Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 16

Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Nemendur Menntaskólans á Akureyri við upphaf kröfugöngu, sem þeir fóru í um síðustu helgi, til stuðnings kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi Nauðsynlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið Fjölbreytt dagskrá Unglistar Isrokk, hljóm- sveitar- djamm og ráðstefna DAGSKRÁ verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld á vegum Unglistar og hefst hún kl. 20 og stendur til 23.30, en meðal þess sem á dag- skrá verður er kai-aoke. Annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. nóvember, verður ís- rokk haldið í Skautahöllinni og stendur það frá kl. 20.30 og fram að miðnætti. Sýning verð- ur á vegum tveggja verslana, Holunnai- og Sportvers, eld- gleypar verða á staðnum og ungir listdansarar svífa um á skautum. Á föstudagskvöld verður hljómsveitardjamm í Sjallanum þar sem fjölmargar hljómsveit- ir koma fram, m.a. 200.000 naglbítar, Ópíum, Nude, Grifft- er, Dé o sje, Pottþéttir hæfi- leikar, Lame excuse og Pitch. Fantasíuförðun verður á veg- um nemenda úr Förðunarskóla Akureyrar og það nýjasta frá verslununum Centro og Style verður sýnt auk þess sem hár- greiðslunemar spreyta sig á módelum. Verðlaunaafhending verður í ljósmynda- og mynd- listarmaraþoni sem og hönnun- arkeppni. Unglist lýkur á laugardag, en þá verður haldin ráðstefna á Sal Menntaskólans á Akureyri undir yflrskriftinni: „Listin að lifa: Það sem allt of fáir tala um á Akureyri.“ Fyrirlesarar eru frá Stígamótum, Samtökunum ’78, Alnæmissamtökunum, Nýrri dögun og fleiri samtök- um. Ráðstefnan er styrkt af forvarnarsjóði. Bændaklúbbs- fundur FYRSTI bændaklúbbsfundur vetr- arins verður haldinn Hótel KEA í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. nóvem- ber, kl. 20.30. Fundarefnið er sauðfjárrækt, nið- urstöður sýninga í haust, skipulag sauðfjársæðinga í vetur og kynning á hrútum sem verða á sauðfjársæð- ingastöðinni á Möðruvöllum. Fram- sögumenn verða Jón Viðar Jónmun- dsson og Ólafur G. Vagnsson. Sauðfjárbændur og aðrir áhuga- menn um sauðfé eru hvattir til að mæta á fundinn. STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í norðaustur- kjördæmi var haldinn á Skútustöð- um í Mývatnssveit um liðna helgi. í ályktun fundarins segir m.a. að hið nýja norðausturkjördæmi sé eina landsbyggðarkjördæmið sem ekki falli inn í atvinnusvæði höfuðborgar- innar. Það búi yfir miklum ónýttum landkostum og geti ef rétt sé að stað- ið orðið nauðsynlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið til að koma í veg fyrir að Island breytist í borgríki. I þeim efnum sé mikilsvert að á síð- ustu árum hafi vegurinn milli Norð- ur- og Austurlands verið byggður upp og sé mikilvægt að halda honum opnum árið um kring, en það sé for- senda fyrir gagnkvæmum viðskipt- um. Einnig segir að brýnt sé að ljúka vegagerð til allra þéttbýlisstaða og að ráðast í jarðgöng milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar sem og milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjai'ðar. Það stækki atvinnusvæðin og skapi rekstrarforsendur fyrir nýjum þjón- ustugi'einum. Fundurinn fagnaði áframhaldandi rekstri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og lagði einnig áherslu á að ekki yrði hvikað frá ákvörðun um að byggja Kárahnjúkavirkjun og reisa álver við Reyðarfjörð, slík stóriðja yrði kjöl- festa fyrir byggð á Austurlandi. Áhersla er í ályktun fundarins lögð á þá miklu þýðingu sem upp- bygging sterkra menntastofnana hefur haft á lífskjör á landsbyggð- inni. Tekist hafi að styrkja grunn- þjónustu almennings og undirstöður atvinnulífs með eflingu framhalds- menntunar, háskóla- og vísindastarf- semi. Lögð er áhersla á að áfram verði