Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 2

Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hótelnýting eykst í Reykjavík en dregst saman á landsbyggðinni Telja rekstrar- grundvöll víða brostinn Meðalnýting á hótelum í Reykjavík 1996-2000 I könnuninni taka þátt 9 hótel % með samtals 1.046 herbergjum 80-------------— 70—------- 70 74 75 Meðalnýting á hótelum á landsbyggðinni 1996-2000 I könnuninni taka þátt 10 hótel með samtals 475 herbergjum 96 '97 '98 '99 ’99 '2000 J_ ’96 '97 ’98 ’99 MIKLIR erfiðleikar eru í rekstri hótela og gististaða á landsbyggðinni og rekstrargrundvöllurinn víða brostinn. Þetta er mat Þorleifs Jóns- sonar, hagfræðings Samtaka ferða- þjónustunnar. Til að mynda var nýt- ing á landsbyggðarhótelum í október innan við 14%. Þorleifur segir að útlit sé fyrir að a.m.k. þrjú til fjögur lands- byggðarhótel hætti starfsemi í vetur. A sama tíma er mikil þörf á fleiri hótelum í Reykjavík þar sem nýting- in hefur aukist ár frá ári. 1996 var meðalnýting á hótelum í Reykjavík 63% en 43% á landsbyggðinni. í fyrra var hún 70% í Reykjavík en hafði fall- ið niður í 39% á landsbyggðinni. Inni í tölum frá landsbyggðinni eru hótel á Akureyri og Keflavík og er nýtingin enn lakari þegar einungis er litið til hreinna landsbyggðarhótela. I nóvember í fyrra var nýtingin í Reykjavík að meðaltali 57,73%, sam- kvæmt könnun Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Það sem af er nóvember- mánuði hefur hún verið að sveiflast frá 50% upp í 75% þannig að nýtingin er að meðaltali áþekk frá því í fyrra. I síðustu viku og um síðustu helgi var mjög mikil nýting vegna þings Norð- urlandaráðs sem hér var haldið. Sveiflur af þessu tagi eru því ekki óal- gengar. Hótelnýtingin í Reykjavík það sem af er árinu er að meðaltali 70%. Mest var hún að meðaltali 91,27% í ágúst og var um 90% í júní og júlí. Hún er tæp 80% í september og minnst í janúar, 37,30%. Mikið byggt úti á landi en lítið í Reykjavflí Þorleifur segir áhyggjuefni hve mikið hefur dregið úr nýtingunni á landsbyggðinni. Þar er hún 5% lakari í október en á sama tíma í fyrra. Heildarnýting á hótelum í landinu, þ.e. fyrir utan Reykjavík, var að með- altali 25% í október. Séu Akureyri og Keflavík ekki meðtalin er nýtingin í október hjá svokölluðum hreinum landsbyggðarhótelum rúmlega 13%. Nýtingin á landsbyggðarhótelum er komin niður í 35-40% að meðaltali á ári. „Rekstrargrundvöllurinn er löngu fokinn. Þessi hótel eru að ganga á eigið fé og ég veit að 3-4 hótel skella í lás í vetur,“ segir Þorleifur. Hann segir að þetta eigi sér eðli- legar skýringai-. Búið sé að reisa fjöl- mörg hótel á landsbyggðinni en á sama tíma hafi nánast ekkert hótel verið byggt í Reykjavík. Fjölgun ferðamanna til landsins hefur verið u.þ.b. 15% á ári undanfarin þrjú ár. Væru hótelherbergi í Reykjavík 1.000 talsins þyrfti því að taka í notk- un 150 herbergi á ári til að halda í horfinu. Síðasta hótel sem hafi hafið starfsemi í Reykjavík var Cab-Inn sem opnað var 1997. Síðan hafi ekki verið reist stórt hótel í borginni. Þor- leifur segir að það vanti að lágmarki 200 herbergja, þriggja til fjögurra stjömu hótel og stórt ráðstefnuhótel með tilheyrandi aðstöðu sem væri betur búið en þau hótel sem fyrir eru í borginni og gæti höfðað til nýs markaðar. Útboð um sjúkraflutninga Niðurstaða væntanleg í næstu viku NIÐURSTAÐA er ekki komin vegna útboðs um rekstur sjúkra- og áætlunarflugs á ís- landi. Að sögn Péturs Péturs- sonar hjá Ríkiskaupum er verið að fara yfir tilboð og meta þau. Gildistími tilboða var fimm vik- ur og rennur hann út 27. nóv- ember nk. Pétur segir að stefnt hafi verið að því að ljúka málinu sem allra fyrst en útboðið sé flókið og umsagna þarf að leita víða. „Við eigum von á því að nið- urstaða verði komin í næstu viku,“ sagði Pétur. Sex flugfé- lög lögðu inn tilboð í útboðinu en tilboð voru opnuð 24. októ- ber sl. Flugfélögin sem um ræðir era Leiguflug ísleifs Ottesen, íslandsflug, Flugfélag íslands, Flugfélag Vestmanna- eyja, Mýflug og Flugfélagið Jórvík. Hægt var að bjóða í eitt eða fleiri svæði og bauð Islandsflug eitt félaga í þann