Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 4

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vetur genginn í garð Morgunblaðið/Golli VETUR konungur er kominn í árvissa hcimsókn sína og fer hvergi verið hefur undanfarna daga er þó einkar frískandi að fara í góðan næstu mánuðina. Frostið bítur í kinnarnar og þykkustu skjólflíkurnar göngutúr og ekki er verra að hafa vinkonu sér við hlið til skrafs og eru dregnar fram til að verjast gaddinum. Þegar veðrið er stillt eins og ráðagerða í spássitúrnum. F élag- skipstjórnarmanna tekur afstöðu til verkfalls Fulltrúar Félags bryta, Félags matreiðslu- manna og Félags íslenskra skipstjórnar- manna legRl’a áherslu á að samstaða ríki innan félaganna. Síðastnefnda félagið tekur afstöðu til verkf allsboðunar í dag. Samtök atvinnulífsins segja einkennilegt ef ákvörð- un níu manns stöðvi millilandasiglingar. Morgunblaðið/RAX \ Farmenn innan Sjómannafélags Reykjavíkur fóru í verkfall 1. maí á liðnu j vori sem stóð í sex daga. Náðust þá samningar um 100 þúsund króna lágmarkslaun og mönnun skipa. Myndin var tekin í vor þegar unnið var við viðgerð skips sem lá bundið við bryggju vegna verkfallsins. Yfírlýsing frá fjöl- skyldu Einars Arnar FJÖLSKYLDA og unnusta Einars Arnar Birgissonar, sem saknað hef- ur verið síðan á miðvikudag í síðustu viku, sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni vilja fjölskylda og unnusta Einars Arnar Birgisson- ar að eftirfarandi komi fram. Undanfarið hafa ýmsar sögusagn- ir spunnist í kringum hvarf Einars Arnar. Meðal annars hafa fjármál Gaps Collection á íslandi, sem er verslun sem Einar Örn setti nýverið á laggirnar, dregist inn i þá umræðu. Þar hefur verið ýjað að því að um fjármálaóreiðu sé að ræða í hinu nýstofnaða fyrirtæki. Hið sanna í málinu er þetta: A vor- mánuðum tryggði Einar Örn sér söluumboð fyrir hin þekktu vöru- merki Gap, Old Navy og Banana Republic. I framhaldi af því fór hann að svipast um eftir fjárfestum sem gætu aðstoðað hann við að setja á laggimar verslun með framan- greindum vörumerkjum. Áhugi fjár- festa á þessu framtaki Einars Arnar var mikill, enda höfðu fjölmargir Is- lendingar reynt að tryggja sér sölu- umboð á þessum heimsþekktu vöru- merkjum. Það fór svo á endanum að sá aðili sem í dag er meðeigandi Einars Arn- ar að versluninni tók að sér að út- vega fjármagn til rekstursins. Það fjármagn hefur hins vegar ekki skil- að sér. Það varð að samkomulagi þeirra á milli að eignaskipting fé- lagsins yrði þannig að Einar Örn ætti 80% en meðeigandinn 20%. Það samkomulag stendur óhaggað. Nákvæm athugun á fjármálum verslunarinnar, þar sem ættingjar og unnusta Einars Arnar hafa notið liðstyrks viðskiptabanka fyrirtækis- ins, hefur staðfest að allt sem snýr að fjármálum þess er með eðlilegum hætti. í fyrsta lagi er fyrirliggjandi að allar áætlanir varðandi kostnað við að koma versluninni á laggimar stóðust fullkomlega. í öðru lagi ligg- ur fyrir .að allt það fjármagn sem þurfti til að koma versluninni á stofn kom frá viðskiptabanka hennar. I þriðja lagi gáfu sölutölur fyrstu starfsdaga verslunarinnar ekki til- efni til annars en bjartsýni varðandi framhald rekstursins. Af framansögðu er ljóst að allar sögusagnir um óreiðu í fjármálum Gaps Collection á íslandi eru úr lausu lofti gripnar, hvað sem kann að líða fjármálum meðeiganda Einars Arnar.“ NÍELS S. Olgeirsson, formaður Matvíss, segir að full samstaða sé með Félagi bryta, Félagi matreiðslu- manna og Félagi íslenskra skip- stjórnarmanna en síðast nefnda fé- lagið hafi farið í sérviðræður og því hafi þau ekld öll boðað verkfall á sama tíma. