Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Borgarafundur foreldra- og kennarafélags Síðuskóla
um byggingu íþróttahúss og samkomusalar
Morgunblaðið/Kristján
Fjölmenni var á borgarafundi um byggingu íþróttahúss og samkomusalar við Síðuskóla.
Verkefni sem nauð-
synlegt er að fara í
Elías Bi. Gíslason, formaður stjórnar foreldra- og kennarafélags Síðu-
skóla, Olafur Thoroddsen skólastjóri og Gunnar Gíslason, deildarstjóri
skóladeildar Akureyrarbæjar.
SKÓLANEFND Akureyrar sam-
þykkti í liðinni viku að leggja til við
bæjaryfirvöld að byggt verði íþrótta-
hús ásamt samkomusal við Síðuskóla
auk þess sem byggt verði íþróttahús
við Giljaskóla. Bæjarráð mun fjalla
um tillögur nefndarinnar á fundi sín-
um í dag, fimmtudag og endanleg af-
staða tekin til þeirra á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag í næstu viku en
þá verður fjárhagsáætlun fyrir árið
2001 jafnframt tekin til seinni um-
ræðu.
Bygging fjölnotasals við Síðuskóla
var efni borgarafundar sem stjóm
foreldra og kennarafélags Síðuskóla
efndi til á þriðjudagskvöld, en lengi
hefur það verið baráttumál foreldra
og starfsmanna skólans að ráðist
verði í slíka byggingu. Aðstöðuleysi
til íþróttaiðkunar og samkomuhalds
hefur lengi verið háð skólastarfinu.
Efnt var til undirskriftasöfnunar
meðal foreldra og íbúa í hverfinu fyr-
ir um ári og um 800 undirskriftir af-
hentar bæjaryfirvöldum í kjölfar
þess.
Elías Bj. Gíslason, formaður
stjómar foreldra- og kennarafélags
Síðuskóla, sagði á fundinum í fyrra-
kvöld að menn vildu knýja á um svör.
„Viðbrögð við málaleitan okkar hafa
verið rýr fram til þessa, eða allt þar
til í síðustu viku með samþykkt
skólanefndar. Það hefur mest farið
fyrir bijóstið á okkur að hafa ekki
fengið svör. Við gemm okkur grein
fyrir að ekkert gerist í málinu á
þessu ári og væntanlega ekki því
næsta heldur, en við viljum fá að vita
hvenær eitthvað gerist,“ sagði Eiías.
Búið við þrengsli frá upphafi
Ólafur Thoroddsen skólastjóri fór
á fundinum yfir byggingarsögu skól-
ans, en fyrstu íbúamir fluttu í Síðu-
hverfi árið 1979. Fyrst var farið að
ræða byggingu skóla þar árið 1982.
Skólahald hófst árið 1984, en fyrsta
álman við skólann var tekin í notkun
haustið 1986. Skólinn hefur á þeim
tíma smám saman verið að byggjast
upp en ávallt búið við mikil þrengsli.
Börn í 1. til 7. bekk stunda íþróttir
í sal á Bjargi en eldri bömin í
íþróttahúsi Glerárskóla. Öll börnin
sækja sundkennslu í sundlaug við
Glerárskóla. Ekki er rúm fyrir alla
almenna kennslu í skólanum, þannig
að notast er við lausar kennslustof-
ur, húsnæði í Glerárkirkju og víðar.
Skólinn telst nú fullbúin, nema hvað
íþróttaaðstöðuna vantar. Ólafur tel-
ur að á næstu 5 áram muni nemend-
um skólans fækka og þá verði hægt
að kenna öllum innan veggja hans.
„Skólinn hefur starfað í 16 ár og okk-
ur þykir nú orðið tímabært að fá
stærstu kennslustofuna í notkun,
þ.e. íþróttahúsið,“ sagði Ólafur, en
hann benti á að því fylgdi margvís-
legt óhagræði að hafa ekki slíkt hús-
næði við skólann. Skóladagurinn
væri lengri þar sem senda þyrfti
bömin lengra til að stunda íþróttir
og sund og þau hneigðust fremur til
að skrópa í þessum tímum, erfiðara
væri að útbúa stundatöflu, íþrótta-
kennaramir væru einangraðir frá
kennarahópnum og tómstundastarf
skólans byrjaði seinna og væri
lengra fram á kvöldið svo einhver
dæmi séu tekin.
