Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 33 Bretland í aðdraganda mikilvægs leiðtogafundar Evrópusambandsins í Frakklandi Tony Blair reynir að einangra ESB- andstæðinga London. Reuters, The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur hleypt af stað herferð sem hefui’ það að markmiði að byggja upp hagsmunabandalög við grann- ríkin á meginlandi Evrópu í aðdrag- anda mikilvægs leiðtogafundar Evrópusambandsins (ESB) í Nice í Frakklandi í desember. Blair á í vændum harðai- samn- ingaviðræður á Nice-fundinum, þar sem til stendur að taka ákvarðanir um breytingar á ESB sem nauðsyn- legar þykja til að það verði í stakk búið til að taka inn ný aðildarríki á næstu árum, en Blair hefur verið mikill talsmaður stækkunar sam- bandsins til austurs. Pólitískir andstæðingar Blairs heima fyrir láta ekki á sér standa að saka forsætisráðherrann um að vera reiðubúinn að afsala brezkum full- veldisréttindum í hendui- „Brussel“, en leiðtogar annarra ESB-ríkja hafa þegar varað hann við því að Bretland sé á góðri leið með að festast á „hæg- fara spori“ Evrópusamrunans með því að standa utan Efnahags- og myntbandalagsins. Vilja hindra að Bretland einangrist Ónafngreindur heimildamaður Reuters í brezka stjórnarráðinu sagði að efst á dagskrá stjómarinnar væri að sjá til þess að Bretland standi ekki eitt og einangrað á Nice-fundin- um 7.-8. desember, hvað varðar af- stöðuna til samræmingar í skatt- heimtu- og félagsmálum. Bæði stjórn og stjómarandstöðu í Bretlandi er mikið í mun að neitunarvald hvers að- ildarríkis verði ekki afnumið í þess- um málaflokkum. Blair-stjórnin hefur staðið í ströngu bak við tjöldin við að afla stuðnings við eigin sjónarmið í hinum ESB-löndunum. „Hagsmuna- bandalög em mismunandi efth- mál- efnum,“ hefur Reuters eftir heimilda- manninum. Blair átti viðræður við Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, í fyrradag og hann mun hitta Gerhard Schröder, kanzlara Þýzka- lands, í dag. Hann talaði við Jacques Chirac Frakklandsforseta í gegnum sjónvarpssímatengingu á mánudag, og í síðasta mánuði ræddi hann við hinn spænska starfsbróður sinn José Maria Aznar á Spáni. Þá hefur Robin Cook utanríkisráðherra verið nýlega á ferðinni í Vín, Aþenu og Kaup- mannahöfn, til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Deilt um neitunarvald í skattamálum Heimildamaður Reuters segir að nokkur árangur hafi náðst í að fá ír- land, Lúxemborg, Svíþjóð og Dan- mörku til að hafna einnig tillögu um að teknar verði upp atkvæðagreiðsl- ur með auknum meirihluta (QMV) er ákvarðanir em teknar um skattamál í ráðherraráði ESB. Hann viðurkenndi að ágreiningur væri við Þjóðverja. Þýzki utanríkis- ráðherrann Joschka Fischer ítrekaði í fyrradag stuðning þýzku stjórnar- innar við að atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta yrðu færðar út til skattamála. Ráðamenn í Frakklandi, hinu þungavigtarríkinu hvað varðar stefnumótun í Evrópusambandinu, vilja líka afnema neitunarvald í Júgóslavar vilja inn í ESB Hyggjast láta lausa pólitíska fanga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. pólitískir fangar eins og þeir síðar- nefndu halda fram. Fangelsisvist þeirra hefur verið eitt helsta barátt- umálið í Kosovo frá stríðslokum í héraðinu og tilefni ótal mótmæla- gangna og pólitískra afskipta. Þá kvaðst Kostunica hyggja á lausn serbneskra og albanskra fanga og er óljóst hvað það fyrmefnda þýð- ir. Hafa fréttaskýrendur velt því fyr- ir sér hvort það hafi í för með sér lausn stríðsglæpamanna. Engu að síður er litið á yfirlýsingu Kostunica sem afar jákvætt skref og til marks um að Júgóslövum