Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
i------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Neðstabergi 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Sölvi M. Egilsson,
Einar M. Söivason, Hafdís Steina Árnadóttir,
Svavar E. Sölvason, Heiða Sigrún Andrésdóttir,
Lárus A. Sölvason,
Daníel R. Sölvason
og systkini.
+
Elskuleg eiginkona mín, tengdadóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
ODDNÝ EDDA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Laufási,
Breiðdalsvík,
sem lést sunnudaginn 5. nóvember, verður
jarðsungin frá Eydalakirkju í Breiðdal, laugar-
daginn 11. nóvember kl. 13.00.
Bestu þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Baldur Pálsson,
Hlíf Petra Magnúsdóttir,
Elín Inga Baldursdóttir, Gunnar Valdimarsson,
Hlíf Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Már Hansson,
Aðalbjörg Baldursdóttir,
Páll Baldursson, Þórunn Björg Jóhannsdóttir,
María Björg Gunnarsdóttir,
Karitas Björt Óskarsdóttir,
Marteinn Eiríksson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR BENEDIKTSSON,
fyrrv. útsölustjóri ÁTVR,
Akureyri,
sem lést fimmtudaginn 2. nóvember, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
10. nóvember kl. 13.30.
Sigríður I. Hallgrímsdóttir,
Benedikt Ólafsson,
Hallgrímur Ólafsson, Brynja Sigurmundsdóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingvi Jón Einarsson,
Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson,
María Pétursdóttir
og barnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
EGILL BJÖRGÚLFSSON,
Hlíðartúni 4a,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu-
daginn 9. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega
bent á Barnaspítala Hringsins.
Þórdís Tryggvadóttir,
Sigríður Egilsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,
Helga Egilsdóttir,
Björgúlfur Egilsson, Lísa Pálsdóttir,
Tryggvi Egilsson, Elín Magnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Systir okkar og frænka,
STEFANÍA K. BJARNADÓTTIR,
Kópavogsbraut 1A,
áður til heimilis f
Skólagerði 65,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 10. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja,
Gréta Ingvarsdóttir.
SIGRÚN
STEFÁNSDÓTTIR
+ Sigrún Stefáns-
dóttir fæddist að
Arnardranga í Land-
broti, Vestur-Skafta-
fellssýslu, 17. júní
1930. Hún lést hinn
29. október síðastlið-
inn að Amarholti.
Sigrún var dóttir
hjónanna Stefáns
Þorlákssonar, f. 15.
ágúst 1877, d. 31. des-
ember 1967, og Mar-
grétar Davíðsdóttur,
f. 21. nóvember 1891,
d. 26. febrúar 1966.
Sigrún var yngst
sjö systkina: 1) Pálína Margrét, f.
25. janúar 1913. 2) Ingibjörg, f. 4.
janúar 1914, d. 10. september 1991.
3) Helga, f. 14. janúar 1915.4) Kat-
rín, f. 15. mars 1920, d. 21. nóvem-
ber 1982. 5) Þorlák-
ur, f. 14. janúar 1924.
Uppeldisbróðir, Karl
Bjamason, f. 8. sept-
ember 1918, d. 11.
ágúst 1994.
Sigrún giftist 15.
ágúst 1957 Guðjóni
Ingimundarsyni, f.
27. maf 1927 frá Mel-
hól í Meðallandi
Vestur-Skaftafells-
sýslu og eignuðust
þau tvö böm. 1)
Steinunn, f. 4. mars
1957, maki Birgir
Aðalsteinsson. 2)
Stefán Ingi, f. 25. janúar 1968,
maki Deborah Guðjónsson.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma. Það er skrýtið til
þess að hugsa að þú sért farin.
Minningamar hrannast upp í hug-
ann. Eg man svo vel þegar við fór-
um niður í bæ þar sem þú varst að
hreingera þrisvar í viku. Þraut-
seigjunni og dugnaðinum í þér mun
ég aldrei gleyma. Yfir vetrartímann
þegar stundum blés hressilega og
snjór var yfir öllu, tókstu ekki í mál
að pabbi sækti okkur og fannst nú
ekki mikið mál að taka strætó.
Meira segja mér hraus stundum
hugur við að fara út á stoppistöð.