Taldi Ólafur nauðsynlegt að við
skólann yrði byggt hæfilega stórt
íþróttahús sem innangengt væri úr
inn í húsnæði skólans.
Fer að komast á dagskrá
Gunnar Gíslason, deildarstjóri
skóladeildar Akureyrarbæjar, sagði
að bærinn hefði á síðustu áram ráð-
ist í miklar framkvæmdir við grann-
skólana og kæmi þar tvennt til. Ann-
ars vegar eftir að ákvörðun var tekin
um að allir skólar bæjarins yrðu ein-
setnir, en því markmiði var náð árið
1998 og hins vegar í kjölfar ákvörð-
unar um að þeir yrðu hverfisskólar.
Það kallaði á nýbyggingar við Lund-
arskóla, Oddeyrarskóla og Síðu-
skóla. Kostnaður við þær nemur um
800 milljónum króna.
„Það gefur auga leið að eitthvað
verður undan að láta, þegar farið er í
svo umfangsmiklar framkvæmdir,“
sagði Gunnar. Hann bætti við að
samkvæmt forgangsröðun skóla-
nefndar frá í síðustu viku varðandi
framkvæmdir við grannskólana væri
ekki spurning um að farið yrði í um-
ræddar framkvæmdir, þó svo að enn
væri ekki ljóst hvenær það yrði ná-
kvæmlega, „en þetta fer að komast á
dagskrá," sagði hann.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri sagði að síðustu daga hefði
verið setið yfir skiptingu þeirra fjár-
muna sem ætlaðir eru til fjárfestinga
á næsta ári og myndi bæjarráð
ganga frá skiptingunni á fundi í dag,
fimmtudag. Þá kæmi í ljós hvert yrði
svar við óskum íbúa í Síðuhverfi um
byggingu við skólann.
Tímabil mikilla fram-
kvæmda í skólamálum
Ásgeir Magnússon, formaður bæj-
arráðs, sagði erfitt að finna tímabil
þar sem jafnmiklum peningum hefði
verið varið til skólamála á á síðustu
misseram, eða eftir að ákveðið var
að þeir yrðu einsetnir og heildstæð-
ir. Við blasti að fleiri þúsund fer-
metra skorti af skólahúsnæði og
kennslust
ofurnar hefðu þar haft forgang.
Það breytti hins vegar ekki því að
bygging íþróttahúss og samkomu-
sals við Síðuskóla væri verkefni
„sem við þurfum að haska okkur í“,
eins og hann orðaði það. Hann von-
aði að fjárveiting fengist á fjárlögum
næsta árs sem myndi duga til að
koma málinu af stað.
Jakob Björnsson bæjarfulltrúi
sagði almennan stuðning í bæjar-
stjórn við þetta verkefni og vilji væri
til þess að Ijúka skólabyggingunni.
Vel á annað hundrað manns sótti
fundinn og virtust fundarmenn al-
mennt ánægðir með þau svör sem
þar fengust og höfðu litlu við að
bæta, en í umræðum um stærð vænt-
anlegs íþróttahúss kom fram að í
sjálfu sér myndi 3-400 fermetra hús
duga, en hús af þeirri stærð þjónaði
hins vegar hagsmunum íþróttafélag-
anna ekki nægilega vel, þannig að
skoða þyrfti málið gaumgæfilega áð-
ur en ákvörðun yrði tekin.
Fyrsta Qárhúsbyggingin í aldar-
fjórðung rís á Barðaströnd
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Nanna Jónsdóttir og Gísli Gislason, sem eru bændur í Rauðsdal,
eru ánægð með nýju fjárhúsin sem þau eru að byggja.
Annaðhvort
að byg-gja
eða hætta
Bændurnir í Efrí-Rauðsdal á Barða-
strönd eru að byggja ný fjárhús en þar
er fjár- og kúabú. Helgi Bjamason
ræddi við ábúendur í ljósi þess að ekki
hefur verið ráðist í slíka framkvæmd
á þessum slóðum í aldarfjórðung.
