Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 29 Fulltrúar ESB taka óvænt vel í hugmyndir um koltvísýringsbindingu í nýrækt skóga Haag. Reuters, AFP. Á ÓVART kom í gær, að fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) á fram- haldsráðstefnu aðildarríkja lofts- lagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem stendur nú yfir í Haag í Hol- landi, skyldu taka vel í umdeilda til- lögu Bandaríkjamanna um að ný- rækt skóga - og aðrar aðgerðir sem til þess eru fallnar að binda kol- tvísýring og aðrar svokallaðar gróð- urhúsalofttegundir svo að þær stigi ekki upp í lofthjúp jarðar og ýti und- ir gróðurhúsaáhrif á loftslag í heim- inum - geti reiknast upp á móti losun slíkra lofttegunda í viðkomandi landi. Með þessu þykja líkurnar hafa aukizt til muna á að ná megi sam- komulagi um framkvæmd Kyoto- bókunarinnar svoköiluðu frá því fyr- ir þremur ái-um, þar sem kveðið var á um að iðnríkin skuldbyndu sig til að sjá til þess að losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda yrði á árabilinu 2008-2012 orðin 5,2% minni en hún var á árinu 1990. Fastlega hafði verið búizt við því að fulltrúar ESB myndu beita sér gegn þessari eins og öðrum tillögum Bandaríkjamanna, sem gagnrýnend- um þykja ganga út á að finna undan- komuleiðir frá því að axla í raun um- samdar skuldbindingar um að draga úr loftmengun. En í stað þess að halda fram slík- um rökum gegn hugmyndinni um koltvísýringsbindingu í nýrækt lýsti Jos Delbeke, aðalsamningamaður framkvæmdastjórnar ESB á ráð- stefnunni, henni sem jákvæðu fyrsta skrefi í átt að markmiðinu; að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í Líkur á samkomulagi þykja hafa aukist andrúmsloftið. Fréttaskýrendum þykir líklegt að með þessu óvænt já- kvæða viðhorfi gagnvart tillögum Bandaríkjamanna vilji fulltrúar ESB sýna málamiðlunamlja til að auka líkurnar á því að Bandaríkja- menn fáist þegar upp verður staðið til að staðfesta Kyoto-skuldbinding- arnar, þar sem að án þátttöku Bandaríkjanna væri hvers kyns samkomulag um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda ekki mikils virði. í Bandaríkjunum einum er los- aður um fjórðungur alls þess magns gróðurhúsalofttegunda sem sleppt er út í andrúmsloftið af manna völd- um í heiminum. Fulltrúar Bandaríkjanna í Haag segja að mjög mikilvægt sé að fá við- urkenningu á koltvísýringsbinding- arhlutverk skógræktar til þess að hægt verði að fá fulltrúadeild Banda- ríkjaþings til að staðfesta samkomu- lag. „Þessi tillaga mun hjálpa okkur að verða aðili að Kyoto-bókuninni,“ sagði David Sandalow, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjanna. Aðeins 30 af 180 ríkjum sem undirrituðu Kyoto-bókunina hafa staðfest hana fram að þessu. Að minnsta kosti 55 ríki þurfa að staðfesta hana til að hún öðlist bindandi gildi. Bill Clinton á leiðtogafundi APEC Segir óþarft að hafa áhyggjur af kosningunum Bandar Seri Begawan. AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði Vladimir Pútin, forseta Rúss- lands, og öðrum leiðtogum sem mættir eru á leiðtogafund Efnahags- samvinnuráðs Asíu og Kyrrahafs- ríkja (APEC) að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af stöðu mála í bandarísku forsetakosningunum. Þær bar strax á góma þrátt fyrir að viðskiptatengsl Bandaríkjanna og Kyrrahafsríkja séu efni leiðtoga- fundarins sem haldinn er í Brunei. Clinton sagði að nægur tími væri til stefnu í bandaríska kerfinu til að skera úr um hvort sigurvegari kosn- inganna væri A1 Gore, varaforseti, eða George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og frambjóðandi repúblikana. „Ég tel að leiðtogar ættu að sýna sömu viðbrögð og íbúar Bandaríkj- anna. Ég held að þeir séu mjög ró- legir yfir