Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 10

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Refsikafli laga um nytjastofna ónýtur? FULLYRT var á Alþingi í gær að refsikafli laga um umgengni um nytjastofna sjávar hefði enga þýð- ingu, en fram kom í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn að frá því lögin voru sett árið 1996 hefðu þrír aðilar sætt opinberri ákæru en enginn refsidómur fallið fyrir brot á þeirri grein laganna að skylt sé að hirða og koma með all- an afla að landi. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði sjávar- útvegsráðherra hve margir skip- stjórnarmenn og útgerðir hefðu sætt ákæru fyrir brot á umræddri lagagrein og hve margir skip- stjórnarmenn og útgerðir hefðu verið dæmd til refsingar fyrir brot á greininni. Þá spurði hann hve oft Fiski- stofa hefði beitt heimild laganna um að taka eða láta taka upp veið- arfæri sem ekki hefði verið vitjað með eðlilegum hætti og hve oft fiskistofa hefði krafið eigendur veiðarfæra, sem dregin hefðu verið úr sjó, um kostnað sem af því hlyt- ist. Ekki kunnugt um neina refsidóma í svari Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kom fram að sautján aðilar hefðu verið kærðir til lögreglu fyrir að kasta fiski í sjóinn og þrír þeirra sætt ákæru af hálfu ákæruvaldsins. Ekki væri kunnugt um neina refsidóma. Þá hefði Fiskistofa í einu tilviki látið draga veiðarfæri upp og í einu tilviki krafið eig- anda um kostnað. Jóhann sagðist hafa orðið fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Ársælsson bar fram tvær fyrirspurnir á Alþingi í gær. ALÞINGI miklu áfalli við að heyra þessar upplýsingar og sagði ljóst að lög sem verið hafa í gildi frá 1996 virkuðu ekki neitt og refsikaflinn væri ónýtur og hefði enga þýðingu. Samkvæmt lögunum varða brot gegn ákvæðum laganna sektum, hvort sem þau eru framin af ásetn- ingi eða gáleysi, og sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum. Rætt um Schengen og fíkniefni Samvinna við önnur lönd for- senda árangurs FÍKNIEFNAMÁLIN voru ofar- lega á baugi á Alþingi í gær en Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra svaraði þá tveimur fyrirspurnum sem tengdust inn- flutningi fíkniefna og fíkniefnanotk- un. Fram kom m.a. í máli Sólveigar að sérstakar aðgerðir væru í bígerð á Keflavíkurflugvelli og átak hjá tollayfirvöldum vegna ólöglegs inn- flutnings á eiturlyfjum. „Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei áðui1 hefur lögreglan náð jafnmiklum árangri í baráttu við fíkniefnin og undanfarin ár,“ sagði hún. Sólveig benti á að lögreglan hefði aldrei lagt hald á jafnmikið magn fíkniefna og að undanförnu, aldrei hefðu fleiri verið ákærðir og dæmd- ir til jafnþungra refsinga. „Nú þeg- ar hefur sýnt sig áþreifanlega að þessi brotastarfsemi teygir sig út fyrir landsteinana og samvinna við lögregluna í Evrópuríkjunum er ekki bará gagnleg heldur alger for- senda í mörgum málum,“ sagði hún m.a. í svari sínu við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, um gildistöku Schengen-samkomulags- ins. Steingrímur hafði gagnrýnt sam- komulagið og bent á að persónuyf- irlit á landamærum yrði úr sögunni þegar það tekur gildi hér á landi en fram kom í máii Sólveigar að það á að gerast 25. mai’s á næsta ári. Halldór Ásgi’ímsson utanrikisráð- herra tók þátt í þessari umræðu í gær og fullvissaði þingmenn um að ekki myndi draga úr fíkniefnaeftir- liti á Keflavíkm’flugvelli við gildis- töku Schengen. Greindi hann m.a. frá því að starfsemi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli hefði verið end- urskipulögð og nýtt skipurit myndi taka gildi um næstu áramót. „Stöðugildi hafa verið færð milli deilda í því skyni að efla þær, auk þess sem það er í undirbúningi að ráða nýja lögreglumenn til embætt- isins,“ sagði Halldór. Starfsemin endurskipulög'ð Hann rifjaði einnig upp að starf- semi fíkniefnadeildar Tollgæslunn- ar á Keflavíkui-flugvelh hefði verið endurskipulögð fyrir rúmu ári og tollgæslumönnum þá fjölgað um tvo. Fram kom í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar, Samfylkingu, um fíkniefnanotkun í fangelsum, að því miður væru dæmi um slíka notkun en mun færri tilvik hefðu hins vegar komið upp að undan- förnu en áður, auk þess sem þar væri varla um séríslenskt vandamál að ræða. Fíkniefnamálin ber aftur á góma í sölum Alþingis í dag en þá fer fram utandagskrárumræða um ein- angrunarvistun fanga og fjárskort fíkniefnalögreglunnar. Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu, er málshefjandi en dómsmálaráðherra verður til andsvara. Sjálfseignar- stofnun um fræðslu fatlaðra Framtíð víkingaskipsins rædd á Alþingi BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra hefur skrifað Öryrkja- bandalagi íslands og Þroskahjálp bréf þar sem farið er fram á við- ræður um stofnun sjálfseignar- stofnunar sem taki við núverandi verkefnum Fullorðinsfræðslu fatl- aðra. Er gert ráð fyrir að tillögur um næstu skref liggi fyrir innan tíðar, að því er fram kom í máli ráðherra á Alþingi í gær. Ásta R. Jóhannesdóttir, Sam- fylkingu, hafði lagt fram fyrir- spurn til menntamálaráðherra um fullorðinsfræðslu fatlaðra. í svari Björns kom fram að fullorðins- fræðslan stæði öllum fötluðum til boða. Hins vegar hefði verið stefnt að því innan ráðuneytisins að skapa skýrari starfsgrundvöll fyrir hana. byrjun þessa árs og var hlutverk hans að semja drög að skipulags- skrá fyrir sjálfseignarstofnun sem annist um og reki fullorðins- fræðslu fyrir fatlaða á landinu öllu. Sagði Björn að tillögur hópsins fælu í sér að stofnaðilar yrðu Ör- yrkjabandalagið og Þroskahjálp, ásamt menntamálaráðuneytinu. Ennfremur að hópurinn hefði ályktað að ráðuneytið beitti sér fyrir rekstrarframlagi til stofnun- arinnar sem yrði eigi lægra en það sem nú rynni til fullorðinsfræðsl- unnar. Björn sagði að til að þjóna öllu landinu mætti t.d. koma upp sér- stökum deiidum á landsbyggðinni eða stofna til samstarfs við starf- andi símenntunarmiðstöðvar sem nú hefðu verið stofnaðar í öllum Vilja að ríkið s kaupi Is- lending BJÖRN Bjarnason menntaniála- ráðherra sagði í fyrirspumatíma á Alþingi ígær að ef eigandi lang- skipsins Islendings vildi selja skipið þyrfti að huga að því að kaupa það til fslands. Björn sagði að ef af yrði þyrfti að búa þannig um hnútana að varðveisla þess yrði með reisn. Kom fram í máli hans að eðlilegast væri að rfldð fæli Sjúminjasafninu það til varðveislu ef af kaupum yrði á veg- um þess. Júhann Ársælsson, þing- maður Samfylkingar, hafði spurt menntamálaráðherra hvort; hann hygðist beita sér fyrir því að íslend- ingtir, skip Gunnars Marels Egg- ertssonar, yrði varðveittur á Islandi. Sagði Júhann skipið hafa gert fræga för vestur um haf nú nýlega í tilefni landafundaársins. Bjöm sagðist fyrir sitt lcyti ekki afhuga þessum hugmyndum en vís- aði siðan til þess að fyrir borgarráði lægi fyrir tillaga frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um að Reykjavik leitaði eftir kaupum á Islendingi svo að hægt væri að staðsetja það í nýju menningarhúsi sem er í undirbún- ingi. „Ef rfldð eignast þetta skip lægi beinast við að beina því til Sjú- minjasafnsins, sem er safn á vegum ríkisins og annast varðveislu gam- alla skipa, að annast skipið," sagði ráðherra síðan. „Það em gi-einilega mörg tækifæri uppi ef menn vilja að þetta skip komi til landsins en af minni hálfu hefur í sjálfu sér ekki neitt ákveðið verið mútað í þeim efn- um.“ Árni Johnsen, Sjálfstæðis- flokki, fagnaði afstöðu ráðherrans en þingmenn stjúrnarandstöðunn- ar gagnrýndu hann fyrir að hafa lítið hugað að þessu máli og hvöttu margir til að ríkisstjúrnin kannaði möguleika á kaupum á skipinu og kæmi þannig í veg fyrir að það yrði selt hæstbjúðanda í Banda- rflqunum. Meðal annars benti Rannveig Guðmundsdúttir, Sam- fylkingu, á að þegar hefði komið fram að skipið er til sölu. Þuríður Backman, þingmaður VG, benti jafnframt á að til stæði að koma upp sögusafni um landnámstimann í einum tanki Hitaveitunnar í Öskjuhlíð. Sagði hún að það kynni að vera verðugt samstarfsverkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og ann- arra aðila að geyma skipið þar. Björn sagði að ekkert mælti á múti j>ví af sinni hálfu að skipið kæmi til Islands, hvort sem það yrði á veg- um ríkisins, Reykjavíkurborgar eða annarra aðila. „Aftur á múti er ljúst að menntamálaráðherra hefur ekki umboð til þess að kaupa þetta skip fyrir hönd ríkisins. En ef til mín er leitað og ef þingmenn úska þess að ég beiti mér sérstaklega í þessu máli skal ég kanna hver staða þess er og kynna mér afstöðu skipstjúrans og eiganda skipsins.“ Sagðist Björn telja að kanna þyrfti hvort ekki ætti fremur að nota skipið til þess að kynna ísland frek- ar í Vesturheimi. Vel yrði að huga að því að nýta þá útrúlegu kosti sem fælust í að eiga þetta skip. Skipaði ráðherrann starfshóp í _____________ Alþingi Dagskrá FUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30. Um 13.30 fer fram ut- andagskrárumræða um einangr- unarvistun fanga og Qárskort fíkniefnalögreglunnar en dag- skrá er annars þessi: 1. Brottför hersins og yfirtaka fslendinga á rekstri Keflavík- urflugvallar. Frh. fyrri um- ræðu. (Atkvgr.). 2. Ófrjúsemisaðgerðir 1938- 1975,beiðni um skýrslu. 3. Starfsskýrsla Ríkisendur- skoðunar 1999. 4. Skýrslur umboðsmanns Al- þingis 1998 og 1999. 5. Innflutningur dýra. 1. um- ræða. Jarðalög.l. umræða. 6. Skipulags- og byggingarlög. 1. umræða. 7. Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Rams- ar-samningsins. Fyrri um- ræða. 8. Jöfnun flutningskostnaðar á sementi. 1. umræða. 9. Verðbréfaviðskipti. 1. um- ræða. 10. Greiðsla kostnaðar við opin- bert eftirlit með fjármála- starfsemi. 1. umræða. 11. Ábyrgðarmenn. 1. umræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.