Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
*------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEINGRIMUR
GUNNARSSON
+ Steingrímur
Gunnarsson
fæddist í Reykjavík
17. september 1932.
Hann lést hinn 19.
október siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 27.
október.
Elsku bróðir minn.
Nú ert þú farinn í þitt
" síðasta ferðalag. Allt-
af er erfitt að kveðj-
ast og við stöndum
eftir með söknuð í
hjarta og tár í augum.
Minningarnar eru margar og
huggum við okkur við þær og að
við eigum öll eftir að hittast aftur
hjá Guði vorum og frelsara. Brosið
þitt blíða, þín skemmtilega og
góða lund, ástin og umhyggjan
fyrir öllum í þinni fjölskyldu var á
allra vitorði. Alltaf var hægt að
leita til þín þegar með þurfti.
Mömmu varst þú góður og elsk-
andi sonur, og okkur Óla góður
bróðir. Góður varstu mágur og
frændi. Sem börn lékum við okkur
? oft í fjörunni í vesturbænum og þá
þurftuð þið Sonný bróðir að drasl-
ast með okkur Óla í eftirdragi. Það
^ ^ 5 ý'
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADALSTRÆIl íii • 101 Kl YKjAVÍK
Davið Inger Ólafur
Utjiirarstj. Otfar/irstj. Útfararstj.
LÍKKISTÚ VINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
hét víst að passa, en
ykkur fórst það vel úr
hendi. Sú pössun hef-
ur haldist öll árin hjá
þér. Eftir að ég giftist
og fór út í heiminn
var alltaf mikil til-
hlökkun að komast
heim í frí og þá urðu
nú heldur fagnaðar-
fundir. Þið Hjördís
hélduð „fjölskyldu-
gill“, þá var heldur
glatt í Mávahrauni hjá
ykkur, mikið talað og
hlegið. Gleði okkar
Gene var mikil þegar
þið Hjördís komuð til Texas að
heimsækja okkur, en dagarnir liðu
allt of fljótt. Þegar Gene veiktist
hringduð þið strax: „Hvað getum
við gert?“ Enn var verið að passa.
Trú þín á Guð og góða menn var
mikil. Ef spurt var um líðan þína
var svarið alltaf: „Þetta lagast,"
þótt sárþjáður værir. í september
átti ég yndislega daga með ykkur
öllum og síðasta ferðin okkar sam-
an var að fara að Varmalandi í
heimsókn til Irisar og Jóns.
Borgarfjörðurinn skartaði sínu
fegursta í yndislegu veðri. Hvað
við nutum þess að vera saman og
myndir teknar sem minning um
góðan dag.
Hjördís mín, þú hefur verið stoð
hans og stytta í gegnum þessa erf-
iðu mánuði, ást þín og umhyggja
var óendanlega mikil. Þú og börn-
in hans voruð hjá honum öllum
stundum og umvöfðuð hann ást og
styrk. Missir ykkar og okkar allra
er meiri en orð geta lýst. Heim-
koman hefur verið góð. Pabbi,
Sonný, Raggi og Þorsteinn
tengdafaðir þinn hafa tekið á móti
þér er ég viss um.
Ég fel í forsjá þína,
guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma,
og pfa engla geyma,
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matth. Joch.)
Hjördís mín, Iris, Sonný, Lára,
Magga og Rabbi, tengdabörn og
barnabörn, við sendum ykkur öll-
um samúðarkveðjur.
Elínborg (Lalla), Gene,
Gunnar, Dóróthea,
Helen, Tara og fjöl-
skyldur.
-»
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
UNA HALLDÓRSDÓTTIR
frá ísafirði,
Háaleitisbraut 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 5. nóvember.
Þorgeir Hjörleifsson,
Elísabet Þorgeirsdóttir, Arnaldur Máni Finnsson,
Halldór Þorgeirsson, Sjöfn Heiða Steinsson,
Berglind Halldórsdóttir, Hákon Atli Halldórsson.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími S51 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
V sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
V
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
BJÖRG
SÆMUNDSDÓTTIR
+ Björg Sæmunds-
dóttir var fædd
29. ágúst 1913. Hún
lést á sjúkrahúsi Pat-
reksfjarðar 30. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hólmfríður Kristó-
fersdóttir og Sæ-
mundur Ólafsson,
bóndi f Litlu-Hlíð á
Barðaströnd. Björg
ólst upp í Litlu-Hlíð á
Barðaströnd, hún var
elst sinna systkina
sem voru Guðrún
Margrét, f. 10.6.
1916; Árdís, f. 28.1.1918 og Sturla
Hólm, f. 9.8.1922.
Björg giftist Guðmundi Jóhanni
frá Innri-Múla á Barðaströnd 24.1.
