Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Ofnæmisvaldar
í hárlitunar- og
aflitunarvökva
DÖNSKU neytendasamtökin
hyggjast beita sér fyrir því að
sölubann verði sett á nokkrar teg-
undir hárlitunar- og aflitunar-
vöka. Tilefnið er heiftarleg of-
næmisviðbrög og brunasár sem
neytendur hafa orðið fyrir eftir
notkun þessara efna.
Þá ætla samtökin að reyna að fá
danskri löggjöf breytt þannig að
hættuleg efni verði bönnuð í hár-
litunar- og afiitunarvökvum.
í Berlingske Tidende er haft
eftir Heidi Sösted hjá dönsku
Neytendasamtökunum að það sé
ekki viðunandi að neytendur eigi á
hættu verulegan skaða af efnum
sem fást keypt í matvörubúðum.
Snyrtivörur eigi að vera þannig úr
garði gerðar að engin hætta sé á
miska. Og þá er sjálfsagt að banna
notkun efna sem valda ofnæmi,
segir hún.
Ennfremur kemur fram að á
umbúðum mai'gra hársnyrtivara
eru ekki nægilegar upplýsignar
um þau hættulegu efni sem eru í
vörunum. Framleiðendur geta því
ekki varið sig með því að neytend-
ur eigi að vita um hættuna sem
stafar af notkun þeirra.
Þótt tekið sé fram að vörur séu
ofnæmisprófaðar er það engin
trygging.
Hársvörðurinn getur skaðast af
efni sem prófað hefur verið á
handarkrika.
„Framleiðendur nota stundum
neytendur sem tilraunadýr fyrir
vörur sínar“, segir lögfræðingur
Dönsku neytendasamtakanna,
Sonny Kristoffersen. Lögfræð-
ingurinn mun stefna framleiðend-
um hættulegra hársnyrtivara.
Erfitt er að sanna fyrir rétti
þann skaða sem neytendur hafa
orðið fyrir vegna hættulegra efna
í hársnyrtivörum en Kristoffersen
telur að samtökin hafi nokkur
ótvíræð dæmi sem muni sannfæra
dómstóla.
,Á íslandi gildir reglugerð um
snyrtivörur sem byggð er á
ákvæðum tilskipana Evrópu-
sambandsins,“ segir Elín G. Guð-
mundsdóttir hjá eiturefnasviði
Hollustuvemdar ríkisins.
„Þar eru almenn ákvæði um
takmarkanir á notkun ýmissa af-
litunar- og hárlitunai'efna en frek-
ari takmarkanir og bönn hafa ekki
verið skoðuð hérlendis.“
Er ekki líklegt að umrædd efni í
Danmörku fáist einnig hér á
landi?
„Við getum alls ekki útilokað
slíkt og vitum reyndar að hér á
landi er verið að nota efni sem eru
þekkt að því að vera ofnmisvald-
ar.“
Aldrei grunur um kúariðu hérlendis
Kjötmjöl í fóðri jórturdýra
bannað frá árinu 1978
FRAKKAR stöðvuðu í vikunni
notkun fóðurs úr dýraafurðum fyrir
allan búfénað auk þess að banna
t-beinssteikur en þessar aðgerðir
eru liður í að spoma við hugsanlegri
útbreiðslu kúariðu.
Sigurður Öm Hansson aðstoðar-
yfirdýralæknir segir að hér á landi
hafi bann við notkun kjötmjöls í fóð-
ur fyrir jórturdýr verið í gildi frá
árinu 1978.
„Bannið hér á landi tók gildi
löngu áður en nágrannalöndin bönn-
uðu notkun kjötmjöls í fóður fyrir
jórturdýr. Þetta var varúðarráðstöf-
un yfirvalda til að tryggja að ekki
bærist smit með þessum afurðum."
Sigurður Öm segir að hér á landi
hafi aldrei komið upp granur um
kúariðu og að dýralæknar og aðrir
sem málið varðar séu beðnir um að
fylgjast náið með ef nautgripir sýna
einkenni um sjúkdóma í miðtauga-
kerfi. Ef minnsti granur hefur kom-
ið upp um sjúkdóma hafa verið tek-
in sýni sem fram til þessa hafa verið
í lagi.
Þegar Sigurður er spurður hvort
eftirlit verði hert með vöram eins og
innfluttum nautakrafti segir hann
að
ekki hafi komið til álita að banna
innflutning á slíkum vöram vegna
þess að því sé treyst að í löndum
þar sem nautariða hefur fundist séu
hættulegir veftr sem innihalda riðu-
smitefni fjarlægðir.