Mamma kvartaði aldrei yfir
neinu. Snemma í æsku varð hún
fyrir slysi sem varð til þess að hún
var metin sem 75% öryrki. Segja
má með sanni að dugnaður hennar
var meiri en margra sem þó voru
heilir heilsu. Mamma var vinamörg
og alltaf tilbúin að rétta hjálpar-
hönd. Hún var ákveðin og hafði
mikið langlundargeð. Stundum
tókst mér þó strákpjakknum að
reita hana til reiði vegna óþægðar
minnar. Pabbi horfði á mig, hristi
hausinn og sagði, núna er mamma
þín reið. En þó hún reiddist var
reiðin fljótlega búin og hún tók mig
í fang sér og þurrkaði mín tárvot
augu. Alltaf rétt fyrir jólin voru
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
hlutir sem ég hafði hlakkað til að
gera síðan um haustið. Eitt var að
fara með pabba og velja jólatré og
baka piparkökukarla með mömmu.
Við eyddum heilum degi í að búa til
þessa karla. Mamma þurfti síðan að
fela þá fyrir mér ef ég átti ekki að
klára þá. Stundum tókst mér að
finna þá en mamma einhvern veg-
inn komst að því og setti þá á nýjan
stað.
Þegar ég var í gagnfræðaskóla
man ég eftir því að eitt sinn var
haldið partý ekki langt frá heimili
okkar. Eitthvað dvaldist mér í
þessu partýi. Veðrið var frekar vont
og þegar klukkan var eitt um nótt
var henni ekki farið að standa á
sama. Hún hringdi í mömmu skóla-
bróður míns til að athuga hvort
hann væri kominn heim. Mamma
hans sagði að hún hefði ekki miklar
áhyggjur af drengjum, þeir skiluðu
sér. Mamma var nú ekki par ánægð
með það svar og mjög hneyksluð
yfir kæruleysislegu svari hennar.
Það er ekki sjálfsagt að hafa átt
jafn yndislega móður og er ég
þakklátur mínum góða Guði fyrir
hana og fyrir pabba minn sem ég
fæ að njóta samvista við næstu árin
eða áratuginn.
Ég er líka þakklátur því góða
fólki sem annaðist hana í Arnar-
holti. Það veitti henni alúð og hlýju.
r Blómabwáin >
öarðskom
t v/ T“ossvo0skiúl<jMgai*ð *
V Sími: 554 0500
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
MOSAIK
Murmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fœc: 587 1986
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
[Baldur
Frederiksen
lútfararstjóri,
Ijsími 895 9199
V
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
J
Jesús sagði: Ég er vegurinn
sannleikurinn og lífið. Enginn kem-
ur til föðurins nema fyrir mig. (Jóh.
14:6).
Stefán Ingi Guðjónsson.
Elsku mamma. Þú varst dugleg,
bjartsýn, úrræðagóð og hjálpsöm.
Þú hvattir mig áfram á erfiðu tíma-
bili lífs míns. Þú varst mjög dríf-
andi, og vildir láta hlutina ganga.
Það var oft mikið um að vera fyrir
jólin, mikið bakað. Ég man líka all-
ar verslunarferðirnar sem við fór-
um í saman. Alltaf voru vinkonur
mínar velkomnar í heimsókn, og
minnast þær ennþá hvað gaman var
að koma til ykkar pabba.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauzt friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
(V. Briem.)
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
koma þakklæti til lækna, hjúkrun-
arfræðinga, sjúkraliða og starfs-
fólks Amarholts fyrir góða umönn-
un og hjúkrun.
Steinunn Guðjónsdóttir.
Mig langar að minnast Sigrúnar
frænku minnar, sem lést hinn 29.
október síðastliðinn eftir langvar-
andi og erfið veikindi.
Sigrún var alltaf hrókur alls
fagnaðar og er mér mjög minnis-
stætt þegar ég og móðir mín feng-
um okkur göngutúra yfir í Tungu-
selið til Sigrúnar og Gauja, en þar
var alltaf tekið á móti okkur opnum
örmum, svo ekki sé minnst á allar
þær kræsingar sem á boðstólum
voru.
Alveg var það sama hvort við
komum í litla bústaðinn í Skamma-
dal eða allar tjaldútilegurnar í
Landmannalaugum, alltaf var Sig-
rún kát og hress, og þannig vil ég
minnast hennar.
Alltaf mundi hún eftir frændfólki
sínu á jólunum og vissi nákvæmlega
hvað var á óskalistanum.
Ég gæti haldið endalaust áfram
að rifja upp allar þær yndislegu og
ógleymanlegu stundir sem þú gafst
mér og minni fjölskylu, elsku
frænka, og þakka ég fyrir þær og
mun geyma að eilífu.
Inga Þóra.
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is