Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 25

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 25 ERLENT Spá sex þýskra hagfræðistofnana um efnahagsþrdun á evrusvæðinu Hátt olíuverð og háir vextir draga úr hagvexti erlín. AFP. Chirac fer til Vínar Strassborg. Reuters. VAXANDI olíukostnaður og háir vextir eru farnir að draga úr hag- vexti á Evrusvæðinu. Sex kunnar hagfræðistofnanir í Þýskalandi spáðu því í gær, að vegna þess yrði hagvöxtur í aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins 2,8% á næsta ári en ekki 3,3% eins og áður hafði verið talið. Hagfræðingarnir taka raunar fram, að ef til vill sé þessi spá full- svartsýn og hugsanlegt sé, að hið háa verð á olíunni sé aðeins stundar- fyrirbrigði. I haustskýrslu sinni telja þeir samt, að hagvöxtur í Þýskalandi og öðrum Evrulöndum muni minnka verulega, aðallega vegna vaxandi ol- íukostnaðar en einnig vegna vaxta- hækkana. Hafa þeir hækkað um 2,25 prósentustig síðan í nóvember og eru farnir að hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar. Stöðugleikinn miðast við 2% verðbólgu Heldur illa horfir líka með verð- bólguna að dómi hagfræðinganna en þeir telja, að hún verði 2,3% á þessu ári og 2,1% á því næsta. Evrópski seðlabankinn telur hins vegar, að hún megi ekki vera meiri en 2% til að unnt sé að tala um stöðugleika. Einn hagfræðinganna, Holger Fahrinkrug, sagði í gær, að í sjálfu sér kæmi fátt á óvart í skýrslunni nema hvað nú væri í fyrsta sinn í hálfopinberu plaggi spáð minni hag- vexti vegna hins háa olíuverðs. Nor- Horfurnar samt mjög góðar þeg- ar fram í sækir bert Walter, aðalhagfræðingur Deutsehe Bank, sagði þó, að hin neikvæðu áhrif olíuverðsins yrðu að- eins tímabundin enda væru horfurn- ar á Evrusvæðinu almennt mjög góðar. Sagði hann þær í raun betri en margir teldu. Nýr kippur vegna skattalækkana Walter spáir því, að efnahagslífið í Þýskalandi muni taka nýjan kipp á næsta ári, knúið áfram af aukinni einkaneyslu, áhrifum skattalækkana og minna atvinnuleysi. Annar hagfræðingur, Rainer Veit, segist telja kollega sína vera of svartsýna og hann spáir því, að hag- vöxturinn á næsta ári verði 3% eða meiri. Raunar telja þeir allii-, að hugsanlega fari verðbólgan niður fyrir 2% á næsta ári og taka undir. með Walter í því, að áhrifa skatta- lækkana á Evrusvæðinu verði farið að gæta á næsta ári. Áhrif olíuverðsins verði ekki vanmetin Hans Eichel, fjái-málaráðherra Þýskalands, fagnaði í gær skýrslu hagfræðinganna og ekki síst þeirri spá, að atvinnuleysið myndi minnka í takt við aukinn hagvöxt. Matthias Wissmann, talsmaður CDU, kristi- legra demókrata, varaði hins vegar stjórnina við að vanmeta áhrif olíu- verðshækkunarinnar og Rainer Brúderle, talsmaður frjálsra demó- krata, sagði skýrsluna sýna, að stjórnin yrði að beita sér fyrir enn meiri umbótum í framleiðslu- og vinnumarkaðsmálum. FRONSK stjórnvöld greindu frá því í gær, að Jacques Chirac Frakk- landsforseti myndi sem forseti ráð- herraráðs Evrópusambandsins (ESB) halda í heimsókn til Vínar- borgar, í fyrsta sinn eftir að einangr- unaraðgerðum ESB-ríkjanna fjór- tán gegn Austurríki var aflétt. Fjórtán ESB-ríki ákváðu í byrjun febrúar sl., er mynduð var í Vín sam- steypustjórn austurrískra íhalds- manna og hins umdeilda Frelsis- flokks Jörgs Haiders, að beita Austurríki pólitískum refsiaðgerð- um. Skorið var á öll tvíhliða sam- skipti ráðamanna þessara ríkja við austurríska kollega. Aðgerðunum var aflétt í september eftir að sér- skipuð nefnd hafði vottað að lýðræð- is- og mannréttindamál í Austurríki væru í góðu lagi. Hefð er fyrir því að leiðtogi þess ríkis sem gegnir foi-mennsku í ESB hverju sinni fari í heimsóknir til höf- uðborga allra aðildarríkjanna fyrir hinn formlega leiðtogafund við lok formennskumisserisins. Að þessu sinni fer leiðtogafundurinn fram í Nice í desember. Chirac fer væntan- lega til Vínar 23. nóvember, en hann var einn helzti formælandi refsiað- gerðanna gegn Austurríki. Vanga- veltur höfðu verið uppi um, að hann myndi ríða hjá garði austurrísku stjórnarinnar á ferð sinni milM höf- uðborga sambandsins. Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bæklingur- www.postlistinn.is sími 557 1960 islenski Póstlistinn Um helgina Storsýning Opnum nýjan og betri sýningarsal Stðrsýning á Nýbýlaveginum, laugardag kL 12-16 og sunnudag kl. 13-16. ALLT AD <gg> TOYOTA Betri notaóir bílar www.toyota.1s Þar sem gæði og gott verð fara saman.. Allar vörur á lágmarksverði ..ou«etverði Ferðatölvutaska ársins kr. 5.900,- létt, handhæg með fjölda hólfa. Grófur Fleece vendijakki kr. 3.900,- ciopce iaKkar, skyrtur, ríiHukrigapeysur, þykkir og\W** í rniklu urvalt Kuldagallar barna frá kr. 3.500,- Vatteraður Apollo jakki með hettu í kraga, 4 litir kr. 6.900,- Kuldagallar, fullorðinna verð aðeins kr. 7.500,- Raftæki í úrvali á frábæru verði. Jakki, vatns & vindheldur og öndun, hetta í kraga kr. 9.900,- Falleg trégjafavara á heildsöluverði í úrvali Benzjakkinn vinsæli, vatteraður mittisjakki með leðurkraga. kr. 6.900,- Frakki með leðurkraga -með lausu fóðri. kr. 12.900,- giSíss*- Opiðwrkadaga 10-18 laugardag3 10-16 Nýja markaðstorgið Ódýr gufustraujárn verð aðeins kr. 2.390,- Kabín flugtaska kr. 4.900,- í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.