Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 41

Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 41 FRETTIR Sumarliði Ásgeirsson matreiðslumcistari á Fimm fiskum. Eigendaskipti á Knudsen EIGENDASKIPTI urðu á veit- ingastaðnum Knudsen í Stykkis- hólmi þegar hjónin Sumarliði Ás- geirsson matreiðslumeistari og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir kenn- ari keyptu staðinn af Gunnari Sig- valdasyni veitingamanni. Eigendur hafa skipt um nafn á veitingastaðnum og heitir hann nú Fimm fiskar og segir í fréttatil- kynningu að boðið sé upp á fjöl- skylduvænan stað þar sem fólk geti auðveldlega farið út að borða með börnum sínum. Veitingastaðurinn Fimm fiskar verður opinn í hádeg- inu og eitt fyrsta verkefnið er að fá nýjan pizzuofn og verða pizzur á boðstólum frá kl. 17 til 21 alla daga. Allur ágóði af basarnum rennur til líknarmála. Basar Barð- strend- ingafélagsins KVENNADEILD Barðstrendinga- félagsins verður með sinn árlega basar og kaffisölu sunnudaginn 5. nóvember í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Húsið verður opnað kl. 14. Á basarnum verður m.a. ýmiss konar handavinna og heimabak- aðar kökur af ýmsum gerðum. Efnt verður til happdrættis og eru margir vinningar í boði. Ein- göngu er dregið úr seldum mið- ----*-*-♦--- Fræðslu- fundur Beinverndar NÆSTI fræðslufundur Beinverndar á Suðurlandi verður haldinn á Hótel Selfossi mánudaginn 6. nóvember kl. 20. Geir Friðgeirsson, barnalæknir á Selfossi, flytur erindi um vöxt og beinvernd og Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur og starfsmaður Beinverndar, segir frá starfseminni. Erindi um hjónaband manna og huldukvenna FÉLAG þjóðfræðinga á ísl- andi heldur aðalfund sinn mánudaginn 6. nóvember kl. 20 í Skólabæ við Suðurgötu. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum mun John Lindow flytja erindi um skandinavískar sagnir um brúðkaup og hjónaband manna og huldukvenna. John Lindow hefur verið prófessor við Kaliforníuhá- skóla í Berkeley um langt ára- bil. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að norrænni goðafræði og þjóðfræðum. Hann var m.a. annar ritstjóra bókarinnar „Old Norse-Ice- landic Literature" sem kom út árið 1985 og hann fjallaði um goðið Baldur í bók sinni „Murder and Vengeance am- ong the Gods“ sem var gefin út í Helsinki árið 1997. John Lindow dvelst nú hér á landi sem Fulbrightkennari og kennir þjóðfræði við Háskóla íslands. Umhirða grænna svæða NÁMSKEIÐ um umhirðu grænna svæða í þéttbýli verður haldið fimmtudaginn 9. nóvember kl. 10 til 17 í Þinghús kaffi í Hveragerði. Það eru Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykj- um í Ölfusi og Samtök umhverfis- og garðyrkjustjóra sem standa að nám- skeiðinu. Fjölmörg erindi verða haldin, m.a. um umhirðuáætlanir sveitarfélaga, hirðingarstig svæða í Mosfellsbæ, útboð á umhirðuverkum, eftirlit með gæðakröfum, umhirðu á útivistar- svæði Garðyrkjuskólans og störf skrúgarðyrkjufyrirtækja í umhirðu- verkefnum hjá sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir góðum tíma í hópastarf, þar sem hver hópur ræðir fyrirfram ákveðið málefni og síðan verða um- ræður um niðurstöður hópanna. Hægt er að nálgast dagskrá nám- skeiðsins á heimasíðu skólans; www.reykir.is Opið hús Sjávargrund 10a - 1 hæð, Garðabæ Glæsileg 3ja herb. íbúð í nýlegu húsi ásamt herbergi í kjallara og stæði í bílageymslu. íbúðin er með parketi á gólfum. Frábært úti- vista svæði með útg. úr stofu. Til sýnis í dag, sunnud., frá kl. 14-16. ÖEIGNA NAUST Síml: 551 8000 Fax: 551 1160 Vitastíg 12 Fréttir á Netinu mbl.is ALLTAF= GITTHV?k£J A/ÝT7 Frábærlega vel staðsett samtals 956 fm atvinnuhúsnæði sem skiptist í 70 fm kjallara, 2 x 320 fm súlulaust rými á 1. og 2. hæð auk 240 fm skemmu. Gríðarlega mikið athafnasvæði. 3.610 fm lóð. Háar innkeyrsludyr. Mikil lofthæð. Hugsanlegur byggingaréttur. Lóðin liggur að Sæbraut og hefur mikið auglýsingagildi. Glæsileg raðhus við Suðurtún 1-35 Útsýni frá byggingarstað á ÁLFTANESI : __ . . m ■ - ■ rHr Mynd Þorlákur ó Einarsson Afar vel staðsett raðhús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Um er að ræða tvær stærðir húsa, 145 fm og 115 fm, og eru ýmist þrjú eða fjögur hús í lengju. Húsin afhendast fok- held að innan, fullbúin að utan um nk. ára- mót. Lóð verður grjófjöfnuð. Endahús: Verð 13,4 millj., miðjuhús 12,4 millj. Frábær staðsetning í fallegri nátt- úruperlu fyrir fólk sem vill njóta ótivistar. Teikningar á skrifstofu. FASTEiQNA <f MARKAÐUR1NN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500 FAX 570 4505 V.__________________________/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.