Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 66

Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 66
66 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur rBfe a ru Wz IíNGSOLVEP' Þess bera menn sár... The Poisonwood Bible eftir Barböru Kingsolver. 543ja síðna kilja. Gefin út af HarperPerennial árið 1999. Fæst hjá Pennanum- Eymundsson og kostar 1540 krónur. BARBARA Kingsolver er líf- fræðingur að mennt og vann við sitt fag í Evrópu, Afríku og Bandaríkjunum, þar til hún söðlaði um og fór að skrifa. Hún hefur skrifað smásögur og Ijóð og gefið út ritgerðasafn. The Poisonwood Bible er hennar fjórða skáldsaga. ">Barbara Kingsolver hefur að auki skrifað fjölda greina um menn- ingu, stjórnmál og náttúrufræði, sem birst hafa í virtum tímaritum. Nýlendustefnan og kynþáttahat- ur hefur óhjákvæmilega kúgun og arðrán í för með sér og hefur sett mark sitt á fjölmargar þjóðir, m.a. á okkar eigin þjóð. Um þessi mál er fjallað í biblíu hins eitraða við- ar. Hér er listilega fléttað saman sögum um óréttmætt eignarhald og uppreisn hinna kúguðu, um náttúruna og lífsþorstann. Sagan segir frá amerískum presti, eigin- konu hans og fjórum dætrum, sem flytja árið 1959 til belgísku nýlend- unnar Kongó. Presturinn ætlar að útbreiða guðsorð í litlu þorpi inni í frumskóginum. Óbilgirni trúboð- ans og ofmat á eigin gildum gera það að verkum, að engu af því sem hann sáir tekst að bera ávöxt. Samhliða sögunni um trúboða- fjölskylduna er sögð sagan af því þegar Kongó öðlast sjálfstæði sitt á ný. Lumumba er kjörinn forseti lýðveldisins, en er ráðinn af dög- um nokkrum vikum síðar og Mobuto tekur völdin með aðstoð hersins. Neyðarástand rfkir í land- inu og neyðarástand ríkir í fjöl- skyldu trúboðans. I bókinni eru fimm sögumenn, móðirin og dæturnar fjórar. Hver .þeirra segir frá á sinn hátt, út frá sínum eigin forsendum. Frásagnir þeirra eru ólíkar og það fer eftir aldri og pers- ónuleika þeirra, hvað þeim finnst vert að minn- ast á. Höfundurinn deilir með okkur eigin vitneskju um Kongó, en þar eyddi hún æskuárunum með for- eldrum sínum, sem unnu við hjálparstörf. Það leikur enginn vafi á samkennd höfundarins með Afríku, menningunni, nátt- úrunni og íbúum hennar. Hún vekur mann til um- hugsunar um frelsi þjóð- anna og bræðralag. Þessa bók ætti enginn að láta hjá líða að lesa. Ingveldur Róbertsdóttir Deilt um rafbókaverðlaun Rafbækur hafa átt erfítt uppdráttar fyr- ir ýmsar sakir og vinir þeirra þóttust himin hafa höndum tekið þegar Micro- soft hóf að beita sér fyrir viðgangi slíkrar útgáfu. Liður í þeirri viðleitni er alþjóð- leg rafbókaverðlaun, en þegar veita átti þau í fyrsta sinn á bókastefnunni í Frankfurt slettist upp á vinskapinn. ERFIÐLEGA hefur gengið fyrir útgefendur rafrænna bóka að koma undir sig fótunum. Fjölmörg dæmi eru um að útgáfa á bókum á Netinu hafi gefist vel og skemmst að minn- ast þess hve Steven King gekk og gengur vel að selja skáldsöguparta sína, 400.000 eintök á 48 tímum, en óteljandi aðrir höfundar og út- gefendur hafa spreytt sig á þessu sviði með takmörkuðum árangri. Síðast boðaði Mierosoft mikið átak í útgáfu rafrænna bóka og kynnti meðal annars nýjan hugbúnað og ýmsar endurbætur sem áttu að auka veg rafbóka. Rafbóka- útgefendur tóku þessu framtaki fagnandi, en á bókastefnunni í Frankfurt fyrir mánuði slettist upp á vinskapinn þegar mörgum raf- bókavinum þótti sem Microsoft væri tekið að halla sér að trjá- kvoðuvinum. Microsoft kynnir nýjan rafbókastaðal Rafbækur hafa átt erfitt upp- dráttar fyrir ýmsar sakir. Margir nefna að ekki sé glóra i því að dreifa bókum á Netinu vegna þess hve erfitt sé að lesa langan texta á tölvuskjá. Þau apparöt sem menn hafa kynnt og eiga að auðvelda lest- ur á rafbókum, til að mynda Rocket eBook-rafbókin, þykja