1936 og byijuðu bú-
skap sama ár á Ytri-
Múla og fluttu svo til
Patreksfjarðar 1961.
Börn hennar:
Fríða Valdimars-
dóttir, f. 15.8. 1931,
maki hennar Örn
Hólmar Sigfússon;
Kristján Jóhann Jó-
hannsson, f. 2.3.
1939, maki hans
Jenný Óladóttir, og
Sæmundur Hólm Jó-
hannsson, f. 24.2.
1943, maki hans
Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir.
Útför Bjargar Sæmundsdóttur
fer fram frá Patreksfjaröarkirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku góða mamma mín!
Þetta fasta ávarp alla tíð, sem ég
man. Það er svo margt sem mig
langar að setja á blað, þú varst mér
alltaf svo góð, ég á bágt með að
sætta mig við að geta ekki hringt og
heyrt röddina þína. Það var svo fast-
ur punktur hjá okkur og þó langt
væri á milli vorum við alltaf í sam-
bandi.
Mamma var mjög trúuð kona og
kenndi mér svo margt um hana. Hún
hlustaði á útvarp og bænastundin á
kvöldin var alveg fastur liður. Henn-
ar sterku bænir hafa oft eða alltaf
hjálpað okkur börnunum og barna-
börnunum, því svo hún vildi hún líka
öllum vel. Hún lagði aldrei styggðar-
yrði til neins sem ég vissi til. Hún
var sérlega dugleg og vildi helst allt-
af vera að gera eitthvað fyrir alla.
Hún byrjaði búskap sinn á því að
annast þá sem aldraðir voru og gerði
það af rausn og kærleika og hafði
alltaf stórt heimili.
Pabbi og mamma bjuggu á Barða-
strönd í mörg ár, ég segi að það sé
fegursta sveit sem ég hef séð.
Mömmu þótti líka alltaf jafn vænt
um þá sveit og alla þar. Það voru
sárar stundir fyrir okkur öll þegar
pabbi hvarf og hún náði sér aldrei
eftir það. En fjölskylda hennar á
Patreksfirði studdi hana við að setja
upp fallegt heimili sem hún naut sín
á, sérstaklega þegar hún fékk gesti
sem flesta, það var hennar stíll.
Hafði svo gaman af því að gefa og
vera veitandi.
Við Öm þökkum allar yndislegar
stundir og alveg sérstaklega þær í
sumar. Eftir að þú fórst að vera svo
lasin og þurftir að vera á sjúkrahúsi
Patreksfjarðar, sagðir þú við mig:
„Það eru allir svo góðir við mig og
yndislegir". Fyrir það viljum við öll
færa sérstakar þakkir til allra á
sjúkrahúsinu. Einnig viljum við
þakka öllu sambýlisfólki hennar á
Kambi. Þú barst sérstakan kærleika
til allra þar. Góða samferðarfólk,
guð launi ykkur fyrir það sem þið
gerðuð fyrir mömmu mína.
Ég þakka þau ár sera ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast
svo margt sem um hugann fer.
Þ6 þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
oglýsir umókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð geymi þig, elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Fríða.
SVANFRÍÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Svanfríður Guðjónsdóttir
fæddist í Höfnum 5. nóvember
1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra-
ness 23. október siðastliðinn og
fór útför hennar fram frá
Akraneskirkju 31. október.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nó komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþósofirrótt.
Þó svíði sorg mitt þjarta,
þásælteraðvitaafþví,
þólaus ertór veikinda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
(Þórunn Sig.)
Svanfríður vinkona mín lést á
Sjúkrahúsi Akraness 23. október síð-
astliðinn.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Ég var svo lánsöm að geta verið
við dánarbeð hennar þar til yfir lauk.
Fyrir rétt tæpri öld kom Svanfríð-
ur sem ráðskona til Guðmundar á
Tröðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Traðir voru næsti bær við Staðastað
þar sem ég átti þá heima og þá hófust
kynni okkar. Oft þurfti að vitja um
silunganetin í Vatnsflóanum niðri við
sjó og við túnfótinn á Tröðum. Þá var
gott að hvíla sig hjá Svanfríði, fá sér
kaffisopa og spjalla. Þar var vel tekið
á móti manni og gaman að koma. Þar
undi Svanfríður sér vel enda var hún
þar í átta ár. Hún var einstakur
dýravinur og hændi dýrin að sér.
Svo liðu 30 ár. Þá hittumst við aft-
ur á Skaganum þegar við fluttumst
báðar þangað og endurnýjuðum vin-
áttuna. Svanfríður var alla tíð heilsu-
tæp og ágerðist það með árunum. Nú
gat ég komið við hjá henni, glatt
hana og rétt henni hjálparhönd. Þá
var líka gaman að rifja upp samveru
okkar í sveitinni.
