Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 27
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá kór- og organistanámskeiði í Skálholti á vegum söngmálastjóra þjóðkiriqunnar.
Haukur Guðlaugs-
son söngmála-
stjóri heiðraður
SÖNGMÁLASTJÓRI þjóðkirkjunn-
ar, Haukur Guðlaugsson, var
heiðraður fyrir nokkru á árlegu
kóra- og
organista-
námskeiði emb-
ættisins í Skál-
holti.
Organistar, kór-
ar og söngfólk
þökkuðu Hauki
áratuga störf
______________hans og heiðr-
Haukur uðu á ýmsan
Guðlaugsson hátt og færðu
honum gjafir að sögn Ingimars
Pálssonar, eins þeirra sem þátt
tóku í námskeiðinu.
Haukur Guðlaugsson ráðgerir
að láta af störfum á næsta ári og
var námskeiðið því það síðasta
sem hann heldur en það var hið
26. í röðinni á embættisferli hans.
Haukur tók við embætti söngmála-
sljóra þjóðkirkjunnar af Róbert
Abraham Ottóssyni og hefur hann
samhliða verið skólastjóri Tón-
skóla þjóðkirkjunnar. Hlutverk
hans er að mennta og leiðbeina
organistum og söngfólki í kirkju-
kórum landsins. Hefur verið tölvu-
sett og gefið út mikið af nótna-
bókum og ritum og sjálfur hefur
Haukur verið óþreytandi að ferð-
ast um landið til að leiðbeina og
uppörva kóra og organista, segir
Ingimar. Segir hann að góðan ár-
angur í starfinu megi, auk Hauks,
þakka hæfu samstarfsfólki hans.
Fékk geisladiska
með eigin hljóðritunum
Eins og fyrr segir heiðruðu org-
anistar, söngfólk, kór og hljóð-
færaleikaramir Guðný Guðmunds-
dóttir og Gunnar Kvaran Hauk á
ýmsan hátt. Honum voru meðal
annars færðir tveir geisladiskar
með hljóðritunuin af orgelleik
hans heima og erlendis en Máni
Sigurjónsson organisti valdi upp-
tökurnar. Aðeins er gefið út eitt
eintak. Við afhendinguna sagði
Máni hafa verið erfitt að velja úr
öllum upptökum Hauks og margir
úr röðum kórafólks og organista
þökkuðu Hauki aðstoð og velvilja
gegnum árin.
Haukur þakkaði hlýhug og gjaf-
ir viðstaddra og Grímhildi Braga-
dóttur, eiginkonu sinni, sérstak-
lega fyrir stuðning í starfi sínu. Á
námskeiðinu söng Guðrún Tómas-
dóttir einsöng við undirleik Fríðu
Lárusdóttur, píanóleikara frá
Akranesi, og siðan guðsþjóuustu í
Skálholtskirkju þar sem biskup ís-
lands, Karl Sigurbjörnsson prédik-
aði. Tók tónlistarfólk víða af land-
inu þátt í guðsþjónustunni og
segir Ingimar hana hafa verið jafn
vandaða og námskeiðið allt í heild
sinni.
Tónleik-
um Trio
Nordica
frestað
VEGNA veikinda getur ekki
orðið af tónleikum Trio Nordica
(skipað þeim Auði Hafsteins-
dóttur, Bryndísi HöUu Gylfa-
dóttur og Monu Sandström),
sem vera áttu í TIBRA tónleika-
röð Salarins mánudagskvöldið
13. nóvember næstkomandi.
Tónleikunum verður frestað
fram yfir áramót og er tónleika-
gestum sem þegar hafa fest
kaup á miðum bent á að hafa
samband við Salinn í síma 570
0400.
Aðsendar greinar á Netinu
<§) mbl.is
_ALL7y\f= &TTHWk& /\IÝ7~T