GÍSLI Gíslason og Nanna Jóns-
dóttir búa í Efri-Rauðsdal. Þau
eiga raunar einnig Neðri-Rauðs-
dal og hafa sameinað jarðirnar.
Þau eru með rúmlega 200 kind-
ur á vetrarfóðrum og 18 kýr,
auk þess sem þau reka ferða-
þjónustu.
„Gömlu fjárhúsinu eru orðin
fimmtíu ára gömul og ónýt að
hluta. Annaðhvort var að hætta
með sauðfé eða byggja yfir það,
fyrst við erum í þessu á annað
borð,“ segir Nanna.
Fjölnota hlaða
Fjárhúsabyggingin er innflutt
stálgrindarhús sem er keypt í
heilu lagi. Telur Gísli að þetta
sé tiltölulega hagkvæm bygging.
Þau hjónin vinna sjálf mikið við
framkvæmdina og komast þann-
ig dável frá kostnaðinum. Fjár-
húsin rúma tæplega 300 kindur
og reikna þau með að fjölga
fénu smám saman til að fylla
þau.
Stór hlaða er byggð við húsin.
Rúllubaggaheyskapur er stund-
aður í Rauðsdal og því ekki
brýn þörf á hlöðu, að öðru jöfnu.
Gísli segir að þau hafi viljað
byggja hlöðuna strax, ekki síst í
ljósi þess að stundum komi
harðir vetur á þessum slóðum
og þá veiti ekki af því að hafa
heyið inni.
„Það er lítil hætta á að hlaðan
verði ekki notuð, nauðsynlegt er
að hafa aðstöðu til að skera hey
og vinnuaðstöðu við sauðburð-
inn og svo er alltaf þörf á
geymslum," segir Gísli.
Gjafagrindur
spara vinnu
Um þessar mundir er verið að
leggja grindur á gólfið í fjárhús-
unum en undir þeim er kjallari
sem taðið safnast í. Þau hjónin
eru ákveðin í að fá sér gjafa-
grindur frá Vírneti hf. í fjárhús-
in en það er nýjung á Barða-
strönd og jafnvel á Vestfjörðum
í heild enda nýbyggingar fjár-
húsa afar fátíðar og erfitt að
breyta gömlum húsum þannig
að hægt sé að setja upp gjafa-
búnað af þessu tagi.
Sjötíu kindur eru um hverja
gjafagrind og á ein heyrúlla að
duga þeim í þrjá daga. í þessu
felst mikill vinnusparnaður og
hagræðing. Dráttarvél er notuð
til að aka rúllunni úr hlöðunni í
gjafagrindina og aðeins þarf að
líta eftir grindinni og kannski að
stilla hana á milli gjafa. Engar
jötur verða í fjárhúsunum en
þær hafa sem kunnugt er fylgt
sauðfjárbúskap ansi lengi.
„Þetta er mesta hagræðingin
sem er á döfinni í fjárbúskapn-
um og er einkar þægilegt fyrir
þá sem vinna utan bús,“ segir
Gísli.
„Þetta slampast á meðan
ástandið versnar ekki. Og mað-
ur vonar að það fari að lagast úr
þessu,“ segir Nanna þegar þau
hjónin eru spurð að því hvort
ekki sé erfitt að ráðast í fjár-
festingar við þær erfiðu aðstæð-
ur sem eru í sauðfjárræktinni.
Ungt fólk á
mörgum bæjum
Búskapur virðist vera í ágætu
jafnvægi á Barðaströnd. Aðeins
einn sauðfjárbóndi seldi ríkinu
greiðslumark sitt í haust, eftir
því sem þau Gísli og Nanna hafa
fregnað. Og það er ungt fólk á
mörgum bæjum. Nokkrir bænd-
ur hafa hætt mjólkurframleiðslu
á undanförnum árum en það
hefur ekki orðið til þess að kvót-
inn í heild hafi minnkað að ráði
því þeir sem eftir eru hafa bætt
við sig.
„Þetta gengur á meðan mjólk-
in er sótt hingað og það verður
vafalaust gert á meðan hér eru
stór bú,“ segir Gísli en mjólkin
er lögð inn í Mjólkursamlagið í
Búðardal.