Að sögn hans er ekkert um inn-
flutning á nautakjöti núna. Fram til
þessa hefur einungis verið flutt inn
úrbeinað nautakjöt og það í litlum
mæli. Ef sótt væri um leyfí til að
flytja inn kjöt frá löndum þar sem
nautariða hefur fundist verður það
tekið með í mati á hvort eigi að leyfa
innflutning.
Rannsóknir styðja niðurstöður bresku neytendasamtakanna
Handfrjáls búnaður
eykur farsímageislun
London. Morgunblaðið.
NÝJAR rannsóknir bresku neyt-
endasamtakanna staðfesta niður-
stöður rannsókna sem gerðar voru í
apríl og sýna að handfrjáls búnaður
á farsíma dregur ekki úr örbylgju-
geislun við höfuð notandans, heldur
þvert á móti þrefaldar hana. Niður-
stöður úr fyrri rannsókninni voru
mjög umdeildar og drógu farsíma-
framleiðendur þær í efa.
Þeir sögðu þær stangast á við
niðurstöður úr eigin rannsóknum
sem þeir vildu samt sem áður ekki
gera opinberar en samkvæmt því er
þeir fullyrða, er geislun við höfuð
merkjanlega minni þegar hand-
frjáls búnaður er notaður.
Bresku neytendasamtökin hafa
nú eindregið ráðlagt farsímanot-
endum að treysta ekki á handfrjáls-
an búnað til þess að draga úr geisl-
um. Farsímaframleiðendur hafa
ítrekað neitað því að hafa markaðs-
sett handfrjálsa búnaðinn undir því
yfirskyni að hann dragi úr geislun
heldur sé hann einungis seldur til
Bresku neytendasamtökin ráð-
leggja fólki eindregið að treysta
ekki á handfijálsan búnað fyrir
farsíma til að forðast geislun.
þægindaauka fyrir neytendur.
í kjölfar niðurstaðanna í apríl
fyrirskipaði breska ríkisstjórnin
nýja ran'nsókn, sem unnin var á
vegum iðnaðar- og verslunarráðu-
neytisins. Þær niðurstöður birtust í
ágúst og voru í algjörri mótsögn við
rannsóknir neytendasamtakanna.
A sama tíma voru neytendasamtök-
in komin vel á veg með nýja rann-
sókn sem var enn ítarlegri en hin
fyrri. I niðurstöðunum nú segir að
enginn vafi leiki á því að handfrjáls
búnaður auki geislun en mælingar
iðnaðar- og verslunarráðsins í
ágúst hafi verið gerðar með öðram
og villandi hætti og séu því ekki
marktækar.
Þrátt fyrir að áhrif farsímageisl-
unar á heilsu fólks séu mjög um-
deild hafa rannsóknir í Bretlandi og
Svíþjóð, auk fleiri landa, gefið til-
efni þess að tengja farsímageislun
við krabbameinsmyndun, hjarta- og
nýrnasjúkdóma, MS og alzheimer.
Bresku neytendasamtökin hafa lagt
áherslu á að rannsókninni var ekki
ætlað að leggja mat á áhrif farsíma-
geislunar á heilsu fólks, einungis að
mæla magn geislunar.
Fyrirskipað að breyta
gjaldskrá vegna netsímtala
London. Morgunblaðið.
KOSTNAÐUR netfýrirtækja við að
bjóða viðskiptavinum upp á ókeypis
innhringiþjónustu í Bretlandi mun
lækka til mikilla muna eftir úrskurð
breska fjarskiptaefth'litsins, Oftel.
Það hefur fyrirskipað British Tele-
com að taka upp nýja verðskrá á sím-
tölum vegna netnotkunar frá og með
1. febrúar nk. og innheimta fast mán-
aðargjald óháð notkun í stað mínútu-
gjalds.
Mikil samkeppni hefur staðið yfir
meðal netfyrirtækja í Bretlandi frá
því í vor þegar bandaríska fyiirtækið
Alta Vista tilkynnti að það hyggðist
bjóða notendum sínum ókeypis inn-
hringiþjónustu með því að þeir hringi
inn í gjaldfrjáls númer og greiði því
ekkert fyrir símkostnað á meðan á
nettengingu stendur. í kjölfarið
íylgdi samhljóða yfirlýsing banda-
ríska samskiptafyrirtækisins NTL og
í framhaldi af því lýsti BT yfir því að
gjaldskránni yrði breytt, en NTL býr
yfir afar öflugu eigin samskiptanet-
kerfi um Bretland og þarf því ekki að
reiða sig á þjónustu BT.