haldið að byggja upp mennta- og vísindastarfsemi utan höfuðborg- arsvæðisins og efla Háskólann á Ak- ureyri. Einnig er lögð áhersla á að upp- bygging menningarmála hafi haft áhrif á íbúa landsbyggðarinnar. Auka þurfi samstarf, ferðaþjónustu, sem sé vaxandi atvinnugrein á Norð- ur- og Austurlandi, og menningar- starfsemi með það fyrir augum að efla báðar þessar greinar. Hafa beri í huga að rannsaka betur fornminjar og nýta nýjungar í tækni og hugbún- aðargerð til að gera menningarverð- mæti aðgengilegri bæði fyrir íslend- inga og erlenda ferðamenn. Loks fagnaði stofnfundurinn þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum. Gunnar Ragnars formaður kjördæmisráðs Á fundinum var Gunnar Ragnars kjörinn formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í norðaustur- kjördæmi. Guðmundur Skarphéð- insson, Siglufirði, var kjörinn gjald- keri, Jónas Þór Jóhannsson, Norður-Héraði, varaformaður, Sof- fía Lárusdóttir, Austur-Héraði, rit- ari og Sigurjón Benediktsson, Húsa- vík, meðstjórnandi. Fulltrúar í flokksráði eru Kristján Þór Júlíusson, Akureyri, Berglind Svavarsdóttir, Húsavík, Leifur Hall- grímsson, Mývatnssveit, Björn Magnússon, Akureyri, Svanhildur Arnadóttir, Dalvík, Vilborg Gunn- arsdóttir, Akureyri, Helgi Olafsson, Raufarhöfn, Haukur Ómarsson, Siglufirði, Álbert Kemp, Fáskrúðs- firði, Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Bergþóra Ai-nórsdóttir, Fellabæ, og Tryggvi Gunnlaugsson, Djúpavogi. MA-nem- ar styðja baráttu kennara NOKKRIR nemar við Menntaskól- ann á Akureyri fóru í kröfugöngu á laugardag til að styðja kennara sína í kjarabaráttu þeirra. Þeir gengu frá gamla skólahúsinu og að verslunarmiðstöðinni Glerártorgi með kröfuspjöldin á lofti enda segja þeir að um mikið hagsmunamál sé að ræða að ekki komi til langs verk- falls. Slíkt myndi hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar á námsferil þeirra. Málþing Símenntunar- miðstöðvar Eyjafjarðar Virði sí- menntun- ar fyrir fyrirtæki Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til sfldveiða innan tíðar Unnið við loka- frágang á vinnslulínum VILHELM Þorsteinsson EA, hið nýja fjölveiðiskip Samherja hf., kom til heimahafnar á Akureyri um síð- ustu helgi, tæpum tveimur mánuð- um eftir að skipið hélt í sína fyrstu veiðiferð. Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar og suðvestur af íslandi og að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja, hefur skipið reynst vel. Skipið hefur veitt samtals um 9.500 tonn af kolmunna á 56 dögum og landað aflanum til bræðslu í Fær- eyjum, Grindavík og Neskaupstað. Kristján sagði að skipið myndi stoppa í um tvær vikur á Ákureyri en á þeim tíma vei'ður unnið við loka- frágang á vinnslulínum á millidekki. í kjölfarið fer skipið til síldveiða og sagði Kristján að aflinn yrði þá flak- aður og frystur um borð. Morgunblaðið/Kristján MALÞING á vegum Símenntun- armiðstöðvar Eyjafjarðar - SI- MEY, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13-18.45 á Fiðlaranum Akur- eyri. Níu fyrirlesarar fjalla á mál- þinginu um mikilvægi símenntun- ar með tilliti til fyrirtækja og at- vinnuuppbyggingar á svæðinu og eru sjónarhorn þeirra mismunandi Markmiðið er að fá fram um- ræðu um hvers virði símenntun er fyrir fyrirtæki og hvaða leiðir fyr- irtækin geti farið við að tileinka sér markvissari skipulagningu og nýtingu þekkingarauðs síns Símenntunarmiðstöð Eyjafjarð- ar kynnir þá þjónustu sem mið- stöðin getur veitt fyrirtækjum, en hún leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á mark- vissari og árangursríkari upp- byggingu á fræðslu. Tilkynna þarf þátttöku í net- fangið simey@simey.is eða hjá Sí- menntunarmiðstöðinni, en mál- þingsgjald er 1000 krónur á mann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.