Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 49

Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 49
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 KIRKJUSTARF Vélindabakflæði - hjálpar skurðaðgerð? Vélindabakflæði er algengur kvilK í eM hluta meltingarvegar. Algengustu einkennin eru brjóstsviði og nábít- ur. Rúmlega 40% lands- manna flnna fyrir ein- kennum bakflæðis af og til, og 12.500 manns hafa það mikil einkenni að það háir þeim í dag- legulífi Vélindabakflæði get- ur verið á vægu stigi, þ.e. einkenni sjaldnar en tvisvar í viku, og þá geta breytingar á mat- aræði og lífsstíl nægt til að bæta líðan viðkomandi. Bakflæði getur einnig verið slæmt, 2 sinnum í viku og jafnvel oft á dag, þannig að líðan sjúldingsins er afleit og lífsgæði veruleg skero. Alvarlegir fylgikvillar bakflæðis eru m.a. svæsin bólga, þrengsli í vél- inda, sár og frumubreytingar, sem taldar eru forstigsbreytingar krabba- meins, í neðri hluta vélinda. Þessa fylgikvilla fær fólk venjulega eftir mikið bakflæði í áraraðir. Með því að greina og meðhöndla véhndabakflæði er, í flestum tilvikum, hægt að koma í veg fyrir þessa fylgikvilla. Sögulegnr bakgrunnur Fyrsta árangursríka meðferðin við vélindabakflæði varð til 1956, þegar dr. Nissen gerði aðgerð á ungum manni með mikið bakflæði og þrengsli í vélinda. Fleiri svipaðar að- gerðir fylgdu í kjölfarið. Næstu 2 ára- tugina var aðgerð eina meðferðin sem var í boði fyrir sjúklinga með slæmt bakflæði. Þetta voru stórar aðgerðir, gerðar um stóran holskurð á kvið eða um vinstra brjósthol, en ái-angurinn almennt góður. Með tilkomu nýrri lyfja hefur meðferð breyst síðustu ár- in. Rannsóknir hafa aukið mjög skiln- ing manna á sjúkdómnum, meingerð hans og virkni meðferðar, og enn fremur bætt forsendur fyrir vali á mismunandi meðferðarmöguleikum. Arið 1990 var byrjað að gera aðgerðir við véhndabakflæði um kviðsjá (smá- göt á kviði). Aðgerðin sjálf (inni í kviðnum) er sú sama og ef gerður er holskurður, en með því að opna ekki kviðinn er inngripið miklu minna fyrir sjúklinginn. Hann hefur mun minni eftir- köst eða verki, getur farið að drekka og borða að kveldi aðgerð- ardags og er mun fljót- ari að_ ná fyrri starfs- getu. í dag er aðgerð um kviðsjá það sem sjúkUngum er boðið upp á, ef þörf krefur. Aðgerð fyrir hverja? Aðgerð er nánast aldrei fyrsta meðferð- arúrræðið. Áður en að aðgerð kemur þarf að rannsaka sjúkling og meta svörun hans við lyfjameðferð. Með magaspeglun, sýrustigs- og þrýst- ingsmælingu í vélinda er hægt að Bakflæði Miklar framfarir, segir Margrét Oddsdóttir, hafa orðið í greiningu á vélindabakflæði og með- ferðarmöguleikum. greina vélindabakflæði, meta áhættu á fyigikvillum og árangur meðferðar. Aðgerð er rétt að íhuga ef sjúkling- ur hefur bakflæði, sem leitt hefur eða mun líklega leiða til, alvarlegra fylgi- kvilla eins og þrengsla, sárs og frumubreytinga í véUnda. Ef sjúkl- ingur hefur einkenni, sem lyfin ná ekki að halda niðri, eða er með óþol fyrir lyfjunum, þá er skurðaðgerð úr- ræði. Rétt er að kynna þennan kost fyrir ungu fólki sem þarf að taka sýruhemjandi lyf ævilangt. Markmiðið með skurðaðgerð er að stöðva bakflæði og fyrirbyggja alvar- legar afleiðingar þess. Aðgerðin felst í því að þrengja mótin á vélinda og maga með því að vefja um þau efsta hluta magans og laga þindarslit ef það er til staðar. Þessar aðgerðir eru yfirleitt gerðar um kviðsjá, þ.e. í gegnum 5 göt á ofanverðum kvið og taka þær 1-2 klukkutíma. Eftir að- gerðina dvelja flestir í 2 daga á sjúkrahúsinu. Þeir sem stunda erfið- isvinnu geta flestir hafið störf eftir u.þ.b. 1 mánuð frá aðgerð. Þeir sem vinna skrifstofustörf og þeir sem geta stjómað sínum tíma og vinnu sjálfir, geta hafið störf að hluta eða öllu leyti eftir 2-3 vikur. Reikna má með góðum árangri af aðgerð í yfir 90% tilfella. Sæmileg eða léleg útkoma er hjá u.