Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Veerappan
Rajkumar
Indverska
kvikmyndagoðið
loksins frjálst
Bangalore. AFP.
INDVERSKI leikarinn Rajkumar
var látinn laus í fyrrakvöld en þá
hafði hann verið fangi mannræn-
ingja í hálfan íjórða mánuð. Mikili
fögnuður varð meðal aðdáenda
hans er fréttin um frelsi hans barst
út.
Chadra Gowda, ráðherra í
Karnataka, heimaríki Rajkumars,
skýrði frá þessu í gær og sagði, að
Rajkumar væri þá væntanlegur til
Bangalore, höfuðstaðar Karnataka.
Stjórnvöld
skömmuð
Alræmdasti glæpamaður á Ind-
landi, Veerappan, rændi Rajkumar
og þremur mönnum öðrum 30. júlí
sl. í Tamil Nadu, nágrannaríki
Karnataka. Tilheyrir Rajkumar
kannadiga-fólkinu í Karnataka,
hinni ráðandi stétt þar, en Veer-
appan er tamíli. Hefur lengi verið
grunnt á því góða með þessum
flokkum og hefur oft slegið í brýnu
milli þeirra eftir að Rajkumar var
rænt.
Ekki er talið líklegt, að orðið hafi
verið við kröfum Veerappans en
þær voru, að 51 félagi hans yrði lát-
inn laus úr fangelsi og fallið frá
ákærum gegn öðrum 70. Höfðu
stjórnvöld í Karnataka og Tamil
Nadu raunar fallist á þær en hæsti-
réttur Indlands var á öðru máli og
ávítaði þau harðlega fyrir aum-
ingjaskap. Hefur þeim ekkert
gengið í baráttunni við Veerappan
en hann og glæpaflokkar hans hafa
leikið lausum hala í 10 ár. Hefur
Veerappan verið ákærður í meira
en 100 morðmálum.
Rajkumar, sem er 72 ára að aldri,
er einn vinsælasti leikari Indveija,
hefur leikið í meira en 200 kvik-
myndum og verið sæmdur eftir-
sóknarverðustu leikaraverðlaunum
í Iandi sínu.
Valdaránið á Fidjíeyjum
Dómstóll úr-
skurðar stjórn-
ina ólöglega
Suva. Reuters.
DÓMARI undirréttar
á Fídjíeyjum úrskurð-
aði í gær að stjóm
Mahendra Chaudrys,
fyrrverandi forsætis-
ráðherra, sem var
steypt af stóli í valda-
ráni, ætti að taka við
völdunum að nýju.
Bráðabirgðastjórn
frumbyggja eyjanna
kvaðst þó ekki ætla að
víkja og áfrýjaði úr-
skurðinum.
Her eyjanna kvaðst
virða úrskurð dómar-
ans en ætla að bíða eftir
niðurstöðu afrýjunar-
innar.
Dómarinn Anthony Gates komst
að þeirri niðurstöðu að valdataka
bráðabirgðastjómar undir forystu
Laisenia Qarase bryti í bága við
stjómarskrána. Hann mæltist til
þess að Kamisese Mara, sem var
steypt af stóli forseti, kallaði þingið
saman til að setja Chaudry aftur í
embætti forsætisráðherra.
Qarase kvaðst hins vegar ætla að
stjórna landinu áfram með það að
markmiði að tryggja öryggi íbúanna,
rétta efnahaginn við og undirbúa
kosningar eftir eitt og hálft ár.
Sérfræðingar í stjómmálum Fídjí
segja að án stuðnings hersins sé
úrskurður dómarans aðeins siðferði-
legur sigur fyrir Chaudry, sem varð
fyrsti forsætisráðherra landsins af
indverskum ættum eftir að stjómar-
skrá landsins var
breytt árið 1997. Hon-
um var steypt af stóli í
valdaráni fmmbyggja í
maí og
George Speight, mis-
heppnaður kaupsýslu-
maður, og stuðnings-
menn hans héldu
honum í gíslingu í þing-
húsinu í 56 daga.
Speight er nú í fangelsi
og hefur verið ákærður
fyrir landráð.
