Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 25 ERLENT Spá sex þýskra hagfræðistofnana um efnahagsþrdun á evrusvæðinu Hátt olíuverð og háir vextir draga úr hagvexti erlín. AFP. Chirac fer til Vínar Strassborg. Reuters. VAXANDI olíukostnaður og háir vextir eru farnir að draga úr hag- vexti á Evrusvæðinu. Sex kunnar hagfræðistofnanir í Þýskalandi spáðu því í gær, að vegna þess yrði hagvöxtur í aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins 2,8% á næsta ári en ekki 3,3% eins og áður hafði verið talið. Hagfræðingarnir taka raunar fram, að ef til vill sé þessi spá full- svartsýn og hugsanlegt sé, að hið háa verð á olíunni sé aðeins stundar- fyrirbrigði. I haustskýrslu sinni telja þeir samt, að hagvöxtur í Þýskalandi og öðrum Evrulöndum muni minnka verulega, aðallega vegna vaxandi ol- íukostnaðar en einnig vegna vaxta- hækkana. Hafa þeir hækkað um 2,25 prósentustig síðan í nóvember og eru farnir að hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar. Stöðugleikinn miðast við 2% verðbólgu Heldur illa horfir líka með verð- bólguna að dómi hagfræðinganna en þeir telja, að hún verði 2,3% á þessu ári og 2,1% á því næsta. Evrópski seðlabankinn telur hins vegar, að hún megi ekki vera meiri en 2% til að unnt sé að tala um stöðugleika. Einn hagfræðinganna, Holger Fahrinkrug, sagði í gær, að í sjálfu sér kæmi fátt á óvart í skýrslunni nema hvað nú væri í fyrsta sinn í hálfopinberu plaggi spáð minni hag- vexti vegna hins háa olíuverðs. Nor- Horfurnar samt mjög góðar þeg- ar fram í sækir bert Walter, aðalhagfræðingur Deutsehe Bank, sagði þó, að hin neikvæðu áhrif olíuverðsins yrðu að- eins tímabundin enda væru horfurn- ar á Evrusvæðinu almennt mjög góðar. Sagði hann þær í raun betri en margir teldu. Nýr kippur vegna skattalækkana Walter spáir því, að efnahagslífið í Þýskalandi muni taka nýjan kipp á næsta ári, knúið áfram af aukinni einkaneyslu, áhrifum skattalækkana og minna atvinnuleysi. Annar hagfræðingur, Rainer Veit, segist telja kollega sína vera of svartsýna og hann spáir því, að hag- vöxturinn á næsta ári verði 3% eða meiri. Raunar telja þeir allii-, að hugsanlega fari verðbólgan niður fyrir 2% á næsta ári og taka undir. með Walter í því, að áhrifa skatta- lækkana á Evrusvæðinu verði farið að gæta á næsta ári. Áhrif olíuverðsins verði ekki vanmetin Hans Eichel, fjái-málaráðherra Þýskalands, fagnaði í gær skýrslu hagfræðinganna og ekki síst þeirri spá, að atvinnuleysið myndi minnka í takt við aukinn hagvöxt. Matthias Wissmann, talsmaður CDU, kristi- legra demókrata, varaði hins vegar stjórnina við að vanmeta áhrif olíu- verðshækkunarinnar og Rainer Brúderle, talsmaður frjálsra demó- krata, sagði skýrsluna sýna, að stjórnin yrði að beita sér fyrir enn meiri umbótum í framleiðslu- og vinnumarkaðsmálum. FRONSK stjórnvöld greindu frá því í gær, að Jacques Chirac Frakk- landsforseti myndi sem forseti ráð- herraráðs Evrópusambandsins (ESB) halda í heimsókn til Vínar- borgar, í fyrsta sinn eftir að einangr- unaraðgerðum ESB-ríkjanna fjór- tán gegn Austurríki var aflétt. Fjórtán ESB-ríki ákváðu í byrjun febrúar sl., er mynduð var í Vín sam- steypustjórn austurrískra íhalds- manna og hins umdeilda Frelsis- flokks Jörgs Haiders, að beita Austurríki pólitískum refsiaðgerð- um. Skorið var á öll tvíhliða sam- skipti ráðamanna þessara ríkja við austurríska kollega. Aðgerðunum var aflétt í september eftir að sér- skipuð nefnd hafði vottað að lýðræð- is- og mannréttindamál í Austurríki væru í góðu lagi. Hefð er fyrir því að leiðtogi þess ríkis sem gegnir foi-mennsku í ESB hverju sinni fari í heimsóknir til höf- uðborga allra aðildarríkjanna fyrir hinn formlega leiðtogafund við lok formennskumisserisins. Að þessu sinni fer leiðtogafundurinn fram í Nice í desember. Chirac fer væntan- lega til Vínar 23. nóvember, en hann var einn helzti formælandi refsiað- gerðanna gegn Austurríki. Vanga- veltur höfðu verið uppi um, að hann myndi ríða hjá garði austurrísku stjórnarinnar á ferð sinni milM höf- uðborga sambandsins. Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bæklingur- www.postlistinn.is sími 557 1960 islenski Póstlistinn Um helgina Storsýning Opnum nýjan og betri sýningarsal Stðrsýning á Nýbýlaveginum, laugardag kL 12-16 og sunnudag kl. 13-16. ALLT AD <gg> TOYOTA Betri notaóir bílar www.toyota.1s Þar sem gæði og gott verð fara saman.. Allar vörur á lágmarksverði ..ou«etverði Ferðatölvutaska ársins kr. 5.900,- létt, handhæg með fjölda hólfa. Grófur Fleece vendijakki kr. 3.900,- ciopce iaKkar, skyrtur, ríiHukrigapeysur, þykkir og\W** í rniklu urvalt Kuldagallar barna frá kr. 3.500,- Vatteraður Apollo jakki með hettu í kraga, 4 litir kr. 6.900,- Kuldagallar, fullorðinna verð aðeins kr. 7.500,- Raftæki í úrvali á frábæru verði. Jakki, vatns & vindheldur og öndun, hetta í kraga kr. 9.900,- Falleg trégjafavara á heildsöluverði í úrvali Benzjakkinn vinsæli, vatteraður mittisjakki með leðurkraga. kr. 6.900,- Frakki með leðurkraga -með lausu fóðri. kr. 12.900,- giSíss*- Opiðwrkadaga 10-18 laugardag3 10-16 Nýja markaðstorgið Ódýr gufustraujárn verð aðeins kr. 2.390,- Kabín flugtaska kr. 4.900,- í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.