dýr verk- færi, þung og óþægileg um margt, ekki síst í samburði við bókina sem hefur þróast í framúrskarandi upp- lýsingamiðil á hundruðum ára. Einnig hafa stórir útgefendur sem gefa út vinsælar bækur veigrað sér við að feta braut rafrænnar útgáfu því þeir óttast að bókunum verði dreift án endurgjalds á Netinu, enda hafa þeir dæmin fyrir sér í vandræðagangi tónlistarútgefenda. Aukin útbreiðsla lófatölva og grimmileg glíma Microsoft og Palm um þann markað hefur orðið til þess að fyrrnefnda fyrirtækið hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum til að auka vinsældir lófatölva sem keyra WindowsCE-stýrikerfið frá Microsoft. Þar á með- al er nýr rafbókastaðall, Microsoft eBooks, sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkru, nýr hugbúnaður til að lesa slíkar bækur, Microsoft Reader, og nýtt skjáletur sem gerir rafbækur læsilegri, ClearType. Meðal þess sem felst í staðlinum nýja er að svo má búa um hnútana að einungis er hægt að lesa viðkomandi rafbók í hugbúnaði sem skráður er á kaup- anda hennar og er þá rutt úr vegin- um að mati Microsoft að menn þurfi að óttast um höfundarréttarbrot. Alþjóðleg rafbókastofnun og verðlaun Um líkt leyti og Microsoft kynnti rafbókatækni sína og staðal kynnti fyrirtækið alþjóðlega rafbókastofn- un, IeBAF, sem það hafði komið á fót og átti meðal annars að auka áhuga almennings á rafbókum, hvetja til umræðu um þær og fá fyrirtæki til að gefa sem mest út af slíkum bókum. Liður í þessu átaki var síðan að efna til alþjóðlegra verðlauna þar sem bestu rafrænu skáldverkin yrðu heiðruð og höf- undar þeirra fengju ríflegt verð- launafé. Verðlaunahátíðina átti síð- an að halda á bókastefnunni í Frankfurt ár hvert. 2. október sl. kynntu aðstand- endur verðlaunanna þá sem til greina komu um að hreppa verð- launin og upphófust þá krytur milli manna því í ljós kom að flestir höf- undanna á listanum voru ekki það sem hreintrúaðir rafbókavinir vildu kalla rafbókahöfunda. Af þeim tólf sem komust í úrslit voru flestir á vegum risaútgáfufyrirtækja vest- anhafs, þar á meðal metsöluhöfund- ar eins og Colleen McCullough, Stephen Ambrose og Myla Gold- berg. Óháð rafbókaverðlaun I kjölfar tilnefninganna tóku raf- bókavinir sig saman um að setja á stofn óháð rafbókaverðlaun sem ætluð væni þeim höfundum sem eingöngu skrifuðu bækur til útgáfu á rafrænu formi, en þegar eru til nokkur slík verðlaun, þar á meðal Eppie-verðlaunin. Sumir hafa bent á að ekki sé nema von að höfundar sem annál- aðir eru fyrir pappírsútgáfu hafi verið svo áberandi á listunum í ljósi þess að tilnefningarnefndin var nánast eingöngu skipuð fólki sem reynslu hafði úr hefðbundinni út- gáfu, gagnrýnendum, umboðs- mönnum og mönnum sem hafa at- vinnu af því að leita uppi höfunda fyrir stóru útgáfurnar. Þegar við bætist svo að dómnefndina skipi að mestu fólk úr útgáfuheiminum vestanhafs gefi augaleið að þeir muni draga taum pappírsbókaút- gefenda. Þetta muni síðan hafa í för með sér að rithöfundar séu enn of- urseldir valdi risafyrirtækjanna sem ákveði hverja eigi að gefa út og hverja ekki; í stað nýsköpunar og aukinnar útgáfu verði rafbækur bara rafrænar útgáfur pappírs- bóka. Bókavinir benda aftur á móti á að með þessu séu rafbókavinir að ganga þvert á eigin yfirlýsingar um að innihaldið skipti máli en ekki hvernig því sé komið til skila. Með því að útiloka höfunda sem hafi áð- ur náð árangri í hefðbundinni út- gáfu séu rafbókavinir að líta fram- hjá því að gæði innihaldsins skipti máli og að ekki megi verðlauna bók fyrir það eitt að hún hafi aldrei komið á pappír; á meðan rafbókaút- gáfa sé að slíta barnsskónum hljóti helstu höfundar og vinsælustu að byrja feril sinn í flestum tilfellum í hefðbundinni útgáfu. Rafbókaverðlaunin 2000 í lokin er svo rétt að geta þess