Ný stjórnarskrá
boðuð
Qarase kvaðst hafa
fengið umboð til að
stjórna landinu frá Josefa Iloila for-
seta, sem nýtur stuðnings hersins,
og höfðingjaráði frumbyggja lands-
ins. Bráðabirgðastjórnin hefði ein-
sett sér að setja nýja stjómarskrá
sem ætti að „tryggja framtíð fram-
byggjanna" eftir að höfðingjarnir
drógu til baka stuðning sinn við
stjómarskrána frá 1997 sem heimil-
aði að stjórnmálamenn af indversk-
um uppmna gegndu embætti for-
sætisráðherra.
Dómarinn komst að þeirri niður-
stöðu að ógilding stjómarskrárinnar
í valdaráninu hefði verið ólögmæt.
Helen Clark, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, fagnaði úrskurðinum
og kvaðst vona að hann yrði til þess
að komið yrði á lýðræði að nýju sem
fyrst.
Mahendra
Chaudhry
Hátíðisdagur
móðurmálsins
DAGUR íslenskrar tungu er í dag,
en 1995 samþykkti ríkisstjórnin
tillögu Björns Bjarnasonar,
menntamálaráðherra, um að fæð-
ingardagur Jónasar Hallgrímsson-
ar, 16. nóvember, verði ár hvert
dagur íslenskrar tungu.
I frétt frá menntamálaráðuneyt-
inu segir, að ráðuneytið hafi beitt
sér fyrir átaki í þágu móðurmáls-
ins til að auka veg þess á allan
hátt. Áhugi á móðurmálinu er mik-
01 í samfélaginu og því talið
skynsamlegt að beina kröftum í
einn farveg með samvinnu fjöl-
miðla, skóla, félagasamtaka, fyrir-
tækja og stofnana.
í framkvæmdastjórn dags ís-
lenskrar tungu, sem menntamála-
ráðherra skipar, eiga sæti Ari Páll
Kristinsspn, Guðni Olgeirsson,
Þorgeir Ólafsson og Ingibjörg B.
Frímannssdóttir, sem jafnframt er
verkefnisstjóri. í ráðgjafarnefnd
eiga sæti Kristján Árnason, Sig-
mundur Ernir Rúnarsson og Guð-
rún Nordal.
Lögð er áhersla á að skólar og
stofnanir minnist dagsins með við-
eigandi hætti og hefur t.d. öllum
skólastofnunum landsins verið
sent bréf og veggspjöld til að
minna á hann. Þá hafa íslan-
dspóstur og framkvæmdastjórn
dags íslenskrar tungu sent öllum
landsmönnum póstkort til að
minna á daginn.
Á degi íslenskrar tungu stendur
menntamálaráðuneytið fyrir sam-
komu í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu sem hefst kl. 17 og er
öllum opin.
Við það tækifæri mun Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra,
m.a. veita Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar og sérstakar viður-
kenningar fyrir störf í þágu ís-
lenskrar tungu. Áður hafa Vilborg
Dagbjartsdóttir, rithöfundur og
kennari, Gísli Jónsson, mennta-
skólakennari, Þórarinn Eldjárn,
rithöfundur, og Matthías Johann-
essen, skáld og ritstjóri, hlotið
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
Verðlaunahafinn hlýtur 500 þús-
und krónur og Ritsafn Jónasar
Hallgrímssonar í hátíðarbandi. ís-
landsbanki-FBA hf. leggur til
verðlaunin.
I reglum menntamálaráðuneyt-
isins um heiti og skilgreiningu
verðlaunanna segir m.a.: „Verð-
launin heita Verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar. Þau skulu veitt á
degi íslenskrar tungu, 16. nóvem-
ber, ár hvert. Þau ber að veita ein-
staklingum er hafa með sérstökum
hætti unnið íslenskri tungu gagn í
ræðu eða riti, með skáldskap,
fræðistörfum eða kennslu og stuðl-
að að eflingu hennar, framgangi
eða miðlun til nýrrar kynslóðar.
