Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Jóhannsson tekur upp plötu sína, Hamraborgina, í Salnum fyrr á þessu ári. „Ég er rosalega ánægður með plötuna." Að kniisa hjartað Það er engín lognmolla í kringum Krístján Jóhannsson tenórsöngvara - fremur en ------------------------------ endranær. A aðfangadag syngur hann í há- degismessu í Vatíkaninu og hittir sjálfan páfann og um aðra helgi heldur hann tón- leika í Háskólabíói í tilefni útgáfu á nýrri geislaplötu, Hamraborginni. Orri Páll Orm- ----------------------7------- arsson hringdi í Kristján til Italíu. Rílvi, borg og menning Vonir um áfram- haldandi samstarf ,J,RONTÓ,“ segir ítölsk kvenrödd í símann. Ég spyr um Kristján Jó- hannsson. Konan bunar einhverju úr sér. Mig rekur í vörðumar. Slappur í ítölskunni. Samt veit ég að tenórinn er heima. Heyri í honum í bakgrunni. Hann er að segja sögu og fer mikinn - að vanda. „Mómentó,“ segir konan, augljóslega búin að átta sig á því að ég skil ekld bofs. Smástund h'ður. Krist- ján kemur í súnann. - Blessaður Kristján, þetta er Orri Páll á Morgunblaflinu. „Nei, blessaður." - Sæki égilki að þér? „Nei, nei, ég sat bara úti á svölum." Uti á svölum. Það er ekki ofsögum sagt að honum liggi hátt rómur, ten- ómum. - Hvað er títt? „Heyrðu, það er bara stórbomba!" -Nú? „Þeir hringdu í mig frá Vatíkaninu í gær og buðu mér að syngja í hádegis- messunni á aðfangadag. Páfi prédikar þar og ég hef fengið staðfest að ég fæ að hitta hann sérstakiega. Það vom víst þrír menn sem komu til greina, Luciano [Pavarotti], Bocelli og Jó- hannsson. Hinir em búnir að vera þama áður, þannig að ég varð ofan á í þetta skiptið. Ég er mjög ánægður með það.“ - Það er ekkert annað. Þetta er mikil upphefð. „Heldur betur. Ég á að syngja þama eitt eða tvö lög en er ekki búinn að ákveða hvaða lög það verða. Við vomm bara að ganga frá þessu í morgun. RAI Intemational [ítalska ríkissjónvarpið] sýnir beint frá þessu um alla veröld og talað er um að tveir og hálfur milljarður manna muni fylgjast með messunni, sem stendur frá klukkan ellefu til hálfeitt. Ég kem fram einhvem tíma á því bili. Þetta verður ömgglega rosagaman. Ég er mjög stoltur." Nær jólasteikinni - En þú missir þá af jólasteikinni, eða hvafl? „Heyrðu, það sleppur. Ég næ steik- inni. Mér leist raunar ekki á blikuna í fyrstu því ég hélt að þeir væm að tala um miðnæturmessuna. Fór þá kurr um hópinn á heimilinu. Bömin vilja hafa pabba gamla heima á aðfanga- dagskvöld. Síðan kom í ljós að þetta er hádegismessan, sem þýðir að ég ætti að verða kominn heim milli klukkan sjö og átta um kvöldið. Þeir bíða bara eftir mér, grislingamir mín- ir.“ - Svo skilst mér að þú sért að koma heim. „Hárrétt. Ég verð með konsert í Háskólabíói laugardaginn 25. nóvem- ber, á afmælisdegi sonar míns. Ég á von á því að það verði mjög gaman. Við ætlum að hafa sprell og alvöm saman. Ég verð þama öðrum þræði í hlutverki uppalanda, kynni til sög- unnar ungan tenór sem lofar mjög góðu, Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hann hefur mjög fallega rödd. Síðan verður Kristján Jóhannsson innan sviga þama líka, réttu nafni Öm Ámason. Hann er alltaf að herma eft- ir mér og við ætlum að sprella þarna saman. Om ætlar að syngja með mér eitt lag. Ég segi ekki hvaða lag það er en það er ekki Hamraborgin. Kvennakórinn syngur með okkur og Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Þetta verður rosagam- an!“ - Eru þetta ekki útgáfutónleikar vegna geislaplötunnar Hamraborgin sem er aðkoma út? „Jú, ég er að kynna plötuna. Ég er rosalega ánægður með hana og held við séum með mjög fallegan hlut. Ég lagði ofsalega hart að mér við upp- tökumar og þurfti að gíra mig ansi mikið niður á köflum enda er fullt af ballöðum þama, hálfgerðar vögguvís- ur. Ætli ég verði ekki bara hjarta- knúsari þjóðarinnar upp frá þessu,“ segir tenórinn og hlær dátt, eins og honum einum er lagið. „Fílharmóníuhljómsveit Lundúna- borgar og Sinfómuhljómsveit Islands leika undir á plötunni og útsetning- amar eru eftir nafnana Jón Þórarins- son og Sigurðsson, bæði gamlar og nýjar. Sumar alveg glænýjar. Hamra- borgin og Gígjan em til dæmis alveg sjóðheit. Þær útsetningar eru eftir Jón Sigurðsson. Ég held að Hamra- borgin eigi eftir að verða mikil bomba, reyndar Gígjan líka. Þetta em útsetningar sem klæða mig betur án þess að verið sé að rýra hlut tónskáldsins. Ég vona að þetta mælist vel fyrir.