hverjir hlutu rafbókaverðlaunin 2000, en það hefur gleymst í hama- ganginum. Besta skáldverk þar sem frumút- gáfa þess var rafræn: The Last Dance eftir Ed McBain, Simon and Schuster gefur út. Besta sannsögulega verk sem fyrst kom út sem rafbók: Counting Coup eftir Larry Colton, iPubl- ish.com-Time Warner gefur út. Besta skáldverk sem upphaflega var gefið út á pappír og síðan snúið í rafrænt form: White Teeth eftir Zadie Smith. Random House gefur út. Besta sannsögulega verkið sem fyrst kom út á pappír og síðan í raf- rænu formi: Radical Brand. Uber- leben in der Sintflut eftir Vilim Vasata. Econ Verlag gefur út. Aðalverðlaununum fyrir bók sem frumútgefin var á rafrænu sniði, um 800.000 kr., skiptu síðan þeir E.M. Schorb og David Maraniss milli sín, Schorb fyrir skáld- söguna Paradise Square sem Denlinger’s Publis- hers Ltd. gefur út og Maraniss fyrir sann- sögulega verkið When Pride Still Mattered sem Simon & Schuster gefur út. Stúlka með þrí- víddargleraugu gleðst yfir þrívfdd- ar rafbók frá spennusagnahöf- undinum James Patterson á bóka- messunni í Frankfurt. Reuters Forvitnilegar bækur Deilt á „helfarar- iðnaðinn“ The Holocaust Industry: Refl- ections on the Exploitation of Jewish Suffering eftir Norman G. Finkelstein. Verso gefur út 2000. 160 bls. innb. Kostaði um 1.800 kr. í Waterstones í Lundúnum. NORMAN Finkelstein er háskóla- kennari í New York og skrifar meðal annars reglulega um bókmenntir í ýmis tímarit. Hann hefur skrifað nokkrar bækur þar sem hann hefur deilt á ísraelsmenn vegna framkomu þeirra við Palestínumenn og einnig á það sem hann kallar „helfarariðnað- inn“. Með því á hann við þá sem hagn- ast hafa á því að gera sem mest úr þjáningum gyðinga og gera yfirleitt h'tið úr þjáningum annarra. Meðal þess sem Finkelstein tekur fyrir í bókinni er sú fullyrðing fjöl- margra frammámanna gyðinga og þá helst Elie Wiezel, sem Finkelstein hefur greinilega megna óbeit á, að helför gyðinga sé mesti harmleikur mannkynssögunnar. Eins og Finkel- stein bendir á urðu fleiri en gyðingar íyrir morðæði Þjóðveija í seinni heimsstyrjöldinni, því fatlaðir fengu líka illa meðferð, samkynhneigðh- og sígaunar, svo dæmi séu tekin. I gegn- um söguna hafa villimannsleg hrann- víg einnig víðar verið unnin; sjá til að mynda fjöldamorð Serba við Sreben- itsja, blóðbaðið í Burundi, fjöldamorð Tyrkja á Annenum, hryllinginn í Kambódíu, þjóðarmorð Belga í Kongó og svo má telja, en Finkelstein rekur hvemig Wiezel og fleiri frammámenn gyðinga hafa brugðist hart við þegar menn hafa lfkt þessum illverkum við helfórina. Þungamiðja bókarinnar er frásögn Finkelsteins af málshöfðun gegn svissneskum bönkum sem sakaðir voru um að hafa stolið undan milljörð- um af gyðingum á flótta undan nasist- um. Eins og Finkelstein rekur söguna var ekkert annað er fjárkúgun á ferð- inni, þar sem margfalt meira var kreist út úr Svisslendingum en sann- anlega hafði verið lagt inn, og féð rann allt í vasa gyðingasamtaka og lögmanna þeirra en ekki til fórnar- lambanna eða afkomenda þeirra. Hann spyr ýmissa spurninga í því sambandi og meðal annars hvað orðið hafi um innstæður gyðinga sem komu fé sínu undan til Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að sögn Finkel- steins, að meira fé gyðinga hafi verið í bandarískum bönkum en svissnesk- umeftirstríð. Bók Finkelsteins, sem missti nán- ast alla ættingja sína í útrýmingar- búðum Þjóðverja og hefur ríka samúð með þeim sem lentu í þeirri djöfullegu maskínu, er svo krassandi að lesandi situr gáttaður eftir að hafa lesið hana og trúir eiginlega ekld eigin augum. Eins gott að hann er gyðingur, því hefðu aðrir sent slíkt rit frá sér hefðu þeir eflaust verið sakaðir um að vera gyðingahatarar af verstu sort. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.