sé al- vara með að komast fyllilega í hóp Evrópuríkja. Skammt er þó síðan hann var varkár í slíkum yfirlýsing- um þar sem hann vildi ekki styggja AP Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, ávarpar þing ESB. þá sem telja að Júgóslavía eigi að halda tryggð við bandamenn sína í austri. Með öllu er óljóst hver framtíð for- vera Kostunicas í embætti, Slobod- ans Milosevic, er. Kostunica segir Júgóslava reiðubúna til samstarfs við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, sem hefur krafist framsals Milosevic sem stríðsglæpa- manns, en forsetinn segir þó of snemmt að segja til um hvernig það samstarf gæti orðið. Framsal nýtur enda takmarkaðs stuðnings í Serbíu en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 8% því fylgjandi. skattamálum. í viðræðum Chiracs og Blairs á mánudag staðfesti talsmaður Blairs að leiðtogana hafi greint á um þessi mál. En Bretar eru ekki einir um að hafa hagsmuna að gæta í því að halda í neitunai’vald á ákveðnum sviðum. Þjóðveijar eru staðráðnir í að halda neitunarvaldi sínu í innflytjenda- og flóttamannamálum, en Frakkar í varnarmálum. Bretar eru einnig áfram um að halda valdi yfir varnar- og landamæramálum. Einn ráðgjafa Blairs hefur sagt að forsætisráðherrann sé til viðræðu um að heimila meirihlutaákvarðanir á sviði umhverfis- og samgöngumála. Francis Maude, talsmaður utan- ríkismála í skuggaráðuneyti brezka Ihaldsflokksins, segir að Blair sé að selja sífellt meiri völd sém tilheyra þjóðríkinu í hendur hinna yfirþjóð- legu stofhana ESB. Ótti við „ofurríkið" „A meðan leiðtogar ESB tala um að gera ESB að ofurríki heldur Blair sig við kjörorðið „ekki hafa áhyggjur, það er ekkert að gerast, verið ham- ingjusöm“,“ sagði Maude. „Væri rík- isstjórnin sjúklingur væri sá sagður vera í dúpri afneitun (meina sinna).“ Blair vill að ESB sé pólitískt og efnahagslegt stórveldi án þess að AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heilsar Paavo Lipponen, for- sætisráðherra Finnlands, fyrir fund þeirra í London í fyrradag. breytast í „ofurríki". Þýzki utanríkis- ráðherrann Fischer segir að ESB muni aldrei verða bandaríki í líkingu við Bandaríki Norður-Ameríku. Blair og Cook hófu í vikunni her- ferð, sem hefur það að markmiði að sannfæra brezkan almenning um að það sé í þágu brezkra hagsmuna að vera í sem nánustum tengslum við Evrópu. Þó er sneitt hjá því að fullyrða neitt meira um hver framtíð Bretlands eigi að verða gagnvart evrópska mynd- bandalaginu en að endurtaka fyrri yf- Mýsingar um að gert skuli út um það eftir næstu þingkosningar, sem búizt er við að boðaðar verði á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum er nú mikill meirihluti Breta mótfallinn því að taka upp evruna. ,Að skera okkur frá mikilvægasta ríkjabandalaginu við dyragætt okkar væri ekkert annað en hrein heimska," sagði Blair í ávarpi til kaupsýslumanna í Lundúnum á mánudag. Blair lét engan vafa leika á því að hann myndi standa vörð um neitun- arvald Bretlands gegn samræmingu skattamála í ESB. „Á sviðum þar sem við teljum að aðrir hafi rangt fyr- ir sér, svo sem í skattamamálum, hik- um við ekki við að segja nei,“ sagði hann. En hann hefur gefið í skyn að hann muni ekki beita sér gegn „efldu sam- starfi“ ríkja sem vilja fara hraðar og lengra í samrunaátt en aðrir, svo lengi sem það skaðaði ekki brezka hagsmuni. Meiriháttar uliarkápur á góðu verðí Vetrartilboð: Ullarkápur 14.900 Flíspeysur 3.900 Mikið úrval af nýjum peysum og pilsum InWear Kringlunni, sími 588 0079 Nýtt kortatímabil Opið alla fimmtudaga til kl. 21.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.