“ Lög sem bera vel hljómsveit - Eru þetta allt nýjar upptökur? „Upptökumar með Fílharmón- íunni era gamlar en allt með Sinfón- íuhljómsveit íslands er glænýtt. Allt með mér líka. Carsten Andersen stjómaði Fílharmómunni og Bem- harður Wilkinson Sinfóníunni." - Hvemig völduð þið efni á plöt- una? „Við völdum ekkert endilega bestu lögin enda er það alltaf afstætt. Það sem við reyndum var að velja lög sem bera vel hljómsveit. Kaldalóns er þama í aðalhlutverid, einfaldlega vegna þess að lögin hans era stór og gefa mikla möguleika á að setja hljómsveitina undir. Þama era líka Iög eftir Jón Þórarinsson og Sigfús Einarsson, sem ég held mikið upp á, og fleiri. Það kemur að því að ég tek Atla vin minn Heimi, Jón Asgeirsson og þessa gaura en það verður að vera með minni hljómsveit eða bara píanói. Það er ekki alltaf stór hljómsveit sem skiptir máli. Ég verð að skoða þetta vel.“ - Verfla bara þessir einu tónleikar í Háskólabíói? „Já, því miður. Það var þuklað á því að fara með þetta norður á sunnudeg- inum en það gekk ekki upp. Ég verð að vera kominn til Munchen á mánu- deginum til að syngja í II trovatore, annars verð ég hengdur upp eins og skreið. Ég get ekki tekið áhættuna, einkum á jjessum árstíma þegar lítið má bregða út af svo maður tefjist. Það verður bara seinna." Brjálað að gera - Hvað hefurðu verið að sýsla að öðru leyti? „Ég var að syngja í II trovatore undir stjóm Zubins Mehta í Munchen um síðustu helgi og á, eins og ég segi, eftir tvær sýningar þar. Síðan er ég með þrjár Aida-sýning- ar í Munchen, 1., 6., og 9. desember. Níunda kemur mikill hópur vina, lík- lega ein tíu tólf pör, og við ætlum að gera okkur glaðan dag í Munchen. Eftir jólafrí byija ég í Frankfurt með II trovatore 2. janúar. Ég er líka með Trovatore í Berlín í janúar og Ót- elló og Cavalleria Rusticana í Vín og svo framvegis. Það er brjálað að gera.“ - Ertu í góðu formi? Búinn að ná þér að fullu eftir veikindin sem voru að hrella þig síðasta vetur? „Já. í fyrsta sinn á ferli mínum átti ég við heilsuvandamál að stríða. Það raddust yfir mig pestar og kjaftæði um þriggja mánaða skeið. Um leið og sólin hækkaði á lofti komst það í lag og ég er búinn að vera í helvíti góðu stuði síðan. Þú átt eftir að heyra það á plötunni." Þar með kveðjumst við, slítum sím- talinu og Kristján kemst aftur út á svalir - til að klára söguna. ÞÓTT fjárhagslegri þátttöku ríkis og borgar í verkefninu Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 ljúki um áramót vonast menntamála- ráðherra og borgarstjóri til þess að þessir aðilar haldi áfram samstarfi á sviði menningar í einhverri mynd. Þetta kom fram á aðalfundi Banda- lags íslenskra listamanna sem hald- inn var á dögunum. Björn Bjarnason og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir voru sérstakir gestir fundarins. Ráðherra tók fram að menningarborgarárið væri að sjálf- sögðu alveg einstakt verkefni sem tekið hefði mörg ár að undirbúa og að enginn samningur væri um fram- tíðarverkefni af því tagi. Hins vegar hefði verkefnið heppnast svo vel að einboðið væri að halda samstarfinu áfram með einhverjum hætti. Sam- starf ríkis og borgar væri að sjálf- sögðu til að byggja á til framtíðar. Bjöm sagði Listahátíð í Reykjavík kjörinn samstarfsvettvang, þar væri hægt að nýta þekkingu og reynslu sem menningarborgarverkefnið hefði haft í för með sér. Þegar hefur verið ákveðið að auka stuðning við hátíðina, meðal annars með það fyrir augum að Listahátíð geti haldið uppi starfsemi á áranum milli hátíða. Borgarstjóri sagði aukningu á fjárveitingu til menningarmála hjá borginni vera um sextíu milljónir króna milli áranna 2000 og 2001. Þá væri menningarborgarárinu haldið fyrir utan. Að hennar áliti hefur tek- ist að virkja fyrirtæki til stuðnings- við menningu og þau vísast séð ávinninginn af þeim stuðningi. Þar af mætti ætla að menningarborgarárið hefði skilað mun