Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hugrnyndir um að breyta Alþýðuhúsinu í hótel Framkvæmt verður fyrir 1.477 milljónir við skóla Morgunblaðið/RAX Alþýðuhúsið á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Miðborg UPPI eru hugmyndir um að breyta Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 til 10 í hótel, en eigandi hússins, sem er Al- þýðuhús ehf., hefur undanfar- in tvö ár fengið nokkur form- leg og óformleg tilboð í húsið þrátt fyrir að það hafi ekki verið auglýst til sölu. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Óttar Yngvason, stjórnarformann Alþýðuhúss ehf. „Húsinu yrði aldrei breytt í hótel af okkur,“ sagði Óttar. Það má eiginlega segja að húsið hafi verið hálfpartin til sölu í ein tvö ár án þess að vera auglýst. Við höfum að minnsta kosti verið að fá til- boð í það öðru hvoru. Það eru ýmsir að tala við okkur, en maður veit ekki hvað verður úr því.“ Leigusamningum sagt upp Húsið er um 2.000 fermetr- ar og þar eru nú skrifstofur og tveir skemmtistaðir, sem staðsettir eru á jarðhæð, en það eru nektardansstaðurinn Club 7 og skemmtistaðurinn Spotlight. Óttar sagði að húsið, sem var byggt í kringum 1930, hefði upphaflega verið hannað sem hótel, en að það myndi tæplega standast nútímakröf- ur sem gerðar væiu til hótel- bygginga og því myndi þurfa að breyta húsnæðinu töluvert ef hefja ætti hótelrekstur þar. Óttar sagði að nýlega hefði öllum leigusamningum verið sagt upp. „Við höfum verið að leysa leigusamninga, þannig að þeir losna flestir á fyiri hluta næsta árs, en sumir eru til lengri tíma. Það er svo erfitt að ræða hlutina með leigu- samninga fasta langt fram í tímann. Við sögðum því öllum leigusamningum upp bæði til þess að samræma losunar- tíma og eins til að hafa samn- ingana lausa með fyrirvara." Óttar sagðist ekki geta gef- ið upp hvaða aðilar það væru sem hefðu lýst yfir áhuga á húsnæðinu og að breyta því í hótel, þar sem þær umræður hefðu farið fram í fyllsta tnín- aði. Eins og kom fram hér að of- an er húsið um 70 ára gamalt og sagði Óttar að viðhald hefði verið í lágmarki. „Það er allt í lagi með húsið, en það hefur ekkert verið stórendurnýjað, enda kostar það mikla peninga eftir svona langan tíma.“ Ottar sagðist ekki vita ná- kvæmlega hvað húsnæðið væri metið á en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki ólíklegt að það sé met- ið á um 200 milljónir króna eða um 100 þúsund krónur fermetrinn. Reykjavík 1.477 milljónum króna verður varið til framkvæmda við grunnskóla borgarinnar á næsta ári, samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í fyrradag. Að mestu leyti er um að ræða framkvæmdir til að tryggja að takist að einsetja alla skóla borgarinnar á árinu 2002. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar, forstöðumanns byggingadeildar borgarverk- fræðings, verður 24 milljónum af framlaginu varið til upp- gjörs vegna framkvæmda við Austurbæjarskóla en þar er verið að byggja fjórar kennslu- stofur ofan á gömlu spennu- stöðina milli Austurbæjar- skóla og Vörðuskóla. Einnig verður keyptur búnaður til skólans og vinnuaðstaða kenn- ara endurbætt. Sex milljónum króna verður vaiið til frumkönnunar vegna uppbyggingar við Laugames- skóla. Einnig er gert ráð fyrir framlagi til undirbúnings byggingar fjölnotasalar og nemendaeldhúss við Lang- holteskóla. Áfram verður haldið við byggingu tveggja af nýjustu skólum borgarinnar, Borga- skóla og Víkurskóla. Fram- kvæmdum við Borgaskóla á að ljúka næsta haust. Við Víkur- skóla verður haldið áfram við uppsteypu en hluti almennra kennslustofa verður tekinn í notkun á næsta ári. Fullbúinn verður Víkurskóli árið 2002. 