Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 1 5 Framkvæmdir við Reynisvatnsveg og mislæg gatnamót Vesturlands- og Víkurvegar hefjast 2001 Vegir og gatnamót gerð fyrir 650 m.kr. Vesturlandsvegur FRAMKVÆMDIR við ný mislæg gatnamót við Víkur- veg, Vesturlandsveg og Reynisvatnsveg hefjast á næsta ári. Samkvæmt tillögu að matsáætlun er heildar- kostnaður verksins um 650 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að gatnamótin verði byggð upp í fjórum áföngum eftir því sem um- ferð vex og þörf verður fyrir afkastameiri gatnamót. Haf- ist verður handa við fyrsta áfangann strax á næsta ári, en kostnaður við hann er um 390 milljónir króna, gera má ráð fyrir að gatnamótin verði tekin í notkun um árið 2002. Ekki er ráðgert að ljúka þriðja og fjórða áfanga gatnamótanna fyrr en eftir árið 2008. Mislægu gatnamótin verða þannig að tvöföld brú mun tengja Grafarvog og Grafar- holt en umferð um Vestur- landsveginn mun fara undir brúna, framkvæmdin er samstarfsverkefni Vegagerð- arinnar og Reykjavíkurborg- ar. Fyrirhuguð mannvirki eni ekki fyllilega í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Staðsetning brúnna yfir Vesturlandsveg hefur færst rúmlega 100 metra til norð- austurs og hringtorgið á Víkurveginum og rampar að því taka töluvert svæði sem ekki var sérstaklega gert ráð fyrir á aðalskipulagsupp- drætti. Veghelgunarsvæði þarf því að færast til og breytast. Borgarráð sam- þykkti á fundi sínum í síð- ustu viku að auglýsa breyt- ingu á aðalskipulagi, með fyrin'ara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, til þess að fyrirhugaðar fram- kvæmdir samræmist aðal- skipulagi. Fyrsti áfangi Reynisvatnsvegar I fyrsta áfanga á árinu 2001 verður syðri brúin byggð með einni akrein í hvora átt. Víkurvegur verður byggður með hringtorgi, ljósagatnamótum og römp- um og núverandi gatnamót- um Víkurvegar við Vestur- landsveg verður haldið með tengingu að hringtorginu. Þessi nýi kafli Víkurvegar verður um 750 metra langur frá tengingunni á Keldna- holti að ljósagatnamótunum. Samhliða fyrsta áfangan- um mun Reykjavíkurborg leggja fyrsta áfanga Reynis- vatnsvegar í framhaldi Vík- urvegar til austurs að Jóns- geisla, næstu safngötu frá íbúðarhverfum í Grafarholti. f fyrstu verður Reynisvatns- vegur tvær akreinar, en hann mun verða breikkaður í fjórar akreinar þegar þörf krefur. Ráðgert er að gera hringtorg við Jónsgeisla og undirgöng fyrir gangandi vegfai’endur. Aætlaður kostnaður vegna fram- kvæmdanna við Reynis- vatnsveg er um 135 milljónir króna. í öðrum áfanga mislægu gatnamótanna, sem sam- kvæmt skýrslunni um tillögu að matsáætlun er áætlað að ráðast í árið 2003, verða nú- verandi gatnamót Víkurveg- ar við Vesturlandsveg lögð niður. Ný aðrein verður gerð frá Víkurvegi neðan við hringtorgið að Vesturlands- vegi fyrir umferð til suðurs og ný frárein frá Vestur- landsvegi að hringtorginu fyrir umferð frá Mosfellsbæ. Samkvæmt umferðarspám verður þörf fyrir annan áfanga á árinu 2003, en fjár- veitingar hafa ekki verið ákveðnar í vegaáætlun 2000 til 2004, en vegaáætlunin verður endurskoðuð árið 2002. Þriðji áfangi árið 2008 Áætlað er að hefja fram- kvæmdir við þriðja áfangann árið 2008 og verður nyrðri brúin þá byggð og Víkurveg- ur breikkaður, þannig að það verða tvær akreinar í hvora átt frá hringtorginu á Víkur- vegi að ljósagatnamótum við Grafarholt. Vegrampi frá Vesturlandsvegi og að ljósa- gatnamótunum verður einn- ig tvöfaldaður. I fjórða áfanga verður gerð slaufa til hægri af Víkurvegi fyrir um- ferð, sem kemur norðvestur yfir brúna og aðrein að Vest- urlandsvegi til suðvesturs. Við kynningu á drögum að matsáætlun komu fram at- hugasemdir frá Skipulag- sstofnun, Náttúrvernd ríkis- ins og Veiðimálastjóra. Vegna framkvæmdarinnar verða umhverfisþættir skoð- aðir og er þar einkum um að ræða náttúrfarsþætti, loft- gæði og hljóðstig. í námunda við fram- kvæmdasvæðið rennur Úlf- arsá, sem er á náttúruminja- skrá, en gæta þarf sérstakrar varúðar við alla vinnu í námunda við ána til að koma í veg fyrir óþarfa jarðrask. Yfirborðsvatn í settjarnir Hollustuvernd ríkisins hefur bent á nauðsyn þess að fjalla um vatnsverndar- mál í tengslum við fram- kvæmdina auk hættu á mengun á framkvæmdatíma. Veiðimálastjóri hefur gert athugasemdir við afrennsli af veginum í Úlfarsá. Til þess að raska vatnsbúskap Úlfarsár sem minnst er fyr- irhugað að hreinsa yfir- borðsvatn í settjörnum áður en það rennur í ána. Gatna- málastjóri vinnur að út- færslu á þessum þætti í sam- ráði við sænskt ráðgjafar- fyrirtæki. Stefnt er að því að gera fjórar settjarnir norðan Víkurvegar og Reynisvatns- vegar, sem afrennslisvatni af vegum verður veitt í áður en það rennur í Úlfarsá. í tjörnunum verður fleytt ofan af hugsanlegri olíubrák og botnfelldur sandur og þung- málmar. Eins og kom fram að ofan gerði veiðimálastjóri athuga- semd við afrennsli, en hann bendii' einnig á að fram- kvæmdum verði hagað þann- ig að þær trufli ekki veiði á ánni yfir sumarið. Einnig vill hann að haft verði samráð við sérfræðinga Veiðimála- stofnunar ef óvænt tilvik koma upp varðandi hugsan- leg áhrif framkvæmdarinnar á Úlfarsá. BOSS HUGO BOSS eterna Benvenuto. gardeur strellson BERTONI LACOSTE BELLINI 50 -70% AFSLÁTTUR AF MERKJAVÖRU FRABÆRIR UTIJAKKAR ■ ' . * HeirrEL UR ULL KR. 12.900 outlet SÍMI 568 951 2 SUÐ URLANDSBRAUT 54 BLÁU HÚSIN VIÐ HLIÐINA Á T0PPSKÓR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.