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Félags skipstjómar- manna, segir að þar sem viðræður við atvinnurekendur stæðu yfir hefði verið ákveðið að setja ekki stíflu í þær, en ákvörðun um framhaldið verður tekin á félagsfundi fyrir há- degi í dag. Eins og fram kom í gær boðaði Fé- lag bryta verkfall á kaupskipaflotan- um frá og með kl. 12 á hádegi 20. nóv- ember nk. en Félag matreiðslumanna 12 tímum síðar eða frá og með mið- nætti sama dag. Félögin era í Matvís, sem er landssamband Bakarasveina- félags Islands, Félags framleiðslu- manna, Félags íslenskra kjötiðnaðar- manna, Félags matreiðslumanna og Félags nema í þessum greinum en það var stofnað 1996. Matvís er í ASÍ og auk þess er Félag matreiðslu- manna í Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. „Við eram því þar með Félagi íslenskra skipstjómarmanna og F élagi bryta,“ segir Níels og bætir við að Félag bryta og Félag mat- reiðslumanna hafi verið samstiga í verkfallsboðuninni en Félag ís- lenskra skipstjómarmanna ekki ver- ið með í aðgerðunum vegna sérvið- ræðna við atvinnurekendur. „Þetta er tímasetning sem við voram búnir að ræða en þó öll félögin hafi ekki boðað verkfall á sama tíma er full samstaða hjá okkur,“ segir hann. Viðræður á viðkvæmu stigi Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Félags skipstjómarmanna, segir það rétt að rætt hafi verið um að öll félögin hefðu samflot varðandi verkfallsboðun, en þar sem Félag skipstjómarmanna hafi verið í við- ræðum við viðsemjendur hafi ekki verið talið skynsamlegt að boða verk- fall á sama tíma. „Við höfum verið að varpa hug- myndum á milli okkar og atvinnurek- enda, sem era langt frá því að vera útræddar," segir hann. Hann tekur undir með Níelsi og segir að ekki vanti samstarfsvilja hjá skipstjómar- mönnum með brytum og kokkum heldur hafi þessar viðræður komist á ágætis skrið og talið væri að grand- völlur til samninga væri fyrir hendi. „Þetta er ein ástæða þess að við höf- um dokað við en við höfum boðað fé- lagsfund i fyrramálið (fyrir hádegi í dag, fimmtudag) til þess að taka ákvörðun um það,“ segir Guðjón, en verkfall verður að boða með viku fyr- irvara. Allir ósáttir Níels segir að launakjör biyta og kokka hafi ekki alveg verið í takt við launakjör annarra sjómanna á kaup- skipum. Aðgangur að kokkum hafi verið erfiður vegna þess að þeir hafi verið í tveimur félögum, Félagi bryta eða Félagi matreiðslumanna, og því hafi þeir jafnvel verið fyrir hver öðr- um. Hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að fara alveg samstiga í samningagerðina eins og verkfalls- boðunina. „Mér heyrist reyndar skipstjórar og stýrimenn vera mjög ósáttir við sín kjör miðað við önnur kjör um borð í skipunum. Á sínum tíma vora félög- in sammála um ákveðið mynstur um röðun í launastiga, skipstjórinn efst- ur og svo koll af kolli, en þetta hefur riðlast að undanfórnu. Hásetarnir hafa verið duglegri og Sjómannafélag Reykjavíkur hefur verið duglegra að ná kjöram og kjarabótum fyrir sína menn enda ósparari, hafi aðgerðir þurft með, en við höfum lítið haft okk- ur í frammi," sagði Níels. Ákvörðun fárra manna Samtök atvinnulífsins töldu ástæðu til að fara yfir lögmæti boðun- ar verkfallsins en Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að enn sé verið að fara yfir þann þátt málsins. Hann segir óeðli- legt að tvö félög taki sig út úr með þessari verkfallsboðun. Af 12 atkvæðisbæram mönnum \ Félagi bryta hafi fimm greitt atkvæði en fjórir af níu í Félagi matreiðslu- manna og það væri einkennilegt ef stöðvun millilandasiglinga væri í höndum níu manna og alls ekki full- trúa allra sem viðræður stæðu vfir við. 13 skip geta stöðvast Boðað verkfall nær til rúmlega 20 manna á 13 skipum; sjö skipa Eim- skips, tveggja frá Samskipurn, tveggja frá Olíudreifingu, eins salt- skips og Herjólfs. Ari segir að Samtök atvinnulífsins geri sér vonir um að samningavið- ræður fái eðlilegan tíma og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Umræddir samningar hafi rannið út 1. nóvem- ber og sáttasemjari sé rétt kominn að sáttaumleitunum í málinu. „Við telj- j um að það verði að gefa þessu betri ; tíma heldur en það að það sé viðun- andi að verkfall skelli á með þessum hætti næstkomandi mánudag." Félag íslenskra skipstjórnar- manna, Félag bryta og Félag mat- reiðslumanna eiga fund hjá sátta- semjara í dag en auk þess standa yfir viðræður við Vélstjórafélag íslands. Fyrsta skáldsaga Gudrúnar Heleadóttur DDA LUG Guðrún Helgadóttir er einn þekktasti rithöfúndur þjóðarinnar. Hér kemur hún lesendum skemmti- lega á óvart með sinni fýrstu skáldsögu fyrir fullorðna. Oddaflug er litrfk og hrífandi frásögn um ást og söknuð, gleði og sorg, svik og vonbrigði. 1 GUÐRÚN HLLCADÓTTíR Guðrún Helgadóttir * VAKA HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.