Svanfríður mín. Nú ert þú komin
heim, heim til Steinars sonar þíns
sem þú saknaðir svo sárt, heim eins
og þú þráðir svo mjög. Aldrei heyrði
ég þig kvarta. Nú ertu ekki lengur
ein.
„Nú gengur þú frammi fyrir
Drottni á landi lífenda og laus við
þjáningar og dauðans kvöl“. Innileg-
ar þakkir til allra sem hjúkruðu þér á
Sjúkrahúsi Akraness.
Hvíl í friði og takk fyrir allt.
Þín
Ásdis Þorgrímsdóttir (Dida).
Elsku hjartans amma mín og
langamma!
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi.
Hin ljófu og góðu kynni af alhug þakka
þér.
Þbm kærleikur í verki, var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Þessi orð segja allt um þína ástúð,
hlýju og kærleika sem þú sýndir
mér og börnunum mínum alla tíð.
Og þér leið alltaf best þegar þú varst
að gera eitthvað fyrir aðra, halda
matar- eða kaffiboð fyrir fjölskyld-
una, eða fá gesti í heimsókn, og það
fór enginn svangur frá þínum borð-
um.
Minningarnar hrannast upp og
allar svo ljúfar og góðar.
Þegar ég var lítil og kom vestur á
hverju sumri með mömmu og pabba
til ykkar afa, hvað það voru yndis-
legar og ljúfar stundir sem ég átti
með ykkur sem barn. Afi að spila við
mig og fara í leiki með mér og kenna
mér að búa til hrútshorn og fleira
skemmtilegt. Á meðan varst þú sí-
starfandi að elda góðan mat, og
aldrei kom ég vestur án þess að
koma að drekkhlöðnu borði af alls
kyns góðgæti og drekka heitt kakó
með.
Þín er svo sárt saknað, elsku
amma mín, að nístir inn að hjarta-
rótum. Það fyrsta sem Ólöf, Palli og
Fríða Sædís sögðu þegar þau fréttu
um andlát þitt var: „Hvernig jól
verða það eiginlega eftir þetta, eng-
inn pakki frá langömmu með ullar-
sokkum og vettlingum?" Þau afbáru
bara ekki þá hugsun, og ef eitthvert
barnanna minna átti afmæli, þá
fengu hin tvö alltaf litla pakka með,
svo þau yrðu ekki útundan. Þú varst
engill í mannsmynd í okkar huga,
elsku amma mín. Þú og afi voru þær
yndislegustu manneskjur sem við
höfum kynnst, bæði svo hjartahlý og
góð við allt og alla, það var sama
hvort það var fólk eða dýr sem átti í
hlut.
Ég veit að þú ert laus við allar
þjáningar núna, og ég veit að afi og
Sædís hafa tekið vel á móti þér.
Nú eruð þið afi aftur saman að
nýju sem þú hefur saknað svo sárt
síðan hann dó.
Það er óbærilegur sársauki að
missa þig, elsku amma mín og lang-
amma.
Ó, guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
Þín að eilífu.
Sylvía Bryndís og börn.
Fallin er frá ein af alþýðuhetjum
þessa lands. Ein af þeim hetjum
sem kunnu að rækta garðinn sinn í
þeim skilningi að hlúa að þeim sem
á þurftu að halda. í garði Bjargar
Sæmundsdóttur var fjölskyldan
hennar aðalgróður og að þeim
gróðri hlúði hún með hlýju og ástúð.
Eins var með alla þá er hjá henni
dvöldu um lengri eða skemmri tíma,
allir nutu ástúðar hennar og um-
hyggju. Gestrisni og myndarskapur
Bjargar í öllu er laut að heimilis-
haldi var annálað. Ræktarsemi
Bjargar mun um langan aldur skila
sér í afkomendum hennar. Að leið-
arlokum viljum við þakka þér alla
þá tryggð og umhyggju sem þú hef-
ur sýnt okkur og börnum okkar.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi
góður Guð styrkja alla fjölskyldu
Bjargar í sorginni.
Ágústa og Jónas.
Ég vil þakka þér, elsku amma
mín, fyrir allar þær góðu stundir og
yndislegu minningar sem ég geymi í
hjarta mínu.
Elsku amma, það er svo sárt að
missa þig en ég veit að þú ert í góð-
um höndum þarna uppi hjá afa og
Sædísi.
Ég á nú samt eftir að sakna þess
mikið að fá ekki bréf frá þér lengur
og hosur og að geta ekki sent þér
myndir, en ég veit að þú vakir yfir
okkur öllum og þá líður mér vel.
Takk fyrir allt og guð geymi þig.
Þín
Ólöf Eyrún.