Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 33 UMRÆÐAN Samtaka um betri næringu MIKIÐ er fjallað um næringarfræði í fjöl- miðlum og stundum á fólk erfitt með að leggja mat á fréttirnar. Meiri kennsla í næringar- fræði á öllum skólastig- um er nauðsynleg til þess að fólk eigi auð- veldara með að greina milli þess sem er rétt og rangt varðandi hollt mataræði, og á milli að- alatriða og aukaatriða. Eg dáist samt oft að heilbrigðri skynsemi fólks þegar kemur að Inga umgengninni við þenn- Þórsdóttir an nauðsynlega lífs- förunaut sem maturinn er. Það sem skiptir mestu í dag er annars vegar að þeir sem viija bæta upplýsingu á sviði manneldismála snúi bökum saman og stundi ekki hártoganir út af aukaatriðum og hins vegar að við leggjum meiri rækt við að rannsaka samhengið milli mataræðis og heilsu. Næringarfræðilegar rannsóknir sem beinast að séríslenskum aðstæðum færa okkur þekkingu til að bæta eig- ið mataræði og einnig þekkingu sem gefur umheiminum miídlvægar upp- lýsingar. Manneldisráð, grænmeti og ávextir Með stefnu sinni til bættrar heilsu leggur Manneldisráð mikla áherslu á að Islendingar þurfi að borða meira af grænmeti og minna af sykri. I fræðsluefni fi'á skrifstofu ráðsins er lögð á þetta mikil áhersla. Starfs- menn skrifstofunnar, næringarfræð- ingarnir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, sem einnig er matvælafræðingur, og doktor.Laufey Steingrímsdóttir for- stöðumaður, hafa samið og sent slíkt fræðsluefni í skóla, heilsugæslu og víðar og er það mikið notað. Manneldisráð berst hart fyrir því að verð á grænmeti verði lækkað og er það nú til athugunar hjá heilbrigð- isráðuneyti og landbúnaðarráðu- neyti. Mikið var fjallað um tolla á grænmeti og ávöxtum á málþinginu „Manneldi á nýrri öld“, sem var hald- ið í Háskóla íslands síðastliðið vor. A málþinginu var fjallað um málið frá sjónarhóli hagfræðinnar og næring- arfræðinnai' og þar kom einnig fram að lækka mætti orkugjald til græn- metisbænda og yrði þá íslenska grænmetið ódýrara. Stefnt er að minnkaðri sykurneyslu í einu af sjö manneldismarkmiðum fyrir íslend- inga, og það undirstrikar hversu mikilvægt þetta er talið fyrir heilsu- far þjóðarinnar. Mest af viðbættum sykri í fæði okkar kemm- úr gos- drykkjum og það þarf stórátak til að minnka sykurneyslu, sérstaklega meðal barna og unglinga. Koffein í gosdrykkjum hefur líka slæm heilsu- farsleg áhrif. Það hefur verið þekkt lengi að viðbættur syk- ur er ekki æskilegur fyrir heilsuna og getur stuðlað að offitu. Þetta er vel þekkt meðal al- mennings og er ekkert sem var uppgötvað í gær. Það er jafnframt réttlætismál íýrir neyt- endur að matvæli séu vel merkt og getið sé um á umbúðum hversu mikinn viðbættan syk- ur þau innihaldi. Margt gott er í stefnu Náttúrulækn- ingafélags fslands. í er- lendum félögum þeirra sem aðhyllast neyslu grænmetisfæðis, eða fæðis án kjöts og fisks, má finna allmarga næring- arfræðinga. Aldrei hefur heyrst um að þeir sem aðhyllast svokallaða náttúrulækningastefnu telji að byggja beri hollt mataræði á dýrafitu og próteinum. Heldm- á þriðja orku- gjafa fæðunnar, kolvetnum. Þau eru Heilsa Næringarfræðin, segir Inga Þórsdóttir, er fyrst og fremst í þágu neytandans og heilsu hans. aðalorkugjafi mannkyns, enda rækt- un þeirra ódýrari og umhverfisvænni en ræktun búpenings sem gefur af sér mun meira af fitu og próteinum. Kenningar eru til um að fyrir langa löngu þegar maðurinn náði eingöngu um 30 ára aldri hafi hann lifað á afar próteinríku fæði, en þetta var áður en jarðrækt hófst og lifað var á veið- um villtra dýra og orkulitlum rótum og blöðum jui-ta. Eg tek enga ábyrgð á þessari kenningu, en set hana fram til að minna menn á nytsemi orku- gjafa úr jurtaríkinu. Þar ættu menn sem aðhyllast hina gömlu náttúru- lækningastefnu að vera sammála mér. Við verðum líka að vara okkur á að stilla ekki upp ágreiningi eða missa umræðuna út í