400 fermetra viðbygging við Álftamýrarskóla Við Álftamýraskóla er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir um 100 m.kr. á næsta ári. Þeg- ar hefur verið byggt í innigarði við skólann 200 fermetra tölvu- ver og bókasafn en eftir er að Ijúka um 400 fermetra við- byggingu milli skólahússins og íþróttahússins. Þær fram- lwæmdir kalla á að flutt verði til ræsi sem liggur undir yfir- borðinu þar á milli. Fram- kvæmdir eiga að hefjast á næsta ári og ljúka næsta haust. Við Árbæjarskóla verður haldið áfram einu stærsta verkefni ársins og varið til þess 152 m.kr. Lokið verður við uppsteypu viðbyggingar, sem hófst í fyn-a og lokið fullnaðar- frágangi á tengigangi og og samkomusal. Einnig verður unnið við breytingar á 2. hæð í eldra skólahúsinu. Ekki er áætlað að framkvæmdum ljúki fyrr en á árinu 2002. Byggt milli Hólabrekkuskóla og FB Gert er ráð fyrir 160 m.kr. framlögum til hönnunar og byggingarframkvæmda vegna viðbyggingar við Hólabrekku- skóla á næsta ári. Byggt verð- ur sunnan við skólahúsið, þ.e. milli Hólabrekkuskólans og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Stefnt er að því að viðbygging- in verði að mestu fullbúin næsta haust. Einnig verður varið fé til hönnunar og framkvæmda vegna viðbyggingar við Selás- skóla og þar eins og í Álfta- mýrarskóla þarf að ráðast í framkvæmdir við flutning ræsa og lagna áður en bygg- ingaíramkvæmdh- geta hafist. Þótt ekki sé gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrr en á árinu 2002 er mögulegt að unnt verði að einstja Selás- skóla um áramót 2001-2002, að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar. Hlíðaskóli og Vesturhlíð- arskóli sameinaðir? Foldaskóli verður einnig einsettur áiið 2002 en næsta ár verður varið 50 m.kr. til að hanna og hefja framkvæmdir við viðbyggingu. Einnig er gert ráð fyrii’ að hönnuð verði og hafíst fram- kvæmdir við viðbyggingu við Hlíðaskóla en einsetning þess skóla verður að veruleika áiið 2002. Við framkvæmdir þar verður m.a. hugað að mögu- leikum á því að flytja Vestur- hh'ðarskóla, sem er sérskóli fyrir heyrnarskert böm, inn í Hlíðaskóla þótt endanleg ákvörðun um það hafi ekki ver- ið tekin. Guðmundur Pálmi sagði að gert væri ráð fyrir að auk viðbyggingar á lóðinni þyrfti að ráðast í talsverðar breytingar eða endm-skipu- lagningu á eldra kennsluhús- næði. Sófatilboð! „Jósefina11 og „Tennesse“ sófar á frábæru tilboði. Seljum einnig nokkra sófa sem skemmst hafa í flutningum á u.þ.b. 1/2 virðil! w/ „Josefma“ svefnsófi 2 manna svefnsófi með lúxus springdýnu. Hér er engu til sparað til að ná fram hámarks þægindum. Fallegt áklæði úr 100% bómull. Útdreginn stærð 140x191 sm. „Tennesse" homsófi ÉRMERKT HANDKLÆÐI & HÚFUR Hellisgata 17 - 220 Hafnarfjörður Sfmi 565 0122 Fax 565 0488 myndsaumur@myndsaumur.is Netverslun: www.myndsaumur.is Þar sem gæði og gott verð fara saman. s^Tr»3'900" Herrafrakkarkr. 12-900. Flísjakkarkr.sm- FHsskyrturkr. 4.900, Katfwélkr. 1-490,- llll l! iinr"rl,r A9°. J Nýtt kortatimabil Opið alla daga 12-18 aðeins kr. ■ markaðstorgið _____________jhúsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Fréttir á Netinu v^mbl.is ALLTAf= eiTTHVAO HÝT7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.