Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Mælst til þess að borgaryfirvöld hafni öllum tilboðum
í byggingu knattspyrnuhúss í Grafarvogi
Tillaga TSH og fleiri, sem fékk hæstu einkunn í útboðinu.
Borgarstjóri hafnar leið
einkaframkvæmdar
Mat á útboðum vegna knattspyrnuhúss
í Grafarvogi TSH/JB/ fsl. Nýsir/
Vægi Innsport Aðalv. ístak Eykt
Rekstrarl. forsendur 15% 8,5 6,2 8,4 7,7
Gerð byggingar 30% 8,9 5,8 6,5 6,8
Tilboðsverö 55% 9,1 2,4 10,0 7,2
Heildareinkunn 9,0 4,0 8,7 7,2
Grafarvogur
STARFSHÓPUR um knatt-
spyrnuhús í Grafarvogi hefur
mælst til þess við borgaryfir-
völd að þau hafni öllum þeim
fjórum tilboðum sem bárust í
byggingu og rekstur knatt-
spyrnuhúss í Grafarvogi, en
framkvæmdin var boðin, sem
einkaframkvæmd, í lokuðu út-
boði.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri sagði að þessi
niðurstaða hefði ekki komið
sér á óvart og hún sæi í raun
ekki hvernig einkafram-
kvæmdir yfir höfuð gætu
borgað sig fyrir Reykjavíkur-
borg, þar sem borgaryfirvöld
hefðu t.d. aðgang að mun hag-
stæðari lánum en verktakar.
Ingibjörg Sóh-ún sagði að
starfshópurinn hefði jafn-
framt iagt til að þeim aðilum
sem skilað hefðu tveimur hag-
stæðustu tilboðunum yrði
boðið að taka þátt í samstarfs-
útboði. Hún sagði að borgar-
ráð hefði vísað málinu til Inn-
kaupastofnunar, en að ráðið
myndi fá málið aftur til skoð-
unar á þriðjudaginn. Alls tóku
fjórir hópar þátt í útboðinu:
1. TSH ehf., Járnbending
ehf og Inn-sport ehf.
2. Nýsir hf og Istak hf.
3. Eyktehf.
4. ÍAVhf.
Fyrsti og annar hópurinn
skiluðu hagstæðustu tilboðun-
um samkvæmt mati starfs-
hópsins og var það reiknað út
frá rekstrarlegum forsendum,
gerð byggingarinnar og til-
boðsverðinu sjálfu. Tilboð
fyrsta hópsins var um 12% yf-
ir kostnaðaráætlun, eða um
1.129 milljónir króna á nú-
virði, tilboð annars hópsins
hljóðaði upp á 1.040 milljónir
króna á núvirði, sem er um 3%
yfir kostnaðaráætlun.
I útboðinu var gengið út frá
ákveðnum forsendum og var
sú mikilvægasta sú að húsið
skyldi byggt sem einkafram-
kæmd, þar sem borgin semdi
um fjármögnun, byggingu og
rekstur hússins og skuld-
byndi sig til að leigja ákveðinn
fjölda tíma á ári af rekstrarað-
ilanum. í útboðsgögnum var
einnig tekið fram að knatt-
spyrnuhúsið ætti að vera lög-
legt keppnishús með 20 metra
lofthæð við miðjan völl og auk
þess var þeim gert kleift að
nýta byggingarreit við hlið
hússins.
Breyttar forsendur
Ingibjörg Sóh-ún sagði að í
samstarfsútboðinu yrði for-
sendum breytt að því leyti að í
stað þess að framkvæmdarað-
ilinn eignaðist knattspymu-
húsið eftir 25 ár myndi borg-
arsjóður alfarið fjármagna
það og borgin eignast það.
Hún sagði að framkvæmdar-
aðilinn gæti hins vegar eign-
ast viðbygginguna, þar sem
hann gæti rekið annars konar
starfsemi, t.d. verslun eða
verið með aðstöðu fyrir ann-
ars konar íþróttastarfsemi.
Upphaflega var reiknað með
því að framkvæmdir myndu
hefjast í haust en Ingibjörg
sagði að þær myndu að öllum
líkindum hefjast í vor.
