Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 35
Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Musdetech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO
Stóra upplestrarkeppnin
haldin í fímmta sinn
Þriggja mánaða
rækt lögð við flutn-
ing lesmáls í skólum
STÓRA upplestrarkeppnin í 7. bekk
grunnskóla er nú haldin í fimmta
sinn. Dagur íslenskrar tungu, 16.
nóvember, er formlegur upphafs-
dagur keppninnar en henni lýkur
með upplestrarhátíð í hverju 'byggð-
arlagi í mars. Þá koma saman bestu
upplesarar úr hverjum skóla og lesa
fyrir gesti sögur og ljóð. Keppnin
hefur breiðst smátt og smátt út um
landið síðan hún hóf göngu sína í
Hafnarfirði haustið 1996. I ár taka
liðlega fjögur þúsund nemendur í
120 grunnskólum þátt í keppninni,
allt frá Djúpavogi og þaðan suður
og vestur um land til Vestfjarða og
um Norðurland til Þórshafnar, segir
í fréttatilkynningu.
Markmið keppninnar er að stuðla
að því að hlutur hins talaða máls,
sjálfs framburðarins, verði meiri í
skólum landsins og vitund þjóðar-
innar en verið hefur. Aðalatriði
keppninnar er ekki að velja þann
hlutskarpasta heldur að fá sem
flesta til þess að leggja rækt við
lestur sinn, ekki síst þá sem hingað
til hafa orðið útundan í lestri.
Reynslan hefur sýnt að einmitt þeh-
geta komið á óvart þegar þeir fá
góða leiðsögn og tækifæri til þess að
undirbúa sig.
Dagur íslenskrar tungu markar
upphaf þriggja mánaða tímabils þar
sem gert er ráð fyrir að kennarar
leggi meiri rækt en endranær við
undirbúinn upplestur í skólastof-
unni og listrænan flutning texta.
Aðstandendur vonast til að keppnin
verði kærkomið tilefni til þess að
koma saman og njóta þess að hlýða
á vandaðan flutning góðra bók-
mennta, segir í tilkynningunni.
Að keppninni standa Heimili og
skóli, íslensk málnefnd, íslenska
lestrarfélagið, Kennaraháskóli ís-
lands, Kennarasamband Islands og
Samtök móðurmálskennara. Styrkt-
araðilar keppninnar í vetur eru eft-
irtaldir: Sparisjóðirnir, Edda - miðl-
un & útgáfa, Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar, Flugfélag íslands,
Mjólkursamsalan og mennta-
málaráðuneytið.
Kistillinn sem geymir bréfin.
Sendibréf til ársins 2050
Á DEGI íslenski'ar tungu, fimmtu-
daginn 16. nóvember, munu nemend-
m- grunnskóla Vestur-Barða-
strandarsýslu skrifa bréf inn í
framtíðina nánar tiltekið til ársins
2050 í samstarfi við skóla héraðsins
mun byggðasafn héraðsbúa, Mirya-
safn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Ör-
lygshöfn við Patreksfjörð, koma bréf-
unum til skila. Bréfsefnið, sem
aldamótahugleiðingarnar verðpa
skráðar á, er komið frá forseta Is-
lands Ólafi Ragnari Grímssyni. Rit-
smíðarnar verða varðveittar í innsigl-
uðum kistli á byggðasafninu sem
verður ekki opnaður fyrr en árið 2050.
Söngnemendur
syngja lög
Sigfúsar
í TILEFNI af Degi íslenskrar
tungu munu söngnemendur í Tón-
listarskóla Garðabæjar flytja dag-
skrá með lögum eftir Sigfús Hall-
dórsson tónskáld á morgun,
fimmtudag, kl. 20.
Flutt verða mörg af fallegustu lög-
um Sigfúsar við ljóð eftir hin ýmsu
öndvegisskáld, en Jónas Jónasson
útvarpsmaður og rithöfundur mun
flytja nokkur orð um Sigfús.
Nemendur í söngnámi eru á þriðja
tug og munu flestir þeirra taka þátt í
dagskránni.
Kennarar við söngdeildina eru
þær Margrét Óðinsdóttir og
Snæbjörg Snæbjarnardótth' en
píanóleikarar eru Agnes Löve og
Richard Simm.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
„Vísa var það
heillin“
KVÆÐAMANNA- og hagyrðinga-
kvöld verður í Edinborgarhúsinu á
ísafirði í kvöld kl. 20.
Dagskrá þessi er haldin á degi
íslenskrar tungu og er ætlunin að
gera þetta að árvissum viðburði.
