Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.11.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Nemendur Menntaskólans á Akureyri við upphaf kröfugöngu, sem þeir fóru í um síðustu helgi, til stuðnings kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi Nauðsynlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið Fjölbreytt dagskrá Unglistar Isrokk, hljóm- sveitar- djamm og ráðstefna DAGSKRÁ verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld á vegum Unglistar og hefst hún kl. 20 og stendur til 23.30, en meðal þess sem á dag- skrá verður er kai-aoke. Annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. nóvember, verður ís- rokk haldið í Skautahöllinni og stendur það frá kl. 20.30 og fram að miðnætti. Sýning verð- ur á vegum tveggja verslana, Holunnai- og Sportvers, eld- gleypar verða á staðnum og ungir listdansarar svífa um á skautum. Á föstudagskvöld verður hljómsveitardjamm í Sjallanum þar sem fjölmargar hljómsveit- ir koma fram, m.a. 200.000 naglbítar, Ópíum, Nude, Grifft- er, Dé o sje, Pottþéttir hæfi- leikar, Lame excuse og Pitch. Fantasíuförðun verður á veg- um nemenda úr Förðunarskóla Akureyrar og það nýjasta frá verslununum Centro og Style verður sýnt auk þess sem hár- greiðslunemar spreyta sig á módelum. Verðlaunaafhending verður í ljósmynda- og mynd- listarmaraþoni sem og hönnun- arkeppni. Unglist lýkur á laugardag, en þá verður haldin ráðstefna á Sal Menntaskólans á Akureyri undir yflrskriftinni: „Listin að lifa: Það sem allt of fáir tala um á Akureyri.“ Fyrirlesarar eru frá Stígamótum, Samtökunum ’78, Alnæmissamtökunum, Nýrri dögun og fleiri samtök- um. Ráðstefnan er styrkt af forvarnarsjóði. Bændaklúbbs- fundur FYRSTI bændaklúbbsfundur vetr- arins verður haldinn Hótel KEA í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. nóvem- ber, kl. 20.30. Fundarefnið er sauðfjárrækt, nið- urstöður sýninga í haust, skipulag sauðfjársæðinga í vetur og kynning á hrútum sem verða á sauðfjársæð- ingastöðinni á Möðruvöllum. Fram- sögumenn verða Jón Viðar Jónmun- dsson og Ólafur G. Vagnsson. Sauðfjárbændur og aðrir áhuga- menn um sauðfé eru hvattir til að mæta á fundinn. STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í norðaustur- kjördæmi var haldinn á Skútustöð- um í Mývatnssveit um liðna helgi. í ályktun fundarins segir m.a. að hið nýja norðausturkjördæmi sé eina landsbyggðarkjördæmið sem ekki falli inn í atvinnusvæði höfuðborgar- innar. Það búi yfir miklum ónýttum landkostum og geti ef rétt sé að stað- ið orðið nauðsynlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið til að koma í veg fyrir að Island breytist í borgríki. I þeim efnum sé mikilsvert að á síð- ustu árum hafi vegurinn milli Norð- ur- og Austurlands verið byggður upp og sé mikilvægt að halda honum opnum árið um kring, en það sé for- senda fyrir gagnkvæmum viðskipt- um. Einnig segir að brýnt sé að ljúka vegagerð til allra þéttbýlisstaða og að ráðast í jarðgöng milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar sem og milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjai'ðar. Það stækki atvinnusvæðin og skapi rekstrarforsendur fyrir nýjum þjón- ustugi'einum. Fundurinn fagnaði áframhaldandi rekstri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og lagði einnig áherslu á að ekki yrði hvikað frá ákvörðun um að byggja Kárahnjúkavirkjun og reisa álver við Reyðarfjörð, slík stóriðja yrði kjöl- festa fyrir byggð á Austurlandi. Áhersla er í ályktun fundarins lögð á þá miklu þýðingu sem upp- bygging sterkra menntastofnana hefur haft á lífskjör á landsbyggð- inni. Tekist hafi að styrkja grunn- þjónustu almennings og undirstöður atvinnulífs með eflingu framhalds- menntunar, háskóla- og vísindastarf- semi. Lögð er áhersla á að áfram verði