Auk þess er heimilt að veita stofn-
unum og fyrirtækjum sérstaka við-
urkenningu fyrir stuðning við ís-
lenska tungu.“ Ennfremur verða í
tilefni dagsins m.a. dagskrár í
flestum leik- og grannskólum
landsins og samkomur í tilefni
dagsins. Ráðstefnan Frá huga til
huga verður sett í Þjóðarbókhlöð-
unni kl. 16 og hátíðarsýning á
Stúlkunni í vitanum er í Islensku
óperanni kl. 20. Einnig er hátíðar-
sýning á verki Hallgríms Helga-
sonar, Skáldanótt, á Stóra sviði
Borgarleikhússins og hefst hún
einnig kl. 20. Auk þess stendur
Kvikmyndafélagið Filmundur fyrir
sýningum á Landi og sonum í til-
efni dags íslenskrar tungu dagana
16.-20. nóvember og smásagna-
samkeppni 8.-10. bekkjar í grunn-
skólum Hafnarfjarðar hefst í
þriðja sinn. Loks verður málstefna
í Menntaskólanum á Akureyri,
laugardaginn 18. nóvember, og ber
heitið Staða íslenskrar tungu í lok
aldar. Líkt og undanfarin ár hefst
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
á degi íslenskrar tungu og munu
vinningshafar síðustu ára m.a lesa
upp á hátíðardagskrá í Þjóðmenn-
ingarhúsinu.
I frétt menntamálaráðuneytisins
segir m.a: „Það er höfuðatriði að
dagur íslenskrar tungu sé álitinn
hátíðisdagur móðurmálsins, dagur
sem Islendingar nota til að minn-
ast og íhuga þá sérstöðu sem end-
urspeglast í tungunni. í tengslum
við þetta markmið hvetur
menntamálaráðuneytið til þess að
flaggað verði hinn 16. nóvember í
tilefni dagsins."
Sett hefur verið upp heimasíða á
vef ráðuneytisins með upplýsing-
um um verkefnið, hugmyndabanka
og fleira. Slóðin er: http://
mrn.stjr.is/mrn/dit/
Prentarar við iðju sfna í Þýskalandi um 1500.
Frá huga til hugar
SÝNING í Þjóðarbókhlöðunni sem
ber yfirskriftina Frá huga til
hugar verður opnuð á degi ís-
lenskrar tungu, í dag, fimmtudag,
kl. 16.
Með þessari yfirskrift er verið
að vísa til lestrar almennt. Bækur
miðla hugsun, boðun og trú til
þess sem les þær frá þeim sem
ritar. En á milli þess sem miðlar
og þess sem tekur við á sér stað
heilmikið ferli. Á sýningunni
verður saga prents og bókaútgáfu
á íslandi í sviðsljósinu með sér-
stakri áherslu á útgáfu Biblíunn-
ar. Þetta er löng og fjölbreytileg
saga sem snert hefur alla þætti
íslensks samfélags og mótað það.
Þessi saga verður dregin fram
með margvíslegum hætti. Gamlar
Bibliuútgáfur verða til sýnis og
gerð grein fyrir þeim. Munir sem
varðveist hafa úr sögu prentiðn-
aðarins í gegnum tfðina verða til
sýnis og notkun þeirra skýrð. í
máli og myndum verður tvinnuð
saman útgáfusaga Biblíunnar og
þróun prentiðnaðarins á fslandi
og hún rakin frá fyrstu tíð og allt
til dagsins í dag.
Samhliða opnun sýningarinnar
fjalla þau Jón G. Friðjónsson
prófessor, Kristín Bragadóttir
forstöðumaður, Loftur Guttorms-
son prófessor og Sigurður Páls-
son sóknarprestur um prentsögu
íslendinga og hvernig lestrar-
kunnátta fslensku þjóðarinnar
hefur þróast frá fyrstu tíð. Einnig
hver áhrif þýðing Biblfunnar á ís-
lensku hafði á varðveislu tung-
unnar.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra ávarpar gesti og biskup
fslands, herra Karl Sigurbjörns-
son, opnar sýninguna.
Sýningin og dagskráin í dag
eru á vegum Félags bókagerðar-
manna, Hins fslenska Biblíufé-
lags, Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns og Samtaka
iðnaðarins.
Sýningin er styrkt af Reykjavík
- menningarborg Evrópu árið
2000 og kristnihátíðarnefnd.
Sýningin stendur út janúar árið
2001.