Einvalalið kvæðamanna og hag-
yrðinga kemur fram en stjórnandi
er Kristján Hreinsson skáld.
Þátttakendur verða Ása Ketils-
dóttir, Steindór Andersen, Sigurð-
ur Sigurðarson, Elís Kjaran, Gest-
ur Kristinsson, Helga Guðný
Kristjánsdóttir og Snorri Sturlu-
son.
-----------------
Menningar-
vökur leik-
skólakennara
MENNINGARVÖKUR leikskóla-
kennara verða haldnar á degi ís-
lenskrar tungu annaðkvöld, fimmtu-
dagskvöld, á Grettisgötu 89 í
Reykjavík kl. 20, Fosshótelinu á
Reyðai'firði kl. 20 og í Deiglunni á
Akureyri kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskrá verður á öllum
stöðunum, upplestur, ljóðaupplest-
ur, kveðskapur, söngur, gamanmál
o.fl.
Markmið leikskólakennara með
því að hittast á degi íslenskrar tungu
er að eiga saman kvöldstund, minna
sig á mikilvægi vandaðs máls í leik-
skólastarfi og að skemmta sjálfum
sér og öðrum.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt Guðmundi Haukssyni sparisjóðsstjóra.
STYRKJUM úr Menningar- og
styrktarsjóði SPRON fyrir árið 2000
hefur verið úthlutað. Eitt af mark-
miðum SPRON er að láta sér annt
um menningu og umhverfi á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem flestir við-
skiptavina búa og starfa. Til að sýna
markmið sitt í verki hefur Menning-
ar- og styrktarsjóður SPRON á und-
anförnum árum veitt fjöklann allan
af styrkjum til þessara málaflokka,
fyrir allt að 14 millj. kr. árlega.
Að þessu sinni hlutu eftirtaldir að-
ilar styrki: Leikhópurinn Á senunni
vegna leiksýningarinnar Himi full-
komni jafningi. Steinunn Birna
Ragnarsdóttir pianóleikari vegna
tónleikaferðar til Litháen, þar sem
henni var boðið að leika á Alma Mat-
er-tónlistarhátíðinni í Vinius.
Kammersveit Reykjavflíur í tilefni
25 ára afmælis sveitarinnar.
Skólalúðrasveit Vesturbæjar
SPRON
úthlutar
styrkjum
vegna tónleikaferðar til Monte
Carlo í Portúgal. Hljómsveitin er
skipuð 80 ungmennum á aldrinum
8-16 ára úr fjórum grunnskólum í
vesturbæ Reykjavíkur. Sumartón-
leikar í Skálholti í tiiefni af 25 ára
afmælishátíð tónlistarhátíðarinnar.
Leikfélagið Fljúgandi Fiskar vegna
uppsetningar á Ieiki-itinu Madeu eft-
ir Evrípídes.
Sigurður Pálsson, til ýmissa sköp-
unarstarfa.
Sigríður K. Þorgrímsdóttir vegna
útgáfu afmælisrits til heiðurs Sigríði
Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi.
Steinunn Jóhannesdóttir
rithöfundur vegna efnisöflunar í
bók um Guðríði Símonardóttur. Jó-
hann Sigurðsson leikari, til listsköp-
unar.
Sinfónfuhljómsveit áhugamanna,
til kaupa á nýju íslensku tónverki í
tilefni 10 ára afmælis sveitarinnar.
Dansleikhús með Ekka, sem er
ungt atvinnuleikhús skipað ungum
leikurum og dönsurum.
Art 2000 - alþjóðleg raf- og tölvu-
tónlistarhátíð, til að halda fyrstu al-
þjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátfð
sem haldin hefur verið á Islandi.
Áskell Másson, til að semja fiðlu-
konsert.
Sjálfstæðu leikhúsin, til að halda
listaþing IETM á Islandi.
Frank Ponzi vegna útgáfu bókar
með Ijósmyndum af Islandi á ár-
unum 1890-1901.
Risa
1 Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001
Verslunin hættir sölu á fatnaði
Gríðarlegur afsláttur af t.d,: úlpum, buxum, snjóbrettafatnaði,
skyrtum, stuttermabolum, peysum, íþróttaskóm, sandölum,
stuttbuxum, rennilásabuxum, anorökkum, próteinum, orkudrykkjum,
vítamínum, raförvunartækjum o.m.m.m.fl.
NYTT KORTATIMABIL
Allt á að seljast!
Opið
kL 9.00 -18.00
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
--Skeifunni 19 - S. 568 1717-
www.hreysti.is
Allt á hvoifi...