haldið að byggja upp mennta- og vísindastarfsemi utan höfuðborg- arsvæðisins og efla Háskólann á Ak- ureyri. Einnig er lögð áhersla á að upp- bygging menningarmála hafi haft áhrif á íbúa landsbyggðarinnar. Auka þurfi samstarf, ferðaþjónustu, sem sé vaxandi atvinnugrein á Norð- ur- og Austurlandi, og menningar- starfsemi með það fyrir augum að efla báðar þessar greinar. Hafa beri í huga að rannsaka betur fornminjar og nýta nýjungar í tækni og hugbún- aðargerð til að gera menningarverð- mæti aðgengilegri bæði fyrir íslend- inga og erlenda ferðamenn. Loks fagnaði stofnfundurinn þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum. Gunnar Ragnars formaður kjördæmisráðs Á fundinum var Gunnar Ragnars kjörinn formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í norðaustur- kjördæmi. Guðmundur Skarphéð- insson, Siglufirði, var kjörinn gjald- keri, Jónas Þór Jóhannsson, Norður-Héraði, varaformaður, Sof- fía Lárusdóttir, Austur-Héraði, rit- ari og Sigurjón Benediktsson, Húsa- vík, meðstjórnandi. Fulltrúar í flokksráði eru Kristján Þór Júlíusson, Akureyri, Berglind Svavarsdóttir, Húsavík, Leifur Hall- grímsson, Mývatnssveit, Björn Magnússon, Akureyri, Svanhildur Arnadóttir, Dalvík, Vilborg Gunn- arsdóttir, Akureyri, Helgi Olafsson, Raufarhöfn, Haukur Ómarsson, Siglufirði, Álbert Kemp, Fáskrúðs- firði, Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Bergþóra Ai-nórsdóttir, Fellabæ, og Tryggvi Gunnlaugsson, Djúpavogi. MA-nem- ar styðja baráttu kennara NOKKRIR nemar við Menntaskól- ann á Akureyri fóru í kröfugöngu á laugardag til að styðja kennara sína í kjarabaráttu þeirra. Þeir gengu frá gamla skólahúsinu og að verslunarmiðstöðinni Glerártorgi með kröfuspjöldin á lofti enda segja þeir að um mikið hagsmunamál sé að ræða að ekki komi til langs verk- falls. Slíkt myndi hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar á námsferil þeirra. Málþing Símenntunar- miðstöðvar Eyjafjarðar Virði sí- menntun- ar fyrir fyrirtæki Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til sfldveiða innan tíðar Unnið við loka- frágang á vinnslulínum VILHELM Þorsteinsson EA, hið nýja fjölveiðiskip Samherja hf., kom til heimahafnar á Akureyri um síð- ustu helgi, tæpum tveimur mánuð- um eftir að skipið hélt í sína fyrstu veiðiferð. Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar og suðvestur af íslandi og að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja, hefur skipið reynst vel. Skipið hefur veitt samtals um 9.500 tonn af kolmunna á 56 dögum og landað aflanum til bræðslu í Fær- eyjum, Grindavík og Neskaupstað. Kristján sagði að skipið myndi stoppa í um tvær vikur á Ákureyri en á þeim tíma vei'ður unnið við loka- frágang á vinnslulínum á millidekki. í kjölfarið fer skipið til síldveiða og sagði Kristján að aflinn yrði þá flak- aður og frystur um borð. Morgunblaðið/Kristján MALÞING á vegum Símenntun- armiðstöðvar Eyjafjarðar - SI- MEY, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13-18.45 á Fiðlaranum Akur- eyri. Níu fyrirlesarar fjalla á mál- þinginu um mikilvægi símenntun- ar með tilliti til fyrirtækja og at- vinnuuppbyggingar á svæðinu og eru sjónarhorn þeirra mismunandi Markmiðið er að fá fram um- ræðu um hvers virði símenntun er fyrir fyrirtæki og hvaða leiðir fyr- irtækin geti farið við að tileinka sér markvissari skipulagningu og nýtingu þekkingarauðs síns Símenntunarmiðstöð Eyjafjarð- ar kynnir þá þjónustu sem mið- stöðin getur veitt fyrirtækjum, en hún leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á mark- vissari og árangursríkari upp- byggingu á fræðslu. Tilkynna þarf þátttöku í net- fangið simey@simey.is eða hjá Sí- menntunarmiðstöðinni, en mál- þingsgjald er 1000 krónur á mann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.