þ.b. 3-4% sjúkl- inga, en algengustu ástæðurnar fyrir lélegri útkomu er að viðgerðin gefi sig, aðgerðin hafi tæknilega ekki ver- ið rétt gerð, eða að greining eða ákvörðun um aðgerð hafi ekki verið rétt. Fylgikvillar Alvarlegir fylgikviilar véUndabak- flæðis, í eða eftir aðgerð, eru sjald- gæfir. Eftir aðgerðina þarf fólk að vera á mjúku fæði í 3-7 vikur. Eftir 3 mánuði eru meira en 90% sjúklinga farnir að borða allan mat í venjuleg- um skömmtum. Hjá þeim, sem enn eiga í einhverjum erfiðleikum með kyngingu eftir 4-6 mánuði, er rétt að fá röntgenmynd og speglun til að skoða aðgerðarsvæðið. Eftir aðgerð er ekki eins auðvelt að ropa og kasta upp og fyrir aðgerð. Eftir aðgerð má reikna með að loftgangur aukist í nokkra mánuði, sérstaklega ef hann hefur verið fyrir hendi fyrir aðgerð- ina. Eftir u.þ.b. 6 mánuði hafa þau einkenni yfirleitt rénað eða eru komin í fyrra horf. Vélindabakflæði er algengur sjúk- dómur sem leiðir til skertra lífsgæða hjá þeim sem hann hrjáir. Þessi kvilli spannai- vítt svið hvað varðar ein- kenni, alvarleika og tíðni einkenna og fer ekki í manngreinarálit. Miklar framfarir hafa orðið undanfarna ára- tugi í greiningu á vélindabakflæði og meðferðarmöguleikum, auk skUnings á meingerð sjúkdómsins og gangi hans. í dag er hægt með réttri með- ferð að bæta líðan langflestra ef ekki allra og koma í veg fyrir fylgikvilla sem geta komið eftir mikið og lang- varandi vélindabakflæði. Höfundur er dósent og skurðlæknir. V ond vinnubrögð Á ALÞINGI mánu- daginn 30. október sl. ræddi þriðji þingmaður Yesturlands, Jóhann Ársælsson, löggæslu- mál á svæðum sýslu- manna á Akranesi og í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Opinberaði þingmaðurinn þar m.a þá skoðun sína að stækka ætti lögsagnar- umdæmi sýslumanns- ins á Akranesi en minnka að sama skapi lögsagnarumdæmi sýslumanns Mýra- og B orgarfj ar ðarsýslu. LöggæslumáUn sagði hann í ólestri til margra ára! Hvar hefur háttvirtur þingmaður aUð aldur sinn undanfarin ár? Fyrir réttu ári kannaði dómsmála- ráðherra, Sólveig Pétursdóttir, vilja hreppsnefnda sveitahreppanna fjög- urra sunnan Skarðsheiðar gagnvart þessu máU. Hann var á einn veg. Allh’ vildu áfram njóta þjónustu sýslu- mannsembættisins í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu Lögregluembættin á báðum þess- um svæðum hafa á að skipa reyndum löggæslumönnum sem almenn ánægja er með og hafa sinnt sínu starfi vel. Milli embættanna er í gildi samstarfssamningm- varðandi lög- gæsluna og samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég hef er það á áætlun em- bættanna að auka enn á samvinnu. Eins og dómsmálaráð- herra segir í svari sínu tU þingmannsins hafa engin vandamál komið upp og samstarfið verið gott. Hvaðan umræða um samstarfsörðug- leika er komin verður Jóhann Ársælsson að svara fyrir. Það era afskaplega vond vinnubrögð, að mínu mati, af hálfu þriðja þingmanns Vest- urlands, að hefja máls á slíku í Álþingi og varpa þar fram fyrirspurn sem byggist á sögu- sögnum. Slík vinnu- brögð eru fyrir neðan allar hellur og ekki til neins annars en vekja úlfúð og óróa meðal starfsmanna. Þá er um- ræða af þessum toga til þess fallin að grafa undan tiltiú almennings á lög- gæslunni á svæðinu. Jóhann ræðir um höfðingja í héraði og einhverja oddvita. Satt að segja finnst mér óviðkunnanleg sú háttsemi sem þingmaðurinn hefur sýnt í þess- ari umræðu, ekki verður annað séð en að hann tali í hálfkveðnum vísum. Hver er þá raunveruleg ástæða þessarar umræðu sem Jóhann Ár- sælsson fer af stað með á Alþingi? Kann að vera að eitthvað fleira hangi á spýtunni? Eiga ekki þingmenn okkar að vinna að því að koma opinberum störfum í auknum mæU frá höfuðborgai-svæð- Löggæzla Það eru afskaplega vond vinnubrögð, segir Helga Halldórsdóttir, að varpa fram fyrir- spurn sem byggist á sögusögnum. inu út á land? Er það yflrlýst stefna þingmannsins og samfylkingarinnar að reyna að plokka embættin frekar milU sveitarfélaga hvers kjördæmis og fela þannig aðgerðarleysi sitt gagnvart tilfærslu starfa frá höfuð- borgarsvæðinu? Það er miklu frekar verðugt verk- efni þingmannsins að efla góðan vinnuanda innan umræddra embætta og stuðla að enn betra samstarfi. Að lokum þetta: Þessi mál hafa ver- ið könnuð af hálfu dómsmála- ráðherra, Sólveigai- Pétursdóttur, og niðurstaðan sú að engra breytinga sé þörf en að efla beri enn frekar gott samstarf milU embættanna._ Þingmaðurinn Jóhann Ársælsson ætti að taka hugarfar dómsmála- ráðheiTa í þessu máU sér til fyrir- myndar. Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. Helga Halldðrsdóttir Safnaðarstarf Fjölskyldu- guðsþjónusta SUNNUDAGINN 12. nóvember kl. 13:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Börn á leikskólan- um Dvergasteini ætla að flytja nokk- ur lög, sem þau hafa verið að æfa. Leikhópurinn Stopp mun sýna leik- ritið Osýnilegi vinurinn, sem er byggt á bók Kari Vinje, en sagan er flestum að góðu kunn, sem sækja kirkjuskóla Dómkirkjunnar. Þetta leikrit er fyrir alla aldurshópa og er flutt af leikurunum Eggerti Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur. Bolli Pét- ur Bollason leiðir stundina og þess er vænst að foreldrar komi með börnum sínum og njóti góðrar sam- verustundar í helgu húsi. Verið vel- komin. F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason, fræðari. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Ferð eldri borgara í Þjóðmenningarhús- ið. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14 og komið til baka upp úr kl. 16.30. TTT- starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkj a. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Bibh'ulest- ur kl. 20 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir- bænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12- 12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests og djákna. Eftir kyrrðarstund- ina er létt máltíð í boði í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 11-16. Kaffi- sopi, spjall, heilsup- istill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göng- um til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðar- lausu. Hafið samband við Svölu Sig- ríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar (6-9 ára) kl. 14.30. Fermingarfræðslan kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20. (8. bekkur). Neskirkja. Orgelandagt kl. 12. Jónas Þórir organisti spinnur af fingrum fram stef úr sálmum. Ritningarorð ogbæn. Opið hús kl. 16. Kaffiveiting- ar. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyi-rðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyr- ir 11-12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðai’- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðai’heimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557- 3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu tU og f?a kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Biblíulestur kl. 17.30 í um- sjón sr. Hreins Hjartarsonar. Helgi- stund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Iljallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl, 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára bama í dag kl. 16.45-17.45 í safnað- arheimilinu Borgum. TTT samvera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og í síma 567- 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests, djákna og starfsmanna kirkjunnar í síma 566- 7113 og 566-8028. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Klr 11 helgistund í Hraunbúðum. Allir velkomnir. 12-12.20 kyrrðarstund. Velkomið að koma bænarefnum til prestanna. Kl. 20 opið hús fyrir ungl- inga 8., 9. og 10. bekkjar. Utanlands- ferð næsta sumar verður kynnt laus- lega. Spjallað saman um síðustu mótsferð. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, ki’akkaklúbbur, ungl- ingafræðsla, gi’unnfræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og biblíulesturr Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. I kvöld kl. 20 held- ur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson kennir þátttak- endum að merkja Biblíuna en eftir slíkt námskeið verður Biblían að- gengilegri og auðveldara að fletta upp í henni. Allir velkomnir og a<\ gangur kostar ekkert. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ddmkirkjan í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.