjavíkur- borg og yfirvöld í Hafnarfirði og segir Tryggvi þessa kosti raunar enn í skoðun þó að viðræður vegna landsins í óarðabæ séu lengst komnar. Geir Zoéga hjá Oddfellow-reglu- nni gat sér þess til að ástæða þess að athafnamönnunum litist best á Garðabæ væri sú að þar þyrftu þeir aðeins að semja við einn land- eiganda á meðan um fleiri en einn eiganda væri að ræða á því landi sem til tals hefði komið í Reykja- vík og Hafnarfirði. Kemur ekki til greina af hálfu Oddfellow að selja landið Oddfellow-reglan á alls 420 fer- metra land í nágrenni Urriðavatns í Garðabæ og þó að ekki sé enn ljóst hversu stórt land Þekkingar- hús ehf. ásælist sagði Geir að fyrir lægi að athafnamennirnir hefðu áhuga á að byggja upp í kringum Urriðavatnsholt. Einungis yrði um leigu landsins að ræða og segir Geir að það hefði aldrei komið til greina af hálfu Oddfellow-manna að selja landið. Fundur er ráðgerður milli við- semjenda næstkomandi mánudag og mun það skýrast á næstu vikum hvort samningar takast eða ekki, að sögn Geirs. Skili viðræðurnar árangri má gera ráð fyrir að Þekk- ingarhús ehf. þurfi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld í Garðabæ því fara þyrfti út í heil- miklar framkvæmdir í tengslum við verkefnið, byggja gatnakerfi og fleira. aði s.s. vegna gagnaöflunar og lög- mannsaðstoðar. Hin ákæran sem ríkissaksóknari hefur gefið út á hendur Rúnari Bjarka er fyrir kynferðisafbrot gegn stúlku fæddri árið 1980. Hann er m.a. ákærður að hafa nauðgað stúlkunni á heimili hans í Keflavík í mars. Sú stúlka var vin- kona Áslaugar Óladóttur en hún kærði Rúnar Bjarka fyrir verknað- inn í mars. Nokkru áður en Áslaug Óladóttir var myrt hafði hún borið vitni í því máli. Þess er krafist að ákærði greiði stúlkunni miskabætur að fjárhæð einni milljón króna auk dráttar- vaxta og greiðslu á kostnaði vegna lögmannsaðstoðar. ------------------ Fjórir buðu í kerfiráð fyrir Lands- virkjun FJÖGUR tilboð bárust eftir forval í svonefndan kerfiráð fyrir stjórnstöð Landsvirkjunar, en hann tekur á móti upplýsingum um ástand raf- orkukerfisins um land allt og fjar- stýrir raforkukerfinu. Kostnaðaráætlún ráðunauta Landsvirkjunar var rúmar 286 millj- ónir króna og lægsta tilboðið var 167,3 milljónir frá Alstom, T&D í Frakklandi. Næst lægst bauð ABB Automation System í Svíþjóð, eða 264,2 milljónir, Siemens í Þýskalandi bauð 289,3 milljónir og GE Harris Energy Contron Systems í Banda- ríkjunum bauð 311,8 milljónir. Síð- astnefnda fyrii'tækið framleiddi kerfiráðinn sem nú er í notkun hjá Landsvirkjun, en hann er frá 1989. Forval fór fram á liðnu vori og í framhaldi af því var áðurnefndum fjói'um . aðilum gefinn kostur á að gera tilboð. Gert er ráð fyrir að nýr kerfiráður verði tekinn í notkun sumarið 2002. ------♦-♦-♦------- Flugslysanefnd Fjórir sækja um stöðu formanns FJÓRIR sóttu um stöðu formanns rannsóknarnefndar flugslysa en um- sóknarfrestur rann út 20. október. Stöðunni gegnh- nú Skúli Jón Sig- urðarson. Umsækjendur eru: Helga Hall- dóra Þórarinsdóttir flugsálfræðing- ur, Karl Alvarsson flugumferðar- stjóri, Þormóður Þormóðsson flugrekstrarstjóri og Þorsteinn Þor- steinsson verkfræðingur. ------^4-4------ Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan pilt í 15 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Piltur- inn var handtekinn í Breiðholti í apr- íl í fyrra með rúmlega 40 g af hassi og 4,46 g af amfetamíni. Með broti sínu rauf pilturinn skil- orðsbundna fangelsisdóma. Fram kom að pilturinn hefur verið til með- ferðar vegna áfengis- og fíkniefna- vandamála. Hann hefur nú verið án slíkra efna í 8 mánuði og stundar fasta vinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.