I skýrslu um mat á tilboð-
unum, sem lögð var fyrir
borgarráð í gær, segir: „Nið-
urstaða starfshópsins er að
hægt sé með góðu móti að
rökstyðja að hafna beri tilboð-
unum þar sem hagstæðasta
tilboðið feli í sér meiri kostnað
en hefðbundin byggingar-
framkvæmd og rekstur myndi
leiða til. Því beri annaðhvort
að hefja undirbúning, hönnun
og framkvæmd með hefð-
bundnum hætti eða að leitast
við að skapa grundvöll fyrir
endurbótum á fyrirliggjandi
tilboðum. Seinni kosturinn
þykir álitlegri og er því lagt til
að iyrirliggjandi tilboðum
verði hafnað og að loknum til-
skildum fresti verði þeim aðO-
um sem áttu tvö hagstæðustu
tilboðin boðið að taka þátt í
samstarfsútboði þar sem for-
sögn um gerð knattspyrnu-
húss væri í öllum aðalatriðum
óbreytt, upplýsingar um
væntanlega styrki vegna ann-
arrar íþróttastarfsemi bættar
og tímafrestir um síðari bygg-
ingaráfanga rýmkaðir, auk
þess sem sú breyting væri
gerð að borgarsjóðui’ fjár-
magnaði og eignaðist þann
hluta mannvirkisins sem til-
heyrir knattspyrnuhúsinu, en
rekstur allur gæti verið á veg-
um bjóðanda."
Minnihlutinn í borgarstjörn
Vilja nýja viðlegu
Reykjavíkurhöfn
SJÁLFSTÆÐISMENN í
borgarstjórn Reykjavíkur
telja brýnt að á næstu árum
verði nýr viðlegukantur
byggður utan við Ingólfsgarð
og Sæbraut í Reykjavík.
Segja þeir slíkan kant þjóna
þeim tilgangi að skemmti-
ferðaskip geti lagst að
bryggju sem næst miðborg-
inni sem þeir segja að verði í
auknum mæli að leita annað.
Að sögn Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, oddvita sjálfstæðis-
manna, fer kostnaður eftir
umfangi verksins, t.d því
hversu ráðist yrði í mikla
landfyllingu, en áætlað er að
hann gæti orðið á bilinu 200
til 400 milljónir króna.
Á fundi hafnarstjórnar 23.
október, þar sem rætt var um
fjárhags- og starfsáætlun
næsta árs, lögðu sjálfstæðis-
menn til að 4,2 milljónum
króna yrði varið til rann-
sókna og hönnunar á viðlegu-
garði við Sæbraut/Ingólfs-
garð í stað þess að leggja
sömu upphæð í rannsóknir og
hönnun í Eiðsvík eins og til-
laga meirihlutans gerði ráð
fyrir.
Inga Jóna sagði á borgar-
stjórnarfundi á fimmtudag að
skemmtiferðaskip ættu æ
erfiðara með að athafna sig
við Miðbakkann í Reykjavík.
Mótmæli vegna Hörðuvalla
4.490 skrifuðu á
undirskriftalista
Hafnarfjörður
VIÐ upphaf bæjarstjórnar-
fundar í Hafnarborg í Hafnar-
firði seinnipartinn í gær af-
henti Guðfinna Guðmunds-
dóttir bæjarstjóm Hafnar-
fjarðai’ undirskriftalista með
nöfnum 4.490 íbúa Hafnar-
fjarðar, sem með því vildu op-
inberlega mótmæla íyrirhug-
uðum byggingarframkvæmd-
um á Hörðuvallasvæðinu.
Valgerður Sigurðardóttir,
forseti bæjarstjórnar, tók við
listunum fyrir hönd bæjar-
stjómar og að því loknu tók
Magnús Gunnarsson bæjar-
stjóri til máls. Kvað hann bæj-
aryfirvöld hafa haft áhuga á
því um langan tíma að gera úr-
bætur í skólamálum á þessu
svæði. Ekki væri auðvelt verk-
efni fyrir bæjaryfirvöld að
taka ákvarðanir um þessa
uppbyggingu, sér í lagi vegna
þess að þau horfðu til þess að
búa börnum í hverfinu svipað-
ar aðstæður og börnum í öðr-
um hverfum. Miklar breyting-
ar væm á skólastarfi, m.a. með
einsetningu grannskólanna.
„Málið er þannig statt að
ákveðnar hugmyndir era í
gangi,“ sagði Magnús. „Það
fór fram ákveðin samkeppni
um byggingarframkvæmdir,
þar sem gert er ráð fyrir leik-
skóla, grannskóla, íþróttahúsi
og sundlaug á svæðinu, sem er
að meginhluta til sunnan við
Sólvang, og leikskólinn aftur
nær örlítið niður á Hörðuvell-
ina sjálfa. Bæjaryfirvöld hafa
áform í málinu og það er auð-
vitað ykkur öllum kunnugt.
Við tökum við þessum listum
og skoðum málið. Það fær síð-
an umfjöllun í bæjarstjóm,"
sagði Magnús.
Morgunblaðið/Golli
Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar, tekur við
undirskriftarlistum úr hendi Guðfinnu Guðmundsdóttur.
Á milli þeirra stendur Magnús Gunnarsson bæjarstjóri.
Skúlabakki: Hugmynd að
uppfyllingu og viðlegukanti
fyrir skemmtiferðparskip
Borgin væri að missa við-
skipti sem hún gæti haft af
skipum og ferðamönnum og
gæða myndu miðborgina lífi.