meira en menn gerðu sér grein fyrir. Sagði hún æskilegt að koma á fót samstarfs- SIGURÐUR Flosason saxófónleik- ari og Gunnar Gunnarsson orgelleik- ari halda tónleika í Keflavíkukirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Þetta era fyrstu tónleikar Sigurð- ar og Gunnars í Keflavík síðan að geisladiskur þeirra „Sálmar lífsins“ kom út í apríl síðastliðnum, en þeir hópi til að vega og meta hverju árið muni færa þjóðinni til frambúðar. Björn sagði að ríki og borg myndu áfram vinna að því að koma listinni á framfæri erlendis og úti á lands- byggðinni. Hann ræddi um menn- ingarsamskipti við önnur ríki og sagði frá fundi sem nýlega var hald- inn með menningarfulltrúum frá Frakklandi þar sem kom til tals að efna til íslenskrar menningarkynn- ingar árið 2002 eða 2003. Björn sagði jafnframt að nýja nor- ræna sendiráðið í Berh'n og Norræna húsið í New York ættu eftir að skipta miklu máh fyrir íslenska menningu í framtíðinni. Fjölmargar ályktanir vora sam- þykktar á fundinum. Meðal annars skorar BIL á ríki og borg að stuðla að því að Listahátíð verði haldin á hverju ári. Þannig verði efnt til lista- og menningarhátíða í ýmsum list- greinum í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og fagfélög í viðkomandi listgreinum. BÍL leggur líka til við stjórnvöld að þeim Ustamönnum sem njóta heiðurslauna Alþingis verði fjölgað til muna á næstu áram. Aðalfundur BIL lýsti einnig and- stöðu sinni við þá fyrirhuguðu breyt- ingu á stjórn Kvikmyndasjóðs Is- lands að meirihluti fulltrúa verði skipaður án tilnefninga fagfélaga. Þá leggur BÍL til að stuðlað verði að varðveislu leiklistarsögulegra minja með því að koma á fót leiklistarsögu- safni. Ennfremur skorar bandalagið á menntamálaráðherra að stuðla að því að Listaháskóli íslands geti með tímanum sinnt öllum Ustgreinum og staðsetningu hans verði þannig hátt- að að hann geti myndað sterk og góð tengsl við listalífið. félagar komu fram á kristnihátíð á ÞinjgvöUum í sumar. A tónleikunum í kvöld munu Gunnar og Sigurður leika efni af geisladiskinum „Sálmar lífsins" í bland við nýn'a efni sem þeir hafa unnið að undanförnu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nýjar bækur • ÚT er komin skáldsagan Strengir eftir Rögnu Sigurðar- dóttur. I fréttatilkynningu segir: „Mar- ía Myrká er einstæð móðir í þriðja ættlið. Hún sver sig í ætt kvenna sem hver á sinn hátt hafa svalað frelsisþrá sinni á mismunandi tímum. Allar eiga þær sam- eiginleg sterk tengsl við nátt- úrana sem vakir yfir þeim á ein- stakan hátt. María kynnist Boga í Reykjavík á níunda ára- tugnum. Þau vita bæði að þau era og verða stóra ástin í lífi hvort annars, en þau era ung og börn síns tíma og þeim reynist eríitt að halda í hamingjuna. Þau eiga ekki alltaf samleið þar sem gimdin er annars vegar og það kemur að því að þau halda hvort sína leið. Það er komið að aldamótum þegar þau hittast aftur og taka upp þráðinn. Þess er skammt að bíða að jörðin fari að titra undir þeim ... Sálfræðilegt innsæi og næmi á sívökula og alsjáandi náttúrana einkenna þessa fallegu og viðburð- Ragna Signrðarddttir aríku sögu. Áður hefur Ragna Sig- urðardóttir m.a. sent frá sér skáld- sögumar Borg (1993) sem tilnefnd var til Islensku bókmenntaverð- launanna og Skot (1997).“ Utgefandi er Mál ogmenning. Strengir er206 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Ráðhildur Ingadóttir. Verð: 3.990 krónur. • ÚT er komin ljóðabókin Sonnettur eftir John Keats í þýðingu Sölva B. Sigurðarsonar. I fréttatilkynningu segir: „John Keats var eitt af höfuð- skáldum Englendinga á 19. öld. Hann átti erfiða ævi og skamma og þykir undrum sæta hvílíkum skáldþroska hann náði á örfáum árum en hann lést úr berklum aðeins 25 ára að aldri. Samtíðin kunni ekki að meta hann enda var hann hvorki glæsimenni né af tignum ættum. Eftir dauða Keats tóku menn hins vegar að endurmeta skáldskap hans og nú er nafn hans nefnt í sömu andrá og nafn Shakespeares, Shelleys og Byrons." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda .f., 80 bls. Verð: 2.980 krónur. Tónleikar í Keflavíkurkirkju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.