að rífast um smáatriði. Skoða verður manneldis- stefnu sérhvers lands í ljósi þeirra hefða sem þar ríkja. Manneldisstefna og -markmið ei-u sett fram til þess að vinna að bættu mataræði heillar þjóðar og þá er auðvitað tekið tillit til þeirra hefða og venja sem fyrir eru og ýtt undir þær sem eru jákvæðar fyrir heilsuna en að öðru leyti reynt að kenna fólki nýja siði. Rannsóknir mikilvægar Eitt af hlutverkum Manneldisráðs er að fylgjast reglulega með matar- æði þjóðarinnar og sníða leiðbeining- ar um fæðuval meðal annai's eftir niðurstöðum slíkra athugana. Nú er nauðsynlegt að gera landskönnun á mataræði Islendinga, sú síðasta var gerð árið 1990 og niðurstöður hennar því að mörgu leyti orðnar úreltar. Ný rannsókn er bráðnauðsynleg, meðal annars ef við ætlum að geta borið okkur saman við aðrar þjóðir og ekki síður til að meta og bæta okkar eigið mataræði. Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala hefur stundað rannsóknir meðal ann- ars á næringu mæðra og ungra barna. Sama rannsóknastofa hefur skipulagt og stjórnað rannsókn á næringarfræðilegum ástæðum þess að nýgengi sykursýki af gerð 1, eða barnasykursýki, er meira en helm- ingi lægri hérlendis en meðal ná- grannaþjóða okkar. Þær rannsóknir hafa aðallega beinst að samanburði á íslenskri og erlendri kúamjólk með tilliti til áhrifa í líkamanum og holl- ustugildis. Rannsóknaniðurstöður hingað til benda sterklega til sér- stöðu íslensku kúamjólkurinnar og í síðastliðnum mánuði birtist grein um þær í þekktu bandarísku vísinda- tímariti. Brýnt er að halda þessum rannsóknum áfram. Bæði þarf að meta áhrif fleiri efna í kúamjólkinni en hingað til hefur verið gert og rannsaka aðra hugsanlega þætti mataræðis sem tengjast tilkomu syk- ursýki. Ef íslenska kúamjólkin hefur sérstöðu er mjög líklegt að þeir eigin- leikar hafi víðtækari heilsufarsleg áhrif. Nú er útlit fyrir að rannsókn- imar geti ekki haldið áfram þrátt GRACE Nvbýlave ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sfmi 533 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. fyrir mikinn áhuga íslensks almenn- ings og erlendra aðila. Styrktaraðilar sem hafa kostað hluta rannsóknanna 'í tvö og hálft ár, Tæknisjóður Rann- sóknarráðs Islands og mjólkuriðnað- urinn, treysta sér ekki til að styrkja verkefnið áfram. Þetta er meðal ann- ars vegna þess að hefð er fyrir því að Tæknisjóður styrki verkefni rann- sóknastofnana atvinnuveganna og það er hreinlega ekki fé afgangs til verkefna eins og þess sem hér um ræðir. Ef sækja á um styrk til Tækni- sjóðs er einnig skilyrði að iðnaðurinn eða stofnanir hans leggi að minnsta kosti jafnháa fjárhæð til, en það get- ur í sjálfu sér verið ókostur þegar um rannsókn eins og þessa er að ræða. Því er mikilvægt að ríkissjóður styðji rannsóknh-nar. Það er reyndar eina leiðin til þess að íslenskir aðilar haldi áfram næringarfræðilegum rann- sóknum sem tengjast kúamjólk. Réði næringarfræði mannsins yfir að- stöðu og rannsóknastofnunum í ein- hverri líkingu við ýmsar aðrar grein- ar, eins og til dæmis landbúnaður eða fiskiðnaður, væri málið auðleyst. Það er erfitt að finna fjárhagslega bak- hjarla þegai- um er að ræða vísinda- grein sem gagnast fyrst og fremst al- menningi. Næringarfræðin er fyrst og fremst í þágu neytandans og heilsu hans. Þess vegna er mikilvægt að stuðla að vexti hennar. Höfundur er prófessor í næringar- fræði og fomiaður Manneldisráðs. Frifnrm M O N S O 0 N M A K E U P lifandi litir HUSASKILTI Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval Pantið tímanlega til jólagjafa. Dúndurtil 20% afsláttur af öllum rúmum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Ein mesta selda heilsudýna í heiminum Rekkjan hf. Skipholti 35 • sími 588 1955 1Z0 milliénir ^ Aðeins 25 kr. röðin! th!!! Fyrir kl. 17 í daq. v I K I N G A l vm Til mikils að vinna! www.lotto.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.