Borgarfulltrúinn sagði brýnt
að borgarstjórn tæki afstöðu
til þessarar breytingar vegna
vinnu við fjárhagsáætlun
borgarinnar. Tillagan hlaut
ekki stuðning í hafnarstjórn
og óskaði hún eftir að breyt-
ingartillagan yrði borin sér-
staklega upp á borgarstjórn-
arfundinum.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri lagði til að
málinu yrði vísað til meðferð-
ar við gerð fjárhagsáætlunar
og var það samþykkt með
átta atkvæðum meirihlutans.
Tekist á um skipulagsmál við Vatnsenda og Elliðavatn í bæjarráði Kópavogs
Kópavogslisti segir breyt-
ingartillögur vera yfirklór
Kópavogur
KÓPAVOGSLISTINN segir
breytingartillögur meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks varðandi skipu-
lag Vatnsendasvæðisins ekk-
ert annað en yfirklór og
leiktjöld til þess hönnuð að
reyna að bjarga málflutningi
meirihlutans í málinu. Á bæj-
arráðsfundi á föstudaginn var
tekist á um málið, en rneiri-
hlutinn telur að tillögurnar
séu til bóta fyrir svæðið.
Á fundinum lögðu fulltrúar
Kópavogslistans fram eftir-
farandi bókun: „Breytingartil-
lögur meirihluta Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks við
skipulagshugmyndir á Vatns-
enda sýna að þeir era orðnir
hræddir við sterk viðbrögð frá
öllum almenningi í málinu.
Það er ástæða til að óska íbú-
unum og öðram, sem mótmælt
hafa, til hamingju með þann
árangur."
Fulltrúar Kópavogslistans
gagnrýna einnig þau vinnu-
brögð sem viðhöfð voru við
kynningu á breytingartillög-
unum.
„Vinnubrögðin við kynn-
ingu á nefndum breytingartil-
lögum era slík, að jafnvel hjá
þessum meirihluta hefur ekki
sést annað eins. Málið er állt
unnið í mikilli leynd og felum.
Lagt er í kostnað sem aldrei
fyrr við gerð myndefnis og
tölvugrafík, til að reyna að
selja afurðina. Formaður
skipulagsnefndar laumast síð-
an af fundi nefndarinnar án
þess að segja nefndinni nokk-
uð og kynnir hugmyndirnar á
blaðamannafundi með bæjar-
stjóra og formanni bæjarráðs.
Allt þetta leikrit miðar aðeins
að því að reyna að telja mönn-
um trú um að tillögumar feli í
sér einhverjar raunveralegar
breytingar.
Tillögur fela aðeins í sér
smá lagfæringar
Að mati fulltrúa Kópavogs-
listans fela tillögumar aðeins í
sér smá lagfæringar.
„Eitt hús er tekið út af
skipulagi milli vatns og vegar.
Hætt er við fyrirhugaða leik-
skólalóð. Hætt er við fótbolta-
völl, sem staðsettur var á
einkalóð. Og að lokum er vest-
asti hluti F-reits, þar sem fyr-
irhugaðar eru 6 og 5 hæða
blokkir settur í frest og verður
endurskoðað samhliða þeirri
skipulagsvinnu sem hafin er á
norðursvæði Vatnsendalands.
Ekki er fallið frá neinum af
meginforsendum skipulagsins
og ekki er komið til móts við
athugasemdir íbúa og annarra
aðila. Því era tillögumar ekk-
ert nema yfirklór og leiktjöld
til þess hönnuð að reyna að
bjarga málflutningi meirihlut-
ans í Vatnsendamálum. Þeim
málflutningi verður ekki
bjargað og þó formaður bæj-
arráðs dragi nú mjög í land í
málfutningi sínum og tali um
vikmörk í eignamámssáttinni
og vilji allt í einu eiga gott
samstarf við Reykjavíkurborg
um sameiginleg málefni í
kringum Elliðavatn stendur
meirihluti Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks eftir ber-
strípaður og rökþrota í mál-
inu.“
Fulltrúar Kópavogslistans
telja að Vatnsendamálum
ljúki ekki fyrr en samþykkt
verði skipulag, sem sé í sátt
við menn og náttúra.
Hringlandaháttur
K-listans
Fulltrúar meirihlutans
gerðu lítið úr gagnrýni Kópa-
vogslistans og létu bóka eftir-
farandi:
„Meirihluta Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks þótti
sjálfsagt að koma til móts við
óskir Vatnsendabúa svo sem
lofað hafði verið, enda eru þær
breytingar, sem gerðar vora
einmitt varðandi þau atriði,
sem flestar athugasemdir
voru gerðar við. Tillögur að
breyttu skipulagi era til bóta
fyrir svæðið. Meirihlutinn hef-
ur ekkert að fela í þessu máli,
en hringlandaháttur K-listans
heldur áfram.“