ástandinu og við munum láta hlutina hafa sinn gang,“ sagði Clinton. Vladimir Pútín sagði að Clinton hefði stuðlað að tímamótabreytingu í samskiptum Rússlands og Banda- ríkjanna og sagðist vænta þess að arftaki hans héldi þessari arfleifð hans á lofti. Clinton og Pútín á hádegisfundi Clinton og Pútín ræddust við í 75 mínútur á hádegisfundi í gær. Emb- ættismaður, sem skýi’ði blaðamönn- um frá efni fundarins, sagði að for- setarnir hefðu m.a. rætt vígbúnaðarmál, Mið-Austurlönd, Norður-Kóreu og ástand mála í Rússlandi. Fundurinn var sá fjórði sem þeir Clinton og Pútín eiga á ár- inu, og líklega sá síðasti áður en Clinton lætur af embætti. Að sögn embættismannsins munu Bandaríkin skoða nánar afvopnunar- tillögur Pútíns frá mánudeginum. Hann sagði ekki margt nýtt í þeim, frekar virtist sem um áherslubreyt- ingar væri að ræða. Reuters Vel fór á með Bill Clinton og Vladimir Pútín í gær. Clinton átti einnig 40 mínútna fund með forseta S-kóreu, Kim Dae-jung, handhafa friðarverðlauna Nóbéls í ár. Þeir ræddu um samband Kóreuríkjanna tveggja, eldflauga- kerfi N-Kóreu og möguleikann á heimsókn Clintons þangað áður en hann lætur af embætti. Báðir fundirnir áttu sér stað fyrir utan skipulagða dagskrá leiðtoga- fundar APEC. Á leið sinni af fundin- um ræddi Clinton stuttlega við for- seta Kína, Jiang Zemin, en þeir munu eiga fund í dag. Clinton sagði í ræðu á fundinum að hann gerði ráð fýrir að efnahags- stefna Bandaríkjanna myndi ekki breytast með kjöri nýs forseta og breytti þá engu hvort það yrði Bush eða Gore sem yrði næsti forseti, stefna þeirra væri það lík. Aðspurður hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur nú, þegar tíma- bili hans sem forseti Bandaríkjanna lýkur, sagðist Clinton ætla að reyna að verða nytsamur borgari og fylgja eftir málum sem honum þættu mikil- væg þó þannig að hann þvældist ekki fyrir eftimanni sinum í embætti. Lykilkrafa fulltnáa ESB er að iðn- ríkin uppfylli sinn hlut í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að minnsta kosti að hálfu leyti með mengunarvarnaaðgerðum í iðnaði og umferð heima fyrir. Þessu eru Bandaríkjamenn mótfallnir og vilja að viðskipti með losunarkvóta verði alveg frjáls - þannig gætu bandarísk fyrirtæki og yfirvöld keypt mengun- arkvóta frá löndum sem ekki þyrftu á honum að halda; m.ö.o. borgað öðr- um fyrir að menga ekki svo að þeir geti haldið því áfram. Fulltrúar umhverfisverndarsam- taka og þróunarríkja gagnrýndu þessar tillögur harðlega. Sani Zangon Daura, umhverfis- ráðherra Nígeríu, sem fer fyrir G77- hópi 133 þróunaníkja og Kína, sagði að fátæku ríkin myndu beita sér gegn tillögum um að þau yrðu látin undirgangast hvers kyns skuldbind- ingar um hömlur við losun gi'óður- húsalofttegunda, svo lengi sem iðn- ríkin stæðu ekki sjálf við eigin loforð um samdrátt slíkrar losunar. Hún hefði stóraukist í mörgum iðnríkjun- um frá því Kyoto-bókunin var undir- rituð fyrir þremur árum. Og ekkert bólaði enn á fjárhagsaðstoðinni sem heitið var til að hjálpa iðnaði í þróun- arlöndunum að taka upp umhverfis- vænni tækni við framleiðsluna. „Við teljum ekki að þau (iðnríkin) hafi staðið við eigin skuldbindingar og við leyfum okkur að draga í efa raunverulegan vilja þeirra til að gera það,“ sagði Daura. I AFMÆLISHÁTÍÐ í ÞRJÁ DAGA 16.-U i. NÓVEMBER 2000 <£rfe' C\K yi(.-r r •. ‘ c JPQK J FJÖRÐUR - miðbæ HafnarJjarðar Velkomi Uppákomur fyrir unga og aldna alla afmælisdagana Afmælisterta Kökumeistarans á föstudag Afmælistilboð í verslunum! Handverksmarkaður laugardag Herra Hafnarfjörður 2000, laugardag j j I j VX 9. % ; □ a ; r m t t A r F J ÖRÐ U R niiðbæ Hafnarfjarðar r7. V- I 1. m glaumur • gleði • gaman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.