BT hefur tekist að fresta
upptöku nýrrar gjaldskrár
BT hefur hins vegar hingað til tek-
ist að fresta því að taka upp hið fasta
mánaðargjald og hafa netfyrirtæki
tapað stórfé vegna þess að þau hafa
vanmetið þann tíma sem tæki Oftel að
þvinga BT til aðgerða. BT hafði heitið
því að hin nýja gjaldskrá yrði tekin í
notkun hið allra seinasta í desember.
Netfyrirtækin buðu viðskiptavin-
um sínum strax í vor upp á fast mán-
aðargjald án mínútugjalds fyrir sím-
töl og greiða þau sjálf þann
aukakostnað sem hlýst þai' af því net-
fyrirtækin greiða BT mínútugjald
fyrir netnotkun hvers viðskiptavinar.
Mörg gengu jafnvel svo langt að
bjóða upp á algerlega ókeypis þjón-
ustu en hafa svo þurft að draga tilboð
sitt til baka vegna þess hve kostnað-
urinn reyndist mikill. Nokkui- hafa
neyðst til að lýsa sig gjaldþrota.
Jákvæð þróun i þágu neytenda
Talsmenn netfyrirtækja i Bret-
landi hafa tekið þessum fregnum
fagnandi og telja að hin nýja gjald-
skrá BT muni gagnast neytendum
jafnt sem netheiminum í heild. Gert
er ráð fyrir að mánaðargjald verði um
1.200 ln'ónm’ en mörg netfyrirtæki
koma til með að greiða það niður að
fullu Sem dæmi um netfyrirtæki sem
greiða nú þegar niður símkostnað
notenda er bandan'ska netfyrirtækið
AOL sem býður upp á fast mánaðar-
gjald að andvirði um 2.000 krónur
óháð notkun.
Helstu rök BT hingað tii gegn því
að taka upp fast mánaðargjald í stað
mínútugjalds hafa verið þau að sím-
kerfið þoli ekki álagið sem skapist
vegna aukinnar netnotkunar. Oftel
gaf út þá tilskipun að ef raunin yi'ði sú
yi'ði að skapa aukið rými og yrði
kostnaði sem af því hlytist skipt hlut-
fallslega milli fjai'skiptafyrirækja þar
að lútandi.
Ríkisstjórnin telur
þetta mikilvægt skref
Tony Blaii', forsætisráðherra Bret-
lands, skýrði frá því í sl. vor að lægri
gjöld fyrir netþjónustu væra grand-
völlur fyrir því að hin nýja tækni nýtt-
ist ekki einungis fáum útvöldum.
Hann sagðist vonast til að allir Bretar
væra komnii' með nettengingu innan
fimm ára og líkti þróuninni í netheim-
inum við nýja iðnbyltingu. Nú era ein-
ungis einn af hveijum fimm Bretum
með nettengingu í samanburði við
annan hvem Bandaríkjamann. Benda
má á að í Bandan'kjunum era innan-
bæjarsímtöl án endurgjalds og þurfa
netnotendur því ekki að greiða sí-
mreikninga fyrir notkun Netsins þar.
rnm 'm,
TiPViiSSpK
Pcx sðtfulaðiWaíð kcx
Scvcr up O.S llr.
Tastc fercats pasta
Nijtt w,ð:)39 Jj
Vcrð
90
VírusiM Ue Þreps
Zðíir: Níi:
kr. 59 tcr- 1
Vcrð
I/'.
Ocrjtos Mnr tejtn’idjrZOOgr.
Vcrð áðjr: Vv:
•ojr : \ J: -v 4
kr. Z19 kr.
Tðblerorte 100 <jr.
I úðjr: \j: tm
5 kr. il9 tr. j
Tiibeðír ^jida í 20 U p p^rip s ve r s i u r urn Oiís urr *iit iard
Dagkjólar, heilir og tvískiptir
Jersey kjólar
Bouclé prjónakjólar
og aðrir prjónakjólar
Alltaf eitthvað nýtt
Man
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 - SÍMI 551 2509
kvenfataverslun