tilboðsvalmöguleika sem tekur til allra svæða. Undirbúa sérframboð til miðstjórnar ASÍ Morgunblaðið/Jim Smart Jón Guðmundsson frá Verkamannafélaginu Fram á Seyðisfirði gaf sér tíma fyrir prjónaskap á þingi ASÍ í gær, eftir að hafa sett fram harða gagnrýni úr ræðustóli á þingstörf og afgreiðslu laga. ÞINGFULLTRÚAR stéttarfélaga sem eiga beina aðild að ASÍ ætla að bjóða fram fulltrúa þessara félaga í miðstjórn Alþýðusambandsins gegn tillögu kjörnefndar við kosningar til miðstjórnar sem fram fara á ASÍ- þinginu í dag. Um er að ræða Félag leiðsögu- manna, Félag ísl. hljómlistarmanna, Flugfreyjufélagið, Flugvirkjafélagið og Mjólkurfræðingafélag Islands auk nokkurra sjómannafélaga sem átt hafa beina aðild að ASI. Mikil óánægja var meðal fulltrúa þessara félaga í gær vegna þess að kröfu þeirra um að fá fulltrúa í 15 manna miðstjórn hefur verið hafnað af fulltrúum í kjörnefnd og öðram forystumönnum stærri félaga og landssambanda sem unnið hafa að undanfömu að tilraunum til að ná samkomulagi um uppstillingu í mið- stjómina. Skv. heimildum blaðsins var þessum félögum boðið að fá vara- fulltrúa í miðstjóm en því var hafn- að. Á þriðja þúsund félagsmenn era að baki þingfulltrúum félaganna sem eiga beina aðild að ASI. „Einir út á gaddinn“ Með samþykktum um ný lög Al- þýðusambands íslands, ÁSÍ, fær Bifreiðastjórafélagið Sleipnir ekki lengur beina aðild að sambandinu þar sem það telur félagið ekki upp- fylla skilyrði nýrra laga sem lands- samband eða landsfélag. „Við erum komnir hér einir út á gaddinn, að okkar mati,“ sagði Óskar Stefáns- son, formaður Sleipnis, við Morgun- blaðið á ASÍ-þinginu í gær. Óskar mótmælti þessu í laga- og skipulagsnefnd þingsins í gærmorg- un og bar fram tillögu þess efnis að lögunum yrði breytt þannig að félög með beina aðild gætu áfram átt aðild að ASÍ. Tillögu Oskars var hafnað á þeim forsendum að hún hefði komið of seint fram og hlaut því ekki efnis- lega umfjöllun á þinginu. Deilur um nýja brú á Eyvindará Umhverfísráð vill framkvæmdaleyfi MEIRIHLUTI umhverfisráðs Aust- ur-Héraðs samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að gefið verði út fram- kvæmdaleyfi íyrir nýrri brú á Ey- vindará. Þar með er hafnað hug- myndum um að leiða umferðina frá Seyðisfirði fram hjá þéttbýlinu á Eg- ilsstöðum. Umhverfisráð klofnaði í afstöðu til framkvæmdaleyfisins. Fulltrúi minnihluta sveitarstjórnar lagði til að afgreiðslu yrði fréstað og greiddi ann- ar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins at- kvæði með þeirri tillögu en hún var felld með atkvæðum hins sjálfstæðis- mannsins og tveggja fulltrúa Fram- sóknarflokksins. Þrír síðamefndu fulltrúamir stóðu síðan saman að af- greiðslu málsins en þeir sem stóðu að frestunartillögunni greiddu atkvæði á móti. í bókun meirihluta umhverfis- ráðs er vísað til þess að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og úrskurð skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum. Dregið verði úr hraða Samþykkt umhverfisráðs gengur nú til bæjarstjómar sem tekur af- stöðu til hennar á fundi í næstu viku. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en eftir hann. A mánudag var bæjarstjóm afhent áskoran 125 íbúa sveitarfélagsins þess efnis að ekki verði gefið út fram- kvæmdaleyfi fyrr en íbúum sveitarfé- lagsins hafi gefist tækifæri til þess að gera athugasemdir við aðalskipulag sveitarfélagsins sem er í vinnslu. Hef- ur í því efni verið horft til mögulegrar annarrar staðsetningai’ brúarinnar, við svokallað Melshorn, og myndi þá umferð verða beint fram hjá þéttbýliskjamanum á Egilsstöðum. Eyþór Elíasson, formaður um- hverfisráðs, sagði í gærkvöldi að áskoranirnar yrðu teknar fyrir í bæj- arstjóm. Hins vegar hefði nefndin fjallað um þau sjónarmið sem þar koma fram og lagt fram hugmyndir um Iækkun umferðarhraða, um að umferð gangandi vegfarenda yfir veginn yi’ði betur ti-yggð og að frá- gangi vegarins yi’ði breytt. Viðskíptablað Sérblað um viðskiþti/atvinnulíf Islendingar máttu þola tap fyrir Pólverjum / B4 Handknattleiksmenn Hauka eru óstöðvandi / B7 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.